Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 20
Veðrið Norðvestan kaldi. Léttir til. 93. tbl. — Laugardagur 27. april 1957. Fjölskyldusfríð Eisenhowerfjölskyldunnar Sjá bls. 10. Ung stúlka svaf djúpuni svefni í rúmlega 2 mánuði Sofnaði í febrúarbyrjun, vaknaði eftir páska. FYRIR nokkrum dögum vaknaffi ung stúlka í Farsóttarhúsinu hér í Reykjavík, af djúpum svefni, sem hún féll í í byrjun febrúnarmánaðar síðastl. Hafði hún sofið samfleytt í um það bil tvo og hálfan mánuff. Stúlka þessi, sem heitir Sigurlína Helgadóttir er frá bænum Geiteyjarströnd í Mývatnssveit. í fyrrahaust fór Sigurlína í heimavistarskólann að Löngu- mýri í Skagafirði. I byrjun febrúar fékk Sigur- lína væga inflúenzu og var hún rúmliggjandi í nokkra daga og fór þá á fætur og hóf skólastarf sitt á nýjan leik. — En hún var aðeins nokkra daga á fótum, en þá kenndi hún lasleika. Næsta morgun um klukkann 11 er farið inn í herbergi hennar, en hún hafði þá ekkert gert viðvart. Og ekki var talið óeðlilegt að hún fengi að sofa fram eftir morgni. VAKNAÐI EKKI En Sigurlína vaknaði ekki þó við henni væri stjakað. Voru nú gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að fá hana til að vakna, en það tókst ekki. Var læknir þá þegar kvaddur til. — Honum tókst ekki heldur að vekja stúlkuna af þess- um þunga dásvefni, sem hún var fallin I. XIL AKUREYRAR Hún var þá nokkru síðar flutt á sjúkrahúsið á Akureyri. Þar hefur hún verið lengst af síðan undir eftirliti spítalalækna. Allan þennan tíma hefur tekizt að mata Sigurlínu í svefndáinu, og þann- ig hefur hún nærzt á fljótandi fæðu, og gengið greiðlega að mata hana, en allan tímann var hún að því er virtist í jafndjúpum dásvefni. VAKNAR Þriffjudaginn fyrir páska var komiff meff Sigurlínu í flugvél hingaff til Reykjavíkur. Var hún flutt undir hendi Kjartans R. Guffmundssonar taugalæknis. — Honum tókst að vekja hana fyrir tveim til þrem dögum. Líður hinni ungu stúlku úr Mývatns- sveit nú vel og er óðum aff hress- ast. Hvaff þaff var sem þessum langa djúpa svefni olli er ekki vitaff. Utanríkisráð- herra f er á Evrópu- ráðsfund I GÆRMORGUN fór Guðmund- ur I. Guðmundsson utanríkisráð- herra utan á fund Evrópuráðsins í Strassborg. í för með honum var Hendrik Sv. Björnsson ráðu- neytisstjóri. Frá Strassborg mun utanríkis- ráðherra halda til Parísar og sitja þar utanríkisráðherfafund At- lantshafsbandalagsins. Hómarksálogning í smásðlu feild úr gildi á nokkrum vörum ef selt er í heilum sekkjum eða kössum INNFLUTNINGSSKRIFSTOFANt ákvað í fyrradag aff fella niður þau hámarksákvæði sem gilt höfðu í smásöiu um álagningu á íöðurvörur, kornvörur og sykur, ef selt er í heiium sekkjum eða kössum. Hámarksálagning var áður 15% á kornvörum og sykri, en 10% á fóðurvörum. Þessi breyting mun vera skilin þannig að ekki sé þó heimilt að hafa álagningu hærri en leyfð er á þessum vörum í smásölu, þeg- ar selt er í kílóatali, en þá er hámarksálagningin 25%. Engin breyting hefur hins veg- ar verið gerð á öðrum ákvæðum um álagningu, þannig að sú álagn ing, sem smásölum almennt er leyfð í venjulegum viðskiptum þeirra, er óbreytt. Maðuriim ófundinn A AÐFARANÓTT páskadags hvarf maður einn í Sandgerði frá heimili sínu og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Maður þessi heitir Lárus Stefánsson og er á miðjum aldri. Hefur hann um alllangt árabil búið í Sandgerði og stundað skrifstofustörf hjá h.f. Garði. Hefur Lárusar verið mikið leitað, m. a. alla strand- lengjuna frá Stafnnesi að Garð- skaga, en árangurslaust. Auglýst hefur verið eftir honum í útvarp- inu, en enginn hefur orðið var við ferðir hans. Lárus er ókvænt- ur. Áríðondi Iðjufundur um somningana kl. 2 í dag IÐJA, félag verksmiðjufólks í Reykjavík heldur fund i dag kl. 2 e.h. í Alþýffuhúsinu viff Hverfisgötu. Affalumræffuefni fundarins eru kaup- og kjarasamningar Iffju. Fyrir fundinn verffur lagt samkomulag, sem gert hefur verið við samninganefnd iðnrekenda um ýmis konar launa- og kjarabætur fyrir iffnverkafólk. Mjög áriðandi er aff Iðjufélagar fjölmenni á þennan fund í dag og hindri skemmdarverkastarfsemi kommúnista í kjarabaráttu iðnverkafólks. Iffjufélagar! fjölmennið og mætið stundvislega. Mannhafiff í Lækjargötu á sumardaginn fyrsta. Leiðindaveður á barnadaginn VarSarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. Leikhússtjórinn, Frits von der Lippe mun verða viðstaddur fyrstu sýningarnar, en halda síð- an heimleiðis. Meðal leikara, sem koma, eru: Liv Strömsted, sem leikur að- alhlutverkið Noru; Lars Nord- rum, sem leikur eiginmann henn- ar Helmer; Olaf Havrevold, sem leikur dr. Rank; Gerd Wiik, sem leikur Krogstad. — Leikstjóri er Gerhard Knoop. Leiktjöld gerði Arne Walentin, en Ragnhild Engebret sá um búninga. Það var Alþingi, sem veitti Bandalagi íslenzkra leikféraga styrk til þessarai- leikheimsókn- ar og um leið tækifæri til að reyna að framkvæma hana. En Liv Strömsted úr framkvæmdum hefði ekki orðið, ef Norðmenn héfðu ekki komið á móti með fjárframlag og bandalagsfélögin og bæja- og hreppafélögin á væntanlegum sýningarstöðum hefðu ekki flest lofað þátttöku í kostnaði með því að bjóða gistingu og ókeypis af- not af samkomuhúsum. Formaður Bandalags ísl. leik- félaga er Ævar Kvaran, ritari Lárus Sigurbjörnsson og Sigurð- ur Kristinsson meðstj. Fram- REYKVÍKINGAR voru ekki í neinu hátíðarskapi á sumar- daginn fyrsta og var það mest 'veðrinu að kenna. Allan daginn grúfðu yfir bænum grá regn- skýin og hvasst var af suðaustri. Klukkan að verða tvö komu skrúðgöngur Austurbæinga og Vesturbæinga niður í Lækjargötu kvæmdastjóri er Sveinbjörn Jónsson. — í bandalaginu eru 65 félög, þar af um 20 leikfélög. en báðar voru þær mjög fjöl- mennar, svo mikið mannhaf varð í hinni breiðu götu, er fólk hafði numið staðar. Börnin voru yfir- leitt hlýlega klædd, enda veitti ekki af í strekkingnum. Hundruð barnafána voru á lofti. I Lækjar- götunni var hlýtt á leik lúðra- sveitar drengja, og lúðrasveitir bæjarins skemmtu. Höfðu börnin mesta ánægju af að sjá hina skrautlegu lúðrasveitarmenn í hinum hárauðu jökkum. Því ekk- ert var þarna annað til að gleðja augu barnanna, eins og stundum áður, þegar Vetur konungur hef- ur komið til þess að kveðja og Vordrottningin komið akandi í bláum skrýddum vagni. Flutt var vorkveðja til ísl. barna eftir séra Sigurð í Holti, en aðeins lítill hluti af mannfjöldanum mun hafa heyrt þann upplestur, en kveðjan að sjálfsögðu farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra barna. Klukkan 3 hófust skemmtanir barnadagsins í samkomuhúsum bæjarins, en á hverri einustu þeirra var hvert sæti skipað og I tókust þær yfirleitt vel. Hljómlistarhátíð íslenzkra tón- skálda heist í dag PYRSTA hljómlistarhátíð íslenzkra tónskálda hefst kl. 4,30 síff- ’ degis í dag í Þjóðleikhúsinu. Er forseti íslands verndari hennar. Hátíffin hefst meff því aff blásiff verffur í fornlúffra og Karla- kór Reykjavíkur syngur „ísland farsælda frón“ undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Þá opnar menntamálaráðherra hátíðina meff ræffu en síðan hefjast hljómleikar. FJÖLBREYTTIR IILJÓMLEIKAR Leikin og sungin verða verk eftir Helga Pálsson, Magnús Bl. Jóhannsson, Karl O. Runólfsson, Leif Þórarinsson, Árna Thor- steinsson, Björn Franzson, Sigur- inga E. Hjörleifsson, Sigurð Þórð- arson, Vietor Urbancic og Hall- grím Helgason. Sinfóníuhljómsveitin leikur undir stjórn Olavs Kiellands og strengjakvartett undir stjórn Björns Ólafssonar. Margir þekktir íslenzkir ein- söngvarar og einleikarar koma fram á hátíðinni þennan fyrsta dag hennar. TÓNSKÁLDAFÉLAGIÐ 10 ÁRA Hljómleikahátíðin er haldin í tilefni af 10 ára afmæli Tón- skáldafélags íslands og í fram- haldi af norrænu tónlistarhátíð- inni árið 1954. Framkvæmdar- stjóri hátíðarinnar er Skúli Hall- dórsson tónskáld. Á sunnudag heldur hátíðin á- fram með kirkjutónleikum í Dóm kirkjunni kl. 9 e.h. Á þriðjudags- kvöld lýkur henni með sinfóníu hljómleikum í Þjóðleikhúsinu. Hellu í KVÖLD gengst Samband ungra Sjálfstæðismanna fyrir vormóti að Hellu á Rangárvöllum. — Mótið hefst kl. 9.30 e. h. Dagskrá móts- ins verður sem hér segir: 1) Mótið sett: Ásgeir Péturs- son, foz-m. SUS. 2) Einsöngur: Kristinn Halls- son, óperusöngvari. 3) Ræða: Magnús Jónsson, al- þingismaðui'. 4) Skemmtiþáttur: Ævar Kvar an, leikari. 5) Ávarp: Ingólfur Jónsson, alþingismaður. 6) Tvísöngur: Ki’istinn Halls- son og Ævar Kvaran. 7) Dans. Heimdallur, FUS, mun efna til hópferðar á mót þetta. Verður lagt af stað frá Valhöll við Suð- urgötu kl. 5.30. Nánari upplýsing- ar verða gefnar í skrifstofu félags ins í dag kl. 10—4. Sími 7103. IMorskur leikflokkur sýnir hér Brúðuheimili Ibsens Wun aðallega sýna úti á landi NORSKA Riksteatret mun koma hingað í sumar og sýna Brúðu- heimili eftir H. Ibsen á 10—12 stöðum. Flokkurinn kemur hing- að til Reykjavíkur 3. júlí og mun sýna fyrst hér, en halda síðan til Akraness og þaðan norður og austur um land. Síðasta sýningin verður sennilega á Seyðisfirði sunnudaginn 21. júlí. Haldið verður heimleiðis 24. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.