Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 27 aprfl 1957. MORGVNBLAÐ1Ð S ; . . x x.-' •{fx WÍM Stjórn Alþýðusambandsins viðurkennir minnkaðan kaup- mátt launa Sýning list- keramikmuna ÞESSI mynd er af nokkrum list- keramikgripum, sem eru frá Funa, og til sýnis verða í sýn- ingarsal Regnbogans í Banka- stræti á sunnudaginn kl. 1—10. Eru þeir eingöngu handunnir, þessir listmunir, eftir fyrirmynd- um Ragnars Kjartanssonar, en þeir Haukur og Björgvin Kristó- ferssynir hafa annazt brennslu og glerjunga. Er það verk vanda- samt og krefst mikillar ná- kvæmni. Eru munir þessir marg- ir hverjir mjög fallegir og á þeim virðist vera hin bezta vinna. Síðastliðið haust hóf Funi fram leiðslu á þessari nýju gerð leir muna. Leirmunirnir eru nú flest- ir unnir með þeim hætti, sem er- lendis kallast majolikgerð. Þessi vinnsluaðferð er tæknilega mjög vandasöm og hefur erfiðast verið að ná hreinum litum og samræma glerjung og leir. Útför Helga á Reykjahvoli í dag HELGI FINNBOGASON bóndi að Reykjahvoli Mosfellssveit lézt síðastliðinn fimmtudag að heimili sínu 84 ára að aldri. Hann bjó að óðali sínu tæplega 60 ára skeið. Helgi var frábær eljumað- ur og stórbætti jörðina og byggði myndarlega upp öll hús. Útför hans verður gerð frá Lágafellskirkju í dag. Vill þó veita ríkisstiórninni starfsfrið og telur almenna samningsuppsögn því ekki tímabœra aö svo stöddu SXJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDSINS sendi í gær frá sér ályktun þá og greinargerð, sem prentuð er hér á eftir. Þar er staðfest sú fregn, sem Morgunblaðið birti í fyrra dag eftir bandaríska blaðinu „Wall Street Journal“, að kommúnistar í verkalýðshreyf- ingunni hefðu lofað flokksbræðrum sínum í ríkisstjórn að reyna ekki að þvinga fram kauphækkanir á þessu ári. Hin flokks-pólitísku sjónarmið í ályktun og greinargerð Alþýðu- sambands-stjórnarinnar leyna sér ekki. Megin-áherzlan er lögð á „starfsfrið“ ríkisstjórninni til handa, en þess gætt, að hún hafi ’öxina hangandi yfir höfði sér. Talað er um „enn of skamman tíma________til þess að unnt sé að fella dóm í þessum efnum“ og að „ekki sé tímabært að leggja tU almennra samningsuppsagna að svo stöddu“. Kommúnistar áskilja sér sem sagt fullan rétt til að fara sína „gömlu leið“ hvenær sem þeim þykir henta. í ályktuninni er greinileg viðurkenning þess, að hingað til hafi ríkisstjórninni ekki tekizt að halda uppi kaupmætti launanna, því að hann hafi þvert á móti minnkað. Að öðru leyti er farið með hreinar blekkingar í greinargerðinm, eins og þegar því er haldið fram, að hækkanir á erlendum vörum vegna ráðstafanna ríkisstjórnarinnar séu að mestu leyti komnar fram. Þetta fær engan veginn staðist vegna þeirrar tregðu, sem hefur verið á innflutningi frá áramótum. Enda bætast nýjar hækk- anir ofan á þær, sem leiða af sjálfri jólagjöfinni. Síðan kemur almenn hækkun farmgjalda og nú er ráðgerður nýr skattur í sambandi við lausn húsnæðismálanna. Ályktunin ásamt greinargerð er á þessa leið: m. en fundum þessara aðila lauk 23. þ. m. Á fyrsta fundi var kos- in 6 manna undirnefnd til sér- stakra starfa, m. a. að ræða við Gnðmundur Guðmundsson onnui' sýningu í Listumunnuskúlunum í dug Ungur málari, sem lagt hefur stund á gerð mósaikmynda. IDAG opnar ungur listamaður, Guðmundur Guðmundsson að nafni, máiverkasýningu í Listamannaskálanum. Sýnir Guðmund- nr þar um 150 myndir, málverk og teikningar og um 40 mosaik- myndir, en hann hefir einn íslenzkra listamanna lagt stund á gerð mosaikmynda að nokkru ráði. Guðmundur hefir lagt stund á list- nám bæðl hér heima og í Osló og á Ítalíu, og haidið nokkrar sýn- Ingar þar syðra, sem hlotið hafa lofsamlega dóma. í ftalíu tók hann sér listamannsnafnið Ferró. 1 dag verður sýningin opnuðl kl. 2 fyrir boðsgesti, en kl. 4 fyrir almenning. Guðmundur Guðmundsson er 24 ára að aldri. Hann fæddist í Ólafsvík, en er upp alinn hjá fóst- urföður sínum Sigurgeir Lárus- eyni á Kirkjubæjarklaustri og móður sinni Soffíu Kristinsdótt- iir. Guðmundur stundaði nám í Handíðaskólanum í þrjá vetur og sigldi síðan til framhaldsnáms í mynlist við „Statens Kunstaka- demi“ í Oslo árið 1952. Þar stund- aði hann nám í 2 ár. Þá hélt hann til Ítalíu og hefir dvalizt þar við listnám í 2 ár. Á Ítalíu hefur hann stundað listnám við „Acca. demia di bella arte“ í Flórenz og einnig lagt stund á mosaikgerð í Ravenna. GÓÐIR DÓMAR Guðmundur hefir haft þrjár sjálfstæðar aýningar á Ítalíu og tekið þar þátt í 5 samsýningum að auki. f ráði er að hann sýni myndir sínar í London innan skamms, en þar hefir honum ver- ið boðið til sýningar. Patreks- fjarðarkirkja hefir og keypt af Guðmundi fjórar myndir til skreytingar á prédikunarstóli kirkjunnar. Þá mun hann einnig innan skamms halda til fsrael og gera þar um 20 metra veggmynd í safni, sem þar var stofnað fyrir nokkrum árum til minningar um Gyðingaofsóknirnar á styrjaldar- árunum síðustu. Guðmundur hefir hlotið mjög lofsamlega dóma,_ er hann sýndi myndir sínar á Ítalíu og bera blaðaummæli þess vott. Eitt af dagblöðunum í Róm, „Eco di Roma“, kemst svo að orði: „List Guðmundar er einkenni- leg. Þar eru vandamálin krufin til mergjar af hugsun, sem tulk- uð er myndrænum táknum ná- tengdum mannlífinu. List hans er sjálfstæð og margþætt". Svip- uð ummæli eru í mörgum öðrum blöðum í borgum, þar sem Guð- mundur hefir haldið sýningar sínar svo sem í Mílanó. MÓSAIKMYNDIRNAR Sýningin, sem í dag er opnuð, er fyrsta sýning Guðmundar hér á landi. Þá hefir og verið gefið út kort í litum með einu málverka Guðmundar, og var listútgáfufyr- irtæki í Rómaborg sem að útgáf- unni stóð. Ummæli um sýningar Guð- mundar erlendis, bera þess vott að hann þykir hafa skapað sér- stæðan og persónulegan stíl í mál verkum sínum, og gæti þar mik- ils hugmyndarflugs. Nýstárlega er einnig mósaikmyndagerð hans, en það er listgrein, sem lítt er kunn hér á landi, og islenzkir listamenn hafa mjög litla stund lagt á. Kona Guðmundar er ættuð frá ísrael, og er hún einnig listmál- ari. ÁLYKTUN samþykkt á fundi miðstjórnar og efnahagsmála- nefndar A.S.Í. þann 23. apríl 1957. Með tilliti til þess að samningar verkalýðsfélaganna eru almennt uppsegj anlegir um næstu mán- aðamót, hafa miðstjórn A.S.Í. og efnahagsmálanefnd sambandsins að undanförnu aflað upplýsinga og rætt um þróun verðlags- og kaupgjaldsmála og viðhorfin í atvinnumálunum. Að loknum þessum athugunum ályktar fund- ur þessara aðila eftirfarandi: Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í desember sl. miðuðu einkum að því tvennu, að tryggja varanlegan rekstrar- grundvöll framleiðslu-atvinnu- veganna og nauðsynlegar verk- legar framkvæmdir. Miðstjórnin og efnahagsmálanefndin höfðu aðstöðu til að kynna sér og hafa áhrif á þær leiðir, er farnar voru og samþykktu þá að veita bæri ríkisstjórninni starfsfrið þar til séð væri hvort fyrrgreindum markmiðum yrði náð. Sá tími sem liðinn er, síðan ráðstafanir þessar voru gerðar, er að dómi miðstjórnar efnahagsmálanefnd- ar enn of skammur til þess að unnt sé að fella dóm í þessum efnum, og telja því rétt að feng- in verði frekari reynzla á fram- kvæmd þessara ráðstafana. Af framansögðu er það álit mið- stjórnar efnahagsmálanefndar að ekki sé tímabært að leggja til almennra samningsuppsagna að svo stöddu. Hins vegar vilj-a þess- ir aðilar undirstrika það meg- insjónarmið, sem fram hefir kom- ið í viðræðum þeirra við ríkis- stjórnina að aðal áherzluna beri að ieggja á að halda uppi fullri atvinnu í landinu, stemma stigu við verðbólguþróuninni og tryggja kaupmátt launanna. GREINARGERÐ: í byrjun þessa mánaðar ákvað miðstjórn Alþýðusambandsins að kalla saman efnahagsmálanefnd- ina, sem kosin var af sambands- þinginu í nóvember sl., en nefnd- in er skipuð 19 fulltrúum sam- bandsfélaga úr öllum landshlut- um. Ákvörðunin um að boða nefndina til fundar var tekin með hliðstjón af því, að um næstu mánaðamót geta flest verkalýðs- félög sagt upp samningum sínum. Fyrsti fundur miðstjórnarinnar og nefndarinnar var haldinn 9. þ. ríkisstjórnina. Aðal verkefni fundarins var að gera sér sem gleggsta grein fyrir þróuninni í verðlags- og kaup- gjaldsmálum og viðhorfum í at- vinnumálunum frá því að ráð- stafanir í efnahagsmálum voru samþykktar í desember sl. Varð- andi verðlagsmálin upplýsti verð lagsstjóri á fundi nefndarinnar, að innfluttu vörurnar hefðu nú að mestu tekið á sig þær verð- hækkanir, sem verða, vegna toll- anna, er lagðir voru á í vetur.Hins vegar taldi verðlagsstjóri, að enn gæti orðið einhver hækkun á inn- lendum iðnaðarvörum, vegna þess að erlend hráefni til þeirra á hinu nýja verði væri ekki enn komin í fulla notkun. Nefndin bað Torfa Ásgeirsson, fulltrúa Alþýðusambandsins í kauplagsnefnd, að gera samskon- ar athugun á kaupmætti tíma- kaupsins og hann gerði, ásamt Haraldi Jóhannssyni, fyrir verk- fallið 1955. Athugun þessi er byggð á vísitölugrundvellinum, þó þannig, að húsaleiguliðurinn er ekki tekinn með frekar en áð- ur. Niðurstöður Torfa eru þess- ar: Ef vísitala kaupmáttarins í júlí 1947 er táknuð með tölunni 100, var hún 90.09 1. ágúst 1956, en 88,66 1. apríl sl. Verði ekki breyt- ing á vöruverði frá 1. apríl, hækk ar kaupið um 3 vísitölustig 1. júní nk. og þá verður vísitala kaup- máttarins 90.09, eða sú sama og 1 ágúst 1956. Útreikingur þessi er, eins og fyr segir, miðaður við vísitölu- vörurnar, en kunnugt er, að á- lögurnar í vetur komu að minnst- um hluta á þær og er því kaup- mátturinn gagnvart flestum öðr- um vörum lakari en þessir út- reikningar sýna. Eins og fyrr segir, fór 6 manna nefnd á fund ríkisstjórnarinnar þeirra erinda að ræða þessi mál við hana, en þó einkum atvinnu- málin og aðstoð við íbúðarhúsa- byggingar. Varðandi viðhorfin í verðlags- málunum var m.a. upplýst, að verð á olíu myndi nú aftur fara lækkandi, þar sem farmgjöld hefðu lækkað á ný. Fullyrt var, útsöluverði mjólkur í sumar, en hins vegar talið að hækkun gæti orðið á einhverjum framleiðslu- vörum brauðgerðarhúsa. Voru þetta svör ráðherranna við bein- um fyrirsþurnum nefndarmanna. Um atvinnumálin var ítarlega rætt. Nefndarmenn lögðu áherzlu á, að atvinimöryggið væri eitt aðalhagsmunamál verkalýðs- hreyfingarinnar. Hér verður ekki rakið, nema fátt eitt af því sem á góma bar. Ráðherrarnir upplýstu, að á- kveðið væri að leita erlendra lána til kaupa á togurunum 15, sem samþykkt hefur verið að láta byggja. Ennfremur, að ákveðin væri þegar smíði á níu 230 smáL skipum og rætt um, að þau gætu orðið 12. f þessu sambandi ræddi nefndin um smíði á stálskipum hér innanlands, og tóku ráðherr- arnir undir nauðsyn þess. Skýrt var frá því, að byrjað verði á nýju Sogsvirkjuninni nú í vor, og því verki haldið áfram, þar til lokið verður. Varðandi sementsverksmiðjuna var sagt, að til hennar vantaði enn 66millj. króna, en að reynt verði að út- vega það fé, svo að sem skemmstur dráttur verði á að byggingu hennar verði lokið. Nefndin lagði áherzlu á, að unnið verði úr afla togaranna hér innanlands, en þeir ekki látnir sigla með hann, eins og gert var sl. vetur. Því var lýst yfir, að ákvarðanir í þessum efnum skyldu ekki teknar án samráðs við fulltrúa verkalýðshreyfing- arinnar. Það var sögð ætlun ríkisstjórn- arinnar að taka lán til hafnar- gerðar, svo að framkvæmdir yrðu nú meiri á því sviði, en áður hafa verið. Varðandi húsnæðismálin lagði nefndin höfuðáherzlu á, að veru- legt fjármagn yrði tryggt strax í lán til íbúðárhúsabygginga og talið rétt, að til þess væri tekin erlend lán, ef annað væri ekki fyrir hendi. (Viðtalið fór fram, áður en frumvarpið um húsnæð- ismálin var lagt fyrir Alþingi). Því var svarað til, að ríkisstjórn- in mundi tryggja um 44 milljón króna til hins almenna veðlána- kerfis á þessu ári og standa við fyrirheit sín frá í desember um 10 milljón kr. framlag á þessu ári til bygginga verkamannabú- staða. Auk þess yrði aflað fjár til húsnæðismálanna með skyldu- sparnaði ungs fólks og bygginga- sjóði með 100 milljón kr. stofn- fé komið á fót. Eins og sagt er hér áður, lauk fundarhöldum miðstjórnar AÞ þýðusambandsins og efnahags- málanefndar þess hinn 23. þ.m. Áður hafði verið boðað til fund- ar með formönnum allra sam- bandsfélaga í Reykjavík og ná- grenni. Fundur þessi var hald- inn á annan páskadag, og var hann sóttur af formönnum um 50 verkalýðsfélaga. Á fundinum var gefin skýrsla um störf efna- hagsmálanefndarinnar og þessi mál rædd ítarlega. Á lokafundi sínum samþykkti miðstjórnin og efnahagsmála- nefndin með samhljóða atkvæð- um meðfylgjandi ályktun varð- andi þessi mál. Þá samþykktu þessir aðilar einnig að fela • mönnum úr sínum hópi að fylgj- ast með frekari þróun þessara mála og voru til þess kjörnir sömu menn og skipað höfðu fyrr- greinda nefnd en þeir voru: Eðvarð Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Hermann Guð- mundsson, Óskar Hallgrímsson, Snorri Jónsson og Tryggvi Helga að engin hækkun mundi verða á I son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.