Morgunblaðið - 25.04.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagwr 25. apríl 1957
MORCUlSBLAÐIh
11
Tveir kálfsskinnssneplar úr handritum
veraldarsogunnar
★M “ fyrsta og annars
þáttar líður ein öld og
tuttugu mínútna hlé!
Og öldin heitir Gullöldin
okkar. Eins og nafnið ber með
sér eru þetta mjög merkilegir
tímar, tímar gróða og verald-
argengis, sem spanna allt frá
gömlu vatnspóstunum og
Hlíðarhúsum til atomheila
að safna saman ágætu spaugi,
græskulausu gamni og bráð-
fyndnum hröndurum um
merka samtíðarmenn. Fyrri
þátturinn gerist í Reykjavík
aldamótaáranna, og þar er
aðalpersónan Skraffinnur
Tobíasson vatnsberi (ekki
bróðir Brynleifs) sem Harald-
ur sjálfur leikur.
Ein hrnkka í viðbót!
aldamótaáranna, anno 2000.
Skraffinnur vatnsberi.
Og innan þessara tveggja
timamarka hefur þeim Har-
aldi A. Sigurðssyni og Guð-
mundi Sigurðssynl, góðskáld-
um og óviðjafnanlegum hú-
moristum af Guðs náð, tekizt
Síðari þátturinn fer fram í
einum af viðhafnarmóttöku-
sölum Ráðhúss Reykjavikur,
á þeim tímum, sem gullöld er
gengin í garð og framfarir svo
miklar orðnar, að menn skála
í kampavínskúlum, því vínið
sjálft er löngu orðið gamal-
dags.
Þessi nýja revía þeirra fé-
laga er spéspegill aldarfars-
ins, samvizka samtíðarinnar,
eins og allar góðar revíur eiga
að vera. Og þeir eru líka
margir, sem þar fá orð í eyra,
einkum stjórnmálamennirnir,
enda er það, eins og Haraldur
segir, móðgun við stjórnmála-
mann, ef hann fær þar ekki
sinn skammt ríflega útilátinn.
igp
FYRRI HLUTINN gerist á þeim
árunum, þegar þeir „Her-
mann á Blikastöðum" og „Ey-
steinn litli í Skildinganesi" eru
enn ungir sveinar, og maður, sem
á eftir að verða milcill félags-
málamaður með þjóðinni, er enn
bara kornabarn í vöggu. Þrátt fyr
ir það er barnið þó orðið formað-
ur i framfarafélagi ungbarnanna
í Þingholtunum!
Þar koma strax í upphafi ýmsir
aðrir þjóðkunnir menn við sögu
svo sem Níels Dungal, sem þá er
enn á stuttbuxum og er alltaf að
stelast til þess að reykja, og
Brynleifur Tobíasson, sem ein
unga stúlkan elskar ofurheitt, en
hinum finnst helzt til „sveitó“.
Revía verður alltaf Hka að vera
pólitísk, segir Haraldur Á. Sig-
in, og það er sú gagnrýni, sem
fólkið skilur og metur bezt. Einn
brandari er oft miklu meira virði
að þessu leyti en heillöng um-
Skolbrún Tyrfings, þvottakona og skrifstofumær (Steinunn Bjarna-
dóttir). Spæmundur Hólm leynilögreglufulltrúi (Haraldur Á. Sig-
urðsson) og Skriffinnur Dúbíusson (Lárus Ingólfsson).
urðsson. Alls staðar í veröldinni
eru þær þrælpólitískar og stinga
helzt á því, sem verst fer aflaga
í þjóðfélaginu á hverjum tíma.
Háðið er löngum bezta gagnrýn-
vöndunar- og ásökunarræða í
vandlætingarstíl.
Það má segja, að í þessari nýju
revíu „Gullöldin okkar“ sé undir-
tónninn sá, að sýna fram á
hve vandamál mannanna eru lík
frá ári til árs, frá öld til aldar.
Um aldamótin í Reykjavík eru
helztu áhyggjurnar ógn svipaðar
þeim, sem helzt kvelja okkur í
dag, dýrtíðin, húsnæðisleysið og
svo mætti lengi telja. Skraffinnur
vatnsberi óskapast mjög yfir því
að nú sé brennivínið komið upp
í 82 aura líterinn og skonrokið
hafi hækkað um 20 aura pundið.
Og þá svarar Orðvör Símonar-
dóttir, vatnsberi og lifandi frétta-
blað, um leið og hún formæl-
ir hörmungum og skattpíningu
Dana hér á landi:
„Já, Skraffinnur minn, við
þurfum að fá alíslenzka stjórn,
því ekki gæti hún verið svo lúa-
leg að níðast á sínum eigin lands-
mönnum, og hækka sífellt verð-
lagið og skattana." Það var nú í
þá tíð mælt....
GULLÖLDIN okkar er fyrsta
revían, sem þeir hafa samið
í sameiningu Guðmundur og Har-
aldur, en báðir hafa þeir samið
gamanleiki og revíur við góðan
orðstír. Og óhætt er að segja, að
að þessu sinni fari saman ágæt
gamankvæði og hnyttinn og
skemmtilegur texti.
í síðari þættinum árið 2000 er
formaður alþjóðamenningarsendi
nefndarinnar kínversku, að
spjalla við Skriffinn Dúbíusson
yfirborgarritara. Kínverjinn hef-
ur máls og segir:
— ísland er orðið stórveldi.
— Já, svarar Skriffinnur, við
erum eiginlega það eina stórveldi
sem eftir er í heiminum.
Kínverjinn spyr: — En hvernig
stóð á því að Stóra-Bretland varð
íslenzk nýlenda?
Skriffinnur: — Það var eigin-
lega vegna aðgæzluleysis stjórn-
arinnar. Hún var alltaf að flytja
út landhelgina, svo það endaði
með því að England lenti innan
hennar.
En það gegndi allt öðru máli
með Ameríku.
Kínverjinn: — Hvernig þá?
Skriffinnur: — Jú, við vorum
alltaf að fá lán hjá Ameríku-
mönnum og þegar skuldirnar
voru orðnar svo miklar að við
gátum ekki borgað þær, þá tók-
Framh. á bls. 17
Á hersamkomunni við vatnspóstinn
Þeir félagar Haraldur Á. og Guðmundur Sigurðsson.