Morgunblaðið - 25.04.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.1957, Blaðsíða 19
Fxmmhidagur 25. aprfl 1957 MORCVTSBLAÐIÐ 19 Sjötugur í dag: Helgi Finnsson SJÖTUGUR er í dag, 25. apríl, Helgi Finnsson frá Geirúlfsstöð- um í Skriðudal. Mikill hluti hins eldra fólks, sem nú býr í borgum og bæjum landsins, er fætt og uppalið í sveit. Það mun vera mjög sameigin- legt þessu fólki að bera í brjósti hlýhug og ræktarsemi til þeirra staða „þar sem þeirra fögur æskan bjó“. Því finnst næstum eins og það eigi ennþá þarna heima, að ein- hverju leyti að minnsta kosti og lætur sér annt um allt er til framfara og velgengni horfir á þessum stöðum. Þar eru kunningjarnir flestir og kannske beztir, því engin bönd eru traustari en þau er við knýttum á blómaskeiði ævinnar. Þó örlögin síðan skáki okkur á taflborði sínu, ekki ósjaldan til og frá. Vorið 1949 brá Helgi búi á Geir úlfsstöðum og flutti til Reykja- víkur, þá 62ja ára að aldri. Hann er fæddur að Geirúlfs- stöðum 25. apríl 1887. Sonur merkishjónanna Finns Björnsson- ar og Bergþóru Helgadóttur er þar bjuggu allan sinn búskap. Finnur var kominn af merku fólki úr Álftafii’ði eystra og kenndur við Flugustaði. Hann var hagleiksmaður á tré og járn. Greindur vel og létt- lyndur. Hagmæltur og lét ekki ósjaldan fjúka í góðlátlegum kveðlingum á mannfundum, ef honum fannst eitthvað þungt yfir og mun hann sjaldan hafa misst marks við þau tækifæri. Bergþóra var dóttir Margrétar Sigurðardóttur frá Mýrum í Skriðdal, hins mesta kvenskör- ungs, og Helga Hallgrímssonar Ásmundssonar skálds og hrepp- stjóra að Stóra-Sandfelli; þess er Benedikt frá Hofteigi gerði að ævintýraprinsi ættarinnar í Aust urlandi II árið 1948. Bergþóra var gáfuð kona og glæsileg eins og margt af afkom- endum Hallgríms í Sandfelli. Þau hjón, Bergþóra og Finnur, bjuggu alltaf farsælu búi á Geir- úlfsstöðum og voru mikils metin og virt. Komu þau mjög við al- menn mál í Héraði á sinni tíð. Börn þeirra auk Helga voru: Guðrún, skáldkona í Winnipeg, gift Gísla Jónssyni, ritstjóra; dá- in fyrir allmörgum árum. Margrét var önnur systirin, einnig dáin. Hún andaðist hjá bróður sínum Helga heima á Geir úlfsstöðum. Helgi gekk aldrei í neinn skóla. Líklega hefur honum sjáifum sem og foreldrum hans fundist að hann mega ekki missast frá heimilinu, en hann varð snemma stoð þess og stytta. Þrátt fyrir það er hann ungum skólagengnum manninum snjall- arL Hann hefur viðað að sér margháttaðri þekkingu, bóklegri og verklegri, og gert hana sér hagnýta fyrir lífið. Hann gæti vissulega sagt ef hann vildi eins og skáldið Stefán G.: „Löngum var ég læknir minn, lögfræðingxrr, prestur, smiður, kóngur, kennari, kerra, plógur hestur“. Ekki var það ætlun mín að rita hér neina ævisögu, en við þessi tímamót í ævi vinar míns, Helga Finnssonar, þykir mér hlýða og annað að vísu óviðunandi, en votta honum virðingu og þökk, mína og okkar gömlu sveitunga hans, fyrir mikil og farsæl störf hér hjá okkur. Árið 1923 kvæntist Helgi Jón- ínu Benediktsdóttur Eyjólfssonar hreppstjóra að Þorvaldsstöðum og tók þá að öllu leyti við búskap á Geirúlfsstöðum. Flestum þótti þetta kvonfang jafnræði. Jónína var frá víð- kunnu myndarheimili og sjálf var hún í fremstu röð ungra kvenna vegna atgervis síns og menntunar. Hún hafði gengið í Kvennaskólann á Blönduósi og síðan siglt til Danmerkur til framhaldsnáms. Þau Jónína og Helgi bjuggu alla tíð góðu búi að Geirúlfsstöð- um. Fór þar saman dugnaður og ráðdeild húsfreyjunnar og fyrir- hyggja og forsjálni húsbóndans. Þau steittu aldrei farkost sinn á skeri öll sín búskaparár og syrti þó x álinn ekki ósjaldan á því tímabili, bæði hvað snerti veðurfar, sem við bændur erum svo mjög háðir, og verzlunaraf- komu. Helgi bætti jörð sína mikið og stöðugt. Á fyrstu búskaparárum sínum reisti hann stórt og mikið íbúðarhús úr steinsteypu, sem hann smíðaði að mestu íeyti sjálfur. Var það með allra fyrstu steinhúsum í þessari sveit og hér í nágrenni, en mun vera með. gallaminnstu húsum þeirrar teg- undar frá þeim tíma. Þau Helgi og Jónína hafa eignast þrjú efnileg börn, sem einnig eru orðin Reykvíkingar. Valborg, kennari við Austurbæj- arskólann; Þórir Finnur, húsa- smíðameistari, og Guðrún Bene- dikta, skrifstofumær. Það þótti eins og sjálfsagt að þau Geirúlfsstaðahjón tækju að sér forystu í málefnum sveitar- innar, hvort í sínu lagi, og bæði í sameiningu. Þau höfðu áður staðið framarlega í ungmennafé- lagshreyfingunni, en drógu sig nú þar út úr. Jónína komst brátt í stjórn kvenfélags sveitarinnar, var ritari hennar og mikils ráð- andi í félaginu; prófdómari við barnaskólann var hún líka lengst af. Auk þess vissu það aliir, að hún aðstoðaði bónda sinn mikið við hans margþættu störf. Helgi gegndi flestum þeim trúnaðarstörfum innan sveitarfé- lagsins, sem skipa þurfti í á þessu tímabili og vant er að fela beztu mönnum hvex*s byggðarlags. — Hann sat í hreppsnefnd meðan hann gaf kost á sér eða meir en 20 ár og lengst af oddviti hennar. Sæti átti hann í sáttanefnd, skattanefnd og stjórn búnaðarfé- lags sveitarinnar, umboðsmaður Brunabótafélags íslands, deildar. stjóri Skriðdalsdeildar K. H. B. og símstöðvarstjóri fulla tvo ára- tugi og fleira mætti nefna. Það er þess vert að minnast með sérstöku þakklæti þess þátt- arins í starfi þeirra Geirúlfs- staðahjóna, sem að símaþjónust- unni lýtur. Vissulega var það líka fengur ekki svo lítill að fá síma, þó ekki væri nema á einn bæ, og þó hann væri alls ekki miðsveitis, frá því að hafa alls engan. Þessu fylgdi mikið starf og mikil útlát fyrir húsráðendurna á staðnum, því þó símanotkun væri þá hvergi nærri eins og nú er orðið, sóttu þó þangað að allir hreppsbúar til brýnustu nauð- synja, hátt á annan áratug eða til ársins 1944, að mesti áfangi varð í símamálunum. En segja skal hverja sögu sem réttasta. Þó Helgi væri eðlilega talinn stöðvar stjórinn, kom þó þvargið við sím- ann að langmestu leyti á hús- freyjuna. Hún þótti öllum dug- legri að koma slíkum erindum áfram og lét ógjaman ganga á rétt sinn. Það má nærri geta, að bæði vegna símans og annarra opin- berra starfa þeirra Geirúlfsstaða- hjóna, hafi verið hjá þeim mikill átroðningur manna og hesta úr sveitinni, því þá komu menn ríð- andi og viðburður held ég að það hafi mátt heita, ef nokkur fór þaðan án góðgerða. Þaðan er ljúft að minnast gest- risninnar og fyrirgreiðslunnar á Geimlfsstöðum. Bæði voru hjónin svo dreng- lunduð og einlæglega gestrxsin að þetta var fyrir þeim eins og sjálf- sögð og ánægjuleg þjónusta við lífið. Það sannaðist líka á þeim, eins og mörgum öðrum, fyrr og síðar, að íslenzku gestrisninni hefur fylgt, blessun í búi frá fyrstu tíð. Hin mörgu trúnaðarstörf sem Helga voru falin, sýna bezt það álit og traust er borið var til hans. Til að sýna það ennþá ljós- ara, má geta þess, svona til gam- ans, að Helgi hefur alla tíð verið Sjálfstæðismaður í skoðunum eða öllu heldur, heiðarlegur íhalds- maður, og segi ég það honum ekki til lasts. Allir kusu samt Helga, allir treystu skarp- skyggni hans, dómgreind og heið- arleika, enda mátti segja, að hann hefði hvers manns traust og gekk ekki úr trúnaðarstöðum nema hann bæðist sjálfur undan þeim. Það talar sínu máli betur en mörg orð. Það var mikil eftirsjá að því fyrir okkur Skriðdælinga, er Helgi og fjölskylda hans flutti alfarin úr dalnum. Þar með var hin merka Hallgrímsætt horfin héðan eftir að hafa átt hér heima við góðan orðstír í hartnær tvær aldir. Við það verður að sætta sig að Reykjavík dregur að sér margan kjarnakvistinn úr byggð- um landsins. Á sl. sumri heimsóttu þau hjónin sveitina sína og dvöldu hér nokkurn tíma. Sannarlega voru þau velkomnir gestir. Ég gat þess hér að framan. að þau Helgi og Jónína, hefðu á yngri árum staðið framarlega í ungmennafélagshreyfingunr.i. í þeirra tíð byggði hér fámennt ungmennafélag stórt samkomu- hxis, á mælikvarða þess tíma. Nú er verið að endurbyggja og stækka þetta hús, við fremur þröngan fjárhag og kallast nú Fé- lagsheimil Skriðdæla. Áður en þau hjónin fóru í sumar sýndu þau hug sinn til sveitarinnar með því að leggja að mörkum myndarlega peninga- gjöf til þessarar byggingar. Með línum þessum þakka ég þeim heimsóknina í sumar. Þá þakka ég af alhug persónulegan vinskap og störfin öll frá fyrri tíð. Að svo mæltu óska ég Helga og fjölskyldu hans gleðilegs sum- ars. og heilla um alla framtíð. ars og heilla um alla framtíð. mínir munu allir vilja taka. Friðrik Jónsson. Vélamann og háseta vantar á góðan 30 tonna bát, sem fer á hand- færaveiðar. — Uppl. í síma 81542. Allt á sama stað Steypum í legur og slípum sveifarása, allt að 2 metra langa. Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. H.f. Egill Vilhjálmsson Laugaveg 118 — Smi 8-18-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.