Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVflBLAÐIÐ Föstudagur 5. aprfl 1957 — Ræða Þorvaldar Garðars Framh. af bls. 9 ta ársloka 1956. Var fjármagn til kerfisins tryggt með sérstöku aamkomulagið við Landsbankann og var sá samningur úr gildi í árslok. Áður en þessi tími var útrunninn, var hin mesta nauð- syn, að fyrir lægju áætlanir um fjárútveganir fyrir árið 1957 svo snemma, að útlán ársins gætu hafizt strax í ársbyrjun til þess meðal annars að stuðla að því, að fokheldar íbúðir hefðu getað orðið sem mest fullgerðar nú í vetur og komizt sem fyrst í notk- un. í>ess vegna lögðum við Ragn- ar Lárusson til í Húsnæðismála- stjórn í nóvember s.l. að þessi háttur yrði hafður á vinnubrögð- unum. En stjórnarliðið í Húsnæð- ismálastjórn felldi þessar tillög- ur okkar, svo og aðrar um að- gerðir í lánamálunum. MÁLATILBÚNABUR EÍKISSTJÓRNAE.INNAR í stað athafna og úrræða til þess að leysa vandann eins og fullkomlega var hægt að gera með því að halda áfram í horf- inu, svo sem stefndi í tíð fyrr- verandi ríkisstjórnar, hafa nú- verandi stjórnarflokkar lagt á- herzlu á að rangtúlka hið raun- verulega ástand málanna. Hefur það verið gert með því að draga upp sem skuggalegastar myndir í þeim tilgangi að freista þess að gera veg fyrrverandi ríkisstjórn- ar og þá auðvitað Sjálfstæðis- flokksins, sem piinnstan en um leið að mikla erfiðleikana til að geta bent á yfirskynsástæður fyr- ir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinn- ar. í>ví er haldið fram, að hús- næðislöggjöfin frá 1955 hafi reynzt einskis nýt og verið hin herfilegasta blekking og hið al- menna veðlánakerfi hafi verið gjaldþrota, þegar núverandi rík- isstjóm tók við völdum. Allur þessi málatilbúnaður stjómar- liðsins er með slíkum endemum, að vel gæti verið sjálfstætt rann- sóknarefni án tillits til umræðna um húsnæðismálin. Hér mun ég hins vegar aðeins víkja að helztu blekkingimum, sem hafðar eru í frammi. MEIRI LÁNVEITINGAR EN ÁÆTLAÐ VAR Af hálfu ríkisstjórnarinnar er því haldið fram, að íbúðarlán, sem veitt voru á tveim síðustu árum, hafi verið langt um minni en gert var ráð fyrir og lofað hafði verið. í þessum efnum ætti að vera auðvelt að skýra satt og rétt frá, því að í greinargerð með húsnæðismálalöggjöfinni var sett fram nákvæm áætlun um væntanleg íbúðarlán á þessum árum og upplýsingar liggja fyr- ir nú um það, hve lánin urðu raunverulega mikil. Gert var ráð fyrir, að lán þessi myndu nema um 200 millj. kr., en raunin varð sú, að þau urðu 220—230 millj. kr. Hér er um að ræða öll löng lán, bæði lán hins almenna ,veð- lánakerfis og annarra lánastofn- ana í landinu. Þessar staðreyndir eru óþægilegar fyrir núverandi ríkisstjórn, og þá verður að hag- ræða sannleikanum. Það er gert þannig, að haldið er fram, að af þeim 200 millj. kr., sem reiknað var með, hafi aðeins verið veitt íbúðarlán um 100 millj. kr. — Blekkingaraðferðin er augljós. Þegar minnzt er á, hvað reiknað var með, eru lán allra aðila með- talin, þ. e. auk lána hins almenna veðlánakerfis, lán sparisjóða, líf- eyrissjóða og annarra stofnana eða samtals 200 millj. kr. Aftur á móti, þegar minnt er á efndirn- ar, er aðeins getið lána eins að- ilans, þ. e. hins almenna veð- lánakerfis, sem námu um 100 millj. kr. Það mætti nú halda að með þessu væri nóg að gert. En mikið þykir liggja við, því að blað húsnæðismálaráðherrans gerði sér lítið fyrir og hélt þvi blákalt fram fyrir nokkru, að lán hins almenna veðlánakerfis hefðu á þessum tveim árum að- eins numið 50 millj. kr. Slíkar eru þær blekkingar, sem stjórn- arliðið leyfir sér að bera á borð fyrir þjóðina. HVERJÍR ERU GJALD- ÞROTAMENNIRNIR? Jafnfáheyrð er kenningin um gjaldþrot hins almenna veðlána- kerfis. Sannanimar fyrir því, að svo hafi verið, eiga að vera þær staðreyndir, að ekki hafði tekizt að fullnægja eftirspurn- inni eftir íbúðarlánum og safna sjóðum til íbúðarlána fyrir fram- tíðina. En minna mátti nú gagn gera á þeim stutta tíma, sem veðlánakerfið var búið að starfa í tíð fyrrverandi stjórnar. Hið almenna veðlánakerfi og fjár- öflun til þess var reist á hinni frjálsu sparifjármyndun í land- inu. Meðan hægt er að fá fjár- magn til veðlánakerfisins frá þessari uppsprettu, svo sem gert var í tíð fyrrverandi ríkisstjóm- ar, verður veðlánakerfið vissu- lega ekki gjaldþrota. Á þeim stutta tíma eða 9 mánuðum, sem veðlánakerfið starfaði í tíð fyrr- verandi stjórnar, fékk veðlána- kerfið fjármagn með þessum hætti og veitti til íbúðarlána samtals um 77 millj. kr. eða hvorki meira né minna en milli 8 og 9 millj. kr. að meðaltali á mánuði. Sjá allir, að ekki verður með nokkru móti gert lítið úr þessum árangri og breytir þar engu um, þótt eftirspurninni eft- ir íbúðarlánum hafi ekki verið fullnægt. En meðan eftirspurn- inni eftir íbúðarlánum er ekki fullnægt, er og Ijóst, hver fjar- stæða er að ætla, að nokkrir sjóðir geti verið handbærir til íbúðarlána án þess að þeim sé þegar veitt til hinna knýjandi þarfa. Ef hið almenna veðlána- kerfi verður gjaldþrota, þá er það vegna þess, að lindir hinnar frjálsu sparifjármyndunar þoma. Og þeir sem bera ábyrgð á slíku eru gjaldþrotamennirnir. Árang- urinn í tíð fyrrverandi stjórnar er slíkur, að hún verður aldrei sök- uð um neitt gjaldþrot í þessu sambandi, en á þeim 8 mánuð- um, sem núverandi ríkisstjórn hefur setið, hafa verið veitt íbúðarlán úr hinu almenna veð- lánakerfi aðeins um 25 millj. kr. eða aðeins um 3 millj. kr. á mánuði að meðaltali. Við þetta er svo að bæta að um 12 millj. kr. af þessum 25 millj. gengu til byggingarsjóðs sveitanna og geta þá allir reiknað út fram- lagið til kaupstaða og kauptúna. BLEKKINGIN MIKLA Þá eru tilburðir ríkisstjórnar- innar til þess að mikla það vanda mál, sem var fyrir hendi, þegar hún tók við völdum, jafnfárán- legar, sem þær eru ábyrgðarlaus- ar. Nú halda stjórnarblöðin því fram, að 350 millj. kr. vanti til þess að fuilnægja þörfinni á íbúðarlánunum og er þetta skrif- að á reikning fyrrverandi stjórn- ar. Fróðlegt er að gera sér grein fyrir, hvemig þessi upphæð er fengin, en það á sína sögu. Und- ir áramótin síðustu samþykkti Húsnæðismálastjóm tillögur frá Meðeigandi óskast að góðri veitingastofu í miðbænum. Tiilboð merkt: Fjármagn —2556, sendist afgr. Morgunblaðsins. LOFTÞJAPPA óskast keypt. Upplýsingar í síma 2204. Síldar og fiskimjölsverksmiðjan HF. framkvæmdastjóm sinni um fjár- öflun fyrir hið almenna veð- lánakerfi. Tillögur þessar voru hinn eini sýnilegi árangur af margra mánaða starfi eftir end- urskipulagningu Húsnæðismála- stjórnar. Samkvæmt þessum tillögum var reiknað með, að 230 millj. kr. þyrfíu til þess að fullnægja umsóknum um lán til íbúðabygginga, er þá lágu fyrir Húsnæðismálastjórn og var reiknað þá með 100 þús. kr. á hverja íbúð. Hér var reiknað með lánum til íbúða, sem alls ekki komu til greina eða vafa- samt að kæmu til greina að lánað væri út á samkvæmt útlánaregl- um veðlánakerfisins og voru þessar íbúðir nokkur hundruð að tölu. En það var ekki látið sitja við að áætla þennan lið ríflega, heldur þótti rétt að þeir, sem áður höfðu fengið lán hjá hinu almenna veðlánakerfi og frá Lánadeild smáíbúða fengju nú aukaglaðning og var ætlað fyrir því 50 millj. kr. Við þetta var svo bætt ennþá 70 millj. kr. fyrir íbúðir í sveitum og fyrir öllum þeim íbúðum í kaupstöðum og kauptúnum, sem þá voru í smíð- um, en ekki hafði ennþá verið sótt um lán til frá hinu almenna veðlánakerfi, eins og það var orðað. Gengið var út frá því, að um öll þessi lán yrði sótt til veðlánakerfisins, en algerlega útilokaður sá möguleiki, að aðrar lánastofnanir í landinu væru færar um að lána til þeirra, þótí vitað sé, að sparisjóðir landsins og lífeyrissjóðir hafi lánað ár- lega marga tugi millj. kr. til íbúða. Þegar búið var að ieggja allt þetta saman komu út 350 millj. kr. og því slegið föstu, að lánsfjárskorturinn næmi þessari upphæð. Hér var vissulega ekki farið naumlega í sakirnar, en þó að þetta væri í desember s.l. eða nær hálfu ári eftir að ríkisstjórn- in tók við, er því slegið föstu, að lánsfjárskorturinn hafi numið þessari upphæð, þegar fyrrver- andi ríkisstjórn lét af völdum. Hffi SANNA ÁSTAND En svo vill til að við höfum betri heimildir um það, hve mik- ið skorti þá á að hægt væri að fullnægja öllum umsóknum um lán úr hinu almenna veðlána- kerfi. Skýrsla var gerð yfir óaf- greiddar umsóknir um lán úr kerfinu og var miðað við 20. ágúst s.l. eða rétt eftir að nú- verandi ríkisstjóm tók við völd- um. Kom þá í ljós, að af þeim íbúðum, sem sótt hafði verið um lán til, voru 1282 íbúðir fok- heldar eða höfðu möguleika til þess að fá lán úr kerfinu, ef nægilegt fé hefði verið fyrir hendi. Til þess að fullnægja þess- ari lánaþörf þurfti 90 millj. kr. miðað við 70 þús. á hverja íbúð, svo sem lánað var hæst. Sam- kvæmt þessu var hinn raunveru- legi skortur á lánsfjármagni hjá hinu almenna veðlánakeríi um 90 millj. kr., þegar stjórnarskipt- in urðu á s.l. ári, og er vel í lagt í blekkingum, þegar haldið er fram í þess stað, að skort hafi 350 millj. kr. Umfram þær íbúð- ir, sem fokheldar vom lágu fyrir umsóknir um lán til 385 íbúða og er þá ekki reiknað með 324 íbúð- um, sem vafasamt var að lána út á eða ekki var heimilt skv. útlánareglum. Kletti. Sendisveinar óskast, allan eða hálfan daginn. F Ö N I X, — Suðurgötu 10. Bifreíðagúmmíviðgerðir Fljót afgreiðsla — Vönduð vinna Verkstœðum Bogahlíð 11 Vil kaupa T ækif ærisverð Rolleiflex-myndavíál Herraskyrtur, kr. 65.00 Kvenúlpur, kr. 290.00 með innbyggðum Ijósmæli. Barnapelsar kr. 190.00. ólafur Magnússon, Ijósmyndari, Morgunblaðinu. Verzlunin Framnesvegi 2 iEKKI TIL SÝNIS Því er nú mjög hampað dags daglega í stjórnarablöðunum, hver aðkoma iiúverandi ríkis- stjórnar hafi verið í lánamálun- um og viðskilnaðurinn hjá fyrr- verandi rikisstjóm svívirðilegur og eitt sterkasta sönnunargagnið á að vera 350 millj. kr. lánsfjár- skorturinn, sem ríkisstjórnin seg- ist hafa tekið við. En það er aldr- ei getið um það í stjómarblöð- unum eftir hvaða útreikningum komizt hefur verið að þessari niðurstöðu. Það hafa aldrei verið birtar þær tillögur framkvæmda- stjómar Húsnæðismálastjórnar, þar sem þessa útreikninga er að finna. Og hart má það heita, að það eina sýnilega, sem eftir fram- kvæmdastjórnina liggur eftir margra mánaða framkvæmdir, skuli vera þess eðlis, að ríkis- stjórnin skuli forðast að hafa það til sýnis. ORÐ OG EFNDIR Það er ekki vonum framar, þó að ríkisstjórnin hafi talið, að mikil úrræði þyrfti til þess að bjarga við málunum, svo sem þau hafa verið útlistuð. Og það hefur aldrei leikið vafi á því, að ríkis- stjórnin hafi þótzt kunna ráð við þeim vanda, sem að hefur steðj- að. Hins vegar hefur verið lengst af á huldu um það, hver úrræðin væru. Það hefur ekki liðið sá mánuður, síðan ríkisstjórnin tók við, að húsnæðismálaráðherrann hafi ekki hátíðlega boðað og til- kynnt, að það væri verið að und- irbúa framtíðarlausn lánamál- anna. En það hefur. aldrei bólað á hinum miklu úrræðum. Að vísu voru tillögur framkvæmdastjórn- ar Húsnæðismálastjómar, sem ég áðan gat um, hugsuð sem úr- ræði, og voru þær tillögur send- ar ríkisstjórninni um síðustu ára- mót. Augljóst er, að þær tillögur hafa verið léttvægar fundnar, því að ekki virðast þær hafa flýtt fyrir, að ríkisstjórnin kæmi með úrræði. Það líða ennþá mánuðir, en þá seint og síðar meir fer rík- isstjómin fyrir alvöru að tala við bankana. Þá kemur í ljós, að ríkisstjórnin getur ekki einu sinni nú verið búin að koma sér niður á framtíðarlausn þessara mála, heldur er það allt og sumt, sem nú er talað um, bráðabirgða- úrræði. í bréfi Landsbanka ís- lands til ríkisstjórnarinnar frá 26. marz, þar sem svarað er mála- leitan um fjárframlög til hins al- menna veðlánakerfis, er þetta staðfest, en þar segir m. a.: „Hér hefur fyrst og fremst verið um að ræða bráðabirgðaúrlausn, unz komizt hefur verið að niðurstöðu um endurskoðun á fjáröflunar- leiðum fyrir íbúðarkerfið í fram- tíðinni og framlög bankanna til þess.“ Eftir allt, sem búið er að tala erum við þá ekki komin lengra í dag. . I ÞAÐ SEM KOMA SKAL En hver eru íramtíðarúrræði ríkisstjórnarinnar? Enn höfum við ekki fengið að vita það. En málin eru nú óðum að skýrast. Blöð ríkisstjómarinnar eru nú farin að boða það, sem koma skal. Og ekkert hafa þeir lært og engu hafa þeir gleymt. Enn eru höft og bönn einu úrræðin, sem þeir sjá. Það á ekki að leysa húsnæðisvandamálið með þeirri einu lausn, sem til er, en það er að byggja nægilega mikið af íbúðum til að fullnægja eftir- spurninni. Það á nú að snúa við af þeirri braut, sem var að leiða okkur til útrýmingar húsnæðis- skortinum, þegar fyrrverandi stjóm lét af völdum. Nú er það eitt til ráða að koma í veg fyrir með fjárfestingarhömlum, að nægilega sé byggt til þess að mæta þörfum fólksins. Það á að fyrirskipa að byggja minna en áður og sér í lagi minni fbúðir, Það á að þvinga almenning til að láta af þeim gæðakröfum, er gerðar hafa verið til þess hús- næðis, er hann hefur komið sér upp á undanfömum árum. Það á að snúa aftur til þess ástands, sem er fullkomnast í augum stjómarherranna. Ef allt fer eins og nú horfir, þá mun ekki langt að bíða, að einstaklingar verði að sækja til einhverrar ríkis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.