Morgunblaðið - 04.05.1957, Side 3

Morgunblaðið - 04.05.1957, Side 3
Laugardagur 4. marz 1957 MORGVNBLAÐIÐ S Carnaveiki magnast í kúm í Rangárvallasýslu Mykjunesi, 29. apríl. EFTIR strangan vetur er nú sumarið komið með öll sín óleystu verkefni. Aprílmánuður hefur verið mildur, fáar frost- nætur og fyrir nokkru er allur klaki úr jörðu. — Farið er að grænka, þó ekki sé hægt að segja að kominn sé gróður og er fé enn á gjöf. Um bænadagana og fram á páska snjóaði öðru hverju og gerði hvíta jörð, en hvarf fljótlega aftur. Vonandi kemur nú sumar með sumri, enda vetur- inn nógu langur án „framlenging ar“. Fénaðarhöld munu yfirleitt vera góð og menn heybirgir. Nokkuð er borið af ám víðs veg- ar um sveitina, en þó hvergi í mjög stórum stíl og hefst sauð- // Veðrið 44 Ljósm. Andrés Kolbeinsson. Sýningarsal urinn NÝTT sýningarfyrirtæki hefur verið stofnað í húsakynnum Alþýðuhússins við Hverfisgötu. í>ar er vistlegt, og öllu hagan- lega fyrir komið til sýningar á listiðnaði og myndlist. Nú hefur fyrsta sýning þessa fyrirtækis verið opnuð og starfsemi sýning- arsalarins hafin. Okkar ágætu höfuðborg, Reykjavík, hefur vantað stað sem þennan, þar sem listiðnaður og myndlist er til sýnis og sölu þeim, sem áhuga hafa á að eignast slíka hluti. Salurinn gefur einnig bænum svip þeirrar borgar, þar sem unnið er að list, engu síður en að hinum víðtæku fram- kvæmdum, sem vekja athygli ferðamannsins og aðdáun þeirra, er skilja fæðingarhríðir Reykja- víkur. Ég fagna því af alhug, að nú hefur tekizt að hrinda í framkvæmd þessari tilraun til listverzlunar, þar sem almenn- ingi gefst tækifæri til að kynn- ast því, sem listamenn og list- iðnaðarmenn bæjarins hafast að. Þótt starf þetta sé hafið, er saga þess ekki öll. Nú kemur til kasta þeirra, er eignast vilja hlutdeild í því, að listverzlun og sýning- arskáli sem þessi geti starfað og stutt að listkynningu, sem getur orðið mikill þáttur í menningar- lífi Reykjavíkur. Það hefur löngum verið þörf á sýningarsal, þar sem listamenn geta sýnt verk sín, án þess að þurfa að sýna margra ára vinnu í senn. Hér býðst nú nægilega rúmgóður salur til að hægt sé að koma fyrir snotrum og skemmtilegum sýningum, sem hvorki ættu að verða of um- fangsmiklar fyrir listamennina né heldur gefa ófullnægjandi heildarmynd af verkum þeirra. Sú sýning, sem fyrst hefur ver- ið opnuð í Sýningarsalnum við Hverfisgötu, er með fádæmum skemmtileg og margþætt. Þar gef ur að líta gott sýnishorn af myndlist og höggmyndum, og er öllu vel fyrir komið og nýtur sín vel. Listiðnaðurinn er fjölbreytt- ur og hver hlutur valinn. Þar eru margir girnilegir hlutir til eignar á verði, sem mjög er í hóf stillt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þeir, sem eign- ast vilja listiðnað og yndi hafa af fögrum hlutum, verði þess áskynja, að hér eru tækifærin, og um leið er stuðlað að starf- semi, sem er ómissandi í hverjum þeim stað, er vill geta sagt með sanni, að listmenning sé snar þáttur í daglega lifinu, en ís- lenzka þjóðin hefur oftsinnis sannað, að með henni býr skap- andi máttur og sterk þjóðleg menning. Ég skal ekki lengja þetta mál með upptalningum á sýnendum og sérstökum verkum, en að lok- úm vil ég aðeins fullyrða, að sú sýning, er hér um ræðir, er þannig gerð, að þar er ánægju- legt fyrir alla að koma, og þar eru góð tækifæri til að eignast ýmislegt listmuna, er til ánægju má verða í eigu hvers manns. Valtýr Pétursson. „VEÐRIГ hedtir tímarit sem Félag ísl. veðurfræðinga gefur út og er það ætlað alþýðu manna og fjallar um veðurfræði. Koma út tvö hefti á ári og er fyrra hefti annars árgangs nýkomið út. í það ritar Jón Eyþórsson sem er form. ritnefndar, þáttinn „Úr ýmsum áttum“. Páll Bergþórsson ritar annál ársins 1956. Hlynur Sigtryggsson ritar fréttabréf frá Stokkhólmi, Guðmundur Kjart- ansson „Snjóboltar eftir rok í Selskarði", Páll Bergþórsson greinina „Á Kili 1780“, Jónas Jakobsson ritar „Hitastig yfir Keflavík 1956“, Borgþór H. Jóns- son ritar greinina „Vatn“. Auk þess er í ritinu tilvitnanir í gamla annála. Allt er efni ritsins hið fróðlegasta og skemmtilegasta aflestrar. Afgreiðslustjóri ritsins er Geir Ólafsson og er afgreiðsla þess í Drápuhlíð 29. burður ekki að fullu fyrr en 10.—20. maí. Ennþá herjar hin hvimleiða pest á kýrnar víðs vegar, ein- hvers konar veiru-skita; er það mjög alvarlegur kvilli og mun nú vera með útbreiddasta móti. Verðar kýrnar mjög veikar og dettur úr þeim mjólkin og ná þær sér vart fyrr en um næsta burð. Menn eru teknir að velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að framleiða varnarmeðul við þess- um kvilla með blóðvatni úr sýkt- um kúm, og víst er um það, að eitthvað þarf að gera í þessum efnum, ef unnt er. Mjög verður að telja ískyggi- legt að garnaveiki virðist vera að magnast í kúm hér í Rang- árvallasýslu. Þegar fjárskiptin fóru fram vonuðu menn að garna veikiplágunni yrði útrýmt. En nii hefur orðið reyndin að í stað þess að áður var pestin í fénu, er hún nú í kúnum. Hefur nú í seinni tíð nokkrum kúm verið lógað, er reynzt hafa veikar og sumar jafnvel aðfram komnar. Þyrfti að taka þessi mái fastari tökum en gert hefur verið und- anfarið. Nú eru menjar vetrarins óðum að hverfa, einn og einn hjarn- skafl eftir og minnir á það sem var. Á öðrum stöðum eru svo grænir sprotar er gefa fyrirheit um gróður sumarsins. M. GL Kom með brunninn lúkar AKRANESI, 30. apríl. — í morg- un um klukkan 6,30 kom upp eldur í vélbátnum Svan héðan frá Akranesi, þar sem hann var úti á miðum síldarbáta, en skips- menn allir á þiljum að taka inn netin. Mikill eldur virtist vera niðri í lúkar. Var ógjörningur að kom- ast þangað niður vegna reyks. Sótt voru handslökkvitæki og sjó dælt niður í lúkarinn, en hann síðan byrgður. Tókst þannig að kæfa eldinn á hálftíma, en þá var lúkarinn allmikið brunninn. Svanur kom svo að landi með 75 tunnur síldar. — Oddur. KvikmYndir: Bauða hóríð BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir enska kvik- mynd í litum er nefnist „Rauða hárið“. Segir myndin frá ensk- um aðalsmanni, sem er með þeim ósköpum fæddur að hann fær aldrei staðizt rauðhærðar konur, sér í lagi ef þær eru jafnframt grannleitar og spengilega vaxn- ar. Fellur hann fyrir þessum veikleika sínum þegar á 14. ári og má heita, að allt líf hans verði ánægjuleg undanlátssemi við þessa ástríðu hans. — Hann er að vísu kvæntur ágætri konu, en því miður ekki rauðhærðri, og því fór sem fór. En frá því verður ekki sagt hér. — Myndin er svo „týpiskt" ensk, að ég held að hún hefði ekki getað orðið til nema í Englandi, svo full af ensk- um húmor og hugsunarhætti að þar vantar ekkert á, og auk þess er það sem leikendum er lagt í munn bráðsnjallt og fyndið þó að lífsreglur hinna rosknu manna þar séu vafasamar og ef til vill ekki til eftirbreytni. — Hin frá- bæra skozka dansmær, Moira Shearer leikur þarna þrjú hlut- verk, — rauðhærðar stúlkur, full yndisþokka og dansar eins og engill. — Annað aðalhlutverkið, hinn breyska eiginmann, leikur John Justin með miklum ágætum og vin hans Oscar leikur Roland Culver af frábærri snilld. — Sem sagt, myndin er einhver sú bezta gamanmynd og skemmtilegasta, sem ég hef séð um langt skeið. Stjórnarliðar í Neðri-deild fella aukin fjár- framlög til bygginga íbnðarhúsa í sveitum í GÆR var til 2. umræðu í Neðri deild frv. um landnám, ræktun og nýbyggingar í sveitum. Urðu um það talsverðar umræður og þá fyrst og fremst um breyting- artillögu þeirra Jóns Pálmasonar og Gunnars Gíslasonar um að samkv. 26. gr. verði veitt árlegt framlag til íbúðabygginga ein- staklinga á nýbýlum krónur 2 milljónir í stað IV2 millj. sem í frumvarpinu stendur og breyt- ingartillögu sömu manna um að árlegt framlag ríkissjóðs til bygg ingarsjóðs sveitabæja verði 5 milljónir í stað 2V2 millj., sem í frumvarpinu stendur. Framsögumaður landbúnaðar- nefndar Neðri deildar, Ásgeir Bjarnason fylgdi frumvarpinu úr hlaði og skýrði það ásamt ein- stökum breytingartillögum, sem við það höfðu verið samþykktar í nefndinni, en þær voru alls 21. Benedikt Gröndal ræddi einn- ig nokkur atriði frumvarpsins. Jón Pálmason sagðist hafa get- ið þess við 1. umræðu, hvaða atriði hefðu verið dregin út úr frumvarpinu, sem hefðu verið í tillögum milliþinganefndarinnar. Hann kvað framsm. hafa rétti- lega getið þess að samkomulag hefði náðst um nokkrar minni háttar breytingar í nefndinni, en hins vegar hefði ekki orðið sam- komulag um tvær veigamestu breytingarnar og því bæri hann þær nú fram á sérstöku þing- skjali ásamt Gunnari Gíslasyni. Hann kvaðst hafa í nefndinni ásamt Jóni Sigurðssyni lagt mikla áherzlu á það að létta meira undir með frumbýlingum við byggingu íbúðarhúsa. Hann kvaðst áður hafa orðað það að rétt væri að landnáminu væri gert fært að skila íbúðarhúsum fokheldum í hendur frumbýl- inga svipað og gert er með hús, sem byggð eru sums staðar á vegum kaupstaðanna. Hann kvað tillöguna um að ríkið legði fram 25 þús. kr. til frumbýlismanna vera spor í rétta átt. Hins vegar væri nú svo komið að þessi upp- hæð myndi ekki gera meira en svara til þess aukna byggingar- kostnaðar sem hefði orðið á hús- um frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Hann kvað það framlag, sem gert væri ráð fyrir í frv. ekki nægja til að greiða þeim, sem rétt ættu til þess. Um 80 manns myndu eiga rétt til framlagsins, en það nægði aðeins fyrir 60 frumbýlinga. Hér væri þó aðeins um að ræða nýbýla- menn, en leysti ekki vanda bænda almennt við byggingar íbúðarhúsa. Því væri farið fram á hækkað framlag til byggingar- sjóðs, svo unnt væri að hækka lánin í 100 þús. kr. Jón Pálmason kvaðst líta svo á að það væri ekki fyrst og fremst ræktunin, sem þyrfti fjár- stuðning nú, heldur byggingarn- ar. Með því að taka burtu þetta ákvæði, sem verið hefði í tillög- um milliþinganefndarinnar, væri verið að fella burt þýðingar- mesta atriði frv. Jón benti einn- ig á að margir bændur hefðu ekki svo mikið ræktanlegt land, sem frv. gerði ráð fyrir að þeir ættu að rækta. Einnig væru slæmar samgöngur og vöntun véla orsök þess að sumir hefðu dregizt aftur úr við ræktunina. Hann lagði enn áherzlu á að ef þingmenn vildu stuðla að veru- legu átaki til styrktar landbún- aðinum mættu þeir ekki fella þær tillögur, sem hér um ræddi. Ásgeir Bjarnason var á önd- verðri skoðun við Jón Pálmason. Sagði hann að ræktunin væri hinn fjárhagslegi grundvöllur, sem leggja yrði undir landbún- aðinn og því væri hún aðalmál þessa frv. Þá benti hann á að löggjafanum væri í lófa lagið að hækka þetta framlag, þar sem í frv. stæði að framlagið ætti að nema minnst þeim upphæðum, sem um gæti. Ingólfur Jónsson tók fram að enn skorti stórlega fé til flestra greina landbúnaðarins. Hann kvað sér vart koma til hugar að Ásgeir Bjarnason og Ben. Grön- dal, sem hér hefðu talað, myndu greiða atkvæði gegn þessum til- lögum. Þeir vissu að fé það, sem áætlað væri í frv. væri ekki nægilegt til þess að greiða þau framlög, sem ráðgerð væru í næstu málsgrein á undan í sama frv. Það væri blekking að setja lög um fjárveitingar, nema um leið væri gert ráð fyrir öflun fjárins. Ef tillagan yrði felld yrði um leið að lækka framlagið til frumbýlinganna niður í 18—19 þús. kr. r stað 25 þús. kr. Hann kvað nauðsyn raunhæfrar laga- setningar, en ekki þess að semja og samþykkja pappírsplagg, sem væri til þess eins að hampa á fundum. Ásgeir Bjarnason bar saman aðstöðu þá, er ungir menn hefðu nú til þess að stofna til bús og verið hefði fyrir 20—30 árum. Kvað hann unga menn nú hafa þúsund möguleika til þess að hefja stórbúskap með þeim mögu leikum, sem þeim væru nú boðn- ir. Síðan ræddi hann eftirgjafir þeirra lána er ríkissjóður hefði átt hjá Ræktunarsjóði og Bún- aðarbankanum og sem væru framlag út af fyrir sig. Hann benti og á að í fyrrv. ríkisstjórn hefði Ingólfur Jónsson ekki haft áhuga á að bæta hag bænda eins og hann nú vildi að gert væri. Jón Pálmason benti á að það hefði einmitt verið fyrrv. ríkis- stjórn, sem skipað hefði milli- þinganefnd þá, er samið hefði frumvarpið. Benedikt Gröndal hafði fyrr í umræðunum borið af sér að hafa verið í nefnd er breytti frum- varpinu í það form er það var lagt fyrir þingið, en Jón Pálma- son hafði látið orð falla í þá átt. Jón kvaðst ekki fullyrða að Benedikt Gröndal hefði átt sæti í umræddri nefnd. Hins vegar hefði hann sannreynt að fulltrú- ar í landbúnaðarráðuneytinu hefðu ekki breytt því, og hann kvaðst ekki ætla að landbúnað- arráðherra hefði gert það sjálf- ur. Einhverjir hefðu þó gert það, en það væri svo með mörg iil og óvinsæl verk. Það vildi eng- inn við þau kannast. Að síðustu gerðu þeir Ásgeir Bjarnason og Ingólfur Jónsson stuttar athugasemdir. Allar breytingartillögur land- búnaðarnefndar voru samþykkt- ar, en tillögur þeirra Jóns Pálma sonar og Gunnars Gíslasonar felldar með 16 atkvæðum stjórn- arliða gegn 10 atkvæðum Sjálf- stæðismanna. Frumvarpinu var í heild vísað til 3. umræðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.