Morgunblaðið - 25.04.1957, Side 20
2T
MORGIJNBLAÐ1Ð
Fímmtudagur 25. apríl 1957
A
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
I
19 i
litlu smiðjuna, því að inni í bæn-
um angaði allt af sóda, lút,
salmíak og grænsápu, svo að hann
sveið í nefið. Hann grunaði líka
að konunni litist ekki sem allra
bezt á heimifishaldið og umgengn-
ina. Og þegar loks konan yfirgaf
hið tandurhreina hús, hélt Char-
les áfram að búa í smiðjunni. —
Hann vildi að húsið yrði hreint og
þrifalegt, þegar Adam kæmi.
Charles beið Adams og Adam
kom ekki. Kannske skammaðist
Adam sín fyrir að skrifa. Það var
Cyrus sem skýrði Charles loks frá
endurskráningu Adams, gegn
vilja sínum og óskum og úr
hverri línu bréfsins skein föður-
leg reiði og gremja til eldri son-
arins. Jafnframt minntist Cyrus
á, að Charles skyldi einhvem
tíma heimsækja sig í Washington,
en hann nefndi það aldrei aftur.
Charles flutti sig aftur inn í
húsið og hann fann til einhverrar
sigurgleði við það að láta það ó-
hreinkast og vanhirðast sem mest.
Það var meira en mánuður lið-
inn, þegar Adam skrifaði loks
bróður sínum qg þar sagði hann
m. a.: „Sannast sagt þá veit ég
n-------------------D
Þýðing:
Sverrir Haraldsson
□-------------------□
ekki hvers vegna ég lét endurskrá
mig í herinn. Það er stundum lík-
ast því sem einhver annar en mað
ur sjálfur framkvæmi verkin.
Skrifaðu mér fljótt aftur og
segðu mér, hvernig þér líður“.
Charles skrifaði ekki fyrr en
hann hafði fengið fjögur áhyggju
full bréf og þá svaraöi hann
kuldalega: „Raunverulega bjóst
ég aldrei við þér hingað heim“,
og svo sagði hann honum frá bú-
skapnum og skepnuhaldi sínu.
Svo leið tíminn. Næst skrifaði
Charles á nýársdag og fékk bréf
frá Adam, sem líka var skrifað á
nýársdag.
Þeir höfðu fjarlægst svo mjög
hvorn annan, að þeir höfðu lítið
að segja og einskis að spyrja.
Charles tók nú að ráða til sín
eina kvensubbuna eftir aðra. Þeg
ar hann var orðinn þreyttur á
þeim, losaði hann sig við þær, eins
og maður losar sig við svín eða
einhverja aðra skepnu. Honum
líkaði þær ekki og honum stóð al-
veg á sama um það, hvort þeim
líkaði hann heldur vel eða illa.
Hann hætti næstum að fara að
heiman, nema hvað hann brá sér
stundum til gistihússins og skrapp
í pósthúsið. Þorpsbúar hneyksluð-
ust á lifnaðarháttum hans og það
ekki að ástæðulausu. Samt var
eitt sem vóg upp á móti hinum illu
eiginleikum hans, í þeirra augum:
„Búskapurinn hafði aldrei verið
rekii.n jafn vel og nú. Charles
ræktaði nýtt land, hlóð garða, gróf
skurði og bætti hundrað ekrum
við jörðina. Og það sem meira
var, hann ræktaði tóbak. Löng, ný
tóbakshlaða reis brátt af grunni
bak við húsið. Fyrir þetta virtu
nágrannarnir hann.
Og búskapnum helgaði Charles
mestan hluta vinnulauna sinna og
alla sína starfsorku.
7. KAFLI.
1.
Næstu fimm árin -vann Adam
allt það sem herinn lætur menn
sína gera, til þess að þeir haldi
réttu ráði — hvíldarlaus fæging
málms og hreinsun leðurs, skrúð-
göngur, heræfingar óg varðstöður,
æfingar með herlúðra og fána,
skyldustörf manna, sem ekki hafa
neitt gagnlegt að gera.
Árið 1886 skall hið mikla verk-
fall á í niðursuðuverksmiðjum
Chicago-borgar og herdeild Adams
var troðið inn í járnbrautarvagna,
en verkfallinu lauk áður en að-
stoðar hennar varð þörf. Árið
1888 tóku Seminol-Indíánarnir,
sem aldrei höfðu undirritað neinn
friðarsáttmála, að gerast óeirnir
og aftur var riddaraliðinu troðið
í vagnana, en óróaseggirnir hörf-
uðu þá aftur til fenjalanda sinna
og bærðu ekki frekar á sér. Og aft
ur lagðist hinn ömurlegi tími
hversdagsleikans yfir herdeildina.
Hugtakið tími er undarlegt hug-
tak og .nótsagnakennt. Maður
gæti naldið, að tími vanabundinna
starfa og tími engra starfa virt-
ist endalaus með öllu. Slíkt væri
eðlilegast, en þannig er því samt
ekki farið. Viðburðasnauður tími
og tilbreytingalaus er einmitt
skammær og fljótur að líða. En
tími, sem er auðugur af atburðum,
ríkur af hörmum, gjafmildur á
gleði — það er hann sem lifir í
endurminningunni, sem mjög lang
ur, ævarandi.
Og við nánari athugun sést, að
þannig á það að vera. Hið við-
burðasnauða og tilbreytingalausa
hefur enga mílusteina, sem minnið
getur miðað við. Frá engu til eins
kis liggur engin fjailægð í tím-
anum.
Hinu síðara fimm ára tímabili
Adams var lokið, áður en hann
sjálfur vissi. Það skeði seint um
haustið 1890 og hann var braut
skráður sem undirforingi í setulið
inu í San Francisco. Bréfaskipti
milli þeirra bræðranna voru orðin
mjög sjaldgæf, en nú skrifaði
Adam bróðurnum, skömmu áður
en brautskráning hans fór fram:
„1 þetta skiptið kem ég heim“. —
Þetta var það síðasta sem Charles
heyrði frá honum í næstu þrjú
árin.
Þennan vetur var Adam á si-
felldum ferðalögum. Hann hélt
upp eftir ánni, til Sacramento,
reikaði um San Joaquin-dalinn og
þegar vorið kom, var hann orðinn
algerlega peningalaus. Með ullar-
ábreiðuna í böggli á bakinu, lagði
hann af stað austur á bóginn, ým-
ist gangandi eða sem laumufar-
þegi, undir vögnum einhverrar
hægfara flutningalestar. Á næt-
urnar svaf hann með öðrum flökk-
urum í myrkustu úthverfum borg
anna, þar sem minnst bar á þeim,
því að allt flakk var bannað með
lögum og hver sem staðinn var
að slíku, hlaut þunga refsingu.
Hann lærði að betla, ekki peninga
heldur mat. Og áður en hann vissi
af því, var hann sjálfur orðinn
umrenningur.
Slíkir menn eru sjaldgæfir nú
til dags, en á síðasta áratugi nítj-
ándu aldarinnar voru þeir margir,
förumenn og einstæðingar, sem
þannig vildu lifa lífi sínu. Sumir
þeirra flýðu undan ábyrgð og
skyldum. Aðrir voru hraktir úr
mannlegu samfélagi með ranglæti
og miskunnarlaysi. Þeir unnu of-
urlítið, en aldrei lengi. Þeir stálu
stundum, en aðeins mat og kennske
einhverri nauðsynlegri flík, sem
hékk úti á snúru, rétt á leið þeirra.
Þetta voru alls konar menn —
menntaðir menn og fáfróðir, hrein
legir menn og óþrifalegir — en
öllum var þeim eirðarleysið sam-
eiginlega í blóð borið.
Þegar voraði héldu þeir austur,
en fyrstu frostin knúðu þá svo
aftur suður og vestur á bóginn.
Þeir voru bræður úlfanna, þessara
villtu dýra, sem elska frelsið, en
halda sig í nánd við mennina og
hænsnahús þeirra. Þeir höfðust
við nálægt borgunum, en ekki í
þeim. Þeir mynduðu með sér fé-
Húsmœður:
Hafið jbér reynt
ROYAL
ávaxtahlaup (Gelatin)
6 bragðtegundir:
JARÐARBERJA ANANAS
APPELSÍNU HINDBERJA
SÍTRÓNU KIRSUBERJA
ROYAL ávaxtahlaup inniheldur C bætiefni.
Það er ljúffengt og nærandi fyrir yngri sem
eldri og mjög fallegt til skreytingar á tertum.
Reynið ROYAL ávaxtahlaup á fermingar-
tertuna.
Stúlka
með Verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun, ósk-
ast nú þegar til skrifstofustarfa hjá stóru innflutn-
ingsfyrirtæki. Framtíðaratvinna. — Umsóknir er
tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr.
Mbl. fyrir 27. þ.m. merkt: „Bréfaskriftir — 7774“.
MARKIJS Eftir Ed Dodd
VOU REALLy OO BEOUSS tHÉV'EÉ
HATS TWEM, DAQ / UAZV AND x
AND I'VE 01Q.TY, ANO... b
ALWAVS ^
wondesep A
WHY / W r 6
YOU OON'T want me nussns
fNDlANS, OAO, BUT THEY NSEO
NELP MOBE THAN . »
ANVONE... VOU .
know THAT/ÁCJ" fmAmz
I <NOW THEV
AEE A WDETHUESE.
SHIFTLE55, NO
' GOOD LOT AND
I'LL NEVÉR BE
SATISFIED
, UNTIL VOU
' OUIT WOEKINS
L, WITH THEN\/ J
SO AEE OTHER PEOPUE
NO, VOU HAVE SOME
' ÍWU nnvc uwmi.
STRAN6E EEASON FOE
THIS HATE... SOff.E REéSON
VOU'VE NEVEE TOLD ME/ ,
1) — Þú vilt ekki að ég hjúkri
Indíánunum. En engir hafa þó
meiri þörf fyrir hjálp mína en ein
mitt þeir.
2) — Ég veit það, en þeir eru
einskis nýtir og ég verð aldrei á-
nægður fyrr en þú hættir að þjóna
þeim.
3) — Þú hatar þá, pabbi. Ég
skil ekki hvers vegna.
— Vegna þess, að þeir eru lat-
ir og skítugir og....
4) — Nei, það er einhver önn-
ur ástæða til þess að þú hatar þá.
Ég veit ekki hvaða áscæða, þú hef-
ur aldrei sagt mér það.
lagsskap í eina viku, eða eitt dæg-
ur, en skildu svo aftur.
Umhverfis litlu eldana var tal-
að um allt milli himins og jarðar,
allt nema það sem varðaði þá
sjálfa per ónulega. Þar hlustaði
Adam á heimspekilegar rökræður
um háspeki og trúarbrögð, skoð-
anir og reynslu. Náttfélagar hans
gátu verið morðingi, prestur sem
misst hafði hempu og kraga, ein-
mana maður á flótta undan minn-
ingum sínum, fallinn erkiengill og
verðandi djöfull og allir lögðu þeir
eitthvað til málanna, alveg eins
og þeir lögðu gulrætur, kartöflur,
lauk og kjöt til hins sameiginlega
borðhalds. Hann lærði þá list að
raka sig með glerbroti og sömu-
leiðis að myndá sér rétta skoðun
á húsi, áður en hann betlaði við
dyr þess. Hann lærði að sneiða hjá
eða koma sér saman við ivinveitta
lögreglumenn og meta konu vegna
hjartahlýju hennar.
Adam kunni vel þessu nýja lífi
sínu. Um það leyti sem fölvi hausts
ins fór að sjást á trjám og laufi,
var hann kominn alla leið til Oma-
ha og ósjálfrátt, án umhugsunar,
orsaka eða tilgangs hraðaði hann
för sinni vestur og suður á bóg-
inn, hélt beint yfir fjöllin og
aitltvarpiö
Fimmtudagur 25. apríl.
(Sumardagurinn fyrsti).
Fastir liðir eins og venjulega.
8.00 Heilsað sumri: Ávarp (Vil-
hjálmur Þ. Gíslason, útvarps-
stjóri). Vorkvæði (Lárus Pálsson
leikari les). Sumarlög (plötur).
9.00 Morgunfréttir. 9.10 Morgun-
tónleikar (plötur). 11.00 Skáta-
messa í Dómkirkjunni( Prestur
Sr. Þorsteinn Björnsson. Organ-
leikari Kristinn Ingvarsson). 13.
15 Útvarp frá útihátíð barna í
Keykjavík: Lúðrasveit drengja
leika, söngur og upplestur. 18.30
Barnatími (Baldur Pálmason).
19.30 Tónleikar. 20.20 Náttúra fs-
lands; II. erindi: Farfuglarnir
‘Agnar Ingólfsson, menntaskóla-
nemandi). 20.445 Kórsöngur:
Karlakórinn Fóstbræður syngur.
Söngstjóri Ragnar Björnsson. Ein
söngvarar: Þuríður Pálsdóttir,
Einar Kristjánsson, Kristinn
Hallsson og Sigurður Björnsson.
Píanóleikari Ásgeir Beinteinsson.
21.40 Upplestur: Guðbjörg Vig-
fúsdóttir les sumarkvæði. 22.05
Eanslög, þ.m. leikur danshljóm-
sveit Svavars Gests. 01.00 Dag-
skrárlok.
Föstudagur 26. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega,
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18.30 Framburðarkennsla í
frönsku. 19,00 Þingfréttir. 19,30
Létt lög (plötur). 20,30 Kvöld-
vaka: a) Benedikt Gíslason frá
Hofteigi talar um Odd Gíslason
prest á Miklabæ. b) Andrés Björns
, son les kvæði úr bókinni „Frá
| morgni til kvölds" eftir Hannes
Jónasson. c) íslenzk tónlist: Lög
eftir Magnús Blöndal Jóhannsson
og Reyni Geirs. d) Þorsteinn Matt
hías Helgason: Fráfærur. e) Sig-
urður Jónsson frá Brún flytur
frásögu: Hrossasmölunardagur.
22,10 Garðyrkjuþáttur (Edvard
B. Malmquist ræktunarráðunaut-
ur). 22,30 Létt lög (plötur). —
23,00 Dagskrárlok.
Laugardagnr 27. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimili og
skóli: Fyrstu skóladagarnir
(Hannes J. Magnússon skólastjóri
á Akureyri). 15,00 Miðdegisútvarp
18,00 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út-
varpssaga barnanna: „Dálítið
kraftaverk" eftir Paul Gallico}
III. — sögulok (Baldur Pálma-
son). 18,55 Tónleikar (plötur). —
20.30 Minnzt 2000. árstíðar Júiíus-
ar Caesar: a) Erindi (Kristinn
Ármannsson rektor). b) Leikrit:
„Fimmtándi marz“ eftir Carl
Schliiter. Leikstjóri og þýðandi:
Þorsteinn ö. Stephensen. 22,10
Danslög (plötur). — 24,00 Dag-
skrárlok.