Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 2
s MORC.rnvnr, 47)iÐ IJaug?r'í9gttr 27, apr.H 1957. < ■r Hamrafellsokur S.Í.S.: Nú fúst olíuskip ú frjúLnun murkuði til uð siglu fyrir 50 sh. ú smúlest En Hamrsfellið siglir enn fyrir 160 sh. á smálesfina! NÚ ER SVO komið að farmgjöld olíuflutninga á frjálsum markaði eru komin niður í 50 sh. á smálestina. En á sama tíma siglir Hamrafellið, okurskip SÍS og Olíufélags- ins h.f., fyrir 160 sh. á smálestina. Þannig er almenningur nú látinn borga 110 sh. meira fyrir hverja smálest af oliu heldur en gerist á frjálsum markaði. Gróðinn, sem fæst með þessu mesta okri sem þekkist í sögu landsins og stofn- að er til af rikisstjórninni sjálfri rennur til Sambands isl. samvinnufélaga og dótturfélags þess, Olíufélagsins h.f. Nýlega var leigt skip til olíuflutninga frá Rússlandi á 65 shillinga á smálestina en svo stendur á að farmgjöldin eru greidd í clearinggjaldeyri fyrir þessa flutninga. Viljo lútu Egypto spreytn sig Félag Nýalssinna kynnir heimspeki dr.Helga Péturss Sveinbjörn Þorsieinssen: rrHún er hyggð á mm' sóknumr eins og önnur náftúruiræði." Á SUNNUDAG verður kynning á íslenzkri heimspeki í Háskólan- . um og stendur Félag Nýalssinna að henni. Á kynningunni flyt- ur Þorsteinn Jónsson á Ulfsstöðum erindi um dr. Helga Péturss og heimspeki hans. Þá verður lesið úr Nýal, en í lok kynningarinnar verður sagt frá athugunum á draumum og eru þær athuganir hyggðar á nýaliskum grundvelli. NEW YORK, 26. apríl. — ör- yggisráð SÞ kom saman til fund- ar f dag. Var það samkvæmt ósk Bandaríkjamanna. Lýsti fulltrúi þeirra það skoðun stjórnar sinn- ar, hún gæti að nokkru leyti fall- izt á tillögu Egypta um rekstur Súez-skurðarins, sem kunngerðar voru á dögunum. Réttar væri að fella dóm í þvi efni ekki að ó- reyndu — og yrði Egyptum leyft að reka skurðinn á þann hátt, er þeir vildu. Væri betra að dæma síðan í ljósi staðreyndanna. Tók bandaríski fulltrúinn það skýrt fram í lok ræðu sinnar, að Banda- — Hussein Framh. af bls. 1. Saudi-Arabíu, sem staðsettar eru í Jórdaníu og gæta eiga ísraelsku landamæranna, eigi að veita Hussein konung. lið, ef hann verður hjálpar þurfi. Þá er fullyrt, að Saud hafi til taks mikið lið til þess að senda á vettvang, ef Sýrlend- ingar hyggj - st blanda sér í mál efni Jórdaníu. Stuðningur Sauds er Huss- ein mjög mikilvægur — og get ur jafnvel riðið baggamun. — ★ — Hafa tíðindi þessi haft mikil áhrif, ekki sízt í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. — Kairo- útvarpið hefur undanfam daga mjög eggjað andstæðinga kon- ungs til þess að láta til skarar skríða, en nú, þegar allt útlit er fyrir, að Hussein ætli að standast allar árásir, hefur Kairo-útvarpið þagnð. Af þessu er ljóst, að Nass- er og kommúnistar hafa ekki eins góða vn um að geta steypt Huss- ein. nú og fyrir nokkrum dögum. — ★ — Þá má geta þess, að heræfing- um sjötta Bandarígkjaflotans, sem fram áttu að fara á Miðjarð- arhafi um þessar mundir, hefur verið skotið á frest — og hefur herskipunum verið stefnt austur Miðjarðarhaf. Hafa tíðindi þessi vakið mjög mikinn fögnuð í Amman og þar þykja þau benda til þess, að Bandaríkjamenn ætli að halda aftur i ísraelsmönnum, ef ástandið versnar í Jórdaníu og Israelsmenn ætla að hrifsa til sín það af landinu, sem þeir ná til. Síðustu fregnri herma, að margir af leiðtogum vinslri- flokkanna hafi verið handtekn- ir — og herlið standi nú vörð við alla hemaðarlega mikil- væga staði. Allt er með kyrru. AMMAN, 26. apríl. — Saud konungur Saudi-Arabiu atti 1 dag símtal við Hussein konung. Spurðist hann fyrir um ástand ið í landinu og óskaði Hussein til hamingju með þ 'ð hversu vel honum hefði heppnazt að brjóta kommúnista á hak aft- ríkin áskyldu sér því rétt til þess að breyta um stefnu í málum þessum. Frakkar og Ástraliumenn segj ast andvígir till. Bandar., en Iraq studdi hana. V arnarliðsflug vél fórst í gær í GÆRMORGUN kom upp vél- arbilun í einni orrustuflugvél varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, er hún var á æfingarflugi og varð hún að nauðlenda á vell- inum, segir í fréttatilkynningu frá varnarliðinu, sem blaðinu barst í gær. Flugvél þessi var þrýstiloftsflugvél. Er hún var í þann veginn að lenda, biluðu báðir hreyflarnir með skömmu millibili og varð flugmaðurinn því að lenda svo kallaðri „magalendingu". Flug- vélin rann út af flugbrautinni og kviknaði í henni. Þeir tveir menn sem í henni voru, komust þó brátt út úr brennandi flugvélinni og voru samstundis fluttir í sjúkra- hús flugvallarins, þar sem þeir nú liggja, báðir þungt haldnir af brunasárum. Talið er þó, að báðir lifi slysið af. T v ö s 1 y s í GÆR urðu tvö umferðarslys, annað hér í bænum, en hitt suður í Kópavogi. Hér í bænum varð aldraður maður, Árni Hallgrímsson, Kvist- haga 12, fyrir bíl vestur á Birki- mel. Skaddaðist Árni á höfði og var fluttur í slysavarðstofuna. Síðdegis í gær varð 5—6 ára drengur, Hörður Júlíusson, Kópa- vogsbraut 20, fyrir bíl á Hafnar- fjarðarvegi, á mótum Kópavogs- brautar. Drengurinn meiddist mikið á höfði og hlaut kjálka- brot. Var hann einnig fluttur í slysavarðstofuna. Var bíllinn sem hann varð fyrir simnan frá Hafn- arfirði. Barnfósfrur krefjast hœrri launa BARNFÓSTRUR á dagheimilum og leikskólum Barnavinafélagsins Sumargjafar, en þær hafa með sér stéttarfélag, hafa sagt upp samningum sínum við Sumargjöf og gera kröfur um hækkað kaup og ýmis fríðindi. Til þessa hafa samningar ekki tekizt. Stjórn félagsins gerir kröfur til beinna launahækkana sem nema 20%, en að aúki kröfu um 6% framlag frá Sumargjöf til lífeyrissjóðs. Samningstíminn er útrunninn hinn 1. maí næst- komandi. Þess má geta að kommúnistar ráða lögum og lofum í félaginu. Formaður þess er kona „verka- lýðsforingj ans“ úr Dagsbrún, Guðmundar J. Guðmundssonar. Dr. Helgi Péturss. Bryggjuskemmdir á Siglufirði FYRIR skömmu komu í Ijós skemmdir á bryggjum framan á Siglufjarðareyri. Ekki var ljóst í fyrstu af hverju skemmdirnar stöfuðu og var því fenginn kaf- ari til þess að athuga skemmdir þessar á sl. viku. Kom þá í ljós að sumar bryggjurnar voru stór- skemmdar af trjámaðki. Verst var farin löndunarbryggjan í Dr. Pauls-ríkisverksmiðjunni, en þar eru staurarnir í fremstu fjórum stauraokunum algjörlega ónýtir og verður að byggja bryggjuna að nýju fyrir síldarvertíðina. Einnig eru miklar skemmdir á bryggju Hafliða hf., sem hét áð- ur íslandsbryggja. Einnig komu í ljós skemmdir á fleiri bryggj- um, en ekki eins stórvægilegar. Mestu skemmdirnar eru á nýj- ustu bryggjunum, sem byggðar eru eftir styrjöldina, og er því kennt um að lýsisbrák á stur- unum sé ekki eins mikil og á eldri bryggjunum vegna afla- brestsins á síldarvertíðunum síð- ustu. Reynt verður að fá hið skjótasta efni erlendis frá til við- gerðanna. Afh. frá Páli Isélfssyni PÁLL ÍSÓLFSSON biður þess getið, að gefnu tilefni, að lagið „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“, sem hann hefur raddsett, sé gam- alt íslenzkt sálmalag, og sé það skráð í þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar. Að vísu er það þar birt í annarri mynd, því lag- línan er skreytt með tríólum í út- gáfu Páls, en þannig lærði hann það af föðurbróðir sínum, Jóni Pálssyni bankagjaldkera, sem á mestan heiðuv af að lagið er ekki fallið í gleymsku í þeirri mynd sem það var oftast sungið. Togarinn var 0,6 sjómílu innan landhelgi SKIPSTJÓRINN á brezka togar- anum Lord Tedder frá Hull, var í gærmorgun dæmdur í 74,000 kr. sekt fyrir að hafa verið á veiðum í landhelgi í Meðallandsbugt að kvöldi þess 24. apríl. Afli og veið- arfæri voru gerð upptæk. Við rannsókn í málinu kom í ljós að varðskipsmenn á Þór höfðu staðsett hinn brezka togara 0,6 sjóm. fyrir innan fiskveiðitak- mörkin er komið var að togaran- um. Skipstjórinn taldi þessa stað- arákvörðun varðskipsmanna ekki rétta, en hún var gerð með rad- ar skipsins. Taldi hann radar togarans hafa sýnt að hann hafi verið fyrir utan er Þór kom á vettvang. Það kom í ljós að radar togar- ans var ekki réttur með öllu, en þó var sú skekkja ekki s\o mikil, að þessum mælingum næmi. Aflaverðmæti togarans voru metin á 43,000 kr. og veiðarfærin á 45,000 kr. Skipstjórinn áfrýjaði 1 dómunum til Hæstaréttar. RANGTÚLKAÐAR Blaðið spurði Sveinbjörn Þor- steinsson formann Félags Nýals- sinna um kynningu þessa og sagði hann, að fyrir félaginu vekti að- eins að kynna þær athuganir, sem dr. Helgi hefur gert í líffræði og heimsfræði. Það væri tilgang- ur félagsins. Sveinbjörn sagði, að félagið teldi sér skylt að túlka skoðanir Nýals, því að þær væru oft vanskildar og rangtúlkaðar. Menn gerðu sér ekki ljóst, að hér væri um að ræða kenningu sem Fréttir í stuttu m'áli ★ Kuwatli er kominn til Saudi-Arabíu. ★ Dr. Adams hefur nú stefnt þrem brezkum blöðum fyrir meiðandi ummæli um sig meðan á réttarhöldunum stóð. Hann ætl- ar og að stefna fleiri blöðum — innlendum sem erlendum. ★ Eden fer af sjúkrahúsinu í Boston, sem hann var skorinn upp í, á mánudag n.k. Heldur hann til Ottawa ásamt konu sinni — og verða þau þar gestir lands- stjórans. ★ Dulles er á leið til Bonn, en þar mun hann sitja fund At- lantshafsráðsins 2.—4. maí. ★ Richards, sá, er kynnt hef- ur Eisenhoweráætlunina í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins, mun halda af stað til Bonn á sunnudag og hitta Dulles þar að máli. Yfir 40 þús. mótmælaskeyti hafa borizt Harriman fylkisstjóra í New York vegna þess að hann hefur boðið Makariosi erkibisk- upi að heimsækja New York. ★ ítalska stjórnin gerði í dag þá samþykkt, að tillögur Nassers í Súezmálinu væru óaðgengileg- byggð væri á rannsóknum eins og önnur náttúrufræði. KL. 3 Á SUNNUDAG Kynning Félags Nýalssinna verður í Háskólanum, eins og fyrr segir, á sunnudag kl. 3 síð- degis, í 1. kennslustofu Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimilL Skákþingsð : Freysteinn og Frlðrik gerðu jnfntefli f GÆRKVÖLDI var tefld síðasta umferð í skákþingi íslands er stendur á Akureyri. Ekki vorn úrslit kunn er blaðið fór í prent- un. — Áður hefur verið skýrt frá úr- slitum 1 5 fyrstu lunferðunum. í 6. umferð urðu úrslit þessi: Frið- rik vann Kristján; Júlíus jafn- tefli við Arinbjörn; Freysteinn vann Braga; Bjarni jafntefli við Gilfer; Ingimar vann Stíg. í 7. umferð urðu úrslit þessi: Bjarni vann Braga; Friðrík vann Júlíus; Stígur vann Kristján; Ingimar vann Gilfer og Arin- björn jafntefli við Freystein. í 8. umferð vann Arinbjörn Bjarna; Bragi vann Gilfer; Ingi- mar vann Kristján; Freysteinn jafntefli við Friðrik; Júlíus jafn tefli við Stíg. Vinningar fyrir síðustu umferð voru því: Friðrik 7%, Freysteinn 6y2, Arinbjörn 5Vz, Ingimar 5, Bjarni’4, Gilfer 3V2, Júlíus og Bragi 3 hvor, Stígur 1% og Kristján Vz. ar. SfúIka óskast á veitingastofu. Vaktaskipti. Yngri en 25—30 ára kemur ekki til greina. Uppl. á Laugavegi 19, mið- hæð kl. 8—9 í kvöld. ur. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.