Morgunblaðið - 25.04.1957, Síða 6
6
MORCVTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 23. apríl 1957
E
Nýjar úfgáfur — Frímerkjaklúbbur
— Jólamerki o.fl.
FTIR að Morgunblaðið tók
upp þá nýbreytni að birta
frásagnir og fræðslu um frímerki
og frímerkjasöfnun, hefur blað-
ið fregnað að þessari viðleitni
hafi verið vel tekið meðal is-
lenzkra frímerkjasafnara, en á
það skal aftur bent, að blaðið
mun veita móttöku aðsendum
greinum frá frímerkjasöfnurum
og öðrum þeim, er óska eftir að
rsaða þessi áhugamál sín hér í
dálkunum.
Það er siður frímerkjasafnara
að loka niðri söfn sín yfir sum-
armánuðina enda eru þá mörg
önnur verkefni við ýmiskonar
tómstundarstörf, svo sem lax-
reiðar, íþróttir, ferðalög og fl. Af
þessum ástæðum munu frímerkja
þættir þessir ekki verða birtir
eins oft nú yfir sumartímann
eins og ætlast var til í fyrstu, en
þegar haustar verður reynt að
hafa þætti þessa með stuttu milli-
bili og þá með meiri fjölbreytni.
ISl NÝ ÍSLENZK FRÍMERKI
Þann 8. maí n.k. verða sam-
kvæmt tilkynningu póststjórnar-
innar, gefin út þrjú ný íslenzk
merki, en þau verða nefnd Jökla-
merki og eru með samskonar
myndum og flugfrímerkin, sem
út voru gefin árið 1952 og nú eru
að mestu uppseld. Þessi nýju frí-
merki sem hafa verðgildin 2 kr.,
3 kr. og 10 kr. verða þó ekki tal-
Nýja grænlenzka frímerkif
Útgáfudagur 2. maí n. k.
in flugfrímerki, þótt myndirnar
séu þær sömu og á gömlu merkj-
unum, vegna þess að flugvélin á
hverju hinna gömlu merkja er
ekki teiknuð á þessa nýju útgáfu,
sbr. meðfylgjandi myndir.
Litir hinna nýju merkja eru í
daufara lagi, því litskær frímerki
eru að áliti flestra safnara fall-
egri en merki með daufum litum.
En enginn vafi er á því, að þessi
nýju Jöklamerki munu prýða
blaðsíður frímerkjaalbúma
hinna mörgu safnara, því íslenzk
frímerki hafa þótt smekkleg, þótt
fjölskrúðugra litaúrval hefði
mátt eiga sér stað, í útgáfum síð-
ari ára.
En það má margt rita um út-
gáfur íslenzkra frímerkja, en hér
rúm til að birta myndir eða frá-
sagnir af öllum þeim nýjungum,
en söfnurum skal á það bent, að
fiest erlend frímerkjablöð birta
myndir og frásagnir af útgáfum
nýrra merkja, og væri ekki ó-
skal aðeins stiklað á stóru. T.d. ef
póststjórnin gæfi út, þótt ekki
væri nema annaðhvert ár frí-
merkjaseríur með lágum verð-
gildum, þá mundi sala og eftir-
spurn íslenzkra merkja vaxa að
mun og án efa verða aukin tekju
lind fyrir útgefendur og enn-
fremur hefði þetta í för með sér,
aukna sölu á hinum dýrari út-
gáfum, vegna þess, að þegar safn
ari sem er byrjandi eignast fyrst
í safn sitt hinar ódýrari tegundir
frímerkja hvers lands, reynir
hann eftir mætti, þótt síðar sé,
að kaupa hin dýrari merki. Vel
gæti svo farið að ísland yrði eitt
af „frímerkjalöndum" álfunnar,
eins og t. d. Monaco, Lichtenstein
o.fl. lönd sem hagnast hafa á frí-
merkjaútgáfum, ef aðeins réttar
og hagkvæmar leiðir eru farnar
í útgáfum nýrra frímerkja.
E=gl NÝ ERLEND FRÍMERKI
Út verður gefið á næstunni nýtt
grænlenskt frímerki, 60 aurar að
verðgildi. Merkið er teiknað af
grænlenskum teiknara Jens Ros-
ing og er hugmyndin tekin úr
grænlensku þjóðsögunni „Móðir
hafsins". Sjá meðfylgjandi mynd.
Sviss gaf nýlega út fjögur minn
ingar- eða auglýsingamerki eins
og hér sjást en þau eru mjög
smekkleg að litavaii eins og mörg
áður útgefin svissnesk frímerki.
Margar nýjar eriendar frí-
merkjaútgáfur hafa borist undan
farið, en hér er því miður ekki
Frímerkjablokk gefin út í New York í tilefni alþjóðafrímerkjasýn-
ingar er haldin var þar í maí 1956. — Blokkin er árituð með eigin-
handarundirskrift Arthur E. Summerfield yfirpóstmeistara Banda-
ríkja N.-Am., en nafn hans er einnig prentað á blokkina. Þetta eintak
er talið mjög sjaldgæft, því aðeins fá eintök voru árituð á þcnn-
an hátt.
Ný útgáfa
svissneskra
minningar.
frímerkja
sennilegt, að bókaverzlanir bæj-
arins gætu útvegað þessi tíma-
rit, þeim er áhuga hafa á að eign
ast þau.
ISi FRÍMERKJAKLÚBBUR
Hér var vakið máls á því, hvort
ekki væri hugsanlegt að stofna
hér frímerkjaklúbb og frést hef-
ur að stofnun slíks félagsskapar
sé í athugun og jafnvel langt á
veg komin, og er það víst að þetta
er spor í rétta átt, sem getur
margt gott af sér leitt. Heppilegt
væri að klúbbur þessi starfaði í
tveimur deildum og væri skipt
þannig, að safnarar sem ekki eru
byrjendur hefðu sérstaka fundi
og svo hinir sem eru byrjendur
tilheyrðu annarri deild og væri
þá eðlilegast að hinir eldri miðl-
uðu þeim yngri af reynslu sinni
og þekkingu. í Reykjavík eiga
slíkir klúbbar auðveldlega að
geta dafnað og fengið góðar und-
irtektir hjá þeim fjölda safnara
sem nú þegar eru byrjaðir á söfn
un frímerkja og ennfremur
mætti hvetja ungt fólk til að
ganga í slíkan félagsskap og þann
ig vekja áhuga fyrir þessari gagn
sömu og skemmtilegu tómstunda-
iðju.
ISI JÓLAMERKI
Það tíðkast mjög erlendis að
menn safni jólamerkjum og eru
íslenzku jólamerkin talin eftir-
sóknarverð í söfn, meðal annars
vegna þess hve tiltölulega lítið
magn er gefið út af þessum merkj
um hverju sinni, og þótt þau hafi
ekki ávallt verið sem smekkleg-
ust að útliti, en mörg hafa þau
samt verið vel gerð, þá hefur
söfnun íslenzkra jólamerkja far-
ið í vöxt hin síðari ár. Verð fyrri
árganga ísl. jólamerkja hefur ver
ið i hóf stillt hjá útgefendum og
hafa því safnarar getað eignast
þessi merki við vægu verði, en nú
nýlega barst sú frétt, að jóla-
merki Thorvaldssensfélagsins frá
fyrri árum ,eins og t.d. frá árun-
um 1920—1940 og sem útgefend-
ur hafa haft til sölu, hefðu verið
fyrir skömmu síðan hækkuð í
verði og eru merki þessi nú seld
á bazar félagsins í Austurstræti
fyrir 25 krónur stykkið. Enn-
Ný íslenzk jöklamerki. — Útgáfudagur 8. maí n. k.
Hér er 11 ára gamall sænskur
frímerkjasafnari sem nýlega fann
í safni sinu sænskt frímerki sem
virt var á 3000 sænskar krónur.
Á merkið var prentað 2 0 í tölu-
stöfum, en í bókstöfum var orð-
ið ÞRJÁTÍU, svo að hér var uni
að ræða alvarlega prentvill'u,
sem hafði þessi áhrif á verð
merkisins.
fremur hafa jólamerki þau er út
hafa komið eftir 1940 verið stór-
lega hækkuð í verði, þótt ekki
eins mikið og að ofan getur, en
á það skal bent, að slík verð-
hækkun á frímerkjum eða jóla-
merkjum hefir ekki þekkst fyrr
og má telja slíka verðhækkun út-
gáfusjóðs ísl. jólamerkja mjög
misheppnaða ráðstöfun til tekju-
öflunar, vegna þess að safnarar
kaupa yfirleitt ekki merki á upp-
sprengdu og ósanngjörnu verði
og má því búast við, að úr sölu
þessara gömlu merkja dragi all-
verulega vegna hins háa verðs og
svo einnig vegna þess, að merkin
er ennþá hægt að fá í skiptum
fyrir notuð íslenzk frímerki frá
erlendum jólamerkjakaupmönn-
um, og þá fyrir mjög sanngjarnt
verð.
Út kom nýlega íslenzk jóla-
merkjabók sem ætluð er fyrir
söfnun þessara merkja og skal
ekki lagður dómur á ágæti bók-
arinnar, en einn galli virðist á
henni og er hann sá, að brotið
hefði þurft að vera stærra.
J. H.
sbrifar úr
daglega lifinu
MARGIR munu þeir vera, sem
lögðu leið sína upp í Skíða-
skála nú um helgina. Þar er mikil
og vegleg veitingastofa, rekin
undir umsjá og röggsamri stjórn
Steingríms veitingamanns og
þjónustan er þar öll með hinni
mestu prýði.
Vinsæll veitingastaður
SKÍÐALÖND eru þar líka hin
ágætustu í nálægum giljum
og dalverpum, svo ekki er að
undra, þótt margir hafi lagt
þangað leið sína um bænadag-
ana. Ég var einn þeirra mörgu,
sem í Skíðaskálann kom um
páskana og var þá þar fyrir mikil
þröng manna. Eftir að hafa
drukkið þar kaffi gekk ég ör-
skammt upp í hlíðina, að hinum
tígulegu minnisvörðum, og leit
yfir snæviþakið umhverfið. Þá
kom mér í hug, hve mjög vel
Skiðaskálinn er í sveit settur.
Hann stendur við eina helztu
þjóðbraut Suðurlands, þar sem
stöðug og mikil umferð er á
hverjum degi. í grennd við hann
eru mikil og góð lönd til iðkunar
vetraríþrótta. Og í landi hans
finnst heitt vatn í jörðu, sem
mjög eykur möguleika staðarins
til þess að veita gestum og gang-
andi, sem þangað sækja, þægindi
og góða aðbúð meðan þeir dvelj-
ast þar.
Sundlaug á fjallinu
0G sú spurning hlýtur að vakna
í huga manns hvort ekki sé
sjálfsagt að hefjast handa um
sundlaugarbyggingu við Skíða-
skálann, ef nægilegt reynist af
heita vatninu þar í jörðu, sem
öll líkindi munu vera. Það væru
mjög aukin þægindi fyrir alla þá,
sem skíðaíþróttina stunda á vetr-
um, að geta brugðið sér í heita
sundlaug, er þeir koma þreyttir
heim úr skíðaferðunum. Og mjög
mundi sundlaugarbygging auka
aðdráttarafl staðarins á sumrum,
en eins og sakir standa er þar
heldur lítið hægt að hafa fyrir
stafni, séu menn þar til nokkurr-
ar dvalar.
Þá myndi Skiðaskálinn verða
mun vinsælla fjallahótel en hann
nú er og væri það vel, því ekki
verður of mikið að því gert að
hvetja Reykvíkinga til þess að
leita út á mörkina, hvort sem
það er að sumar- eða vetrarlagi
sér til hvíldar og hressingar. —
Væri ekki heillaráð fyrir eig-
endur Skíðaskálans að hefjast
handa um að hrinda þessari hug-
mynd í framkvæmd?
Skinið skortir
ÞEIR, sem aka um nágrenni
bæjarins, munu hafa veitt
því athygli, að í fyrra voru settir
upp við vegarbrúnirnar litlir
baukar á stöng. Var þeim ætlað
það hlutverk að endurkasta skini
bílljósanna, en þeir munu hafa
verið að utan roðnir endurskins-
efni, fosfór eða einhverju slíku.
Hugmyndin var góð og tilgang-
urinn mjög þóknanlegur. En svo
hefur farið að í veðri og vindum
vetrarins og rykskýjum vorsins
hefur þykkt lag aurs og moldar
setzt utan á þessa bauka svo nú
varpa þeir engri birtu frá sér
lengur, heldur standa þarna ein-
manalegir á vegarbrúninni, án
nokkurs tilgangs. Er nauðsynlegt
að hreinsa þá eða skipta um þá
svo þeir geti aftur orðið að sama
liði og mánuðina eftir að þeir
voru fyrst settir upp.
Góð gullöld
NÚ hefur verið frumsýnd í
Sjálfstæðishúsinu ný revía.
Þeir sem hana hafa séð ljúka upp
einum munni um að hún sé bráð-
skemmtileg, enda þurfti reyndar
ekki um það að efast, þegar vit-
að var hverjir höfundarnir eru,
þeir Haraldur Á. og Guðmundur
Sigurðsson. Langt er orðið síðan
revía hefur verið sýnd hér í bæ,
en Bláa stjarnan var á sínum
tíma geysilega vinsæl, þótt hún
væri ekki revía í gamla skilningi
orðsins, heldur sundurlausir þætt
ir. Það er alltaf hressandi að sjá
samtíð sína í dálitlum spéspegli.
Það kennir manni að taka ekki
lífið og tilveruna of hátíðlega og
sízt veitir okkur af því fslend-
ingum, sem eigum manna minnst
til af spaugsemi og húmor í okk-
ar geði.