Morgunblaðið - 01.05.1957, Side 10
>
10
MORCTJNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 1. maí 1957
Guðjón S. Sigurðsson formaður Iðju
Frjóls og óháð verkalýðshreyfing
ENNÞÁ einu sinni hafa komm-
únistar sýnt hug sinn til íslenzks
verkalýðs. Mótuð ofstæki og of-
beldishneigð, hafa þessi fjar-
stýrðu verkfæri hinna austrænu
heimsvaldssinna klofið verka-
lýðsfélögin í Reykjavík og sam-
stöðuna um hátíðahöldin í dag.
Vegna þrælbundinnar þjónkunar
sinnar við hinn alþjóðlega komm-
únisma, hafa þeir ekki getað
gengið eitt einasta skref til sam-
komulags um daginn, heldur skal
hitt meira metið, að vinna íslenzk
u«i verkalýð og þjóðfélaginu í
heild eins mikið tjón og hægt er.
Er hörmulegt til þess að vita, að
þeir skuli hafa nokkur áhrif í
verkalýðsfélögum hér á íslandi.
Reynsla annarra þjóða, svo sem
Ungverja, af ráðamennsku komm
únista í verkalýðsfélögunum er
sú, að þeir nota verkalýðsfélög-
ki til þess að koma flokknum
til valda og þegar það hefur tek-
izt, er verkalýðurinn kúgaður og
píndur og jafnvel er Rauði her-
inn sóttur til að skjóta á friðsamt
verkafólk, sem kemur til þess
að biðja um brauð handa hungr-
andi börnum sinum. Ég geri ekki
ráð fyrir að verkalýður í Ung-
verjalandi fari 1 kröfugöngur í
dag, þar sem kröfum um frum-
stæðustu lífsskilyrði hefur verið
drekkt í blóði og blóminn af
æsku landsins fluttur í Rússnesk-
ar þrælabúðir. En ungverskur
verkalýður fær í dag kveðjur
frá íslenzku verkafólki með ósk
um það, að hann megi skjótt
verða það sterkur, að geta velt
af sér oki kommúnismans.
fslenzk verkalýðshreyfing á að
vera frjáls og óháð stjórnmála-
Guðjón S. Sigurðsson
flokk og ekki að láta ófyrirleitna
pólitíska ævintýramenn ráða
gjörðum sínum eins og dæmi eru
til um t.d. af Dagsbrúnarfund-
inum á sunnudaginn var. Þegar
þess er gætt, að dýrtíð er nú
sívaxandi og kaupmáttur launa
minni en nokkru sinni fyrr, fyr-
ir aðgerðir núverandi ríkisstjórn-
ar, þá er ómögulegt fyrir Dags-
brúnarmenn að fara fram á
kjarabætur, aðeins vegna þess,
að kommúnistar fá að hanga í
stjórn, alandi sjálfa sig og gæð-
inga sína á feitum bitlingum. Ef
kommúnistar hefðu ekki verið í
ríkisstjórn, hefði Dagsbrún strax
verið att út í harðvítugt verk-
fall og önnur verkalýðsfélög
hvött til hins sama. Og það er
víst að þeim blæðir í augum, að
Iðja hefur getað fengið nokkrar
kjarabætur í frjálsum og lýðræð-
Guðni Árnason formaður Trésmiðafélagsins
Verhalýðssamtökin sjói um
oð fyrirheitin verði efnd
f TILEFNI af hátíðisdegi verka-
lýðsins, sendir Trésmiðafélag
Reykjavikur félögum sínum og
launþegum öllum beztu ham-
ingju- og árnaðaróskir.
Frá því 1. maí var síðast hald-
inn, hafa miklir atburðir gerzt,
bæði á innlendum og erlendum
vettvangi. Ný stjórn hefur tekið
við völdum, „stjórn hinna vinn-
andi stétta“. Skal hér ekki lagð-
ur dómur á, hvernig henni hef-
ur tekizt að bæta kjör verka-
fólks, en hverjum einum látið
eftir að meta það í samræmi við
eigin reynslu og afkomu. Hitt er
vlst, að mikil fyrirheit voru gef-
ia og reynir nú á verkalýðssam-
tökin að sjá um, að þau séu efnd
refjalaust.
Alþýðusambandið á auðvitað
að hafa forystu í þessu efni og
má á engan hátt hvika, þótt það
henti valdalöngun einstakra
manna. Er þess að vænta, að fé-
lögin hvert og eitt, verði vel á
verði og gæti hagsmuna sinna
bæði innan heildarsamtakanna og
eins gagnvart vinnuveitendum.
Erlendis hafa þeir atburðir
gerzt, sem öllum eru kunnir og
ekki verða hér raktir. Hafi þeir
orðið til þess að opna augu
margra fyrir þeirri þróun heims-
málanna, sem þeir áður neituðu
að viðurkenna. íslenzk stjórnar-
völd hafa m.a. viðurkennt þessa
taðreynd með breyttri stefnu.
Þrátt fyrir allt þetta berja
commúnistar enn hausnum við
steininn og krefjast þess af ís-
lenzkum verkalýð, að hann á há-
tíðisdegi sínum túlki málstað af-
hjúpaðra þjóðarmorðingja. Hefur
þeim með því og einnig á annan
hátt tekizt að kljúfa raðir reyk-
vískrar alþýðu í dag.
Er rétt, að íslenzk alþýða um
.and allt taki vel eftir þessu
framferði kommúnistanna og
láti það verða sér hvöt til að
gera verkalýðssamtök sín óháð
Guðni Arnason
og sterk og laus við misnotkun
pólitískra ævintýramanna. Með
því eina móti verður 1. maí sann-
ur hátíðisdagur.
islegum samningum, þar sem lýðssamtakanna í Reykjavík til
gagnkvæmur skilningur ríkti hamingju með daginn en skora
milli aðila á hagsmunum beggja. jafnframt á verkafólk að koma
Þetta viðhorf skilja kommúnist- hvergi nærri neinu því, sem
ar ekki og þýðir ekki að reyna kommúnistar eru að brölta með.
að koma þeian í skilning um það, Flest stærstu verkalýðsfélögin
þar sem þeir ráða ekki orðum né hafa ákveðið að láta þá sigla
gerðum sínum sjálfir. sinn sjó í dag og sú sigling verð-
Ég vil að lokum óska Iðjufé- ur ekki fögur.
lögum og öllum meðlimum verka ---------------------------
Bergsteinn Guðjónsson formaður
Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils
Kaupmáttur launa hefur rýrnað
ÍSLENZK alþýða hefur á sama
hátt og alþýða annarra lýðfrjálsra
landa helgað sér 1. maí sem bar-
áttu- og hátíðisdag.
1. maí er eins konar áramóta-
dagur hins vinnandi fólks. Þá
minnumst við þess sem áunnizt
hefur í hagsmunabaráttunni á
hinu liðna starfsári, lítum yfir far
inn veg og berum fram nýjar
kröfur, sem eiga að vera okkur
leiðarmerki hins nýja árs. Margar
þær hagsbætur, sem íslenzk al-
þýða hefur öðlazt hafa fyrst ver-
ið bornar fram 1. maí. Þessi dag-
ur hefur þannig markað tímamót
í hagsmuna- og menningarbaráttu
alþýðunnar, landi og þjóð til far-
sældar.
I dag ættu að sameinast allar
stéttir hins vinnandi fjölda
í órofa fylkingu til sóknar og
varnar í baráttu alþýðunnar til
þess að þoka kröfum okkar um
betra líf áleiðis og tryggja okkuv
og komandi kynslóðum frjálsa
verkalýðshreyfingu, sem er frum
skilyrði þess að starf okkar geti
borið árangur. í dag skulum við
strengja þess heit, að beita öllu
afli samtaka okkar til þess að
varðveita þá hornsteina, sem öil
barátta okkar skal byggjast á,
lýðræðið.
Hvernig hefur lífsafkomu
verkalýðsins verið háttað?
Hvernig hefur atvinnuástandið
verið og hvað hafa verkamenn
og verkakonur borið úr býtum
fyrir vinnu sína? Hver hefur
kaupmáttur launanna verið?
Hvað verður gert á næsta ári til
þess að tryggja næga vinnu og að
kaupmáttur launanna verði sem
mestur?
Þegar við lítum til baka, þá er
það óhrekjanleg staðreynd að
kaupmáttur launanna hefur rý.rn-
að verulega frá því sem áður var.
Veldur því einkum ört hækkandi
vöruverð og að vísitöluuppbót
hefur ekki verið greidd á kaup,
eins og samningar verkalýðsfélag
anna segja til um.
Auk þeirrar kjaraskerðingar
sem felst í hækkandi vöruverði
og skerðingu á vísitölunni, þá er
nú mjög uggvænlegt útlit í at-
vinnumálum, því nú þegar grósk-
an ætti að vera hvað mest í at-
hafnalífi þjóðarinnar, þá höfum
við þá sorglegu sögu að segja,
að á fjölmörgum vinnustöðvum
er nú búið að segja tugum manna
upp vinnu sinni. Orsakir þessara
uppsagna eru: minnkandi kaup-
geta, hráefnaskortur í iðnaðinum
og skefjalaus innflutningur full-
unninnar iðnaðarvöru, sem við
Bergsteinn Guðjonsson
höfum bæði mannafla og vélar til
að framleiða hérlendis.
í dag berum við fram kröfur
um að öllum stéttum þjóðféiags-
ins verði tryggð næg atvinna,
kaupmáttur launanna aukinn og
dýrtíðarflóðið stöðvað.
Afkoma hvers þjóðfélags bygg-
ist á almennri velmegun og auk-
inni kaupgetu fjöldans. Atvinnu-
leysi í einstökum starfsgreinum
ógnar atvinnuafkomu allra ann-
arra stétta og skerðir þjóðartekj-
urnar, sem öll velmegun bygg-
ist á.
Það er tvímælalaust skylda
ríkisvaldsins á hverjum tíma, að
búa svo í haginn fyrir þegnana,
að atvinna sé ávallt næg fyrir
alla sem geta unnið og að launin
séu miðuð við það að skapa hin-
um vinnandi fjölda mannsæm-
andi lífskjör. Það ríkisvald, sem
ekki getur tryggt yerkalýðnum
næga atvinnu, getur ekki vænzt
stuðnings verkalýðssamtakanna.
Við mótmælum öllum sam-
drætti í atvinnulífi þjóðarinnar.
Við gerum kröfu til að full vísi-
töluuppbót verði greidd á öll
laun og að allt stjórnmálabrask
verði látið víkja fyrir þessum
réttmætu kröfum okkar.
Við berum fram kröfu um rót-
tækar endurbætur í húsnæðis-
málunum. Við mótmælum því að
fólk skuli þurfa að búa í ryð-
föllnum hermannaskálum og öðr.
um slíku, hreysum, við heimtum
mannsæmandi húsaskjól fyrir
alla þegna þjóðfélagsins.
í dag mótmælir íselnzk alþýða
hinum síauknu tolla- og skatta-
álögum, sem dynja yfir almenn-
iiffe með sívaxandi þunga, svo að
vart verður undir þeim risið. Við
gerum þá kröfu til ríkisvaldsins,
að þessari skattaáþján verði af-
létt. Við gerum kröfu til þess að
fullt tillit verði tekið til rétt-
mætra krafna verkalýðshreyfing-
arinnar.
Sveinn Símonarson formaður
Sambands matreiðslu og framreðislumanna
Verkolýðurinn skyldi óskiptur
f 34 ÁR hefur alþýða fslands
helgað sér og haldið 1. maí há-
tíðlegan. Á þessum degi hefur
hún fylkt liði til baráttu fyrir
bættum kjörum og auknum rétti
til lífsins, til aukinnar velmegun
ar og bætts þjóðfélags. Mín skoð-
hér á landi, sem hafði þann meg-
intilgang að safna verkalýðnum
saman þann dag til þess að gefa
höfuðkröfunni um átta stunda
vinnudag byr undir vængi. Fyrst
þegar verkalýðurinn byrjaði að
halda 1. maí hátíðlegan, var fólk-
ið mjög tregt til að koma til
þátttöku í hátíðarhöldum dags-
ins, en vildi heldur standa og
horfa á. Nú hefúr þetta breytzt
mikið og þátttakan orðin mjög
almenn. Ekki er hægt að neita
því, að komið hefur fyrir, að
nokkur togstreita hefur orðið
milli forystumanna verka-
lýðshreyfingarinnar um til-
högun dagsins, til dæmis hvað
ætti að standa í ávarpi dagsins,
hverjir ættu að vera ræðumenn
o. þ. h. Ég tel, að hátíðarhöld
dagsins nái aldrei tilgangi sín-
um nema verkalýðurinn komi
saman óklofinn þennan dag, og
að því verðum við öll að vinna.
Þá verður 1. maí dagur til þess
að minnast unninna sigra, og fá
un er, að brautryðjendurnir hafi I með þeirri minningu, þrótt til
hafið á loft merki launþeganna | nýrra viðfangsefna, sem vinna
Sveinn Símonarson
Ólafur Vigfússon sjómaður
Lounin hrökkva skemur en óður
FYRSTI MAÍ er sá dagur, er
íslenzk alþýða hefur valið sér að
baráttudegi sínum. Þá koma
verkalýðsstéttirnar saman undir
merkjum sínum og setja fram sín
ar kröfur og óskir. Nú situr við
völd ríkisstjórn, sem kallar sig
vinstri stjórn og telur sig miða
flestar sínar aðgerðir hinni vinn-
andi stétt til hagsbóta og ætti því
af þeim sökum að vera ennþá
skemmtilegra að minnast dagsins.
En við skulum nú athuga hlut-
ina í ljósi staðreyndanna og
spyrja:
Var ekki fyrsta verk þessara
vina hinna vinnandi stétta í
ríkisstjórn að lögfesta vísitöluna?
Jú, þeir gerðu þetta. Einmitt
það, sem þeir höfðu áður for-
dæmt. Voru ekki skattbyrðar,
sem áður höfðu verið lagðar á,
fordæmdar svo að ástæða var
til að gleðjast yfir, að skattar
yrðu ekki auknir?
íslenzk alþýða man efndirnar.
Þær voru nýir skattar svo skipti
hundruðum milljóna. En þeim
fylgdi svolítil viðbót. Þeir áttu
sem sé ekki að koma niður á
hinni vinnandi stétt. En það hef-
ur nú farið á annan veg.
Það er staðreynd, að í dag á
degi hinna vinnandi stétta er
erfiðara að láta launin hrökkva
fyrir hinu daglega brauði en oft
áður.
íslendingar eru þróttmikil þjóð,
sem þeir og eiga kyn til. Það er
skylda þeirrar ríkisstjórnar, er
situr hverju sinni, að skapa hin-
um mörgu vinnufúsu höndum al-
þýðunnar góð og varanleg vinnu-
skilyrði .
fslenzk alþýða um land allt!
Sameinumst í dag um þær kröf-
ur, sem okkur mega verða til
hagsældar og þjóð okkar til vegs-
auka jafnt út á við sem inn á við.
Látum þá, sem við höfum treyst
og brugðizt hafa því trausti í
skjóli valdboðs kenna brigðmælgi
sinnar. Látum daginn í dag svipta
burtu þeim blekkingarskýjum
sem hvíla nú yfir atvinnu og ör-
yggismálum hinna vinnandi
stétta. Sameinumst öll gegn ein-
ræði og kúgun. Til hamingju me8
daginn, íslenzk alþýða!
Ólafur Vigfússon