Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. apríl 1957. MORGUNBLAÐIÐ 1S Kristján Jóhannsson fyrstur í mark I) M S E vann sveitakeppnina 42 VÍÐAVANGSHLAUP XR fór fram á sumardaginn fyrsta. I>átt- takan í hlaupinu nú var minni en oftast áður. 7 menn byrjuðu, en 6 luku hlaupinu. Sigurvegari varð Kristján Jóhannsson ÍR, sem rann skeiðið á 9 mín. 49,4 sek. KRogFH mætast ósigruð i úrslitaleik um bikarinn FH vann ÍR og KR Val á sunnudag BARATTAN um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik verður í ár milli FH Og KR. Slagurinn milli þeirra verður á sunnu- dagskvöldið, en þá lýkur þessu umfangsmikla Islandsmóti, sem Kristján hafði forystuna er hlaupið var út ím: Hljómskála- garðinum, en hópurinn þunni var þó þéttur. Sunnan stormur var og höfðu kepepndur hann í fangið fyrri hluta leiðarinnar. Var það erfið raun. Stefán Arnason frá Eyjafirði leiddi er komið var inn í garðinn aftur og 4—500 m voru eftir af hlaupaleiðinni, sem var um 3 km. 30 þátttukendur í drengjahlapinu á snnudaginn DRENGJAHLAUP Armanns fer fram að venju á sunnudagsmorg- uninn. Hlaupið hefst kl. H) ár- uegis við Iðnskólann og síðan er hlaupið um Vonarstræti, Tjarnar- götu, suður á holt og endað í Hljómskálagarðinum. — Hlaupa- leiðin er 2—2,5 km. Þátttakendur eru 30 skráðir: 10 frá Keflavík, 7 frá Ármanni, C frá KR, 5 frá IR, 1 frá UMSE og 1 frá UMF Þröstur. Keppendur og starfsmenn eru beðnir að mæta kL 9,30 í Mið- bæj arskólanum. Eyfirðingarnir 3 unnu keppni 3 manna sveita, hlutu 10 stig. ÍR-sveitin hlaut 11 stig og aðeins þessir 6 menn luku hlaupinu. — Hafnfirðingurinn hætti og fleiri mættu ekki til leiks. Er það ó- skiljómlegt tómlæti fyrir hlaup- inu, að vel æfðir menn eins og Kristleifur Guðbjörnsson skuli vera í örðum áhorfenda. Tími Kristjáns var 9:49,4 mín. 2 . Stefán Árnason UMSE 9:53,8. 3. Jón Gíslason UMSE 9:54,0. 4. Sig. Guðnas. iR 10:14,0. 5. Sveinn Jónsson UMSE. 6. Haraldur Páls- son ÍR. hófst 29. jan. Bæði KR og FH léku í fyrra- kvöld og bæði liðin sigruðu í leikjum sínum. FH vann ÍR með 17:15 og KR vann Val með 30:17. Óvitarnir litlu, sem notaðir eru til að færa markatöluna fengu því ráðið að bókuð úrslit eru 30:18, en fullvíst er, að Valsmenn skoruðu aðeins 17 mörk. Svona tilgangslítil getur keppni 14 manna og starf þriggja dómenda verið, þegar óvita börn fá svo að ráða markatölunni!!! Leikur FH og ÍR var bragð- daufari en búast mátti við. Var það vegna deyfðar í ÍR-liðinu. Það var eins og þeir kæmu inn á völlinn í þeim tilgangi einum að tapa. Vörn þeirra var iðulega illa opin og 5—6 sinnum fengu FH-menn að bruna frá eigin markteig eftir endilöngum vell- inum og skora. Voru ÍR-ingar í þessum efnum sofandi mjög. Sóknarmenn gerðu fáar tilraunir til að dreifa vörn FH. Það að ekki skildu nema 2 mörk í leikslok, þrátt fyrir leik ÍR-inga, sýnir að baráttan gat verið harðari. FH- menn voru vel að sigri komnir. Þó taugaóstyrks gætti hjá þeim voru þeir fljótari og harðari og umfram allt höfðu þeir meiri sig- urvilja. Leikur KR og Vals gefur ekki tilefni til umsagnar. Yfirburðir KR-inga voru miklir og marka- munur frá byrjun svo mikill að bæði lið urðu kærulaus. En ljóst er að KR-ingar eru vel imdir það búnir að mæta Islandsmeisturun- um í baráttu um það hvort 1*- landsbikarinn verður áfram f Hafnarfirði eða sigurkeðja FH verður brotin og bikarinn fluttur til Reykjavíkur. ★ f kvöld verða nokkrir hörktt- spennandi leikir að Hálogalandi, m.a. úrslitaleikur í 2. fl. karla en þar mætast Fram og ÍR en bæði liðin eru mjög sterk,og er ómögu legt að spá um úrslit. Stefán hafði forystuna inn í garðinn, en Kristján og Jón fylgdu fast. Ljósm. Mbl. Ol. K. M. TAIVNLÆKIMASTOFA Hefi opnað tannlæknastofu á Laugaveg 74. Sími 2861. — Heimasími 5887. Rósar Eggertsson, tannlæknir. J LESBÓK BARNANNA Strúturinn R A SIU li S Nei, sjáðu nú bara, aagði annar litli negrinn og benti upp í loftið. Þar •áu þeir skínandi faliega flugvcl svifa hátt uppi i geimnum. Svona flugvél þurftum við að búa okkur til, sagði hinn negrinn. Þeir flýttu sér að ná í leikbróður sinn, strútinn Rasmus. Nú ætluðu þeir að breyta honum í flugvél. Þeir bundu á hann stóra vængi og settu hjól undir löngu lappirnar á honum. Þá fannst þeim hann vera orðinn alveg eins og regluleg flugvéL Og litlu negrarnir skemmtu sér konunglega. Frímerkjaþáttur Frímerkjasiifnun hefst. Frímerlkjasöfnun (eða filateli, eins og hún heitir á fínu máli), hófst sem tómstundaiðja næstum um leið og frímerkin voru búin til. Strax árið 1841 birtist auglýsing í The Times, frá konu, sem óskaði eft- ii' að kaupa eintök af Penny Black; hún ætlaði að nota þau til að líma á veggfóðrið i búningsher- berginu sínu. Frímerkjaverzlun var eett á stofn i London 1856. Fyrsti frímerkjaverðlist- inn kom ut í Frakklandi 1861, en Englendingar stofnuðu fyrsta frímerkja tímaritið 1862 og fyrsta frímerkjaklúbbinn 1869. Á skömmum tíma hafði frímerkjasöfnun hafist sem skemmtileg tóm- stundariðja manna af öll- um stéttum og þjóðernum i öllum löndum heims. ISl Rdðningar úr síðasta blaði Getraunirnar: 1. Hún slær. 2. Af því að það er of langt fyrir þá að ganga. 3. Þeir eru blautir. Kynjadýrið er með úlfs- haus með hrútshernum, framfætur af Zebradýri og fíl, kroppurinn af leó- parda, afturfætur af hana og kú, og loks hefur það hesttagl. Gáturnar: 1. Skólataflan; 2. snjó- élið; 3. hanakambur; 4. tftuprjónninn; 5. tófan; 6. klukkan. Skrítlur GAMALSDAGS TÆR Maður nokkur kom inn i skóverzlun og ætlaði að kaupa sér skó. Afgreiðslu stúlkan sýndi honum margar gerðir, en þeir voru allir með mjórri tá. Get ég ekki fengið aðra, sem eru breiðari yf- ir tána, sagði maðurinn. Því miður, sagði af- greiðslustúlkan, þetta er nú nýjasta tízka. Það má vera, svaraði maðurinn, en tærnar á mér eru nú eftir tízkunni frá 1893. — Pabbi, pabbi, Jóla- sveinninn er að koma. — Vitleysa, það er mamma þín, sem hefur fengið sér nýjan hatt. ibfnmamm 12 1. ár|. Kitstfóri: Kristján J. Gunnarsson -jr 27. apríl 1957 Svanir fljúga hratt til heiða huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og iönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? í vetur gat ég sagt með sannk Svart er yfir þessu ranni. Sérhvert gleðibros í banni, blasir næturauðnin við. Drottinn, þá er döprum manni dýrsta gjöfin sólskiniðl Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. Nú er hafinn annar óður. Angar lífsins Berurjóður. Innra hjá mér æskugróður. Óði mínum Iétt um spor. Ég þakka af hjarta, guð minn góður, gjafir þínar, sól og v«r. Hillir uppi öldufalda. Austurleiðir vil ég halda. Seztu, æskuvon, til valda, vorsins bláa himni lík. Ég á öllum gott að gjalda, gleði mín er djúp og rík. Stefán frá HvitadaL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.