Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 27. apríl 1957. O rrn « Um shipulagningu skrúðgurðu Eftir Jón Björnsson í UNDANFÖRNUM þáttum rædd um við lítilsháttar um lögun og legu lóðar, staðsetningu húss á lóðinni og um hve nauðsynlegt er, að húsið sé byggt með nægu tilliti til umhverfisins. Allt eru þetta þýðingarmikil byrjunar- atriði til íhugunar fyrir þá, sem enn eiga eftir að byggja. Við munum koma að þeim atriðum, sem geta orðið þeim að gagni, er þegar hafa byggt og ennfrem- ur þeim, sem hafa komið garðin- um áleiðis. Nú tökum við fyrir gróðurum- gjörð við hús. Algengt er erlendis að sjá hús fallega umvafin gróðri, hér er það mjög fátítt. Ástæðan virðist mér vera sú, að hér er oftast búið í kjöllurum og hafa þeir því stóra glugga alveg nið- ur undir jarðlínu, einnig getur skortur á hentugum gróðri verið orsökin. Tilgangur gróðurumgjarðar við hús er fyrst og fremst sá, að fá húsið til þess að falla betúr í umhverfið. Gróðurumgjörð á einnig að hjálpa til við að draga fram eða leggja áherzlu á það bezta í fegurðarútliti hússins, jafnframt sem hún getur dregið úr og jafnvel falið lakari hluta þess. í gróðurumgjörð hússins mega ekki vera stakar plöntur með ákveðnu formi, sem keppa við form hússins. Hér höfum við mynd af húsi í Reykjavík, sem skapar mögu- leika til gróðurumgjarðar. Kjall- ari er undir öllu húsinu, en ekki er búið í honum, þar eru aðeins geymslur, sem þarfnast lítilla glugga. Húsið lítur hlýlega út eftir að búið er að draga úr áhrifum kjallaraglugganna með gróðurumgjörðinni. I þessa gróð- urumgjörð voru notaðar þrjár tegundir skrautrunna, þ. • e. Mispill (Cotoneaster dielsiana), Dísarunnur (Syringa reflexa) og Blátoppur (Lonicera coerulea). íbúðarkjallari með stórum glugg um niður undir jarðlínu myndi útiloka möguleika fyrir slíkri gróðurumgjörð. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir Skuguströnd 85 úru 85 ÁRA ER I DAG, 27. apríl, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Kárastöðum Skagaströnd. Hún er fædd á Akureyri 27. apríl 1872. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jóhannsdóttir og Sigurbjörn, trésmiður, Sveins- son. Þegar hún var 8 ára, missti hún móður sína og ólst upp hjá föður sínum fram yfir ferming- araldur. Árið 1895, þá 23 ára að aldri, giftist hún Kristjáni Kristjáns- syni, fæddur 3. júlí 1852 Foreldr- ar hans voru hjónin Kristján og M® ía er bjuggu á Knútsstöðum í Aðaldal. — Var móðir hans, M«ría, kona sú, er Guðmundur Friðjónsson, skáld á Sandi, yrkir um kvæðið „Ekkjan við ána“, eftir að hún hafði misst mann sinn frá stórum barnahóp. Kristján, maður Sigurbjargar var kunnur dugnaðar og verk- hagur maður enda af slíku beri brotinn. Árið 1899 fluttust þau hjón, Sigurbjörg og Kristján bú- ferlum vestur í Húnavatnssýslu, bjuggu þau um árabil í Ásbúð- um, og síðar að Bakka í Vind- hælishreppi. Þeim hjónum varð 12 barna auðið og eru 8 þeirra á lífi, allt mannskaps og dugnaðarfólk. — Höfðu .þau hjón við fátækt að búa, þar sem að fjölskyldan var stór. En þau voru samhent að nota krafta sína og útsjón til hins ýtrasta, því að þurfa að beita hjálpar eða styrks fjárhagslega frá sveitarfélaginu, gat ekki sam- rýmst hugsun þeirra, enda kom- ust þau hjá því. — Sem sönnun þess að Sigurbjörg lét ekki sitt eftir liggja til sjálfsbjargar, skal hér geta þess, að þá er þau hjón bjuggu á sjávarbýlinu Bakka, í hinum forna Vindhælishreppi, og oft var þröngt í búi, þá réri hún oftsinnis til fiskjar með manni sínum, á kjöllausum pramma er þau áttu. Mundu færri konur leika slíkt eftir, jafnframt því að vera verkum hlaðin inanbæjar, oft fram á nætur. — Það yrði án efa efni í stóra bók, ef að ætti að lýsa ævi Sigurbjargar, lífsbaráttu hennar, vonbrigðum og sorgum, — og hins vegar gleði og ánægju yfir unnum sigrum, — árangri af fórnfýsi, starfi og útsjón. Sigurbjörg var mikil búsýslu- kona, og heimili þeirra hjóna orð- lagt fyrir þrifnað og reglusemi, og að ógleymdri gestrisni svo af bar í orði og verki, þar sem að mótttökur allar og aðbúnaður var slíkur, að gestum var það aug- ljóst að þeir voru velkomnir, þótt oft væri af litlu að veita. 17. dag marzmánaðar 1922, varð Sigurbjörg að sjá á bak manni sínum, eftir fárra daga sjúkdóms- legu, missti hún þar tryggan lífs- glaðan og dugmiklan íöru- naut. Mun mörgum manni enn þá minnisstætt, er tal áttu við Krist- ján, hve allt látbragð hans, orð og hreyfingar, virtust þrungnar af lífsþrótti og fjöri, enda afkasta- maður til allra starfa. — Sjálfs- bjargarviðleitni og móðurkær- leika átti Sigurbjörg til að bera í ríkum mæli. Því munu á þess- um tímamótum ævi hennar, — 85 ára afmælisdaginn, sérstaklega börn hennar minnast uppvaxtar- ára sinna, undir hennar hand- leiðslu. Þær minningar verða margar og margvíslegar, en allar eiga þær sömu uppsprettu, og all- ar ofnar úr kærleika og um- hyggju góðrar móður. Hún var ávallt, uppvaxtar- og þroskaár þeirra að leitast við að leggja þeim til það vegarnesti á lífs- braut þeirra, sem gæti miðað að því að láta dýrmætustu hugsjón hennar rætast, að þau yrðu góð- ir og nýtir menn og konur. En það eru ekki aðeins börn hennar sem hugsa til hennar í dag, heldur einnig barnabörn hennar sem minnast umhyggju, leiðbeiningar og góðvildar, eink- um þau er hún ól upp. Og svo þriðji ættliður hennar, sem heyr- ist svo oft segja: „Hún amma mín á Kárastöðum" með þeim inni- leik, að engum getur dulist að hún hefir unnið barnslegu hjört- un þeirra. — En hér er ekki sag- an öll, því margir eru þeir menn og konur, sem kynnst hafa Sigur- björgu sem minnast hennar í dag með hlýjum huga og óskar henni allra heilla, þar á meðal ég, sem er tengdasonur hennar, og þessar línur rita. Af sjónarhæð 85 ára aldurs, getur hún litið glöð yfir farinn veg. Hún hefir án efa leitast við að ávaxta það pund sem forsjón- in fékk henni í hendur með trú- mennsku, og þrátt fyrir margvís- lega erfiðleika sem henni hafa mætt á lífsleiðinni, finnur hún sig hafa verið studda af æðri mátt- arvöldum. Nú dvelur hún í mild- um sólroða ævikvöldsins, umvaf- in vináttuböndum fjölmargra af- komenda og hlýhuga samferða- fólks, eftir langa og starfsama ævi, ber aldurinn vel, bein- vaxin, létt £ spori og fylgist með daglegum viðburðum. — Og mér finnst á þessari stundu, að Sigur- björg muni, er hún lítur yfir liðna ævi, gera orð Davíðs frá Fagraskógi að sínum eigin: Ég elska bæði skyn og skúr skugga og sólarvegi því allt er brot og eining úr þeim eina og sama degi, og sá sem þyngstar byrðar bar fær bætur engu minni því guð er allt og allstaðar í allri veröldinni. Verði ævikvöld hennar ávallt bjart og fagurt. Lárus Guðmundsson. Margs er oð gæta görðunum i SPIRUM útsæðis lengir vaxtar- tímann og eykur uppskeruna. Margir setja útsæðið of seint til spírunar. En nauðsynlegt er að ætla kartöflunum 4—6 vikna spírunartíma. Fer þetta nokkuð eftir kartöflutegundunum og hita á spírunarstaðnum. Alpha er t.d. mjög lengi að spíra. Bezt er að láta útsæðið spíra í kössum og hafa ekki nema 2—3 lög kartaflna í þeim. Bjart á að vera á útsæðinu svo að spírurnar verði sterkar, stuttar og græn- litar þoli vel niðursetningu án þess að brotna. Það borgar sig alltaf að sýna natni við spírun- ina. Takið allar skemmdar kar- töflur frá og munið að nota ekki útsæði úr húðormasýktum görð- næturfrostum og hretum, t.d. með pokum o.s.frv., þegar þurfa þykir. Byrja má moldarspírun fyrri hluta apríl £ betri héruðum, en þetta er auðvitað mjög háð staðháttum. Gullauga og yfirleitt snemmvaxnar kartöflur henta bezt til moldarspírunar Þannig er hægt að fá nýjar kartöflur mjög snemma. Reymð þetta 1 smáum stíl fyrst. GLEYMIÐ EKKI GULRÓTUNUM Gulrætur eru ágætar til matar, hráar og soðnar, auðugar að A fjörefni. Til þeirra er sáð snemma, helzt í apríl. Sé seint sáð, er gott að leggja þær í bleyti 1—2 sólarhringa. Til notkunar um. Rétt er að hafa ekki mjög.snemma er sáð í vermireit. Eru heitt á útsæðinu undir það síð- asta, svo viðbrigðin verði minni, þegar sett er niður. Sunnanlands er oft sett niður fyrri hluta maí, en seinna í snjóþyngri sveitum eins og alkunnugt er. Moldarspírun kartaflna er not- uð til að fá uppskeruna sérlega snemma. Nota má venjulegan kassa sem alls 10—15 cm. þykkt moldarlag er látið í. Hentug jarðvegsblanda hefir reynzt vera garðmold, sandur og hrossatað (eða gömul mykja) blandað að jöfnu (þ.e. þriðjungur af hverju). Fyrst er kassinn hálffylltur af moldarblöndunni og sléttað yfir, svo er útsæðiskartöflunum rað- að ofaná, en með 2—3 sm. bili á milli kartaflanna. Loks er kass- inn fylltur með samskonar mold- arblöndu, svo að hún hylji allt útsæðið. Moldin skal vera rök, en síðan þarf venjulega ekki að vökva fyrr en kemur upp í köss- unum, en þeir eru hafðir í stofu- hita, eins og venjulegt útsæði. Eftir að grösin koma upp verða kassarnir að vera í góðri birtu. Grösin eiga ekki að verða hærri en 5—7 sm. inni. Verði vöxturinn of ör áður en hægt er að setja niður verður að flytja kassana á svalari stað. Hin ungu kar- töflugrös eru gróðursett úti í garði þegar tíð er orðin sæmileg. Þarf góður moldarkökkur að fylgja rótunum. Aðalvandinn er síðan að skýla grösunum fyrir shrifar úr daqlega lífinu IDAG opnar ungur listamaður sýningu í Listamannaskálan- um. Hann heitir Guðmundur Guð mundsson og er aðeins 24 ára að aldri. Mósaikmyndir ÞAÐ sem er nýstárlegt við þessa sýningu Guðmundar er, að hann er fyrsti íslenzki listamaðurinn, sem nokkuð hefur gert að því að búa til mósaik- myndir. Nú £ vikunni leit ég inn í skálann, þar sem Guðmundur var að starfi við að hengja mynd- ir sínar upp á vegg, en það er meira nákvæmnis- og vandaverk en margur skyldi hyggja. Honum til aðstoðar þar var kona hans ættuð frá ísrael, sem einnig er listmálari og hefur haldið sýning- ar með manni sínum á Ítalíu. Guðmundur, sem bæði hefur lagt stund á list sína í Noregi og síðar á Ítalíu, var um skeið í skóla í Ravenna, þar sem mósaik- gerð er kennd. Það er mikið nákvæmisverk og þarf lista- mannshönd til þess að fá út þau form og liti sem gefa verkinu líf og sanna list. — Hér hefur Guðmundur gerzt braut- ryðjandi, og er ekki nema eðli- legt að marga fýsi að kynnast þessum verkum hans. i Úr eigin vitund MÁLARALISTINNI fer Guð- mundur sínar eigin götur og er harla ólíkur þeim ungu mál- urum, sem hér hafa sýnt myndir sínar að undanförnu. Hann gefur lítinn gaum að landslagi eða öðr- um fígúratívum viðfangsefnum og ekki er hann abstraktmálari í þeim skilningi, sem við leggjum í það orð hér á landi. Myndir hans eru sterkar og persónulegar, málaðar eftir hugmyndum úr vitund hans sjálfs, hálfgerðar undirheimaverur, manndýr og framtíðarhugmyndir um svip og starf mannsins á jörðinni. Óneit- anlega eru viðfangsefni allsér- stæð, þótt mörgum kunni ef til vill þykja þau ógnvænieg og hrollkennd á stundum. Knattspyrnan hafin IGÆR hófust fyrstu knatt- spyrnuleikir sumarsins. Og hver leikurinn rekur annan næstu mánuðina. í byrjun júlí fer íslenzkt lið utan til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu, og verður þá keppt við Frakka og Belga. Verð- ur sannarlega gaman að fylgjast með úrslitunum, en áhugi á knattspyrnu fer ávallt sívaxandi með hverju sumrinu og óhætt er að segja að hún sé æ meir að verða þjóðaríþrótt okkar íslend- inga. Nýtt blað? UNDANFARNA daga hafa verið uppi sögur um það hér í bæn- um, að í bígerð væri að stofnr. annað mánudagsblað, þ.e.a.s. blað, sem væri í svipuðum stíl með sama skemmtilega innrætið, en kæmi náttúrlega ekki út á mánudögum. Ekki er að efa að hér er nægur og góður jarðvegur fyrir annað slíkt blað, sem með- höndlar sarinleikann með hæfi- legri virðingu og skilur til hlítar að salta þarf hverja sögu sem sögð er. Eftir því sem næst verð- ur komizt eru uppi áætlanir um slíka blaðstofnun, en framkvæmd ir eru engar hafnar, en óvíst er hvort þeirra verður langt að bíða. reita-gulrætur mikið ræktaðar bæði til heimilisnota og á garð- yrkjustöðvum.En gulrætur þríf. ast líka velúti í görðum, einkum í sendnum jarðvegi.Gamall búfjár- áburður heppilegur og einnig til- búinn áburður. Hæfilegt er að sá í 5 raðir í metra breitt beð. Látið vera um 4 cm. bil milli jurta i hverri röð, þegar grisjað er. (Það á að vera hægt að stinga niður fingri milli jurtanna). Til steinselju er sáð snemma og á sama hátt og gulróta — aðal- lega í sólreit eða vermireit — eða a.m.k. á sólríkum stað. Blómafræ er nú komið. Margir spyrja til hvaða sumar- blóma nægi að sá beint í garðinn (án þess að sá fyrst í vermireit). Skulu nefndar nokkrar tegundir, sem dugar að sá til í sæmilega sólríka garða, þegar tíð er góð. Einærar draumsóleyjar&egundw (Valmúi) eru mjög fagrar og vinsælar með ýmislegan lit blóma — silkivalmúi, júlísól o.fL o.fl. Vinablóm (Nemaphila) er lágvaxið, himinblátt og með fleiri litum. Þrífst allstaðar og er prýðisfagurt. Strandrós (Strand) er alkunn, harðgerð tegund, sem getur myndað lágar, marglitar blómabreiður. Gullbrúða (Kali- forniuvalmúi) ber falleg rauðgul, vindilundin blóm. Brúðarslæða, kvislótt, hvít eða_ rauð, verður alþakin blómum og líkist þá slæðu álengdar. Kornblóm er harðgerð og auðræktað, venju- lega fagurblátt. Til eru bæði lág og lágvaxin afbriði. Njólkróna (Borago) er mjög harðgerð stór- vaxin jurt með himinblá, mörg og fremur smá blóm. Skrauthör (Linum) ber venjulega rauð blóm. Eilífðarblóm (Acroclinium rosem) ljósrautt, heldur bláma- litnum mjög lengi þurrkað. Hjartagras (Briza) ber hjarta- laga punt og er ágætt í vendi þurrkað. Snækragi (Ihelis amara- ber þéttsett, snjóhvít blóm.Blóm- gast vel á móti sól. Þroska- munnur (Linaria maroccana) með einkennileg, rósrauð blóm, þrífst líka vel. Þessar tegundir blómgast vel á góðum stöðum, þótt sáð sé til þeirra beint í garð- inn. Auðvitað blómgast þær fyr ef sáð er inni, en þess þarf ekki nauðsynlega. Nóg er af öðrum sumarblómum, sem verður að sá inni eða í vermireit. Ingólfur Davíðsson. Lílil þátttaka í lands- skíðagöngunni Skíðagangan stóð skamman tíma hér. Var aðeins hægt að ganga nokkra daga en þá leysti allan snjó upp í Mikladalnum, þar sem skíðagangan fór fram og var ekki unnt að fá aðra skíðabraut. Þátttakendur í skíðagöngunni voru um 170 manns. Yngsti þátt- takandinn var fjögurra ára dreng ur, Sveinbjöm Tómasson, en sá elzti • 61 árs. Var það Páll P. Christiansen. Þátttaka skólabarna var yfir 90%. —Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.