Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 12
12 M ORGUIV BL AÐ1Ð Laugardaguv 27. apríl 1957. Vilhjólmur á oð geto stokhið 7,50 m. í long- stökki og Volbjörn 4,50 m. á stöng segir Russman þjálfari á kveðjustund íslandsmeistararnir töpuðu fyrsta leiknum UNDANFARNAR 4 vikur hefur starfað hér þýzkur þjálfari í frjálsum íþróttum, Eduard Riiss- mann að nafni. Hann kom hingað á vegum ÍR og er nú á förum. Blaðamenn fengu tækifæri til að spjalla við hann og stjórn ÍR á dögunum. Jakob Hafstein form. ÍR kvað það hafa verið mikið happ að fá Riissmann hingað til lands, en Russmann er kennari við íþrótta- háskólann í Köln og nýtur þar mikils trausts og hefur þjálfað suma af beztu íþróttamönnum Þjóðverja. Koma hans hefur hrint af stað áhugaöldu, sagði Jakob, æfingar hafa aldrei verið eins vel sóttar og íþróttamenn og þjálfar- ar hafa lært margt nýtt og áhrifa Riissmanns mun hér lengi gæta, þó dvöl hans hafi verið stutt. Jakob gat þess að fyrir tilstilli Riissmans yrði nokkrum iR-ingum boðið til keppni í Köln í haust. Hann mun og koma á skiptiheimsóknum milli körfuknattleiksmanna ÍR og körfuknattleiksliðs í Köln. Fyrir hans tilstilli eb ákveðið að einn nemenda hans, sprett- hlauparinn Manfred Germar, sem varð 4. í 100 m hlaupi Melboumeleikjanna komi hingað til keppni á frjáls- íþróttamóti ÍR, sem haldið verður um 20. júní, en þar verða einnig að öllu forfalla- lausu norski spjótkastarinn Egill Daníelsson og rússneski þrístökkvarinn Kreer, sem varð næstur á eftir Vilhjálmi Einarssyni í Melbourne. framfarir spretthlaupara, kastara og stökkvara, þá er ég illa svik- inn. Vilhjálmur ætti hiklaust að geta stokkið 7.50 m í lang- stökki og Valbjörn yfir 4.50 m í stöng. Mér finnst Skúli Thor- arensen líklegur til stórafreka í kúlu (16—17 m). Þorsteinn Löwe er öruggastur kringlu- kastara og hefur að undan- förnu áunnið sér aukið öryggi í kastinu. Og engum þarf að Stúdenfur töpnðn leiknum 44:40 FYRSTI isl. körfuknattleiks- liðið er fer utan tll keppni er nú í Svíþjóð. Er það lið stúd- enta en með í förinni eru tveir tR-ingar þeir Helgi Jónsson og Helgi Jóhannsson. Á fimmtudag léku þeir sinn fyrsta leik og mættu þá liði Chalmers háskólans. — Svíamir sigruðu 44:40. Völlurinn var nokkru mjórri en heima er. Helgi Jónsson skoraði 17 stig og Helgi Jó- hannsson 14. Piltarnir biðja fyrir kveðj- ur heim. Öllum líður vel. — Guðm. koma á óvart þó 3 menn færu yfir 60 m í spjóti í sumar. Rússmann lét í ljós ánægju yfir samstarfi við ýmsa þjálfara hér, og þjálfari ÍR Guðmundur Þór- arinsson sagði að koma Rúss- manns hefði ekki síður verið lær- dómsrík fyrir þjálfara en íþrótta- mennina. Koma hans var mér nýr skóli, sagði Guðmundur. Jakob Hafstein kvað það von tR-inga að sem flestir hefðu haft gagn af komu Rússmanns. Öðr- um félögum og FRÍ var í upphafi boðið að hafa not af komu hans. Margir komu og létu vel af. Koma hans varð því gagnleg ísl. frjálsíþróttaum. KNATTSPYRNA sumarsins hófst á sumardaginn fyrsta með leik milli Vals og Víkings í Reykjavíkurmótinu. — Fyrsta mark á þessu sumri var sjálfs- mark. Ámi Njálsson í Val ætlaði að gefa til markvarðar Vals, en knötturinn hafnaði í netinu og var þá 1 minúta af leik. Leiknum lavk með þrem mörk- um gegn tveimur Víking i hag. Leikurinn gefur ekki góðar von ir um miklar framfarir. Veður- hæð mikil skemmdi mikið fyrir, en margir okkar góðu manna voru verri nú en oft áður í byrj- un árs. Má þar einkum til nefna Valsvörnina, Áma, Halldór Hall- dórsson og Magnús Snæbjörns- son. Margt gerðu þeir illa, en fátt fallega. Sóknarleikmenn liðsins skorti allt það sem er afgerandi. Smásamleikskaflar sáust, en heil brú var ekki í mörgu. Víkingur vann Islandsmeistarana, Val, í þessum fyrsta leik. Kanski eru þau úrslit fyrirboði slæmur. Aðr- ir segja „fall er fararheill", en margt þarf að breytast og það helzt á skömmum tíma, ef vel á að fara. Víkingar virtust baráttuglaðir en þó er okkur sagt að ekki só mikil æfing að baki. — Pétur Bjamason var sterkasti maður liðsins, klettur í vörn. Guunar gaf fyrir og Matthías Hjartarson skorar laglegt mark. Rússmann kvaðst eiga ljúfar og skemmtilegar minningar um dvöl sína hér og þakkaði ÍR höfð- inglegar móttökur. Hann kvaðst lítið hafa þekkt til ísl. íþrótta- manna er hann réðist hingað fyr- ir tilstilli eins nemenda sinna, Valdimars Örnólfssonar. Þó hefði hann sem aðrir þekkt nafn Vilhj. Einarssonar og af því vitað að til voru hér góðir íþróttamenn. — En gleði mín var mikil er ég tók til starfa hér, sagði Rúss- mann og sá þennan stóra hóp íþróttamanna, kröftuga, stóra og glæsilega. I þessum hópi eru svo margir líklegir til stórafreka, að ísland þarf á sviði frjálsíþrótta engu að kvíða í framtíðinni, ef æft er. ísl. frjálsíþróttamenn eiga við mikla erfiðleika að stríða — meiri en mig hafði órað fyrir. Höfuðóvinurinn er hin umhleyp- ingasama veðrátta og ég undrast, af hve mikilli elju þeir mæta þeim erfiðleikum. Húsnæðisvand- ræðin eru ógurleg og nauðsyn úr að bæta. Það er stórfurðulegt og jafnvel óskiljanlegt hvem árang- ur og áhuga t. d. stangarstökkv- aramir hafa sýnt í litla ÍR-hús- inu. Þá sögu mun ég segja í Þýzkalandi, þar sem menn reyna ekki að stökkva inni nema á löng- um brautum og í gryfjur. Það er að vísu betra og hvað gætu ekki ísl. piltarnir við beztu aðstæður? Það þarf að skapa þeim skilyrði og árangurinn verður á heims- mælikvarða. SKÓLAÍÞRÓTTIR Rússmann kvaðst mjög hrifinn af isl. skólaíþróttum eins og hann kynntist þeim á sýningum síðustu daga, þó frjálsar íþróttir verði þar frekar útundan en annað. Skólarnir skapa áhuga og skiln ing á gildi íþrótta, en mér virðist vanta að tekið sé við æskunni, er hún hættir í skóla; það þarf að fá hana til að halda áfram við íþróttirnar. Er talið barst að einstökum ísl. íþróttamönnum sagði Rússmann m. a.: Ég kynntist fáum millivega- lengdahlaupurum, en ef ekki verður um að ræða stórkostlegar 20. skíðamót íslands: Reykvíkingar sigursœlir I Alpagreinum Það er laugardagur 20. apríl. Veður er fagurt, er á daginn líð- ur, þótt um morguninn hafi ekki litið sem bezt út. Keppni hefst í bruni karla hátt uppi undir klett- um við Snæhóla- Brautin er um 2,5 km á lengd og með um 500 m falli. Toni Spiess hefir lagt hana daginn áður eða svo, og það á harða hjarni og við lagningu brautarinnar gert ráð fyrir að svo yrði á keppnisdegi. Nú er hins vegar viðast nýfallinn snjór í brautinni og reynist því eink- um síðari hluti hennar of rennsl- islítill. Menn skauta og reyna að berjast áfram með stöfunum eins og þeir mögulega geta. Austur- ríkismaðurinn sjálfur skautar meira að segja alla leið, líka brattasta hluta brautarinnar. Reykvíkingarnir raða sér í fimm fyrstu sætin. Annars urðu úrslit í bruninu sem hér segir: 1. Eysteinn Þórðarson, R 2.30,1 2. Úlfar Skæringsson R .. 2.33,4 3. Hilmar Steingrímsson R 2.38,2 4. Ásgeir Eyjólfsson R .. 2.38,8 5. Einar V. Kristjánsson R 2.39,6 BRUN KVENNA Brun kvenna hófst strax að loknu karlabruninu. Um braut kvennanna er sömu sögu að segja og karlabrautina, enda sú sama, nema hvað efsta hlutanum er sleppt. Brautin var nú 1,5 km. að lengd og með um 300 m falli. Jakobína Jakobsdóttir sigrar að þessu sinni og Marta B. Guð- mundsdóttir verður nú að láta sér nægja 3. sætið, því Eyrný Sæmundsdóttir úr Reykjavík skýtur sér fram fyrir hana. Úr- slit urðu þessi: 1. Jakobína Jakobsdóttir R 1.50,7 2. Eirný Sæmundsdóttir R 2.04,7 3. Marta B. Guðmundsd. f 2.06,8 4. Kristín Þorgeirsdóttir S 2.14,7 5. Karolína Guðmundsd. R 2.17,5 NORRÆN TVKEPPNI TOGARASJÓMABUR SIGRAR Laugardagurinn endar með stökki í norrænni tvíkeppni. Sú keppni er mjög skemmtileg. í 15 km göngunni hafði Gunnar Pét- ursson frá ísafirði hlotið flest stig tvíkeppnismannanna 239,2 stig, en Sveinn Sveinsson frá Siglufirði 228,6 stig. Haraldur Pálsson Reykjavík 214,4 stig og Sveinn Jakobsson Keflavík mun lægstan stigafjölda eða 155,1 stig. Önnur grein Nú fer svo í stökkinu að þetta snýst nánast við. Sveinn Jakobs- son sýnir mesta stökkhæfni þeirra félaga en Gunnar minnsta. Og þegar öll kurl koma til graf- ar er það Sveinn Sveinsson, sem ber sigur af hólmi í tvíkeppninni og nægir honum til sigurs að vera annar í báðum greinum. Mér er sögð sú skemmtilega frásögn um Svein, að hann sé fyrir rúmri viku síðan stiginn á land af tog- ara, en sjóinn hefir hann stundað að mestu í vetur. Þannig er það með marga okkar beztu skíða- manna. Þeir verða að vinna fyrir brauði sínu og hafa oft lítinn tíma til æfinga. Sveinn keppir nú í flestum greinum mótsins og er allstaðar vel liðtækur. Úrslit í tvíkeppninni urðu þessi í flokk 20 ára og eldri: 1. Sveinn Sveinnsson S 436,6 stig 2. Haraldur Pálsson R. 420,0 stig 3. Gunnar Pétursson f 417,1 stig 4. Sveinn Jakobsson K 402,1 stig f flokki 17—19 ára sigraði Matthías Gestsson Ak. 449,8 stig f flokki 15—16 ára sigraði Bogi Níelsson, Sigluf. 449,2 stig 2. Birgir Guðlaugss., S 429,0 stig 3. Jón Sæmss., Ólafsf. 412,3 stig SPENNANDI SVIGKEPPNI Á páskadag brást veðrið al- gerlega. Þó voru þann dag háðar mjög skemmtilegar keppnir. Svigi karla var beðið með nokk- urri eftirvæntingu, en þó munu flestir hafa gert ráð fyrir að Reykvikingarnir mimdu verða þar í fyrstu sætum, ef miðað var við bæði stórsvig og brun. f vonskuhríðinni uppi í Fossgili lagði Toni Spiess mjög skemmti- lega svigbraut. Var hún eins og flokkasvigbrautin mjög flókin og með gildrum. Hann skaut auka- portum upp að hárnálum svo menn héldu að þar væri komin einhver óskapleg portaflækja, sem þó reyndist ekki annað en einföld hárnál. Ruglaði þetta suma og tafði fyrir þeim. Braut- in var sem sagt mjög skemmtileg og vel lögð. Hófst nú keppnin og var Austurríkismaðurinn með- al keppenda. Hann fékk betri brautartíma en Eysteinn Þórðar- son 64.9 sek. Eysteinn hafði 66,6. Var nú fyrsta „grúppa" frá, en í henni eru 13 beztu svigmenn landsins. Mega þeir velja um 13 fyrstu rásnúmerin til þess að hafa kost á brautinni áður en hún er teljandi skemmd orðin. En nr. 22 kom unglingur einn frá Siglu- firði, aðeins annarar „grúppu** maður. Hann gerði sér hægt um hönd og fékk langbezta brautar- tíma íslendinganna í fyrri ferð og meira að segja ögn betri tíma en Austurríkismaðurinn. Jóhann hlaut 64,8 sek. Setti nú margan keppandann hljóðan en áhorfend- ur sendu frá sér mikið gleðihróp utan úr hríðinni. F.YSTEINI HÆTT Allir sáu nú að Eysteini var hætt með meistaratitilinn. Ey- steinn átti þvi öllu að tapa, en Jóhann allt að vinna. Eysteinn varð líka að hugsa um Alpa-þrí- keppnina. Hann átti mikla mögu- leika á sigri þar. Og Eysteinn tók þann kostinn að keyra örugglega, hætta sér ekki um of. Jóhann tók hinn kostinn að keyra eins og vitlaus maður, enda var það hans eina von. Hann var kominn svo til neðst í brautina á mettíma og benti allt til þess að hann ætlaði að fá mun betri tíma í seinni ferðinni. Austurríkismað- urinn hafði þó skotið sér niður í 63,4 sek. En þá skeði slysið hjá Jóhanni. Hann þoldi ekki hrað- ann og fipaðist. Menn héldu augnablik að hann ætlaði að bjarga sér en þá datt hann. Hófst nú æðisgengið rass- og handa- hlaup gegnum nokkur hlið og endirinn varð sá að Jóhann hafði sig á lappir aftur án þess að stór- tjón hlytist af, en þetta kostaðt hann sigurinn. Úrslit: 1. Eysteinn Þórðarson R 66,6 63,9 130, 3 2. Jóhann Vilbergsson S 64.8 67,5 132,3 3. Kristinn Benediktsson 1 68.9 66,6 135,3 4. Hjálmar Stefánsson A 71,0 65,3 136,3 5. Ásgeir Eyjólfsson R 69,3 67,1 136,4 6. Stefán Kristjánsson R 70,1 67,0 137,1 13 luku ekki keppni og sjá menn á því að brautin hefir ekki verið neitt lamb að leika sér við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.