Morgunblaðið - 25.04.1957, Page 13

Morgunblaðið - 25.04.1957, Page 13
Fimmtudagur 25. aprll 1957 MORGUNBLAÐIÐ 13 Vinnuaflsskortur framleibslunnar er vandamál, sem verður ab leysa Aukin skattfribindi sjómanna, verkleg kennsla á skólaskipi og Ipegnskylduvinna mebal hugsanlegra úrræba STAKSTEiNAR Út rœðu Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi í gœr í GÆR var til fyrri umræðu á Alþingi tiilaga þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Sigurðar Ágústs- sonar, Magnúsar Jónssonar og Kjartans J. Jóhannssonar um at- hugun á leiðum til þess að örva unga menn tii þátttöku í sjósókn og fiskveiðum. Skal m. a. athuga um möguleika á rekstri skóla- skips fyrir ung sjómannaefni. Um þessa athugun skal hafa samráð við Fiskifélag íslands, Landssamband íslenzkra útvegs- manna, Farmanna- og fiskimanna samband fslands og Aiþýðusam- band íslands. Sigurður Bjarnason flutti fram- söguræðu fyrir tillögunni í gær og komst m. a. að orði á þessa leið: „íslenzkt atvinnulíf og útflutn- ingsframleiðsla á um þessar mundir við mikla og fjölþætta erfiðleika að etja. Einn þeirra er sá, að mikill skortur er á vinnu- afli til reksturs atvinnutækjanna til lands og sjávar. Um land allt skortir bændur svo landbúnað- arverkafólk að búskapur er al- mennt orðinn að þrotlausu striti fárra manna, er ekki vilja láta af trú sinni á ræktun og þroska- vænleg lífsskilyrði í sveitum landsins. EINN FIMMXI HLUTI ÍTLENDINGAR Við sjávarsíðuna er ástand- ið þannig, að af S þús. sjó- mönnum, sem eru á fiskiskipa- flotanum, togurum og vélbát- um, eru um eitt þúsund út- lendingar eða um einn fimmti hluti þeirra er manna hann. Hér verða ekki fyrst og fremst ræddar orsakir þess að þannig er komið fyrir tveimur höfuð- atvinnuvegum íslendinga. En um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að meginorsökin er sú, að hinar fjölmennu framleiðslu- stéttir, sem raunverulega skapa arð þjóðfélagsstarfseminnar hafa borið skarðan hlut frá borði. Þær hafa ekki notið þess öryggis um afkomu sína, sem engum ber frekar en þeim, sem að langsam- lega mestu leyti skapa þjóðar- auðinn. starfsemina og stórskaða þjóð- félagið. MÖGULEIKAR Á REKSTRI SKÓLASKIPS Þá er í tillögu þessari lagt til að meðal leiða, sem athugaðar séu til þess að örfa unga menn til sjómennsku' skuli rannsakað- ir möguleikar á rekstri skóla- skips fyrir ung sjómannaefni. Ýmsum kann í fljótu bragði að virðast að með tillögum um skóla skip sé verið að víkka skólakerfi okkar enn að óþörfu. En í því sambandi má á það benda, að flestar mestu siglingaþjóðir heimsins hafa gert út og rekið slík skip með góðum árangri. Meðal þeirra þjóða má nefna Norðmenn, Dani, Bandaríkja- menn, Breta, Þjóðverja, Kanada- menn og Japani. VERKLEG KENNSLA OG VÍSINDASTARFSEMI Margar þessar þjóðir sameina vísinda- og rannsóknarstarfsemi verklegri kennslu í sjómennsku á skólaskipum sínum. Um borð í þeim eru ung sjómannaefni ekki aðeins þjálfuð og búin undir lífs- starf sitt í þágu fiskveiða og far- mennsku. Hin hagnýtu vísindi eru þar tekin í þágu fiskveiðanna og vinna þar geysi þýðingarmik- ið starf í þágu efnahagslegrar uppbyggingar þjóðfélaganna. Einnig þetta þurfum við ís- lendingar að athuga. Við höfum nú þegar hafist handa um fiski- rannsóknir, að vísu af litlum efn- um og við miklu ófullkomnari aðstæður en keppinautar okkar á sviði fiskveiða og markaða. Við höfum líka gert smávægilega til- raun með útgerð „skólaskips". Undanfarin ár hefur Reykjavík urbær gert út vélbát að vorlagi mannaðan ungum skólapiltum til fiskveiða um stuttan tíma. Þessi tilraun hefur gefist ágætlega. Drengirnir hafa sýnt mikinn áhuga á starfi sínu og sumir þeirra hafa síðan ráðið sig á fiski- skip og orðið dugandi sjómenn. Hvers vegna skyldi slík til- raun ekki gerð í stærri stíl? Sigurður Bjarnason þm. N.ísf. VERKNÁMIÐ NÆR OF SKAMMT Við flutningsmenn þessarar tillögu teljum að hér sé um ný- ung að ræða, sem vel geti orðið íslenzkum sjávarútvegi að gagni, ef rétt er á haldið. íslendingar eyða árlega mörgum tugum milljóna króna til skólahalds og bóklegrar fræðslu æsku sinnar. Við vonum að því fé sé vel varið. En verknámið í þágu fram- leiðslunnar er ennþá of lítið. Það er langt á eftir. Á meðan hundruð manna ljúka árlega stúdentsprófi frá fjórum menntaskólum útskrifast að- eins örfáir tugir ungra manna frá tveimur bændaskólum og einum sjómannaskóla. Það er því fyllilega ómaksins vert að athuga, hvort verklegur sjómannaskóli, skólaskip, gæti ekki, ásamt öðrum úrræðum átt nokkurn þátt í að auka áhuga ungra manna fyrir sjósókn og fiskveiðum. Þjóðfélagið þarf á þeim aukna áhuga að halda. Við getum ekki til lengdar rekið fiski skipaflota okkar með erlendu vinnuafli, sem að sjálfsögðu hef- ur í för með sér gjaldeyriseyðslu, þar sem greiða verður útlending- unum laun þeirra að meira eða minna leyti í mynt lands þeirra. Og hvar eigum við að fá sjó- menn á hin nýju skip, sem við þurfum á næstu árum að kaupa, bæði togara og vélskip? NAUÐSYN ÞEGNSKYLDU- VINNU Ef ekki finnast leiðir til þess að auka þátttöku Islendinga í framleiðslustörfum til lands og sjávar með frjálsu vali fólksins sjálfs fæ ég ekki bet- ur séð, en að nauðsynlegt geti orðið að koma hér á nokkurs- konar þegnskylduvinnu. — Mætti m. a. hugsa sér hana fólgna í því, að hver einasti fullhraustur ungur piltur yrði að hafa verið skráður til starfa á fiskiskip í eina eða tvær ver- tíðir áður en hann yrði t. d. 23—25 ára. Svipaða vinnu- skyldu pilta og stúlkna mætti hugsa sér til starfa við land- búnað. Fyrir fullnægingu slíkrar vinnuskyldu, hvort heldur væri á sjó eða í sveit yrði að sjálf- sögðu greitt fullt kaup. Enda þótt þegnskylduvinna gæti að minni hyggju orðið gagn- legur og merkilegur þáttur : menningarlegu uppeldi æskunn ar í okkar agalausa þjóðfélagi væri þó æskilegra að til hennar þyrfti ekki að grípa til þess að tryggja útflutningsframleiðslu okkar vinnuafl. En það úrræði verður þó að hafa í bakhendinni, ef önnur duga ekki. Svo stórkost- legt vandamál er hér um að ræða og svo þýðingarmikil er lausn þess fyrir framtíðarheill og vel- megun þjóðarinnar. ALMENN ÞÁTTTAKA í SKÖPUN ÞJÓÐARARÐSINS Kjarni málsins er sá, að við getum ekki haldið áfram að búa við betri lífskjör en flestar aðrar þjóðir án þess að taka öflugan og almennan þátt í sköpun þjóðararðsins. Sú skoðun er orðin háskalega útbreidd, að sífellt vaxandi fjöldi fólks geti búið um sig í yfirbyggingu þessa örlitla þjóðfélags og látið sífellt færra fólk stunda sjó og rækta landið. Þrátt fyrir hina miklu tækni þróun er þetta mikill og ör lagaríkur misskilningur. Það þarf a. m. k. fólk til þess að stjórna vélum og skipum. Það er von okkar flm. þessarar tillögu sagði Sigurður Bjarnason, að framkvæmd hennar geti átt einhvern þátt í að leysa þann vanda, sem nú steðjar að íslenzk- um sjávarútvegi og þjóðinni heild. Óttinn við framtíðina fslendingar eru yfirieitt bjart- sýnt og kjarkmikið fólk. Og í bjartsýni sinni hafa þeir sigrazt fjölmörgum erfiðleikum, ekki sízt fyrr á árum meðan þjóðin var ennþá ófrjáls og fá- tæk. Útlendir menn, sem hingað koma undrast, hversu hrikaleg- ar framfarir hafa orðið hér á örstuttum tíma síðustu árin. En nú bregður svo við alltíeinu, að ríkan ugg og ótta við fram- tíðina setur að þessari bjartsýnu og kjarkmiklu þjóð Hvað veldur? Ástæðunnar þarf ekki lengi að leita. Hún er engin önnur en sú, að ríkisstjórn hefur sezt að völd- um, sem hefur það að æðsta markmiði sinu að þröngva kosti frjáls framtaks einstaklingsins. En einmitt það hefur lyft þeim Grettistökum, sem við blasa frá mesta framfaraskeiði íslenzkrar sögu. „Almúginn“ er kvíða- ‘yllstur. Forsætisráðherra vinstri stjórn arinnar fór fögrum orðum um það í þann mund, sem stjórn hans var mynduð, að hún vildi allt gott gera fyrir „almúgann". Þetta væri í raun og sannleika „stjórn almúgans“. En svo einkennilega bregður við, að engir óttast áhrifin af stefnu vinstri stjórnarinnar meira en alþýða manna, verkafólk og sjómenn í kaupstöðum og sjávar- þorpum. Ástæða þess er einfald- lega sú, að hafta- og kyrrstöðu- stefna stjórnarinnar bitnar fyrst á þessu fólki. Sæmilega efnum búið fólk, sem eitthvað hefur get- að safnað í sarpinn til erfiðari ára hefur meiri mótstöðuþol. Fólkið, sem byggir afkomu sína og lífskjör eingöngu á vinnu sinni frá degi til dags er miklu verr sett. Strax og atvinnan minnkar þrengist hagur þess. Óttans við framtíðina verður þess vegna fyrst vart meðal „al- múgans“, sem vinstri stjórnin lof- aði öllu fögru en hefur svikið allt. Hjálenda Framsóknar Tito ræbst harkarlega á Ráðstjórnina: „Við viljum ekki láfa innlima land okkar" „Enn rikir andi Stalins i Kreml" ILOK síðustu viku hélt Tito einræðisherra Júgóslavíu ræðu á Brioni og réðist þá harkalega á rússnesku kommúnistaforingj- ana og stefnu þeirra. Sagði hann, að staliniskar tilhneigingar ættu sér djúpar rætur í utanríkisstefnu Rússa. Enn ríkti andi Stalins í Kreml, og kæmi þetta sérstaklega vel í ljós í samskiptum Rússa við aðrar þjóðir — þar á meðal Júgóslava. Hér verða í stuttu máli gerðar að umtalsefni nokkrar leiðir, sem hugsanlegar kynnu að vera til þess að örfa menn til þátttöku í sjómennsku og fiskveiðum. AUKIN SKATTFRÍÐINDI SJÓMANNA Á því Alþingi, sem nú situr hafa verið uppi tillögur, bæði frá hæstvirtri ríkisstjórn og ein- stökum þingmönnum um aukin skattfríðindi sjómönnum til handa. Þessar tillögur eru góðra gjalda verðar. En til þess að þær komi að gagni þurfa þær að ná miklu lengra en þær gera, a. m. k. þær tillögur, sem hæstvirt ríkisstjórn hefur flutt. Óhætt er að fullyrða, að nokkur hundruð króna skattfrádráttur á mánuði freisti varla nokkurs fnanns til þess að hefja sjómennsku. Hitt er líklegra að mjög verulega aukinn skattfríðindi, t. d. ef einn þriðji eða helm- ingur tekna sjómanns yrði gerður skattfrjáls myndi hafa þau áhrif að fleiri mcnn vildu stunda sjó á togurum og vél- bátum. Auðvitað er þetta bein sönn- un þess, að skattar eru orðnir það háir í þessu landi, að þeir verka lamandl á framleiðslu- Kvað Tito framkomu þeirra Krúsjeffs og Búlganins „ó- þolandi og ósæmandi" í garð Júgóslavíu. Rússnesku leið- togarnir „segðu eitt í dag og annað á morgun — og aldrei væri að vita hvar maður hefði þá“. ★ ★ ★ Þá sagði Tito, að Ráðstjórnin reyndi ekki einu sinni að æsa þjóðarbrotin jí Júgóslavíu hvert (gegn öðru og koma þar með á glundroða í landinu, heldur reyndi hún einnig að skapa með leppþjóðum sínum hatur í garð Júgóslava. Tilgangurinn með þessu væri að veikja áhrif og álit Júgóslavíu svo og júgóslavneska ríkið — bæði utan frá og innan. ★ ★ ★ Lagði Tito áherzlu á það, að Júgóslavar yrðu að gæta sjálf- stæðis landsins og verjast öllum ágangi „því að við viljum ekki láta innlima land okkar í nokkurt annað ríki“ — sagði hann. Ef Ráðstjórninni tækist að koma á glundroða í landinu mundi Júgóslavía stíga „ákveðið skref“. ★ ★ ★ Erlendir stjórnmálasérfræðing- ar eru þeirrar skoðunar, að Tito óttist herferð þá, er foringjarnir í Kreml hafa hafið gegn Júgó- slavíu. Álitið er, að Rússar vilji uppræta öll júgóslavhesk áhrif í leppríkjunum til þess að koma i veg fyrir að leppríkin hneigist til óhlýðni við Moskvu og vilji fara eigin leiðir — að dæmi Júgó- slava. Selfyssingar unnu HAFNARFIRÐI: — Hin árlega bridgekeppni milli Hafnfirðinga og Selfyssinga fór fram hér í Al- þýðuhús'nu á skírdag. Var spil- að á 5 borðum og unnu Selfyss- ingar á 3, töpuðu á einu og gerðu eitt jafntefli. í fyrra unnu Hafn- firðingar. í kvöld verður árshátíð félags- ins í Alþýðuhúsinu og verður vandað til hennar að venju. — G. E. Mörgum einlægustu fylgis- mönnum Alþýðuflokksins er um þessar mundir þungt í brjóstL Það veldur þeim í fyrsta lagi miklum áhyggjum að flokkur þeirra skyldi verða til þess að ganga þvert ofan í yfirlýsingu formanns síns fyrir síðustu kosn- ingar um að aldrei skyldi unnið með kommúnistum. í öðru lagi finnst þeim það hrapallegt að flokkur jafnaðarmanna skuli vera orðinn gersamlega ósjálf- stæð hjálenda í horni tækifæris- sinnaðasta og afturhaldssamasta stjórnmálaflokk þjóðarinnar, Framsóknarflokksins. En framhjá þessari staðreynd verður ekki komist. Svo að segja allir þingmenn Alþýðuflokksins náðu kosningu við síðustu kosn- ingar á atkvæðum Framsóknar- manna. Þeir þora sig yfirleitt hvergi að hræra. Þeir eru fangar hinnar gömlu maddömu. Leiðtogar Alþýðuflokksins kvíða því ákaflega að þetta muni hafa slæm áhrif fyrir flokk þeirra við næstu bæjarstjórnar- kosningar. Sætir sá uggur þeirra engri furðu. Fjöldi jafnaðar- manna fyrirlítur undirlægjuhátt flokks síns við Framsóknarflokk- inn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.