Morgunblaðið - 25.04.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1957, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 25. apríí 1957 Bandaríkin hlynnt stórveldaráðstefnu ef Rússar sýna samningsvilja Washington, 23. apríl. DULLES utanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt í dag fund meS blaðamönnum. Sagði hann m. a., að Bandaríkjastjórn væri hlynnt því, að efnt væri til ráðstefnu æðstu manna austurs og vesturs. ★ ★ ★ Grundvöllur fyrir slíkri ráð- stefnu yrði þó enginn fyrr en Rússar sýndu í verki, að þeir vildu leysa vandamálin í samráði við Vesturveldin. Nefndi Dulles í þessu sambandi afvopnunar- málin, sameiningu Þýzkalands og framtíðarstöðu leppríkja Rússa. ★ ★ ★ Þá sagði Dulles, að Bandaríkja- stjórn mundi leggja til, að Súez- deilan yrði lögð fyrir Öryggisráð- ið — og mun það sennilega verða kvatt saman á fimmtudag eða föstudag. Fulltrúi Bandaríkjanna í ráðinu, Cabot Lodge, mun þá Sænsku njósnar- arnir dæmiiir Stokkhólmi, 24. apríl. — Frá Reuter. SVÍARNIR tveir, sem ákærðir voru fyrir að gera ólöglcg afrit af teikningum af kafbátum með það fyrir augum að selja þau er- lendum herveidum, hlutu í dag dóm sinn í Stokkhólmi. Rubert Folke Damstedt, sem var aðstoð- arritari hjá kjarnorkunefndinni sænsku, var dæmdur í 4% árs þrælkunarvinnu, og Gösta Arnold Jakobsson var dæmdur í 5 ára þrælkunarvinnu. Jakobsson hafði unnlð fyrlr tækninefnd sænska flotans, þar sem hann hafði að- gang að teikningunum af kafbát- unum. gefa því skýrslu um samninga- umleitanirnar við Egypta um framtíðarstöðu skurðarins, en hingað til hefur árangur þeirra orðið næsta lítill. ★ ★ ★ Ekki er talið, að Öryggisráðið fái miklu áorkað til frekari lausn ar Súez-deilunnar, en Dulles kvað það sjálfsagt, að ráðið fengi tækifæri til þess að kynnast gangi málanna. Ólafur Jóhannes son tekur sæti á þingi 1 GÆR, er sameinað þing kom saman að loknu páskaleyfi, til- kynnti forseti þess, Emil Jónsson, að sér hefði borist bréf þess efnis að Steingrímur Steinþórsson yrði að gera hlé á þingstörfum um nokkurra vikna skeið sökum heilsubrests. Sæti hans á þingi tók Ólafur Jóhannesson prófessor. Kjörbréfa- nefnd þingsins hafði haft kjörbréf hans til meðferðar og skýrði fram sögumaður hennar, Gísli Guð- mundsson frá því, að hún legði til að bréfið yrði tekið gilt. Undirritaði hinn nýi þingmað- ur síðan eiðstaf þingmanna. Dagskrá Alþingis föstudaginn 26. april Efri deild: 1. Eyðing refa og minka. — 2. umr. 2. Skattfrádráttur sjómanna. — 3. umr. 3. Heilsuverndarlög. — 3. umr. Neðri deild: 1. Eftirlit með skipum. 3. umr. 2. Fasteignaskattur. Frh. 2. umr. Fréttir í stuttu máli ★ Stassen fulltrúi Bandarikj- anna í afvopnunarnefndinni er kominn til London aftur eftir nokkurra daga heimsókn til j Bandaríkjanna þar sem hann ræddi við Eisenhower forseta. Talið er að hann hafi meðferðis nýjar tillögur um afvopnunar- mál. ★ í dag sigldi fyrsta banda- ríska skipið inn í Súez-skurð síð- an Egyptar lokuðu honum. Er skipið á leið norður frá Pakist- an og hefur 12 farþega innan- borðs. ★ Stjómin í Súdan hefur sent Richards, sérstökum sendimanni Eisenhowers til landanna við aust anvert Miðjarðarhaf, orðsendingu þar sem segir, að Súdan-búar þiggi gjarna bandaríska hjáip, en aðeins með þeim skilmáium, að landið fái áfram að reka hlut- leysisstefnu og þiggja hjálp hvað an sem það vill — einnig frá Rússum. jc Páfinn hefur sent út áskor- un til mannkynsins um að nota kjarnorkuna í þágu friðar og framfara og hætta að gera til- raunir með kjarnorku- og vetnis- sprengjur. ★ Forstjóri flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna hefur heitið á allar þjóðir að koma flóttamönnum til hjálpar og opna þeim lönd sín. Sagði hann, að nú væru 38.000 ungverskir flótta- menn í Austurríki og 16.000 í Júgóslavíu, sem biðu eftir því að komast til annarra landa. Auk þess væru enn um 200.000 flótta- menn í búðum í Evrópu, og hefðu margir þeirra verið þar yfir 10 ár án nokkurrar vonar um að finna ný heimkynni. ★ ísrael hefur kært það fyrir Öryggisráðinu, að Egyptar hafa sett sérstakan foringja yfir hryðjuverkasveitir á Gaza-skik- anum með það fyrir augum að halda áfram árásum inn í ísrael að næturlagi. Fjöldi bæjarbúa var við messu í kirkjum bæjarins á páskadags- morgun. Þessi mynd er L d. tekin suður á Fríkirkjuvegi, þar sem bílar kirkjugesta stóðu tugum saman meðfram gangstéttinni beggja vegna. (Ljósm. H. Dan ) Ungur sjómoður drukknar NOKKRU fyrir miðnætti, að kvöldi miðvikudagsins fyrir páska, vildi það sviplega slys til um borð í togaranum Norðlend- ingi, að 19 ára piltur Rögnvaldur Axelsson, féll fyrir borð og drukknaði. Það tókst ekki að finna lík hins látna. Þetta gerðist út af Garðskaga. Um aðdraganda slyss þessa eru fregnir ekki fyrir- liggjandi, sem m. a. stafar af því, að togarinn hefur ekki komið til hafnar, en er væntanlegur til Ól- afsfjarðar á föstudaginn og munu þá fara fram próf í málinu. Rögnvaldur heitinn var einasti hásetinn á togaranum sem heima átti í Ólafsfirði, aðrir hásetar eru Færeyingar. Rögnvaldur var sonur hjón- anna Axels Péturssonar, sjó- manns og konu hans Petreu Rögn valdsdóttur, og var Rögnvaldur næst elztur þriggja sona þeirra. ★ ★ ★ Á tæpri viku hafa því drukkn- að þrír íslendingar. Sridgekeppni PATREKSFIRÐI, 24. apríl — Nýlega er lokið sveitarkeppni í bridge hér á Patreksfirði. Er það annar veturinn sem sú keppni fer fram. í keppninni tóku þátt 9 sveitir, þar af ein sveit kvenna. Sigurvegarar í keppni þessari varð sveit Ágústar H. Péturs- sonar, en auk hans eru í sveit- inni þeir Hannes Finnbogason, Tómas Guðmundsson og Stein- grímur Sigfússon. Hlaut sveitin 1 stig. önnur í keppninni var sveit Ólafs G. Ólafssonar með 12 stig og þriðja sveit Gunnars Waage með 11 stig. Keppt var um fagran bikar sem gefinn var af þátttakendum. Er það farandbikar er keppa skal um árlega. Laugard. 6. apríl fór einnig fram tvímenningskeppni í Bridge. Þátt tóku í þeirri keppni 16 pör. Sigurvegarar voru þeir Árni G. Þorsteinsson og Ari Kristinsson með 131 stigi. Aðrir voru Traust' Árnason og Guðjón Guðjónsson með 121 stig og þriðju þeir Gunnar og Ólafur Sveinsson með 119 stig. —Karl. Hún er horfin úr TjarnargötuimL Báðir neituðu SEYÐISFIRÐI — Þrátt fyrir eindregna neitun beggja brezku skipstjóranna, sem Þór tók í land helgi fyrir páska, voru báðir sak- felldir í lögreglurétti Seyðisfjarð- ar. Hlutu þeir hvor um sig 74 þús. kr. sekt, þar eð sannað þótti eftir framburði varðskipsmanna og mælingum þeirra, að togararnir hefðu verið að veiðum innan hins friðlýsta svæðis út af Hvítung- um. Annar togararanna, Kingstone Andaluzitez frá Hull, var með afla að verðmæti 30 þús. kr. og veiðarfæri togarans, voru metin á kr. 59,200, en aflinn og veiðar- færin voru með dómnum »gerð upptæk. Hinn togarinn, Wellard frá Grimsby, en afli hans og veið- arfæri voru og gerð upptæk, var með ísvarinn fisk fyrir um kr. 22,800 og veiðarfærin voru met- in á kr. 52 þús. Brezku skipstjórarnir áfrýjuðu báðir dómum í málum sínum til Hæstaréttar. — B. Ekið á mannlausa bíla ANNAN páskadag kl. 5,30 var ekið á bílinn R-7600 í Höfðaborg, en bíllinn stóð vestan megin á veginum sem liggur frá Borgar- túni og niður í „Defensorstöð- ina“. — Urðu á honum nokkr.ar skemmdir aftur á. Þá var ekið á bílinn R-2400 á bílastæðinu við Kalkofnsveg milli kl. 1—5 síðd. Varð hann einnig fyrir nokkrum skemmdum. Er bíll þessi „Fíat 1100“. Ef einhverjir væru, sem uppl. gætu gefið í málum þessum, eru þeir beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna hið fyrsta. Einnig er að sjálfsögðu skorað á bílstjóra þá, sem hér eiga hlut að máli, að þeir gefi sig fram. Báðir hafa eigendur fyrrnefndra bíla orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. /jársöfnun til eflingar björgunarskútusjóði Breiðfirðinga í Snæfellsneshöfnum STYKKISHÓLMI, 24. apríl. — Á morgun, síðasta vetrardag, fer fram á Snæfellsnesi allsherjar fjársöfnun til eflingar Björgun- arskútusjóði Breiðfirðmga, en hann var sem kunnugt er stofn- aður fyrir þremur árum með 50 þúsund kr. framlagi Þorbjarnar Jónssonar í Reykjavík og konu hans. Fjársöfnun fer fram í öllum verstöðvum á Snæfellsnesi og einnig verður þeim fjarstöddu Breiðfirðingum, sem vilja styrkja þetta málefni gefinn kostur á að vera með um söfnunina. Geta þeir komið framlögum sínum til einhvers í stjórn fjáröflunarnefnd ar, sem kjörin hefur verið úr öll- um verstöðvum á Snæfellsnesi. í fjáröflunarnefndinni eiga sæti Ottó Árnason í Ólafsvík, Ágúst Pálsson, Stykkishólmi, Danilíus Sigurðsson, Hellissandi og Þorkell Runólfsson í Grafar- nesi. Fyrir forgöngu Sigurðar Ágústs sonar, alþingismanns og Lúðvíks Kristjánssonar ritstjóra ,fór fram allsherjar fjársöfnun í Höfnum á Snæfellsnesi fyrir tveimur árum og bar hún ágætan árangur, enda mikill áhugi ríkjandi fyrir þessu máli hér á Snæfellsnesi. — Fréttaritari. St. Helgafell Fundur verður annað kvöld klukkan 7. Hún setti svip á TjarnarJífið IFYRRASUMAR var gæsapar á Tjörninni, sem undi þar hag sínum vel. En svo kom á miðju sumri slys fyrir. Gæsa- karlinn varð fyrir bíl og dó. Var nú sár harmur kveðinn að gæsa- kerlingunni og syrgði hún maka sinn allt sumarið. I einstæðings- skap sínum tók gæsamamma að spekjast og leita til mannanna. Kona Sveins Sæmundssonar yfir- lögregluþjóns, frú Geira Óladótt- ir, Tjarnargötu 10B, tók að gefa gæsinni brauðmola. Upp úr þessu tók gæsin mikla tryggð við hús Sveins og konu hans. Gæsin heimtaði daglega sinn skammt og engar refjar. Hafði hún í frammi hávaða ef ekki var matur er hana bar að garði. Hún gaf sig aldrei að öðrum fuglum. Hún var á Tjörninni fram eftir vetri, en hvarf þá skyndilega. Var jafnvel talið sennilegt, að hún hefði orðið fyrir slysi. — En um páskana birtist sú gamla allt í einu, horuð og hrakin. Hún lét sér ekki nægja að koma að tröppum húss vina sinna, heldur kom nú alveg inn í gang, til þess að gera viðvart um endurkomu sína. Minna má á það, að í fyrrasumar kom hér í blaðinu „samtal“ við þessa skemmtilegu gæs. í fyrradag fór hún sömu leið og karlinn hennar fór í fyrra- sumar. Kjartan Ólafsson bruna- vörður skýrði blaðinu svo frá í gær, að hún hefði orðið undir bíl á Tjarnargötunni. Þar með er hún horfin grágæsin merkilega, sem setti svip sinn á Tjarnarlífið í fyrrasumar. Vaxandi farþcga- flutningur með Fðxunom Á FYRSTU þrem mánuðum þessa árs fluttu flugvélar Flugfélags íslands 1545 farþega milli landa, en 1131 á sama tíma I fyrra. Læt- ur því nærri að tala farþega í millilandafluginu hafi aukist um þriðjung á þessum tíma miðað við sl. ár. Vörufluttningar milli landa jan- febr-marz 1957 námu 57339 kg. en 37500 á sama tíma í fyrra. Póstur fluttur milli landa á þessu tímabili nam 7100 kg., en 5930 kg. sl. ár. í innanlandsfluginu urðu far- þegar nokkru færri fyrstu þrjá mánuðina í ár, vegna verkfalls á flugflotanum. Farþegar fyrstu þrjá mánuðina í ár voru í innanlandsfluginu 6140, en 6738 í fyrra. Vörur flutt- ar innanlands voru í ár 210 þús. kg. en 240 þús. kg. á sama tíma í fyrra. Hinsvegar jókst póstflutningur í lofti nokkuð. Var fyrstu þrjá mánuðina 1957 53012 kg. en á sama tíma 1956 var hann 45344 kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.