Morgunblaðið - 25.04.1957, Page 3
FWnmtudaftir 25. aprfl 1957
MORGVNBLAÐ1B
t
Conoda’* nationol »■
curity to o lorge extent
hinges on lceiond’* in-
ternol struggle*
tcelond dominate*
Canodo’* greot trade
routes to Europe.
NATO now “holds"
lcelartd. I# the West
loses it? In the event of
wor, it could be a Red
bose for ship-hunting
submarines and planes.
t blaðinu í gær var skýrt frá grein um Island eftir Donald R. Gordon, sem birtist í „Financial Post“
13. apríl s.l. Með greininni var myndin hér að ofan, en í rammanum segir orðrétt: „Þjóðaröryggi Kan-
ada veltur að miklu leyti á stjórnmálaviðsjám á íslandi. tsland drottnar yfir hinum miklu siglmga-
leiðum Kanada til Evrópu. Atlantshafsbandalagið „heldur“ tslandi eins og stendur. Hvað, ef vestrið
missir það? Ef til styrjaldar kæmi, gæti það orðið bækistöð kommúnista þaðan sem senda mætti
kafbáta og flugvélar til að elta uppi skip“.
— Crein „Walí Streef Journal"
Vaxandi áhugi á jarð-
göngum undir Ermarsund
Félag stofnað sem berst
fyrir framgangi málsins
STOFNAÐ hefur verið félag nokkurra áhugamanna, sem
ætla að beita sér fyrir því að gerð verði jarðgöng undir
Ermarsund milli Frakklands og Bretlands. Forgöngumaður
er franski greifinn Armand de Vitry. Vitað er að franska
stjórnin er hlynnt málinu og álitið að brezka stjórnin mum
ekki vísa því frá sér án nákvæmrar íhugunar.
Áætlað er að bygging jarðganganna kosti nær 300 milljón
,dol!ara. Þau yrðu ætluð bæði fyrir rafknúnar járnbrautir og
bíla. —
Framh. af bls. 1.
ur: „Lán Bandaríkjanna“, segir
hann, „borga aðgöngumiða komm
únista að valdastólunum“.
Slíkt tal gefur til kynna að ís-
lendingar hafi ekki mikinn áhuga
á bandarískri aðstoð, og að þess-
ar tilfinningar séu gagnkvæmar.
En maður kemst að raun um
annað, ef maður hringir til skrif-
stofu Vilhjálms Þór, sem er
bankastjóri Landsbanka íslands.
Vilhjálmur Þór er ekki við skrif-
borð sitt eins og stendur; satt
að segja er hann ekki einu sinni
á íslandi. Hann er í Washington
og leitar þar hófanna um nýtt
bandarískt lán sem nemi a. m. k.
10 milljón dollurum og e. t. v.
ekki minna en 22 milljón doll-
urum til að borga fyrir raforku-
stöð ofarlega (íÞrengslunum) í
Sogsánni og fyrir fjárfestingu í
öðrum iðnaðarfyrirtækjum.
AÐSTOÐ OG RÁÐ
Horfur (Vilhjálms) >ór á að
koma fram áformum sínum eru
taldar góðar, enda þótt hann
kunni að fá minni lán en hann
biður um. Samningsviðræðurnar
eru nú „brátt á enda“ samkvæmt
upplýsingum frá Washington.
Þannig er þessu háttað þrátt fyr-
ir það að til er á einhverju skrif-
borði utanríkisráðuneytisins í
Washington skýrsla frá banda-
rískum embættismönnum þar
sem hin „öra fjárfesting“ er gagn
rýnd og þar sem í rauninni er
lagt til, að ýmsum fjárfestingar-
■áætlunum verði frestað. Hin lítt
kunna staðreynd er sú, að þessi
skýrsla var í höndum stjórnar-
valdanna í Washington á síðasta
hausti, en hún aftraði þeim ekki
frá að veita fslandi 4 milljón
dollara lán í desember sl. til að
jafna hallann á fjárlögunum.
Þess er vert að geta, að þessi
halli stafaði að nokkru leyti af
auknum útgjöldum stjórnarinn-
ar til raforkuframkvæmda í
sveitum. f bandarísku skýrslunni
var þess getið með sérstakri á-
herzlu, eða þótt það færi fram
hjá mönnum, að rafvæðingin á
íslandi væri 3 árum á undan á-
ætlun, og þess vegna mætti „vissu
lega fresta henni“.
Hin opinbera skýring á öllu
þessu er á sviði æðri hermála.
Hernaðarsérfræðingarnir í Penta
gon hafa sagt, að flugvöllurinn
sé lífsnauðsynlegur öryggi Banda
ríkjanna sem og þarfur vörnum
Atlantshafsbandalagsins. Völlur-
inn er búinn flugbrautum fyrir
sprengjuflugvélar, ratsjárstöðv-
um og einu herfylki Bandaríkja-
manna, og hann gegnir bæði hlut
verki aðvörunarstöðvar sem sendi
boð um óvinaárás á Bandaríkin
og brigðastöðvar fyrir orrustu-
flugvélar sem fljúga yfir Atlants-
hafið. Fyrir hernaðarsérfræðing-
ana er það jafnmikilvægt að
koma í veg fyrir að Rússar taki
eyjuna og það er að hafa flug-
völl þar.
Þess vegna hefur stjórnarer-
indrekum og þeim sem sjá um
erlenda aðstoð verið tjáð, að
halda verði vellinum hvað sem
það kostar. „Það er æðsta hlut-
verk okkar að halda í flugvöll-
inn á fslandi", segir bandarískur
stj órnarerindreki.
STEFNUBRE YTIN G
En það er líka ískyggilegt
fyrirtæki að halda í flugvöll-
inn á íslandi, eins og sjá má
þegar litið er á núverandi sam
komulag íslands og Banda-
ríkjanna. En fyrst skulum við
líta á aðdragandann. Kosninga
glundroðinn í fyrra færði nú-
verandi vinstri samsteypu
völdin gegn loforði um að
bandarísku flugmennirnir
yrðu reknir burtu. En blóð-
baðið í Ungverjalandi og ró-
leg yfirvegun eftir kosningar
um efnahagsleg hlunnindi af
flugvellinum komu til leiðar
stefnubreytingu. Hin nýja
stjórn ákvað að það vægi á
móti verðbólguáhrifunum af
framkvæmdunum á flugvellin
um að þessir peningar nema
einum-fimmta af gjaldeyris-
tekjum íslands.
En það er ekkert leyndar-
mál, að snarsnúningum nú-
verandi stjórnar var auðveld-
aður með „flugvallar-sam-
komulaginu" eins og það er
nefnt hér, Ákvæði þessa sam-
komulags hafa aldrei verið
birt, en eitt af þeim var 4
milljón dollara lánið á síðasta
ári ásamt með allskýrum lof-
orðum um, að frekari lán og
önnur efnahagsaðstoð mundi
koma í kjölfar þess.
Til að fylgja eftir þessu sam
komulagi setti nýja ríkisstjórn
in upp nýja Varnarmálanefnd
(Standing Defense Group)
sem hefur það hlutverk að
taka varnarsáttmálann til
stöðugrar endurskoðunar. Á-
hrif þessa fyrirkomulags
verða þau, segja bandarískir
embættismenn, að haldið verð
ur lífi í þeirri hótun, að banda
rískir hermenn verði beðnir
að hverfa brott hvenær sem
henta þykir, ef efnahagsað-
stoð Bandarikjanna er minni
en íslendingar bjuggust við.
Gallinn á þessu fyrirkomu-
lagi er sá, að efnahagsaðstoð-
in sem fslendingar vilja fá, er
að áliti bandarískra sérfræð-
inga ekki sú tegund aðstoðar
sem þeir þarfnast til að leysa
efnahagsvandamál sín. í raun-
inni gæti hún hæglega aukið
verðbólguna, og þá yrði skuld-
inni líklega skellt á Bandarík-
in. Sé hægt að æsa tilfinn-
ingar manna nægilega, er
hægt að ógilda rétt Bandaríkj-
anna til flugvallarins hversu
örlátir sem við kunnum að
vera í efnahagsaðstoðinni. . . .
í stað þess að takmarka lán-
veitingar er stjórnin að reyna
hluti eins og kaupbindingar og
verðfestingar. Lög um þetta voru
sett 1. september og afnumin 1.
marz, eftir að verklýðssamtök-
in, sem lúta stjórn kommúnista,
höfðu lofað flokksfélögum sínum
í ríkisstjórn að reyna ekki að
þvinga fram kauphækkanir á
þessu ári.....
Hinn nýja stjórn bauð sendi-
nefnd frá Alþjóðabankanum að
rannsaka lánstraust hennar í
ágúst í fyrra, og nefndin fór burt
með „talsverða von“ um að verð-
festingar-áætlanir ■ stjórnarinnar
bæru árangur. En hún býst ekki
við, að ísland fái gott lánstraust
fyrr en snemma á árinu 1958, og
þá því aðeins að stjórninni tak-
ist að stöðva verðbólguna.
íslendingar viija ekki bíða svo
lengi; fjárfesingaráætlanir þeirra
fyrir næstu 3 ár gera. ráð fyrir
40 milljón dollurum í „erlendu
fé“. Ef ekki verður stefnubreyt-
ing, mun nokkuð af þessu fé eða
allt féð koma frá Bandaríkjun-
um. Það er t.d. ekki lengra síð-
an en í síðustu viku, að embætt-
ismenn frá bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu og íslenzkir embætt-
ismenn komu sér saman um, að
tsland fengi bandaríska umfram-
framleiðslu á landbúnaðarafurð-
um, sem nemur 2.785.000 dollur-
um........
Sennilega munu yfirstandandi
viðræður (Vilhjálms) Þór í Was-
hington leiða til annarrar lán-
veitingar. Það kann að vera, að
Bandaríkin séu í hjarta sínu sam-
mála Alþjóðabankanum um láns
traust íslands — en hernaðarlegt
öryggi er veigamesti þátturinn í
stefnu Bandaríkjanna varðandi
fsland“.
★ Egyptar hafa sent Hamm-
arskjöld bréf þar sem þeir koma
með nýjar tillögur í Súez-deil-
unni. Er m. a. lagt til ,að málið
verði lagt fyrir Alþjóðadómstól-
inn í Haag. Þá lofa Egyptar að
hækka ekki gjöld fyrir siglingar
um skurðinn um meira en 1%
á þessu ári. Hammarskjöld er nú
að íhuga bréfið ásamt með sér-
fræðiugum.
STUÐNINGUR
E VRÓPURÁÐ SIN S
Nýstofnaða félagið nefnist
„Technical Studies" og standa að
því m. a. hinn franski greifi og
bandarískur lögfræðingur að
nafni Frank P. Davidson. Þeir
hafa í hyggju að safna fjármagni
til verksins í Frakklandi, Bret-
landi og Bandaríkjunum, en
vænta sér einnig stuðnings
Evrópuráðsins, því að búast má
við, að slík jarðgöng styrki stór-
lega samband Englands við meg-
inlandið.
GÖMUL TILLAGA
Fyrsta tillaga um að gera göng
undir Ermarsund kom fram á
timum Napóleons fyrsta. Benti
franskur verkfræðingur á það
sem eina aðferðina til að gera
innrás í Bretland. í áætlunum
hans var lagt til að gerð yrði
gervieyja í miðju Ermarsundi,
til þess að hestar gætu fengið
ferskt loft.
BRETAR HRÆDDIR
Fyrir nær 100 árum á valda-
tíma Napoleons III. voru enn á
döfinni tillögur um jarðgöng og
tilraunaboranir voru framkvæmd
ar. Félög sem þá voru stofnuð í
þeim tilgangi að framkvæma
verkið eru enn skrásett bæði í
Frakklandi og Bretlandi. Um 1880
var gerður samningur milli ríkis-
stjórna Bretlands og Frakklands
um gerð slíkra jarðganga, en
brezka þingið felldi samninginn,
vegna þess að þingmenn óttuð-
ust að þar með væri úr sögunni
sú vernd sem Ermarsund hefur
veitt Bretlandi gegn innrás. Af
þeim sökum hafa margir Bretar
verið mótfallnir slíkum fram-
kvæmdum.
TÆKNILEGA SKYNSAMLEG
Ef jarðgöng þessi yrðu gerð
yrðu þau langsamlega lengstu
jarðgöng undir sjó, eða nær 40
km. Lengstu jarðgöng sem nú
eru til undir sjó eru undir
Merseyfljóti milli Liverpool og
Birkenhead í Englandi. Þau
eru nálægt 4 km á lengd og
kostuðu er þau voru gerð 1925
—34 20 millj. dollara. Áætl-
að er að Ermarsundsgöngin
myndu kosta 280 millj. doll-
ara og er það viðurkennd stað-
reynd meðal verkfræðinga, að
tæknilega sé ekkert því til fyr-
irstöðu að grafa göngin.
Hussein
Framh. af bls. 1
sem er í stjórnarandstöðu, en að
Nabulsi hafi ekki enn sagt af sér
opinberlega.
IIUSSEIN ÖRUGGUR
í dag átti Hussein konungur tal
við fjóra bandaríska blaðamenn
og sagði þeim, að yfirstandandi
erfiðleikar Jórdaníu væru runn-
ir undan rifjum hins alþjóðlega
kommúnisma. Hann kvaðst reiðu
búinn að setja herlög í landinu,
ef þess gerðist þörf til að bjarga
því. Hann sagði: „Við munum
berjast fyrir því, sem við trúum
á og gera skyldu okkar“. Hann
sagði ennfremur, að nokkrir
flokkar í Jórdaníu, sem hefðu
samvinnu við flokka í öðrum | að reyna að leysa Súez-deiluna á
— Bréfashriitii
Bulgonins
Framh. af bls. 1.
sagði, að Frakkar drægju nú sam-
an lið á Kýpur — og væri slíkt
langt frá því að vera friðvæn-
legt. Það væri augljóst, að Bret-
ar og Frakkar hyggðu á hernað-
araðgerðir í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs — sennilega gegn
Egyptum. Úr því gæti orðið mik-
il styrjöld, enda þótt Frakkar
og Bretar ætluðu að binda hana
við einn stað.
Rússar mundu ekki sitja auð-
um höndum, ef Bretar og Frakk-
ar létu til skarar skríða.
í svari til Bulganins sagði Ed-
en, að rangt væri, að Bretar og
Frakkar ætluðu að stofna til ófrið
ar í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Þeir hefðu í hyggju
löndum, hefðu reynt að komast
til áhrifa innan hersins, en það
hefði verið hindrað í tæka tíð. —
Hann kvað sig og stuðningsmenn
sína vera sterkari en nokkru
sinni fyrr, bæði innan hersins og
meðal þjóðarinnar.
friðsamiegan hátt. Nasser hefði
gerzt sekur um ofbeldi og hefði
hann með þjóðernisofstæki sínu
ögrað vestrænum þjóðum og
sýnt þeim fjandskap. Að öðru
leyti var svarið samhljóða svari
Mollets.
99
RIFIZT í KREML
ÞJóðtegi komiTiunisminn uppfinning heimsvalda-
sinna og hætfulegur öreigahreyfingunni
Albanska sendinefndin, sem
verið hefur í Moskvu til við-
ræðna við leiðtoga í Kreml, fór á
laugardaginn heimleiðis. Daginn
áður undirrituðu albönsku komm rituð höfðu foringjarnir í Kreml
únistarnir og fulltrúar Ráðstjórn- boð inni fyrir nokkra erlenda full-
arinnar sameiginlega yfirlýsingu, trúa í Moskvu. Þar var m.a. mætt
för með sér upplausn alþjóða-
hyggju öreigahreyfingarinn-
ar“.
Er yfirlýsing þessi var undir-
þar sem sagði, að
„hinn þjóðlegi kommúnismi
væri fundinn upp af heims-
valdasinnum í þeim tilgangi að
sundra einingu socialismans
— og viðgangur þjóðlega
kommúnismans mundi hafa í
ur jugóslavneski ambassadorinn,
Michunovitch.
Skömmu áður en undir-
skriftin átti að fara fram kail-
aði Krúsjeff ambassadorinn
á eintal út í horn fundarsalar-
ins. Ekki leið á löngu þnr til
sainverkamenn Krúsjeffs fóru
að' safnast í kring um þá —- og
varð af háreisti mikil og karp.
Átti Jugoslgvinn þar m.a. í
höggi við Bulganin, Mikojan
auk Krúsjeffs. Var mjög deih
um stöðu jugóslava gagnvart
hinum koinmúnistaríkjunum.
— og stóðu deilur þessar í 40
mínúlur. Af þessum sökum
dróst undirskriftin undir rússn
esk-albönsku yfirljsinguuu um
liálfa klst.