Morgunblaðið - 25.04.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.04.1957, Qupperneq 16
MORCtllSBL AfílÐ Flmmtudagur 25. aprfl 1957 n Áttræbur á morgun: Jóhunn J. Eyfirðingnr HINN 26. þ. m. verður Jóhann J. Eyfirðingur, kaupmaður á ísa- firði áttræður. Ef að líkum lætur mun á þeim degi marga bera að garði, á heimili hans og konu feans, frú Sigríðar Jónsdóttur, en þó munu hinir enn fleiri, sem úr fjarlægð hugsa til þessa þjóð- kunna, vinsæla athafnamanns, og senda honum hlýjar árnaðarósk- ir og kærar þakkir fyrir vináttu hans og tryggð, drengskap hans og hjálparlund, sem honum frá æskudögum var í blóð borin. Jóhann Eyfirðingur er Svárf- dælingur að ætt, fæddur að Hofi í Svarfaðardal 26. april 1877. Stóðu að honum gáfaðir og þrek- miklir ættstofnar til beggja hliða, svo að heimanfylgjan ur föður- garði var hin bezta, þó fjármun- ir fylgdu engir. Mjög snemma hneigðist hugur Jóhanns til sjóferða og sjósóknar, því það var í senn menntabraut og víkingaferðir ungra manna á hans uppvaxtarárum. Sýndi hann þegar á æskuskeiði svo mikla lægni, harðfengi og þrek í fangbrögðum sínum við Ægi, að innan við tvítugsaldur var honum falin formennska á einu af hinum stóru áraskipum er þá gengu frá Eyjafirði. Þótti þegar sýnt, að hinn ungi maður var frábær stjórnari og hinn harðfengasti og áræðnasti afla- maður, eins og síðar kom enn skýrar í ljós. — Laust eftir alda- mót fluttist Jóhann til Bolungar- víkur með útveg sinn. Hóf hann þar útgerð, þegar í stað, fyrst á áraskipum og síðar á vélbátum, eftir að þeir komu til sögunnar. Var sjósókn hans, kappi, harð- fylgi og forsjá jafnan viðbrugðið, svo að enn mun hans minnzt meðal hinna fengsælustu og sókn djörfustu sægarpa er sótt hafa sjó frá Bolungarvík og er þó vissu- lega margra hraustra og djarfra drengja að minnast, frá þeim árum. Jóhann Eyfirðingur stóð einnig í fylkingu hinna ötulu og fram- sýnu brautryðjenda, sem lögðu grundvöllinn að þeim framförum og þeirri þróun, sem átti sér stað hér á landi, á fyrstu tugum þess- arar aldar, á sviði útvegsmála. Þátttaka hans í þeirri atvinnu- þróun verðskuldar að hennar væri rækilega minnst og um hana ritað, sem vonandi verður og gert. Jafnhliða útgerð sinni kom Jó- hann á fót verzlun, fyrst í Bol-' ungarvík og síðan á ísafirði, eftir að hann fluttist þangað árið 1917. Þeir sem sjálfir hafa rutt sér öraut í lífinu, og komið fyrir sig fótum af eigin ramleik þekkja það bezt, að stundum getur upp- örfun og smávægilegur stuðning- ur valdið úrslitum um framtíð og hamingjuleit ungra og fram- gjarnra manna. — Jóhann Eyfirð- ingur mundi jafnan æsku sína og baráttu hins unga Svarfdælings, sem var staðráðinn í því að brjóta af sér hlekki fátæktar og fá- breyttra kjara og skapa sér að- stöðu til að hefja sjálfstæðar heilbrigðan atvinnurekstur. Þess vegna var Jóhann Eyfirðingur jafnan hinn bezti stuðningsmaður ýmsra þeirra, er báru djarfan athafnahug í brjósti, en skorti fjármagn til framkvæmda. Hann reyndist ávallt mikill vinur í raun. Til hans var gott að leita þegar fokið var í önnur skjól. Fátt hefði honum þótt sárara en að láta nokkurn synjandi frá sér fara, og vissulega átti það við um hann, að vinstri höndin vissi sjaldnast hvaðtsú hægri gerði. Þeir voru margir sem gengu létt- ir í spori og hresstir í huga af fundi hans, þótt þeir hefðu kom- ið þangað daprir og úrræðalitlir. Þess vegna munu þeir ófáir, sem á þessum tímamótum í lífi hans minnast með þakklæti og kær- leika drengskapar hans og stuðn- ings, þegar þeim kom bezt og flést sund virtust lokuð. Þegar nú hljóðnar umhverfis hinn tápmikla atorkumann og hann hefir dregið sig í hlé frá umfangsmiklu og margþættu við- skiptalífi og verzlun á ísafirði, þá er það grunur minn að mörg- um umhverfis ísafjarðardjúp finnist nú dauflegra og risminna en áður, áð koma í kaupstaðinn. -— Meðan Jóhann Eyfirðingur naut fullrar heilsu var hann manna glaðastur og fjörmestur. Hann vixtist ávallt hlaðinn lífs- krafti, áhuga og ljúfri glaðværð. í návist hans leið manni vel, enda var hann ræðinn og minn- ugur og kunni frá mörgu að segja. Og enn mun því svo var- ið, að ef þau mál ber á góma, sem honum eru hugstæð og kær, þá bregður ljóma á ásjónu hans og hann hækkar í sæti, líkt og þeg- ar hann stóð við stjórnvölinn undir björtu segli í blásandi byr. Já, þótt þrekið sé að þverra og kyrrð ævikvöldsins hafi færzt yfir hið umsvifamikla og storma- sama líf Jóhanns Eyfirðings þá munu hin haukfránu augu hans enn leiftra og skjóta gneistum ef samtalið berst að sjóferðum og svaðilförum, og hann sér í huga sér hinar hvítfextu holskeflur á Grímseyjarsundi — eða hina há- reistu báruhnúta vestur í Eld- ingum. Vér, hinir mörgu vinir þeirra hjóna, Jóhanns Eyfirðings og frú Sigríðar Jónsdóttur, eigum fjöl- margar ógleymanlegar miningar frá móttökum, rausn og ástúð á hinu fagra heimili þeirra á ísa- . firði. Á þessum tímamótum fær- 1 um vér þessum mikilhæfu hjón- um kærar þakkir fyrir vináttu þeirra og tryggð og vér sendum þeim einlægustu árnaðaróskir og biðjum þeim, ástvinum þeirra og heimili allrar blessunar um ó- komin ár. Þ. J. Nýr yfirmaður Nýr maður hefur nú verið skip- aður yfirmaður Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna hér á landi. Heitir hann Donald E. Wilson og tekur við af Carl Peterson, sem nýlega er farinn utan. Mr. Wil- son er 38 ára. Hann kemúr hing- að frá Helsingfors, en þar hafði hann starfað sem biaðafulltrúi. Áður hafði hann starfað í Kaup- mannahöfn og Nýja Sjálandi. Wilson er nýlega kominn hingað til lands og hefur sezt hér að með konu sinni. Úr fundarsal Kristilegir æskulýSsfandir ó Akureyri Á ÞESSU vori eru liðin tíu ár frá því að hinir almennu kristi- legu æskulýðsfundir hófust á Akureyri. — Hefur Akureyrar- kirkja haft forgöngu í þeirri starf semi, og hafa fundirnir verið haldnir til jafnaðar á hverju ári. — Þeir hafa verið ýmist í kirkj- unni eða öðrum samkomustöðum bæjarins og vérið sérstaklega vel sóttir. — Seinasti fundurinn fór fram í Borgarbíó, sunnudaginn 24. marz. — Lúðrasveit Akureyrar lék und ir stjórn Jakobs Tryggvasonar í fundarbyrjun. — Séra Kristján Róbertsson setti fundinn og gat þess, að hinir almennu fundir væru einn liðurinn í starfi Æsku- lýðsfélags Akureyrarkirkju. — Ávörp fluttu tveir æskulýðsfé- lagar, Ásta Einarsdóttir og Gunn- laugur Guðmundsson. — En aðal- ræðuna flutti hinn ungi sóknar- prestur að Hálsi í Fnjóskadal, séra Sigurður Haukur Guðjóns- son. — í snjallri ræðu brýndi hann fyrir unga fólkinu hve hættulegt væri að vanmeta hin góðu ráð foreldranna. — Æsku- árunum mætti ekki kasta á glæ. — Gæfuleiðin væri í því fólgin að fylgja Jesú af heilum hug. Sá, sem það gerði, myndi ekk: fara á mis við hina sönnu og varanlegu hamingju lífsins. Söngflokkur Gagnfræðaskólan söng undir stjórn Áskels Jóns- sonar söngstjóra. — Milli ræðu- haldanna var mikill almennui sönguí. i— Forsöngvarar voru Jó- hann Konráðsson og Sverrir Pálsson, en við hljóðfærið vav organisti kirkjunnar, Jakoi Tryggvason. — Sýndur var kvikmyndaþáttu úr ævi Marteins Lúthers, en si kvikmynd var fyrst sýnd á al- heimsþingi Lútherstrúarmanna Hannover í Þýzkalandi 1952. Félagsforingi Æ. F. A. K., Eir ar Gunnarsson, hafði orð fyrir fundargestum í bæn, en að lokum báðu allir saman bænina Faðir vor. — Fundarstjóri var séra Pétur Sigurgeirsson. Eitt af því, sem kom í kjöl- far hinna almennu funda var Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju. — Það var stofnað í kirkju- ligurður ilaukur Guðjónsson <ytur aðalræðu fundarins. félagið tíu ára á þessu hausti. — Það starfar af dugnaði og hef- ir á þessum árum haft mikinn skara æskufólks innan sinna vé- banda. — kapellunni hinn 19. okt. 1947 meS fermingarbörnum. —. Og verður Mnrteian Þorsteinsson 80 óra ÁTTATÍU ára varð 23. þ.m., Mar- teinn Þorsteinsson, kaupmaður. Marteinn er fæddur að Stafa- felli í Lóni 23. apríl 1877. Voru foreldrar hans Þorsteinn Mar- teinsson, siðar bóndi á Steinborg á Berufjarðarströnd og kona hans Jóhanna Ófeigsdóttir, bónda í Svínhólum, Árnasonar, Salómons sonar bónda í Vík í Lóni. Marteinn naut fyrstu fræðslu 1920 stofnaði hann á Fáskrúðs- firði í félagi við mág sinn, Björg- vin Þorsteinsson, verzlunarfyrir- tækið Marteinn Þorsteinsson & Co. f sambandi við það ráku þeir allumfangsmikla útgerð og höfðu því í mörg horn að líta. En Marteinn hafði ætíð mikinn áhuga fyrir landbúskap — senni- lega eimt eftir af búnaðarnám- inu í Ólafsdal, og stundaði hann þvi jafnan samhliða verzluninni og því, er henni fylgdi. Fyrst eft- hjá sr. Benedikt ’ Eyjólfssyni í. ir að hann kom frá Ólafsdal, Berufirði, síðast presti í Bjarna- stundaði hann jarðabótastörf í 2 nesi, ágætum kennara, einkum i s™ur og var formaður á róðra- málum og stærðfræði. Síðan fór bátum á vertíðum. Marteinn í Búnaðarskólann i Ól- Síðan Marteinn fluttist til afssdal og útskrifaðist þaðan vor-| Reykjavíkur, hefir Björgvin mág ið 1901. — Skömmu síðar varð;ur hans verið framkvæmdastjóri hann verzlunarmaður hjá Örum! fyrirtækis þeirra, og er eigandi % Wulff á Fáskrúðsfirði og Þess nú. gegndi því starfi í 15 ár. — Árið Krúsjeff talar flOSKVA. — í rœðu, er Krú- sjeff flutti í Moskvu í lok síð- ustu viku sakaði hann Vestur- veldin um að hafa gert upp- reisn í Ungverjalandi. Sagðist hann vara „heimsvaidasinn- ana“ við því að g. ra sams kon- ar uppreisn í A-Þýr.kalandi, því að hún mundi fara á sömu leið. Rússar mundu berja allar uppreisnir í leppríkjunum inisk unnarlaust niður. Ræðu þessa liélt hann við móttökuathöfn fyrir Cieranke- vicz, forsætisráðherra Pólverja, sem er í heimsókn t Moskvu. Samkvæmt frcttastofufregnum voru fulltrúar NATO-ríkjanna í Moskvu viðstaddir athöfn þessa. Á meðan Marteinn var á Fá- skrúðsfirði hlóðust á hann marg þætt störf, sem líklegt var. — Hreppsnefndarmaður var hann í 15 ár. Oftast formaður eða gjald- keri Búnaðarfélags Fáskúrðs- fjarðar frá stofnun þess og ætíð gjaldkeri. Bóksali var hann á Fá- skrúðsfirði frá 1912 og hefur verzlun mágs hans blaðsöluna áfram. Hann var einn af stofn- endum Slysavarnafélags íslands og einnig S.Í.F. — Marteinn var af öllum, er til þekktu, mikils metinn í viðskiptum, traustur, lipur og áreiðanlegur og mátti ekki vamm sitt vita Martteinn kvæntist 4. júní 1905, Rósu Þorsteinsdóttur, bónda á Hóli í Stöðvarfirði, hinni tígu- legustu konu, kvennaskólamennt aðri hjá áfrú Elínu Briem á Blönduósi. Var hún af merkum prestaættum komin, m. a. sr. Ein- ars í Eydölum. Rósa andaðist í Reykjavík 14. ágúst 1956, þá nærri 74 ára að aldri. Þau Mar- teinn og Rósa eignuðust 4 börn: Dæturnar Sigurbjörgu, hús- freyju á Fáskrúðsfirði og Jó. hönnu og Jónu, húsfreyjur í Rvík og einn son, Steindór, gjaldkera Olíuverzlunar íslands í Reykja- vík. Þau ólu einnig upp tvær fóst urdætur, Rósu, dótturdóttur sína og Jóhönnu Bjömsdóttur, yfir- hjúkrunarkonu í handlækninga- deild Landspítalans, er gegnt hef- ur því starfi í mörg ár. Heimili þeirra frú Rósu og Marteins á Fáskrúðsfirði, var ávallt hið yndislegasta og bar góS an brag úti og inni. Öllum var þar tekið af rausn og hlýleik, jafnt Háum sem lágum. Og þótti Marteinn hefði sínar ákveðnu stjórnmálaskoðanir, lét hann það aldrei mæta á þeim, sem voru annars sinnis. Hann var yfir slík- an krit hafinn. Marteinn er, þrátt fyrir hinn háa aldur, ern og hress líkam- lega og andlega, svo mér finnst hann næstum því eins og þegar ég gisti hjá þeim hjónum í kosn- ingahríðinni 1927. Eg óska, að sá bragur endist sem lengst þess- um vinsæla heiðursmanni. Sig. Arngrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.