Morgunblaðið - 01.05.1957, Side 6
6
MORCV1VBLÁÐ1Ð
Miðvikudagur 1. maí 1957
FálkSnaa gelur út hæggengar plöt-
ur með beztu listamönnum oklcar
FÁLKINN H.F. gefur út
f jórar hæggengar plötur með
söng og hljóðfæraleik okkar
beztu lisíamanna.
Davíð Stefánsson frá Fagra
skógi les úrval Ijóða sinna
inn á plötur.
Sl. föstudag bauð Haraldur
Ólafsson forstjóri Fálkans h.f.
nokkrum gestum til viðtals og
fagnaðar í Naustinu í tilefni af
útgáfu Fálkans á fjórum hæg-
gengum grammófónsplötum með
söng og hljóðfæraleik íslenzkra
tónlistarmanna, en þeir eru dr.
Páll ísólfsson, Kögnvaldur Sig-
urjónsson, Gísli Magnússon og
Guðrún Á. Símonar. — Meðal
gestanna voru menntamálaráð-
herra, helztu tónlistarmenn okk-
ar og blaðamenn auk nokkurra
annarra gesta.
f ræðu er Haraldur hélt við
þetta tækifæri gerði hann stutta
grein fyrir útgáfustarfsemi Fálk-
ans á íslenzkum hljómplötum, er
hófst með því einstæða framtaki
árið 1930, Alþingishátíðarárið, að
fyrirtækið fékk hingað tæknisér-
fræðinga frá Columbia-félaginu
til þess að hljóðrita hátíðahöld-
in og tónlistina í sambandi við
þau. Ekki reyndist kleift að hljóð
rita á Þingvöllum, en í Bárunni
voru þá hljóðritaðar um 50 ís-
lenzkar plötur. Sungu inn á þær
ýmsir af fremstu söngvurum okk-
ar og kórar, þeirra á meðal karla-
kór K.F.U.M. og Landskórinn. —
Var hér um merkan sögulegan
atburð að ræða, því að þetta var
í fyrsta sinn að sungið var inn
á plötur hér á landi. Þótti upp-
takan hin prýðilegasta, enda voru
tækin miklu fullkomnari en áð-
ur þekktist. — Hefur Fálkinn,
sem kunnugt er, haldið áfram
þessari útgáfustarfsemi sinni af
miklum dugnaði og stórhug og
nú snúið sér að útgáfu hæg-
gengra platna, enda taka þær
mjög fram hinum hraðgengu plöt
um um tóngæði auk þess sem
þær taka mörgum sinnum meira
?n hinar hraðgengu.
Hinar nýju plötur, sem hér
ar um að ræða og forstjóri Fálk-
ans kynnti gestunum með því að
láta heyra kafla af þeim voru
þessar:
Bach-plata með orgelleik dr.
Páls ísólfssonar. Eru á þessari
plötu sömu verkin og dr. Páll
hefur áður leikið á sex hrað-
gengum plötum. Var sú upptaka
ágæt, en þó koma hér glöggt
fram yfirburðir hæggengu plöt-
unnar. Dr. Pál þarf ekki að
kynna íslendingum. Hann er,
eins og við öll vitum, stórbrot-
inn listamaður, enda af erlend-
um tónlistargagnrýnendum tal-
inn meðal fremstu orgelsnillinga,
æm nú eru uppi.
Þá hefur Rögnvaldur Sigur-
jónsson leikið inn á hæggenga
plötu sónötu eftir danska tón-
skáldið Viggo Bentzon og verk
eftir Schumann. Kemur plata
þessi út eftir nokkra daga. Er
upptakan afburðagóð og leikur
tögnvalds með miklum ágætum.
íafa gagnrýnendur H.M.V. lok-
5 miklu lofsorði á leik hans.
Skömmu fyrir jól kom út á
egum Fálkans hæggeng plata
neð pianóleik hins unga og mik-
lhæfa listamanns, Gísla Magnús-
onar. Eru viðfangsefnin Ensk
;víta eftir Bach og lög eftir dr.
Pál ísólfsson og Sveinbjörn
Sveinbjörnsson. Er það fyrsta ís-
lenzka platan hæggeng, sem
hljóðrituð hefur' verið. Hefur
Sísli hlotið mikið lof kunnáttu-
nanna fyrir þennan leik sinn.
Þá hefur Fálkinn gefið út hæg-
genga plötu (E.P.) með söng
Guðrúnar Á. Símonar. Hafði
Guðrún áður sungið inn á þrjár
hraðgengar plötur, en fjögur af
þeim lögum eru á þessari plötu.
Guðrún Á. Símonar er menntuð
og vaxandi söngkona, enda hef-
ur hún getið sér góðan orðstír
utan lands og innan.
Haraldur Ólafsson gat þess, að
allar þessar hæggengu plötur
væru einnig gefnar út til sölu
á. erlendum markaði. Þá skýrði
hann í stuttu máli frá fyrirhug-
uðum plötuútgáfum Fálkans í ná-
inni framtíð. — Karlakór Reykja
víkur hefur, undir stjórn Sigurð-
ar Þórðarsonar, „sungið inn“ 12
lög og verk, sum með einsöng
Guðmundar Jónssonar, Guðrúnar
Á. Símonar og Þuríðar Pálsdótt-
ur. — Þá hefur karlakórinn
„Fóstbræður“ undir stjórn Jóns
Þórarinssonar, „sungið inn“ 10
lög, nokkur með einsöng Kristins
Hallssonar. Sagði forstjórinn að
plötur þessar kæmu á markað-
inn innan tíðar. — Þá hefur Fálk-
inn ákveðið að gefa út, fyrst í
stað, eina hæggenga plötu með
„rammíslenzkri“ músík, eins og
hann komst að orði. Verður
lögð áherzla á að velja lögin
þannig, að þau verði gott sýnis-
horn þjóðlegrar íslenzkrar tón-
listar og því vel fallin til kynn-
ingar erlendis.
Að lokum gladdi Haraldur Ól-
afsson gestina með þeim góðu
fréttum, að Davíð Stefánsson
skáld frá Fagraskógi muni í
sumar lesa úrval ljóða sinna á
H.M.V.-plötur. Verða plöturnar
þrjár, alls um 66 mín. lestur. Er
ætlunin að gefa plötur þessar
einnig út til sölu í íslendinga-
byggðum í Vesturheimi og ef til
vill á Norðurlöndum. Sagði Har-
aldur að dr. Helgi Tómasson hefði
átt þessa snjöllu hugmynd, sem
Fálkinn hefði mikla ánægju af
að geta komið í framkvæmd. —
Er ekki vafi á því að margir
munu bíða eftir þessum plötum
með eftirvæntingu, því að skáld-
ið les manna bezt upp með sinni
djúpu og hreimfögru rödd.
Alls hefur Fálkinn gefið út, á
eigin kostnað, um 200 klassiskar
plötur en um 35 dans- og dæg-
urlög.
Með þessari útgáfustarfsemi
sinni hefur Fálkinn unnið og vinn
ur athyglisvert menningarstarf,
sem hann á skilið fyrir miklar
þakkir. Hann opnar með þessu
listamönnum okkar leið til er-
lendra hlustenda, víkkar starf-
svið þeirra og kynnir jafnframt
tónmennt okkar á erlendum vett-
vangi. Slíkt er okkur vissulega
mikilsvirði, enda náum við að
sjálfsögðu bezt til framandi
þjóða á vængjum tónlistarinnar,
— þessu undursamlega alheims-
máli. — S. Gr.
□------------------------O
OLÍUSKÖMMTUN HÆTT
f BRETLANDI
1. apríl sl. var olíuskömmtun
hætt í Bretlandi, en fram að þeim
tíma fi’á 1. janúar hafði sala til
skipa verið skorin niður um 10%
□-
Frjálsíþrottamót ÍR:
Bigniiig spillti úrangri
FYRSTA frjálsíþróttamót sumarsins fór fram í hellirigningu í
fyrrakvöld. Veðrið spillti árangri gersamlega, völlurinn var ataður
for og illt að athafna sig. Mótið fékk mjög á sig svip veðursins
og þess að það er fyrsta sinn sem frjálsíþróttamenn keppa úti í
sumar, og er það mun fyrr á árinu en áður hefur tíðkazt.
Upphoð
Uppboð á jörðinni Dalland í Mosfellssveit með til-
heyrandi, sem auglýst hefir verið í Lögbirtingablað-
inu og átti að fara fram 9. apríl s.l. fer fram á staðn-
um föstudaginn 3. maí n.k. kl. 4 e.h.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Skrúðgarðavlnna
Tökum að okkur alla garðavinnu.
Standsetningar nýrra lóða
Utvegum efni. Vanir garðyrkjumenn.
Skrúður s.f.
Upplýsingar hjá Blóm og Grænmeti,
Skólavörðustíg 10. Sími 5474.
Einbýlishús
á góðum stað í Kópavogi til sölu, 3 stofur, eldhús og bað
á hæð ásamt óinnréttuðu risi. Húsið er sem nýtt 108 ferm.
flatarmál. Lóð 1140 ferm. girt og ræktuð.
Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
STEINN JÓNSSON,
Lögfræðiskrifstof a—F asteignasala.
Kirkjuhvoli,
Símar: 4951 og 82090.
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu
Af árangri er einna athyglis-
verðast langstökksafrek Helga
Björnssonar. Hann hefur aldrei
náð svo góðum árangri og má
búast við miklu af honum í sum-
ar. Stangarstökkið eyðilagðist ger
samlega í rigningunni.
2000 m hlaupið var skemmti
legasta grein mótsins. Og
árangur þeirra Svavars, Sig-
urðar og Kristjáns mjög góður
— Það verður áreiðanlega
gaman að millivegalengdunum
í sumar.
100 m hlaup:
. Þórir Þorsteinsson, Á 11,6 sek
2. Höskuldur Karlsson, iBK 11,7
3. Karl Hólm, ÍR 12,2
4. Trausti Ólafsson, Á 12,4
200 m hlaup:
1. Þórir Þorsteinsson, Á 23,4 sek
2. Karl Hólm, lR 24,7
3. Sæmundur Pálsson, Á 25,4
2000 m hlaup:
1. Svavar Markúss., KR 5:46,6 mín
2. Sigurður -Guðnason, lR 5:52,4
3. Kristján Jóhannsson, 1R 5:58,6
Langslökk:
1. Helgi Björnsson, ÍR 6,74 m
2. Einar Frímannsson KR 6,61 m
3. Björgvin Hólm, ÍR 6,15 m
Stangarstökk:
1. Valbjörn Þorláksson, lR 3,60 m
2. Valgarður Sigurðsson IR 3,40
3. Brynjar Jensson, IR 3.20
Kringlukast:
1. Þorsteinn Löve, KR 45,71 m
2. Friðrik Guðmundsson, KR 44,90
3. Tómas Einarsson, Á 38,47
Spjótkast:
1. Halldór Halldórss., IBK 52,52 m
2. Björgvin Hólm, 1R 52,03
3. Ingvi B. Jakobsson IBK 47,99
Kúluvarp:
1. Skúli Thorarensen ÍR 14,50 m
2. Friðrik Guðmundsson KR 13,71
3. Sigurður Júlíusson FH 12,03
sfcrifar úr
daglega lifinu
SVEINN skrifar:
Ég bý í einu því hverfi bæj-
arins þar sem erfitt reynist urn
útburð Morgunblaðsins.
Stundum kemur blaðið
ekki
BöRN virðast vera treg til þess
að ráða sig til starfans á
þessu svæði og oft vilja allmikil
vanhöld verða á útburðinum sök-
um þessa. Ég hefi stundum verið
að hugleiða það til hverra ráða
væri hægt að grípa til þess að
koma í veg fyrir að illa þyrfti að
fara um útburð blaðsins því það
er vitað að fátt fer eins í taug-
arnar á blaðakaupendum eins og
einmitt það að fá ekki sitt blað
snemma um morguninn eða
kannske alls ekki suma daga.
Ég hefi tekið eftir því, að er-
lendis er sá háttur hafður á, að
blöð eru ekki borin í húsin. Þar
er fyrirkomulagið þannig, að mað
ur verður að sækja sitt blað sjálf-
ur, alveg eins og menn afla sér
annarra nauðsynjavara, svo
sem brauðs og mjólkur. Hví tök-
um við íslendingar ekki þetta
fyrirkomulag upp um blaðadreif-
ingu okkar?
Mér er líka kunnugt um að í
sumum kaupstöðum úti um land
er þessi háttur hafður á, blaðið
er ekki borið út heldur verða
kaupendurnir að ná í það í út-
söluna.
Blaðsöluturn í hverju
hverfi
HUGSANLEGT fyrirkomulag
á þessu væri það hér í Reykja
vík, að blöðin tækju sig saman
um að reisa blaðsöluturna einn í
hverju hverfi eða leigja til þess
annað húsnæði. Þangað gætu
kaupendur blaðanna komið á
hverjum degi og aflað sér þeirra.
Og ef öll fimm dagblöðin í bæn-
um færu í félag um þetta fyrir-
komulag og sami maðurinn af-
greiddi þau öll þá yrði kostnað-
urinn af þessu tiltölulega lítill.
Vera má að kaupendum þætti það
hart svona fyrst í stað að verða
að sæta því að ná í blöðin út á
næsta horn, eða nokkurn spöl,
líkt og þegar menn fara eftir nauð
synjum í verzlanir, nálægt heimil
um sínum. En ég held að óánægj-
an yrði ekki almenn og hennar
gætti ekki nema fyrst í stað.
Horfin væru samstundis þau leið-
indi, sem því fylgja að nú fá
kaupendur blöðin oft með van-
skilum og sjálfum blöðunum væri
þetta léttir frá erfileikunum, sem
þau eiga í að afla sér blaðburðar-
fólks. En hvað segja kaupendur
um þetta fyrirkomulag?
Lestur stúdentanna
FRÆÐAÞULUR einn hringdi til
Velvakanda fyrir fáum dög-
um og minntist á dagskrá kristi-
legs félags stúdenta, sem nýlega
var flutt í útvarpinu. Hrósaði
hann dagskránni sem slíkri og
því efni, sem þar var flutt, en
vildi gera nokkrar athugasemdir
um flutning stúdentanna á efn-
inu. Ég ætlast til þess af háskóla-
menntuðum mönnum, að þeir fari
sæmilega með móðurmálið og geti
lesið svo upp af bók að skilj-
anlegt sé, sagði hann. En á þvi
var sorglegur misbrestur í þess-
ari dagskrá. Stúdentarnir lásu svo
hratt og þvöglulega upp, að erfitt
var að skilja þá og því fór það
sem flutt var margt fyrir ofan
garð og neðan hjá hlustendum.
Og satt er hér mælt, að vissulega
ættu menn sem gengið hafa í
skóla hálfan annan áratug að geta
lesið svo upp að skiljist og áheyri
legt sé.
En út af þessari athugasemd
hvarflar mér annað í hug. Skóla.
maður einn kunnur flutti erindi
um skólamál í Þýzkalandi í út-
varpið á sunnudaginn var og
gerði nokkurn samanburð á þýzk-
um skólum og íslenzkum.
Tungumál ekki talað
MEÐAL annars gat hann þess,
að í þýzkum skólum væru
próf í tungumálum bæði munn.
leg og skrifleg, en hér á landi
mundi það tíðkast sums staðar að
prófin væru eingöngu skrifleg.
Skólamaðurinn drap á, að áhöld
væru um hvort þetta væri æski-
leg þróun hér á landi, og svo mun
fleirum finnast.
Og þegar svo er komið að próf
í tungumáium eru orðin eingöngu
skrifleg, þegar framburður máls-
ins liggur þannig í láginni, er þá
ekki með því fengin skýringin
á því hvers vegna ungir mennta-
menn kunna sumir varla að lesa
svo af bók að áheyrilegt sé?
Ef um sök er þar að ræða þá
er það skólanna sök ekki síður
en þeirra sjálfra.