Morgunblaðið - 25.04.1957, Síða 24

Morgunblaðið - 25.04.1957, Síða 24
92. tbl. Fimmtudagw 25. aprfl 1957. Hátíð barnanna r I dag Skrúbgöngur og skemmtanir í D A G, sumardaginn fyrsta, eða barnadaginn, svo sem hann er oft nefndur, efnir Barnavinafélagið Sumargjöf til ýmislegra hátíða- halda fyrir yngstu borgarana, bæði úti og inni, eins og verið hefur vani félagsins fjöbýa undanfarin ár. Verða hátíðahöldin hin fjöl- breytilegustu, og hefjast með tveim skrúðgöngum barna frá Aust- urbæjarbarnaskólanum og Melaskólanum kl. 12.45. Fyrir báðum skrúðgöngunum leika tvær drengjaljúðrasveitir. Vetur kvaddi með 10-12 stiga hita ÞA® hefur einhvern verið kuldalegra um að litast hér á Iandi síðasta vetrardag en í gær. Suðlæg att var um land allt, hlýtt í veðri, og komst hitinn allvíða upp í 10—11 stig. 1 gærkvöldi kl. 6 var sunnan þeyr á Norðurlandi og var þá 11 stiga hitl á Akureyri og víð- ar nyrðra, en þá mun heitast hafa verið á Blönduósi 12 stig. Hér í Reykjavík var hlýjast í gær 11 stiga hiti. ét Veðurstofan sagði blaðinu 1 gærkvöldi, að á Norðurlandi myndi sumarið halda ,innreið‘ sina í hinu fegursta veðri, hlýrri sunnanátt og sólskini. Einnig yrði sólskin og bjart veður á Austurlandi. Um Suð- ur- og Vesturland mætti búast við einhverjum skúraleiðing- um í dag. SKEMMTANIR í FLESTUM SAMKOMUHÚSUM BÆJARINS Það verður sannarlega um ýmsar skemmtanir að velja í dag hjá börnunum, þar sem samkomur fyrir þau verða haldnar í flestum samkomuhúsum bæjarins og mjög tíma vel til þeirra vandað. Aðgöngu- miðar að öllum skemmtununum verða seldir frá kl. 10—12 í Lista- mannaskálanum í dag. Dagskrá hátíðahaldanna er birt í heild á bls. 17. INÍýjar leiðir til að tryggja Andakílsárvirkjun nægiðegt vatnsmagn Þriðji togarinn tekinn STÖÐUGT er að því unnið að finna úrræði til þess að sjá Anda kílsárvirkjun fyrir nægri vatns- orku, en það mál hefur verið mjög á dagskrá sem kunnugt er, úr fréttum blaðanna. Nú er rætt um það, að í sumar verði í þetta ráðist og séu úrræð- 'Páskahrolan' á heimamiðum Yeslmannaeyjabáta brást Vestmannaeyjum, 23. apríl. PÁSKAHROTAN svonefnda, þessi nærri því árvissa veiði hér á heimamiðum Vestmannaeyjabáta, fór nú algjörlega fram hjá okkur að þessu sinni. Miðin hér fyrir vestan Vest- mannaeyjar virðast að mestu fisklaus, þó nokkrir bátar hafi rekið í sæmilega veiði. En ekki er þó um að ræða neitt verulegt fiskmagn, þegar þess er gætt að netin voru yfirleitt tveggja nátta og jafnvel þriggja. Páskavikan leið án þess að hinum mikla fjölda trillubáta tækist að komast úr höfn einn einasta dag. En þrátt fyrir þetta ískyggilega ástand var nóg að starfa á bátun- um um páskana, því að hingað bárust fréttir af fiskgöngu aust- ur í Meðaliandsbugt, en þangað er 10—12 klst. sigling. Tók allur flotinn hér ís og héit á þessi fjarlægu mið með net sin. Fengu margir bátanna þar ágætan afla, en aðrir góðan, þó misjafn væri. Báturinn sem fyrstur kom á vettvang, Björg frá Eskifirði fékk allt að 200 tonna afla á 8 lögum, ennfremur fékk Víðir Börnin í skólunum eru fljót til þess að taka upp ýmsa leiki sem tilheyra komu vorsins, í frímín- útum. — Um daginn þegar ljós- myndarinn var á leið fram hjá Miðbæjarbarnaskólanum, sá hann skólakrakkana vera í hinum gam- alkunna og skemmtilega leik: Hlaupa í skarðið, sem hann kvaðst hafa haldið að fallið hefði algjörlega í skuggann fyrir öðr- um nýtízkulegri leikjum. Eskifirði góðan afla og Freyja, sem er heimabátur. En nú er fiskurinn einnig horfinn úr Meðallandsbugtinni og eru bátarnir teknir að koma að með afla sinn. — Bj. Guðm. in tvíþætt. I fyrsta lagi, að gerð- ur verði stíflugarður við Eiríks- vatn svo að þar megi safna vatiá, en úr því vatni rennur í Skorra- dalsvatns Fitjaá. í öðru iagi, að farvegur Andakílsár, frá vatmnu og niður að stöðvarhúsinu verði grafinn miklu dýpra niður en hann er nú 6 metrar. Það fyigir fregninni að í þessar framkvæmd ir verði ráðist nú í sumar. Oddur Hvaða störfum fylgir sama hætta? Á FUNDI bæjarráðs, er haldinn var á þriðjudaginn var, skýrði Hæstiréttur frá útnefningu tveggja manna, er meta skuli, hvaða störfum hjá Reykjavíkur- bæ fylgi jafnmikil áhætta og starfi lögreglumanna. Menn þeir, er Hæstiréttur tilnefndi í þessu skyni eru dómararnir Einar Arn- alds borgardómari og Valdimar Stefánsson sakadómari. I^ETTA er Hulltogarinn Lord * Tedder að koma inn á Reykja víkurhöfn um kl. 5 síðd. í gær. Kom hann hingað í fylgd með varðskipinu Þór, sem komið hafði að togaranum að veiðum í landhelgi á þriðjudagskvöldið. Lord Tedder, sem er mjög lík- ur íslenzku togurunum, var bú- inn að vera að veiðum hér við land í 10 daga er hann var tek- Embætti rehtors MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nú slegið upp embætti rektors við M«mtaskólann hér í Reykjavík. Er embættið, en for- setinn veitir það, auglýst í Lög- birtingablaðinu í gær og er um- sóknarfrestur til 24. maí næst- komandi, en forsetinn mun veita það á þjóðhátíðardaginn, 17. júní næstkomandi. Sem kunnugt er hefur Kristinn Ármannsson gegnt starfi rektors skólans frá því að Pálmi heitinn Hannesson féll frá. ★ ★ ★ Einnig er í Lögbirtingi augl. til umsóknar um starf húsvarðar Menntaskólans, með umsóknar- fresti til 12. maí. inn austur í Meðallandsbugt. Mál skipstjórans mun verða tekið fyrir í dag í sakadómi. Varðskipið Þór fór héðail frá Reykjavík fyrir 11 dögum í gæzlusiglingu meðfram suð- ur og suðausturströndinni. í þessum leiðangri hefur varð- skipið tekið þrjá brezka tog- ara er verið hafa að veiðum í landhelgi. Var sem kunnugt er af fréttum dæmt í máli tveggja austur á Seyðisíirði um páskana. Þar sem Þór tók Lord Tedd- er er skammt til lands þangað sem belgiski togarinn liggur strandaður. Skipherra á Þór í þessari „árangursríku“ gæzlu- siglingu var Eiríkur Kristófers- son skipherra. Lord Tedder er eign Tedder- félagsins í Hull, en það á all- marga fallega togara. Myndin af togaranum er tekin í gegnum kýr auga um borð í Dettifossi. (Ljósm. Mbl.) HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík mun á laugardaginn kemur efna til hópferðar að Hellu á Rangár- völlum, en þar gengst Samband ungra Sjálfstæðismanna fyrir vormóti um kvöldið. í fyrrahaust efndi Heimdallur til ferðar á haustmót S.U.S. er haldið var að Hellu og komust þá færri en vildu. Heimdellingar eru því eindregið kvattir til að tilkynna þátttöku sína tímanlega. Allar nánari upplýsingar varð- andi ferðina verða gefnar á skrif- stofu félagsins í Valhöll á morg- un (föstudag) frá kl. 10—5 og frá kl. 10—4 á laugardag. —• Sími 7103. Dagskrá mótsins verður sem hér segir: 1) Mótið sett. 2) Einsöngur; Kristinn Hallsson, óperusöngvari. 3) Ræða: Magnús Jónsson, alþing ismaður. 4) Skemmtiþáttur: Æv- ar Kvaran, leikari. 5) Ávarp: Ingólfur Jónsson, alþingismaður. 6) Tvísöngur: Ævar Kvaran og Kristinn Hallsson. 7) Dans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.