Morgunblaðið - 25.04.1957, Qupperneq 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. apríl 1957
,Rauða stjarnan' aðalmálgagn varnarmalaráðuneytis Rússa segir:
//
Guðmundsson ráðherra fer
ir
JTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
sendi íslenzkum blöðum
í gær fréttatilkynningu með þýð-
ingu á hótunargrein þeirri, sem
birtist 12. apríi sl. í „Rauðu
stjörnunni“, sem er aðalmálgagn
varnarmálaráðuneytis Sovét
Rússiands. Fer hún orðrétt hér
á eftir:
Um daginn hélt utanríkisráð-
herra íslands, Guðmundsson,
ræðu í útvarp, þar sem hann
talaði lofsamlega um Norður-
Atlantshafsblökkina. Guðmunds-
son studdi „Atlantshafs" hernað-
arhugmyndina, og reyndi að ó-
frægja hlutleysisstefnuna og rétt-
læta staðsetningu amerískra her-
stöðva á erlendu landssvæði. Oss
er ekki ljóst, hvaða hvatir komu
honum til að sýna Pentagon slíka
óvænta aðdáun. En eitt er algjör-
lega ljóst, að það er, að viðleitni
Guðmundssonar til að réttlæta
hernám íslands af hálfu amer-
ískra hersveita beinist fyrst og
fremst gegn lífshagsmunum ís-
lenzku þjóðarinnar og ósk henn-
ar til að hafa friðsamlega og vin-
samlega sambúð við allar þjóðir.
RÉTTLÆTIR HERNÁMIÐ
Guðmundsson réttlætir hernám
amerískra hersveita á landi sínu
með því að benda á versnandi
ástand í milliríkjamálum. Ástand
ið í millirikjamálum hefur i raun
og veru versnað upp á síðkastið.
En þetta versnandi ástand í milli
ríkjaskiptum er bein afleiðing af
vígbúnaðaraukningu árásarsinn-
aðra Vesturvelda, sem er meiri
en dæmi eru til áður, og áform-
um þeirra um að nota herstyrk
sinn gegn friðelskandi ríkjum —
Áformin um að staðsetja amer-
ískar herdeildir, er hafa sérstök
hlutverk og búnar eru kjarnoiku
vopnum, á landssvæðum ríkja,
sem eru í NATO og öðrum árásar-
blökkum, skapa stórversnandi
ástand í milliríkjamálum. Slikar
aðgerðir, er miða að auknum
undirbúningi undir eyðileggingar
stríð, skapa líka ógnun fyrir ör-
yggi íslands.
fsland, sem er lítið eyland
nyrzt í Atlantshafi, hefur gerzt
meðlimur hernaðarbandalags,
sem beint er gegn Sovétríkjun-
um og ríkjum, sem þeim eru vin-
samleg. Auk þess er það nauð-
beygt, sjálfstæði sínu til tjóns,
að láta í té landssvæði undir
ameríska herstöð í Keflavík rneð
allt að 8 þúsund hermönnum og
liðsforingjum að því er vestræn
blöð áætla. Herstöð þessi er mik-
ilvægur liður í fylkingararmi
„norðurheimskauts víglínunnar"
eins og Pentagon kallar Norður-
íshafssvæðið og á þýðingarmikl-
um hernaðarflugleiðum frá
Bandaríkjunum til Evrópu. Frá
Keflavík fara amerískar flugvél-
ar I könnunarleiðangra yfir Nor-
egs- og Grænlandshaf og önnur
heimsskautssvæði og fljúga til
Norðurheimsskautsins og segul-
skautsins.
BÚIÐ UNDIR NOTKUN
HERSVEITA
Af þessu er ljóst, að íslenzkt
land er i raun og veru búið undir
notkun hvenær sem er af hálfu
amerískra hersveita í áformum
þeirra um árás á Sovétríkin og
alþýðulýðveldin. Og þessi hern-
aðarárás frá íslenzku larftli getur
hafizt gegn vilja íslenzku þjóð-
arinnar, og verið getur, einnig
gegn vilja ríkisstjórnar íslands.
Eins og gefur að skilja hafa árás-
armennirnir minnstan áhuga á
þeim örlögum, sem myndu bíða
íslendinga, ef til styrjaldar kæmi.
I>ess vegna er mjög erfitt að
skilja utanríkisráðherra íslands,
sem maður skyldi halda. að gæti
ekki látið sér standa á sama um
villur vegar"
✓/
um
Vitnar 7 ummæli „Þjóðviljans
„hernámsstefnan þýði beinlinis
hernaðaraðgerðir / landi okkar"
að
„EINA RETTA LEIÐIN“
Brottför amerísku hersveit-
anna af íslenzku landssvæði er
eina rétta leiðin til að tryggja
öryggi landsins. Sá sem ekki skil-
ur þetta eða vill ekki skilja þetta,
og lokar augunum fyrir amerísk-
um áformum um að nota íslenzkt
landssvæði sem stökkpall til á-
rása á Sovétríkin, hann lendir
óhjákvæmilega í sorglegum vill-
um. Sovétríkin áforma ekki að
ráðast á nokkurt land, eins og
kunnugt er, en þau verða nauð-
beygð til að svara árásaraðilj-
unum með rothöggi (ensku orð-
in „crushing blow“ myndu ná
betur merkingu rússnesku orð-
anna, sem hér eru notuð. — Þýð),
þar á meðal einnig gagnvart her-
stöðvum hans, hvar svo sem þær
eru. Sá sem sáir vindinum, upp-
sker fárviðri.
B. Vronskíj.
örlög þjóðar sinnar. í ræðu sinni
lýsti hann beinlínis yfir því, að
Island neiti „af öryggisástæðum
að gera nokkrar ráðstafanir til
að leggja niður hervirkin til varn
£ir landsins“, þ. e. hafni kröfunum
um brottför amerísku hersveit-
anna af íslenzku landssvæði.
I ANDSTOÐU VIÐ
ÁLYKTUNINA FRÁ 28. MARZ
Afstaða Guðmundssonar er í
hrópandi andstöðu við ályktun
Alþingis (löggjafarþings) ís-
lands frá 28. marz 1956, þar sem
krafizt er brottfarar amerísku
hersveitanna úr landinu, sem þar
eru samkvæmt hinum svokallaða
„samningi um sameiginlegar
varnir" milli Bandaríkjanna og
íslands. Þrátt fyrir skýrt yfir-
lýstan vilja íslenzku þjóðarinn-
ar í þá átt að binda endi á hið
ameriska hernám eyjarinnar með
þjóðarhagsmuni fyrir augum,
reyna hernaðarstjórnvöld Banda-
ríkjanna með öllu móti að halda
íslenzku landssvæði sem árésar-
stökkpalli fyrir sig. Með þetta
markmið í huga grípa amerísku
heimsvaldasinnarnir til uppá-
haldsaðferðar sinnar, þ. e. upp-
spuna um ímyndaða „sovézka
ógnun“, og reyna að hræða ís-
lendinga með því, að brottför
amerísku hersveitanna af íslandi
myndi hafa í för með sér alvar-
legar afleiðingar fyrir þá. Guð-
mundsson rifjar nú upp þennan
ameríska áróður.
KEYPT DÝRU VERÐI
En íslenzka þjóðin mrndi
þurfa að kaupa dýru verði her
stöðvarnar á íslandi, eins og
framsýnustu blöðin undir-
strika, ef ráðamenn Norður-
Atlantshafsblakkarinnar
hieyptu af stað styrjöld. Blað-
ið „Þjóðviljinn“ skrifar í um-
sögn um ræðu Guðmundsson-
ar, „að hernámsstefnan þýði
beinlínis hernaðaraðgerðir í
landi okkar, ef til átaka kem-
ur. Þess vegna er þessi stefna
hættulegust af öllu.“ í grein
eftir G. Benjamínsson, sem
birt er í blaðinu „Frjáls þjóð“,
er líka hörð gagnrýni á ræðu
utanríkisráðherrans. „Ég
skammast mín — skrifar höf-
undurinn — fyrir land okkar,
sem er meðlimur NATO.“
ENDURSPEGLA VONIR
Þessar og aðrar yfirlýsingar
endurspegla vonir og hugará-
stand íslenzku þjóðarinnar. ís-
lendingar eru hugdjarft fólk,
sem ekki aðeins hefir hert vilja
sinn I baráttunni við öfl úthafs-
ins, heldur líka í baráttu fyrir
þjóðlegu sjálfstæði. Þeim er
frelsið dýrmætt, og þeir ala þess
vegna með sér djúpstæða fyrir-
litningu á amerísku „gestunum“,
sem reyna að gera sig að hús-
bændum í landi þeirra. fslend-
ingar gera sér það vel ljóst, að
það eru ekki norðurljósin, sem
tindra fagurlega á íslenzkum
himni, er draga Ameríkumennina
að sér, heldur miklu jarðbundn-
ari fyrirbrigði. Amerískir kjarn-
orkuherforingjar og sjóliðsfor-
ingjar gera ráð fyrir, að ísland
geti orðið þeim hentug árásar-
stöð í framtíðar hernaðar ævin-
týrum.
Yfirmaður amerísku hersveit-
anna á fslandi, White heishöfð-
ingi, reyndi á sínum tíma að
koma sér í mjúkinn hjá íslend-
ingum og gaf þá yfirlýsingu, sem
maður skyldi halda, að hann vildi
nú gjarnan taka aftur. f þessari
yfirlýsingu, sem birt var í is-
lenzka dagblaðinu „Morgunblað-
lð“, segir: „íslendingar sjálfir
geta ákveðið, hvenær hersveit-
irnar (amerisku — B. V.) verða
að fara úr landinu." íslenzka
þjóðin hefur fyrir löngu tekið
sína ákvörðun í þessu máli. Hún
krefst einróma „Yankee farðu
heim!“
Ara Arnalds minnzt
í sameinuðu fjingi
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær minntist forseti þingsins,
Emil Jónsson, Ara Arnalds fyrr-
verandi sýslumanns og bæjarfóget
sem andaðist á heimili sínu 14.
apríl s. 1. Ari var kosinn þing-
maður Strandamanna í alþingis-
kosningunum 1908 og sat á tveim-
ur þingum sem háð voru á því
kjörtímabili. Rakti forseti ævi-
atriði Ara Arnalds og mælti síð-
an:
Ari Arnalds var vel gefinn og
mikill námsmaður, en gat ekki haf-
ið skólagöngu fyrr en um tvítugs-
aldur, svo sem títt var um fátæka
sveitapilta á þeim tímum, og við
heilsuleysi átti hann að stríða á
háskólaárum sínum. Hann var því
kominn nokkuð á fertugsaldur,
þegar hann lauk lagaprófi. Á
næstu árum vann hann allmikið
að þjóðmálum. Hann var blaða-
maður í Noregi, þegar Norðmenn
sögðu skilið við Svíþjóð og stofn-
uðu sjálfstætt konungsriki, hvarf
bráðlega heim til Islands, tók sér
stöðu framarlega í flokki þeirra
manna, sem gerðu stærstar kröf-
ur í sjálfstæðismálum fsltndinga,
og vann frækilegan sigur í hinum
sögulegu alþingiskosningum sum-
arið 1908. Jafnan siðan lét hann
sig miklu varða sjálfstæðismál is-
lenzku þjóðarinnar. Hann gegndi
um langt árabil sýslumannsstörf-
um og hlaut miklar vinsældir hjá
alþýðu manna, var réttlátur og
glöggskyggn dómari, og öll em-
bættisfærsla hans einkenndist af
frábærri nákva-mni og vandvirkni.
A 'i Arnalds var höfðinglegur á
velli og fágaður í framkomu, ræðu
maður góður og ritfær í bezta lagi.
Þær þrjár bækur, sem hann lét
frá sér fara á síðasta áratug
ævinnar, hlutu miklar vinsældir,
og á útvarpserindi hans þótti
mönnum gott að hlýða.
Eg vil biðja háttvirta alþingis-
menn að votta minningu þessa
mæta embættismanns og rithöf-
undar virðingu sína mð því a0
rísa úr sætum.
Fagurt galaði fuglinn sá
ST. ÓLAFSKÓRINN ameríski
hélt þrjá samsöngva hér á pásk-
unum á vegum kirkjukórasam-
bandsins, einn í Dómkirkjunni og
tvo í Þjóðleikhúsinu. Verkefna-
valið var mjög fjölbreytt, lög frá
sextándu öld, mótetta eftir Bach
og einnig lög frá seinni öldum.
Meðal viðfangsefna var eitt, „O,
brother mqn“, eftir stjórnandann,
Olaf C. Christiansen og „Vist
ertu Jesús kóngur klár“, eftir Pál
fsólfsson. Verkefnin voru yfirleitt
kirkjuleg og andleg tónlist.
Kórinn var skipaður um sextíu
körlum og konum, ungu fólki
eingöngu, allt söngmenntað fólk
og valdar raddir.
Söngskemmtanirnar voru ó-
venjulegar og stórkostlegur við-
burður, söngurinn tilþrifamikill
Tómas Tryggvason
jarðfræðingur - fimmtugur
FIMMTUGUR verður á morgun,
þann 26. apríl, Tómas Tryggva-
son jarðfræðingur.
Tómas er fæddur á Halldórs-
stöðum, Bárðardal, í Suður-Þing-
eyjarsýslu og ólzt hann þar upp
í hollu andrúmslofti Þingeyzkrar
bændamenningar. Rúmlega tví-
tugur að aldri hóf hann nám í
Menntaskólanum á Akureyri og
lauk stúdentsprófi þaðan vorið
1933.
Tómas stundaði síðan nám við
háskóla bæði í Danmörku, Þýzka-
landi og Svíþjóð og lagði stund
á jarðfræði og bergfræði (Petro-
grathy). Hann lauk prófi frá Há-
skólanum í Uppsölum árið 1940.
Tómas er fyrsti íslendingurinn
er lagt hefir stund á bergfræði en
sú fræðigrein beinist meir inn
á tæknilegt svið en hin almenna
klassíska jarðfræði en þar hafa
íslendingar löngum staðið fram-
arlega. — Að loknu námi starf-
aði Tómas nokkur ár, eða til
ársins 1946, í Svíþjóð við jarð-
fræðilegar rannsóknir og málma-
leit.
Hann hóf störf á Atvinnudeild
rannsóknir á hráefni til sements-
gerðar, athugun á leirlögum á
Vestfjörðum, jarðfræðilegar
rannsóknir vegna virkjunar Ýra-
foss, jarðfræðilega kortlagningu
á bæjarlandi Reykjavíkur og um-
hverfis, ýmsar jarðfræðilegar og
tæknilegar athuganir á Mývatns-
svæðinu í samvinnu við jarðbor-
anadeild Raforkumálaskrifstof-
unnar og síðast en ekki sízt, rann-
sóknir á perlusteins-svæðinu í
Loðmundarfirði og Prestahnjúk.
Á síðustu árum hefir hér á
landi orðið margvísleg breyting á
hugsunarhætti óg lifnaðarháttum
Háskólans þegar við heimkom-
una og hefir starfað þar síðan.
Starf Tómasar hefir frá öndverðu
aðallega beinzt að hagnýtum
rannsóknum í sviði jarðfræðinn-
ar og hefir hann á starfsferli
sínum komið víða við. Af nokkr-
um helztu athugunum, sem hann
hefir fengizt við má hér nefna,
lenzkra auðlinda og leit að nýj-
um auðlindum er það sem stefnt
er að og er það vel. Slíkt ber
í sér trú á framtíðina, trú á land-
ið og þjóðina. Tómas Tryggva-
son er meðal þeirra, sem hér eru
í fararbroddi.
Sá sem þessar línur ritar hefir
um tíu ára skeið verið samstarfs-
maður Tómasar og kynnzt mann-
gildi hans og áhugamálum, hvor-
tveggja til mikillar ánægju.
Tómas er léttur í lund, glaður
og reifur í vinahópi, og „þéttur
á velli og þéttur í lund“ þá átaka
er þörf. Hann er kvæntur Kerstin
f. Jancke hinni ágætustu konu
og eiga þau fjögur börn.
Eg árna Tómasi og fjölskyldu
hans allra heilla. — J. J.
og svo hárfínn og fágaður að slík
tónlist hefur aðeins einu sinni
heyrst hér áður, er Róbert Shaw
kom hingað í fyrra með söngfólk
sitt. í þessum víðkunna kór er
ekki aðeins hámenntað úrvals
söngfólk, — gott söngfólk er alls
staðar til, þar sem lengi hafa starf
að góðir söngskólar. Það sem
einkenndi kórinn fyrst og fremst,
með líkum hætti og kór Róberts
Shaw, var hinn hlýi andi fagurs
mannlegs hugarfars og fegurðar-
dýrkunar. Söngurinn snerti við
innstu og næmustu strengjum
hugans.
Stjórnandi kórsins, Olaf C.
Christiansen, hefir skarplegt,
karlmannlegt yfirbragð og einurð
og frómleiki samfara hrífandi
yfirlætisleysi einkenndi stjórn
hans, og áhrifavald hans yfir
þessu unga fólki var, þrátt fyrir
litla ytri yfirburði, mjög heill-
andi.
í meðferð kórsins greip hið
fagra lag Páls ísólfssonar, Víst
ertu Jesús kongur klár, áheyr-
endur svo djúpt, að líkast var,
sem þeir hefðu þá heyrt það flutt
í fyrsta sinn.
Þess verður allt of víða vart
á öld hinnar takmarkalausu sér-
þjálfunar að fágun og hámarks-
kunnátta í listtúlkun leiði til geð-
leysis og jafnvel stöðnunar. Sjálft
hið frumstæða og mannlega verð
ru einhvern veginn utangátta og
allt snýst upp í sárdrepandi flúr
og fínheit. St. Ólafskórinn er al-
manna. Tæknilegar framfarir og,.
leit að leiðum til hagnýtingar is-VUln UPP 4il annars °Z ™ikúvæg.
ara hlutverks, að flytja mann-
eskjunum fagnaðarboðskap heil-
brigðs mannlífs, þar sem tæknin
vinnur í þágu lífsins og listarinn-
ar, en tekur það ekki í þjónustu
sína.
St. Olafskórinn og stjórnendur
hans eru menn framtíðarinnar.
R. J.
Mótatimbur
til sölu
Hagamel 31 og 33.