Morgunblaðið - 25.04.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1957, Blaðsíða 1
24 siður Tanner vann með 1 atkvæði Helsinki, 24. apríl. Á ÞINGI finnska jafnaðar- mannaflokksins í dag, var Vainö Tanner, fyrrverandi for- sætisráðherra, kjörinn formað- ur fiokksins með eins atkvæð- is meirihluta. Fékk hann 95 atkvæði, en Karl August Fag- erholm forsætisráðherra 94 at- kvæði. Var úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu í Finnlandi. Nagy dreginn fyrir herrétt London, 24. april. Frá Reuter. ANNA KETHLY, hin einarða forustukona ungverskra sósíal- demókrata, sagði fréttamönnum í London í dag, að leppstjórn Kadars hefði áætlanir um að draga Imre Nagy, fyrrverandi forsætis- ráðherra, fyrir rétt á næstunni. Kvaðst hún hafa þetta eftir örugg- um heimildum. Nagy, sem var fluttur úr landi af Rússum, verður dreginn fyrir sérstakan herrétt, og þar verður honum gert að játa samvinnu við Vesturveldin árið 1953, en þá varð hann forsætis- ráðherra Ungverjaiands og kom á ýmsum frjálslegri stjórnarháttum. „Wall Street Journal" fullyrbir að kommiínistar í íslenzkum verkalýðssamtökum hafi lofað flokksbræðrum sínum í ríkisstjórn ú reyna ekki að þvinga fram kauphækkanir á þessu ári B ANDARÍSKA blaðið „The Wall Street Journal" birti 17. apríl s.l. forsíðugrein undir fyrirsögninni: Gremja á íslandi; Aðstoð Bandaríkjanna eykur verðbólgu eyjunnar, hrekur vini burt, en hjálpin mun halda áfram. Greinin er skrifuð af George Williamson sem var hér á landi í erindum blaðsins, og eru helztu kaflar hennar hér í lauslegri þýðingu: „Aðstoð Bandaríkjanna við aðr ar þjóðir eflir efnahagslegt jafn- vægi, stemmir stigu við komm- únima, vinnur okkur vini? Ef þetta er hugmyndin, þá hefur hún ekki orðið að veruleik hér á þessu gráa fjarlæga eylandi í Norður-Atlantshafi þar sem Bandaríkin hafa lagt fram um 40 milljónir dollara til styrkja og lána á tæpum áratug, og þar sem Kethly sagði að réttarhöldin, sem eru undirbúin af ungversku og rússnesku leynilögreglunni, verði „örugg“, þ. e. a. s. þannig verður um hnútana búið að sak- borningurinn játi á sig allar sak- argiftir, enda hafi hann áður fengið tilheyrandi „uppfræðslu", sem stundum er nefnd „heila- þvottur". Mun þá útkoman á réttarhöldunum yfir Nagy verða hin sama og á réttarhöldunum yfir Mindszenty kardínála. FULLTRÚI FRJÁLSRA UNGVERJA Anna Kethly var innanríkis- ráðherra í hinni skammlífu stjórn Nagys í nóvember s.l., en fór síðan til New York til að tala máli Ungverjalands fyrir Sam- einuðu þjóðunum. Hún sagði fréttamönnunum jafnframt, að hún væri að stofna til félags- skapar, sem verða mundi fulltrúi hins frjálsa Ungverjalands er- lendis, og mundi hann halda lífi í loga frelsisins og andspyrnunn- ar í Ungverjalandi sjálfu og hjálpa flóttamönnum sem þaðan kæmu. Hussein öruggari en nokkru sinni fyrr i Amman, 24. apríl. Frá Reuter: DAG hefur komið til mótmælafunda og kröfugangna um alla Jórdaníu gegn stjórn Khalidis. í Amman eru hersveitir stjórn- arinnar á verði við alla mikilvæga staði í borginni og gæta jafnframt þjóðveganna til að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Palestínu komi til borgarinnar. Flestar búðir voru lokaðar og vinna lá að mestu niðri. í morgun komu hópar unglinga saman fyrir framan stjórnarbygg ingar og heimtuðu tafarlausa af- sögn Khalidis og stjórnar hans. Þeir köstuðu grjóti að hermönn- unum, sem klæddir voru stál- hjálmum og báru skildi til að verjast grjóthríðinni. Árekstr- arnir voru ekki alvarlegir, en samt særðust allmargir. Bréfaskriftir, sem hljótt var um LONDON, 23. april: — í morgun voru birt bréf, er fóru á milli Bulganins annars vegar og Edens og Mollet hins vegar — skömmu fyrir innrás Breta og Frakka í Egyptaland. Talsmaður brezku stjórnarinn- ar kvað stjórnina hafa haft veð- ur af því, að Rússar ætluðu að birta bréfin svo að Bretar tóku sama ráð. átt stóran hluta í skurðinum. Skurðurinn væri lífæð V-Evrópu og því varðaði það Frakka ekki svo litlu, að einræðisherra hefði- nú með ofbeldi tekið stjórn skurð arins í sinar hendur. í bréfi Bulganins til Edens Framh. á bls. 3. LEIÐTOGAR VINSTRI FLOKKANNA Leiðtogar vinstri flokkanna töl- uðu til fólksfjöldans hvar sem hann safnaðist saman. Þeir réð- ust ekki á Hussein konung sjálf- an í ræð'um sínum, heldur á ,leynimakkara í konungshöllinni' og samsærismenn. Þeir réðust ekki heldur á Bretland, en þeim mun öfiugri voru árásir þeirra á Bandaríkin og Eisenhower-kenn- inguna. Mannfjöldinn fagnaði ræðum þeirra og hrópaði vígorð, sem beint var gegn Vesturveld- unum. Síðan dreifði fólkið sér án alvarlegra átaka, og kveðst stjórnin nú hafa komið á ró í landinu. NABULSI SEGIR AF SÉR? Síðustu fréttir herma það, eftir áreiðanlegum heimildum, að Sul- eiman Nabulsi utanríkisráðherra hafi boðizt til að segja af sér samkvæmt beiðni flokks síns, Frh. á bls. 3 nýjar lánveitingar eru til athug- unar. Þetta er talsverð eyðsla í landi sem hefur svipaða íbúatölu og Evansville í Indiana, og banda- ríska stjórnin getur sagt með nokkrum rétti að höfuðtilgang- inum með þessum útgjöldum hafi verið náð: Bandarísku flugmenn- irnir hafa ekki enn verið reknir burt af flugvelli Atlantshafs- bandalagsins á suðvestur-odda hinnar stormasömu eyju. Hins vegar er hægt að fyrirgefa banda- ríska skattgreiðandanum það, þótt hann sé í nokkrum vanda þegar gera skal grein fyrir öðr- um árangri af aðstoð Bandaríkj- anna við ísland. INNRÁS DOLLARA: VERÐBÓLGA Dæmi: Hamslaus verðbólga hefur gert það að verkum, að kauplag og verðlag hefur stór- hækkað og verðgildi íslenzku krónunnar lækkað um 10% á ári síðan 1947. Ein ástæða samkvæmt leynilegri skýrslu sem hagfræðingar Bandaríkja- stjórnar gáfu nýlega, er alltof ör fjárfesting i iðnaði, sem byggð er á „erlendum lánum“, einkum frá Bandaríkjunum. Allir eru sammála um, að önnur orsök verðbólgunnar á tslandi sé sú 12—15 milljón dollara eyðsla, sem stafar af framkvæmdum á flugvellinum. Dæmi: Samsteypustjórn, þai sem íhaldsmenn réðu mestu, hef- ur vikið fyrir samsteypu bænda-, verkamanna- og kommúnista- flokkanna, og þannig hafa skráð- ir meðlimir kommúnistaflokksins komizt í áhrifastöður innan stjórnarinnar. Dæmi: Ameríka verður í æ ríkara mæli skotspónn látlausrar gagnrýni frá næstum öllum póli- tískum flokkum. „Þið eruð að blása að eldi verðbólgunnar“, er hið venjulega kvörtunarefni reiðs hagfræðings — hann trúir á sósíalisma — við einn af hinum þjóðnýttu bönkum íslands. Einn af leiðtogum íhaldsflokksins, sem missti völdin, er alveg jafn gram- Frarnh. á bls. 3. Búizt við köldum svörum Macmillans til Búlganins London, 24. apríl. Frá Reuter: HPALIÐ ER í Lundúnum, að Macmillan forsætisráðherra muni senda Búlganin forsætisráðherra Rússa svar við löngu persónulegu bréfi, sem hann sendi Macmillan yfir páskana. Hins vegar er talið sennilegt, að bréf Mac- millans verði bæði stutt og heldur kuldalegt. Ástæðan til þess er sú, að bréfið var birt opinberlega í Moskvu, áður en Macmillan hafði tíma til að svara því. Bréfið var fengið í hendur Macmillan af rússneska sendiherr- anum í London, Josep Malik, á laugardag og birt opin- berlega í Moskvu fjórum dögum síðar, eða seint í gær- kvöldi. Talið er að þetta muni hafa áhrif á svar Mac- millans. Það þykir nokkurn veginn öruggt, að Rússar ætli að nota bréf Búlganins fyrst og fremst sem áróðursplagg, og má í því sambandi minna á, að þeir birtu ekki öll bréfin sem fóru milli Búlganins og Edens um Súez-málið, ien frá þeim er sagt í annarri frétt hér í blaðinu. ★—•—★ í bréfinu til Mollet sagði Bulg- anin, að Frakkar drægju saman lið til árásar á Egypta. Rússar mundu ekki sitja hjá, ef svo færi. Minnti Bulganin Mollet á styrj- öldina í Indó-Kína. Sagði hann, að hún hefði orðið Frökkum dýr. Styrjöld fyrir botni Miðjarðar- hafsins mundi ekki verða þeim ódýrari. í svarbréfi sagði Mollet, að Nasser hefði lagt undir sig Súez- skurðinn, sem ekki væri einung- is alþjóðleg siglingaleið, heldur hefðu franskir einstaklingar og Svona liugsar danskur skopteiknari sér viðræðurnar í afvopnunarnefndinni, þar sem m.a. er rætt um bann við kjarnorkusprengingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.