Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUNBl4ÐIÐ Föstudagur 5. april 1957 HLUSTAÐ Á ÚTVARP j*essi mynd er af einu málverka Eggerts Guðmundssonar í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Margar myndir hafa seizt á sýningunni. Þetta málverk heitir „Lestarferð“. 1. APRÍL Eins og við mátti búast var gripið tækifærið þennan dag og útvarpshlustendur látnir „hlaupa apríl“, eða að minnsta kosti gerð tilraun til þess, í frétta-auka það kvöld. Sagt var frá er „Vana- dís“, hið nýja og ágæta skip Suð- urlandsins var að „lenda" á Sel- fossi, við mikil fagnaðarlæti, hornablástur og allt til heyrandi. Þátturinn var ágætlega vel gerð- ur, og vel „leikinn‘% af öllum, allt frá hinum áhugasama fréttarit- ara, með stáltækið, til hins hressi lega skipstjóra, enda hreyfst maður með um hríð, og var far- inn að gieðjast af hinu mikla framtaki eigenda skipsins, Brynj ólfs biskups h.f. — uns upp rann ljós við hinar ýmsu brellur. Og ^egar leikið var „Fosturlandsins freyja", hvarf hin fagra „Vana- dís“ eins og duft og aska, og eftir varð bara 1. apríl. ÞAÐ VAR DULARFULLT Hið dulræna leikrit, „Vasinn", eftir Rúnar, undir leikstjórn Lár- usar Pálssonar, naut sín vel í Endurteknu efni, enda athyglis- vert í ys og þys hins daglega lífs, og prýðilega leikið af frú Ingu Þórðardóttur og Þorsteini Ö. Stephensen. Aftur á móti var leikrit Leikfélags Reykjavíkur, „Það er aldrei að vita“, eftir Bern hard Shaw, allt annars eðlis. Sennilega hefur það leikrit notið sín betur, á leiksviði, er eitthvað fæst líka fyrir augað. Þarna voru annars margir ágætir leikarar á (harða) ferð, undir stjóin Gunn- ars R. Hansens og það er vissu- lega þakkarvert af Ríkisútvarpinu að gefa þeim, „sem í dreifbýlinu búa“ kost á að heyra leikrit, og annað, sem höfuðstaðarbúar skemmta sér við hvort sem það nú er í Iðnó eða Þjóðleikhúsinu. ÍÞRÓTTIRNAR í ÚTVARPINU Það verður ekki annað sagt en Ríkisútvarpið geri íþróttunum góð skil og Sigurður Sigurðsson annast þáttinn stöðugt í hressi legum íþróttaanda og flytur af lífi og sál fiéttir af öllu því mark verðasta, sem gerist hér (og reyndar líka annarsstaðar) í íþróttamálum. Afmælum og tylli dögum hinna ýmsu félaga og í- þróttagreina virðist og vel til haga haldið, ekki síður en á öðr- um sviðum í íslenzku þjóðlífi, enda má það heita íþrótt fyrir sig hér á landi, að halda upp á alls konar afmæli manna og málefna, lifandi og dauðra, þannig að stundum fer út í öfgar, en það er nú önnur saga. HEIMILI OC SKÓLI Einn er sá nýr þáttur í útvarp- inu, sem án efa verður vel séður af mörgum hlustendum, en það er þátturinn, Heimili og skóli, flutt- ur á laugardögum eftir hádegis- útvarp og Óskalög sjúklinga. Gæti hann orðið lítil uppbót á húsmæðra þætti, sem annars mætti gjarna vera daglega í útvarpinu fáeinar mínútur í einu. Eftir heiti þáttar- ins að dæma mun hann fjalla um ýmislegt, er að heimilisstörfum lýtur, uppeldismál, skólamál o. fl. Þegar hefur Arngrímur Kristjáns son, skólastjóri, talað um Æsku- fólk og útilíf, heilsugæslu, uppeldi og hollustu íþrótta í því sambandi. Og Páll S. Pálsson, hæstaréttar- lögmaður, flutti, sem heimilisfaö- ir, prýðilegt erindi um heimanám barna, og þær erfiðu skyldur, sem því kunna að fylgja, ekki sízt'fyr- ir önnum kafnar mæður. Væri fróð legt að heyra meira um það efni — frá kennurum og aðstandend- um barna, enda kom Páll víða við í erindi sínu og vakti máls é mörgu, er ástæða væri til að réttir aðilar ræddu nánar. NÆST SÍÐASTA SINN Og nú fara þeir umsjónarmenn- irnir, Björn Th. Björnsson og Gestur Þorgrímsson, senn að kveðja með sinn þátt, Um helgina, eftir því sem tilkynnt var síðast. í þessum næst síðasta þætti þeirra félaga datt þeim ýmislegt skemmti legt í hug (að ógleymdri Seltjarn- arnesför og Einari í Hvalnesi). Ætli hafi ekki verið ös hjá Plar- aldi Jóhannssyni, á skrifstofu saka dómara við Fríkirkjuveg, eftir að Bj. Th. Bj. fór þangað og skygnd- ist í skápa og skúffur og gerði í útvarpi uppvíst, hver ógrynni væru þar af óskilamunum, er hirðuleysingjar hafa glatað, en hirðusamir hirt af götu sinni og afhent lögreglunni til vörslu. Ein- hver, sem týnt hefur einhverju í Reykj avíkurbæ getur nú sýni- lega gert sér vonir um að finna það aftur í fórum lögreglunnar, bara að bera sig eftir björginni. Eða langar hinn rétta aðila kannske ekki lengur til þess að fá aftur giftingarhringinn sinn, arm- bandsúrið, eyrnarlokkinn eða aðra skrautmuni, og nennir enginn að nálgast annað, sem týnst hefur, eins og sálmabók, skólabækur, eða þá gleraugun og gerfitennurnar, og margt fleira, sem hér yrði of langt upp að telja? HEKLUGOSIÐ FYRIR 10 ÁRUM Þann 29. marz voru liðin 10 ár frá því að Hekla gaus síðast, og var í minningu þess samfelld dag- skrá í útvarpinu það kvöld, er þeir Sigurður Þórarinsson, jarðfræðing ur og Högni Torfason, fréttamað- ur höfðu búið til flutnings, ágæt- lega. Sig. Þórðarinsson rakti í fá- um orðum sögu Heklu og Heklu- gosa í inngang erindisins. Að öðru leyti voru fréttir og frásagnir í útvarpi og blöðum frá þeim tím- um látnar tala sínu máli um merk- isatburði þessa. Milli þess sem drunurnar mátti heyra í Heklu, var varpað skýru ljósi yfir þær hamfarir náttúrunnar, er þarna áttu sér stað og vöktu heimsat- hygli. ENN: IIVER ER MAÐURINN? Ef rétt er heyrt, mun það vera séra Jón Þorvarðsson, sem undan- farið hefur annast morgunandagt útvarpsins. Að minnsta kosti hef- ur það verið gert með prýði og mörgum til uppörfunar og ánægju. Nú heyrist ný rödd í þess- um „þætti", sem aldrei er á minnst af hálfu útvarpsins. Er til of mik- ils mælst, að þulurinn tilkynni nafn þess mæta manns, er morg- unbænina flytur, þó að af stál- þræði sé eða plötu, svona rétt um leið og hann stöðvar fóninn &g býðui- hlustendum góðan dag? Þ. J. H. Gamanleikurinn „Don Camillo og Peppone" hefur nú verið sýndur í tvo mánuði í ÞjóÖIeikhúsinu við ágætar undirtektir áhorfenda, enda eru erjur þeirra félaga óvenjufyndnar og leikurinn skemmti- legur. Allir eru sammála um að leikur þeirra Vals Gislasonar og Róberts Arnfinnssonar í aðalhlutverkunum sé sérstaklega lifandi og eðlilegur og að þeim hafi báðum tekizt að skapa ógleymanlegar persónur. Þeir sjást hér að ofan í lokaatriði leiksins, en hann verð- ur sýndur í 20. sinn í kvöld. skrifar úr daqlecia lifinu Soga Kvenfélogs Fríkirkj- unnar verði skrósett 57. AÐALFUNDUR Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík var hald inn sunnudaginn 24. marz 1957, í Fríkirkjunni að aflokinni messu. Fundarstjóri var kjörinn Ósk- ar B. Erlendsson, lyfjafræðing- ur, en hann tilnefndi Þorlák lónsson, skrifstofustjóra, sem 'undarritara. í fundarbyrjun minntist prest- r safnaðarins, séra Þorsteinn Ijörnsson, þeirra safnaðarfélaga r látizt höfðu á árinu. Úr stjórn áttu að ganga Krist- in Siggeirsson, kaupmaður, lagnús J. Brynjólfsson, kaup- aaður og Þorsteinn J. Sigurðsson, raupmaður. Voru þeir allir end- rrkjörnir. Formaður er nú Krist- jáa Siggeirsson, vara-formaður /aldemar Þórðarson, kaupmað- ur, ritari Magnús J. Brynjólfsson. Fyrir eru í stjórninni: frú Ingi- björg Steingrímsdóttir, frú Pál- na Þorfinnsdóttir, Óskar B. Er- ’endsson, Kjartan Ólafsson og rllhjálmur Árnason. Söfnuðinum hafði vegnað vel árinu og stendur hagur hans íú í miklum blóma. Safnaðar- 'élagar eru svipaðir að tölu og írið áður en þá hafði þeim fjölg- ð um tæp 300. Til spurninga anga nú um 130 ungmenni. Eftirfarandi tillaga var sam- ykkt samhljóða: „Aðalfundur j'ríkirkjusafnaðarins í Reykjavík haldinn 24. marz 1957 samþykkir að heimila safnaðarstjórn, að veita allt að kr. 6000,00 af tekju afgangi ársins 1956 til að láta skrásetja sögu og 50 ára starf- semi Kvenfélags Fríkirkjunnar" En eins og kunnugt er, er Kven félag Fríkirkjunnar elzta kirkju safnaðar-kvenfélag landsinr og hefur auk þess unnið merkilegt starf í þróun kvenréttinda, hér á landi, sem hófst upp úr síðusíu aldamótum. Fóstbræðrafélagið afhenti söfn uðinum að gjöf rafhringingar samstæðu, sem kemur í stað kirkjuklukkna. Var hún fyrst tekin í notkun á aðfangadaginn 1956 og vakti þá athygli fyrir hljómfegurð. Var þessi höfðing- lega og dýrmæta gjöf þökkuð að verðleikum. Hefur Fostbræðra- félagið verið söfnuðinum ómet- anlegur styrkur og stoð. Nokkrar umræður urðu um unglinga og æskulýðsstarfsemi innan safnaðarins, þörfina á því að styrkja hana og efla á allan hátt. Verður nú unnið að þess- um málum eins vel og auðið er, meðal. annars með útveg- un á hentugu húsnæði o. s. frv. Að síðustu var presti safnaðar- ins, séra Þorsteini Björnssyni, þakkað ágætlega unnin störf og sömuleiðis organista, söngfólki og kirkjuverði frú Ágústu Sig- urbjörnsdóttur, sem rækt hefur starf sitt mjög til fyrirmyndar. STÚLKA, sem býr við Hring- brautina hefur vakið athygii Velvakanda á mikilli hættu sem stafar af leikvellinum þar. Harðlæst hlið ÞANNIG er mál með vexti, að við Hringbrautina er stór og mikill leikvöllur, skammt frá Verkamannabústöðunum, þar sem tugir og hundruð barna leika sér daglega. Á vellinum eru eins og gefur að skilja nokk ur hlið. En gallinn er sá að í þessum hliðum voru eitt sinn hurðir, en þær eru þar ekki meir. Börnin hlaupa þar út og inn rétt eins og lömb í rétt og ekkert er til að stöðva þau. — Þau renna skeiðið á harðahlaup- um beint út á götuna og eru þar oft stödd í ofboðslegri hættu við að verða undir bílum sem um götuna fara. Stúlkan sem á heima þarna í næsta húsi segir að oft hafi hún stirðnað upp af ótta er börnin þustu út á Hring- brautina fyrir bilana en sem bet- ur fer hefur ekki banaslys orðið af. Það er vitanlega mikil nauð- syn að setja strax hurðir í þessi hlið, og má heita trassaskapur að hafa ekki gert það fyrr. Herferð gegn minknum ÞAÐ er gleðilegt, að þing- skipuð nefnd skuli nú loks hafa skilað af sér frumvarpi um hvernig beri að varast og vinna á minkaplágunni og íslenzka refn um, dýrbítnum. Frumvarpið ligg- ur nú fyrir þingi og brýn nauð- syn er til þess að það verði sem allra fyrst að lögum. Mér hefur fundizt að almenningur geri sér ekki nægilega mikla grein fyrir því um hvern vágest er að ræða, þar sem minkurinn er. — Hann er ógurleg plága og nú er hann á góðum vegi með það að eyðileggja allt það sem okkur hefur þótt fegurst vera á landi okkar, fuglalíf og silung og lax í ám og vötnum. Engar ráðstafanir eru nógu áhrifamiklar til þess að vinna á minknum, og það er vel að nú hafa stjórnvöldin loks vaknað og hyggjast gera samræmdar ráð- stafanir til þess að vinna á þessu kvikyndi. Sérstakur veiðistjóri skal skipaður og er það vel og mikið þarf að vanda til vals manns í þá stöðu. Þá eru uppi nýjar tilraunir um eitrun fyrir ref og mink og einnig það að athuga hvort ekki sé hægt að koma sótt i minkinn og stráfella hann þannig. Hingað til hefur Karlsen verið eini maðurinn sem við minkinn hefur barizt svo orð sé á gerandi, og má það heita furðulegt að ekki skuli hafa verið gerðar meiri ráðstafanir eða fengnir til fleiri menn en hann einn. Ég hef ávallt dáðst að Karl- sen fyrir starf hans og þraut- seigju við veiðarnar, hann hefur einn reynt að bægja þessari plágu frá íslenzkum fugla- og náttúrulífi, en ekki er von að hann megi við ofureflinu. Hann hefur gert mikið gagn og verið ötull við starf sitt og hann á mikið þakklæti fyrir það skilið. raun ber vitni. Það er algjört hneyksli að Ríkisútvarpið skuli leyfa sér að bjóða hlustendum sínum up á það að söngkona níði gamlar þjóðvísur, svo sem Afi minn fór á honum Rauð. Yfir kaldan eyðisand og Enginn græt- ur íslending, svo sem Erla Þor- steinsdóttir gerir er hún syngur „Vagg og velta". Þar er gömlum og góðum skáldskap breytt, stælt og stolið, svo forsmán er, og við bætt klaufalegasta rokkhncði, sem ég hef heyrt á ævinni. En það er ekki við söngkonuna að sakast heldur höfundinn sem leyf ir sér að afskræma svo gamlan og góðan skáldskap, sem íslenzk. um börnum hefur verið kenndur á annað hundrað ár og eru meðal fegurstu vísna þjóðarinnar. Því miður veit ég ekki hver höfundurinn er, annars mundi ég ekki hika við að nafngreina hann og láta hann standa við ósómann. Og það verður líka að álasa Ríkis útvarpinu og tónlistarráðunaut þess, sem þó er mikill smekk- maður, fyrir að leyfa að leika þessa smekkleysu í áheyrn al- þjóðar. Og síðast en ekki sizt mundu umsjónarmenn Þriðju- dagsþáttarins sæmdir af ef þeir verðu tíma sínum til einhverg annars en leika hástöfum: Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á veltunni, greyið. Tunnan valt og úr henni allt, Botninn upp í Borgarfirði veltistl E Útvarpið og íslenzk menning NN geisar rokkæðið en þó kastar fyrst tólfunum þegar Göfugur skáldskapur, finnst það tröllríður svo útvarpinu semykkur ekki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.