Morgunblaðið - 05.05.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 05.05.1957, Síða 3
Sunnudagur 5. maí 1957 morgvnblaðið * Or verinu TOGARABNIR Tíðarfar hefur verið gott á miðum togaranna síðastliðna viku, fyrst vestanátt, en snerist síðan til norðan og norðaustan- áttar og var allhvass fyrir norð an og vestan. Aflabrögð hafa sízt verið betri síðustu viku en áður. Allir togarar eru nú farnir af Selvogsbanka. Allmörg skip hafa verið við Jökul síðustu daga. Hefur þar verið reytingsafli af þorski. Þá hafa nokkur skip ver- ið að karfaveiðum vestnorðvest- ur af Garðskaga, og einstaka skip hafa leitað enn lengra út og sum komizt jafnvel alla leið að aust- urströnd Grænlands, eins og Askur og Ólafur Jóhannesson. Þar fékkst sæmilegur afli í 2 daga af karfa og þorski, en skip- in urðu að hrökklast þaðan vegna ísreks. Einstaka skip hafa feng- ið dágóðan afla á Halanum. Lít- ið hefur frétzt um togara norð- ar en þetta, þó eru skipin nú að dreifa sér um allan sjó. Hallveig Fróðadóttir, sem fór til Grænlands og lenti í miklum erfiðleikum til að byrja með, hefur fengið sæmilegan þorsk- afla síðustu daga. Tveir togarar, Þorkell Máni og Akurey, fóru í gær og fyrradag til Grænlands, og er ætlunin að veiða í salt. Töluvert er nú þegar komið af þýzkum, enskum og færeyskum togurum til Græn- lands. Flýja skipin fiskileysið á fslandsmiðum, enda oft góður afli við Grænland á vorin. FISKLANDANIR Hvalfell ...... 250 tn. 14 dag Egill Skallgr. 220 tn. 12 dag Marz .......... 301 tn. 15 dag Þorkell Máni 63 tn. saltfiskur 116 tn. 20 dag Askur ........ 280 tn. 15 dag hyggja á vorsíldveiði, og er ekki enn vitað, hve mikil þátttaka getur orðið í þessum veiðum, ef sköpuð verða skilyrði tH. að stunda þær. Það hefur verið rætt við rikis- stjórnina um grundvöll fyrir þessusa veiðum, og er þar gert ráð fyrir að kr. 1.20 verði fyrir síld til frystingar og kr. 1.00 fyrir Þór'n Þórðarson, dósenf: Tvö svið BÁTARNIR Afli hefur verið sæmilegur hjá netjabátunum, en mjög misjafn, algengast 8—10 lestir og komizt upp undir 20 lestir í róðri. Handfærabátar hafa aflað lítið, 1—2 lestir á skip. Enginn rær nú lengur með línu. Aflahæstu bátarnir í apríl voru, slægt og óslægt: Barði ........... 374 tonn Ásgeir .......... 338 — Helga ........... 334 — Rifsnes.......... 300 — Kristín ........ 286 — Hafþór........... 272 — Björn Jónsson .. 214 — Marz............. 200 — Aflahæstu bátarnir frá ára- mótum til aprílloka, ekki gerður greinarmunur á sl. fiski og ósl.: Helga ........... 686 tonn Barði ........... 659 — Ásgeir .......... 568 — Rifsnes ......... 534 — Hafþór .......... 472 — Kristín .......... 445 — Björn Jónsson .. 431 — KEFLAVfK Vertíðin er nú smám saman að tjara út. Allir aðkomubátar eru nú hættir nema 2 leigubátar og nokkrir af heimabátunum. Að veiðum eru enn um 20 línubátar auk nokkurra netjabáta. Síðasta vika var lík þeim fyrri með það, að aflinn var mjög lé- legur, algengast 2—5 lestir á skip. Hjá netjabátum hefur verið úrtökusamt undanfarið, sumir hafa þó verið að fá smáglefsur. Það má telja til nýlundu, að nokkrir bátar hafa komið með háf, sem ekki hefur verið hirtur áður. Eru sjálfsagt komnar einar 20 lestir af háf. Er hann keypt- ur óslægður fyrir 70 aura kg. Má það heita gott verð. Aflahæstu bátarnir frá ára- mótum til aprílloka miðað við slægðan fisk: tn. róðrar Hilmar ............ 542,9 85 Kópur ............ 542,7 84 Guðm. Þórðars. .. 480 85 Bára ............... 476 85 Bjarmi EA .... 446 72 Heildarafli hjá 46 (44) línu- bátum frá áramótum til aprílloka er 14.639 (17507) lestir í 3070 (2688) róðrum. Meðalafli á bát er 318 (398) lestir . Meðalafli í róðri er 4768 (6513) kg. Tölurnar í svigunum eru sam- bærilegar tölur í fyrra. í fyrra var hæsti báturinn í apríllok með 620 lestir í 75 róðr um. Nokkrir bátar eru byrjaðir með reknet. VESTMANNAEYJAR Vertíðinni er nú að verða lokið. Um % hlutar af bátunum eru nú búnir að taka upp netin og fækk ar þeim daglega. Þeir, sem enn eru að veiðum, eru flestir á heimamiðum, og er afli hjá þeim sáralítill. Nokkrir bátar hafa farið á Faxaflóamið, og hefur afli hjá þeim einnig verið lítill. Eru 2 þeirra þegar komnir heim aftur og hættir. Nokkrir bátar eru byrjaðir ufsaveiðar með handfæri, en afli verið lítill eins og hjá handfæra- bátunum, sem fyrir voru. Nokkr- ir handfærabátarnir hafa tekið línu, en afli verið rýr. Meðalafli á vertíðinni er um 530 lestir miðað við óslægðan fisk og meðalróðrafjöldi 60. í apríllok höfðu einir 5 bátar afla yfir 800 lestir, óslægt, og voru það þessir: Gullborg.......... 1008 tonn Víðir SU........... 845 — Snæfugl ........... 833 — Freyja ............ 820 — Björg SU........... 806 — Austfjarðabátarnir (SU) hafa auk þess lagt eitthvað af afla á land fyrir austan, sem ekki er allur meðtalinn hér. 3 vinnslustöðvarnar hafa tek- ið á móti fiski frá áramótum til aprílloka, sem hér segir, miðað við ósl. fisk með haus: kg. í bræðslu, en hefði þurft að vera kr. 1.20 fyrir alla síld eins og á haustin. Inn í þessa samn- inga hafa fléttazt sumarsíldveið- arnar og er enn ekki vitað, hver niðurstaðan verður. Þetta eru hvort tveggja hin mikilvægustu mál. Það er mjög nauðsynlegt að hagnýta bátaflot- ann yfir vorið og miðsumarið við reknetjaveiðar hér sunnanlands, en það myndi vafalaust skapa mikla atvinnu og gjaldeyri. En það er líka nauðsynlegt að rétta hlut þeirra, er norður fara. Síld- arverðið fyrir norðan hefur lít- ið hækkað árum saman og er ekki í samræmi við annað síld- ar- eða fiskverð í landinu, enda er svo komið, að meira en helm- ingur flotans, sem norður fer, kemur þaðan með tap, og það þótt sæmileg vertíð sé, eins og þær gerast nú orðið, svo sem í fyrra. Útgerðarmenn og sjómenn verða að treysta því, að þeir verði ekki neyddir til að bera alltaf skarðan hlut frá borði. GJALDEYRIS SKORTURINN Aldrei hefur verið meiri skort- ur á gjaldeyri en nú eins og við- búið er eftir rýra, en þó mjög útgjaldasama vertíð. Frosni fisk- urinn er það eina, sem heldur í við það, sem áður hefur verið. Af skreið og saltfiski er fram- leiðslan sjálfsagt um helmingi minni. Nú er það svo, að megnið af frosna fiskinum fer til Sovét- ríltjanna og meira en nokkru sinni áður. Á sl. ári stóð mjög upp á íslendinga, að halda jafn- vægi í þeim viðskiptum. Það kann að lagast eitthvað við aukin fiskkaup, en olíukaup hafa sjálf- sagt líka stórvaxið í ár. Að vísu eru keyptar hin- ar nytsömustu vörur í Sovétríkj- unum, svo sem olía, korn og byggingarefni, en það liggur líka í augum uppi, þegar svona er, að lítið verður um gjaldeyri til kaupa annars staðar frá, nema eitthvað sérstakt komi til. Og í ár er ekki fyrirsjáanlegt annað en að 200—300 milljónir króna vanti upp á, til þess að hægt verði að sjá þjóðinni fyrir brýnustu nauðsynjum. Vinnslustöðin .., Hraðfr.st. Vestm. ísfél. Vestm.eyja 12.315 tonn 10.206 tonn 6.537 tonn Hér vantar aflamagnið hjá 4. stöðinni. AKRANES Allir linubátar eru nú hættir, en 7 bátar róa enn með þorska- net. Aflahæstu bátarnir frá áramót um til aprílloka eru, miðað við slægðan fisk: tn. róðrar Sigurvon ......... 545 77 Bj. Jóh.son ...... 488 66 Sigrún ........... 443 62 Farsæll .......... 419 68 Skipaskagi ....... 410 73 Heildarafli 23 (23) báta til aprílloka er 6814 (9425) lestir í 1305 (1346) sjóferðum. 8 bátar stunda nú reknetja- veiðar, og hefur aflinn verið heldur rýr, 30—40 tunnur á skip og m.a.s. 60—70 tunnur, þegar gott hefir verið veðrið. Akurey landaði um fyrri helgi 180 lestum af fiski og Bjarni Ólafsson um þessa helgi 260 lest- um. Trillubátar hafa aflað sæmi- lega á ’húkk', upp í 3% lest á skip á 2—3 færi. VOR- OG SUMARSÍLDVEIÐIN Þeim fjölgar stöðugt, sem FYRSTA ÞÝZKA VERKSMIÐ JU SKIPIÐ hljóp nýlega af stokkunum í Bremerhaven. Er skipið 69 m á lengd (ísl. nýsköpunartogararn- ir eru 54—57 m). Er varpan tekin inn aftan á skipinu. í skipinu eru Baader-fiskvinnsluvélar, frysti- tæki og kæligeymslur fyrir freð- fisk, vélar til vinnslu á fiskúr- gangi í fiskimjöl og farmrými fyrir nýjan fisk. — Aðalvélar skipsins eru 2 Deutz-díselvélar, 600 ha. hvor. Hvenær finnst íslendingum tími til kominn að fylgjast með öðrum þjóðum í byggingu verk- smiðjuskipa, eins og þau ryðja sér nú til rúms annars staðar í heim- inum? Á VORUM tímum er um marga hluti erfitt að trúa á Guð. Vor öld er öld raunvísindanna og lífs- skoðun hennar er af þeim mótuð. Raunvísindin hafa fært mann- kyninu margvísleg gæðrog það er auðsætt mönnum, að vinnuað- ferðir þeirra eru væntanl. til hins mesta árangurs. Þær eru því látn- ar gilda sem frumreglur lífsskoð- ana og lífsviðhorfs. Raunvísindin telja það eitt raunverulegt, sem mæla má og vega og hafa þau enda unnið stórvirki með þá frumreglu að tæki. Menn hafa því einatt dregið þá ályktun, að raunveruleiki tilverunnar allrar, og ekki einungis raunveruleiki vísindana, sé þekkjanlegur á því, hvort hann verði mældur og veg- inn. Allt annað sé óraunverulegt, blekking, hugarburður, ósk hyggja. Ef til vill eru menn ekki um annað fremur sammála nú á dög- um en þetta, né önnur skoðun út- breiddari. Kommúnistar eru sem sé ekki einir um sálarmorðið. Marxisminn er aðeins ein greinin á meiði vesturlenzkrar lífsskoð- unar og heimsspeki eins og hún mótaðist á síðustu öld og fram vinda hennar hefir verið fram á þennan dag. Hann er skilgetið afkvæmi meginstrauma í heims skoðun Vesturlanda og ber allan svip uppvaxtar síns. Ef til vill er hann dálítið pöróttur strákur borinn saman við eldri bræður sína, en samt getur engum dulizt, frá hvaða heimili hann hljóp á brott. Það er ekki aðeins á Rauða torginu heldur á öðru hverju götuhorni Vesturlanda, að hrópað er: Persóna til sölu! — og það er keypt og mangað með völd og áhrif, nýja stíflu, traktora og sál- artetrið. Öll mannanna afskipti hver af öðrum eru viðskipti ein- hvers eðlis, og hér er skipzt á því eina, sem raunverulegt er talið: því sem vegið verður að þunga og mælt í einingum. Það er þó til annað svið þess, sem mæla má og prófa, svið per- sónulífsins. Menn geta um það deilt, hvort inn á það svið verði haldið á raunhæfan hátt eða ekki, en til er það. Vandamál þess eru áleitin engu síður en hins raun- vísindalega sviðs, en um lausnina gildir allt öðru máli .Athyglivert er það í þessu sambandi, að mörg um leiðtogum iðnaðar og atvinnu- lífs er að verða ljós hin mikla þýðing þessara vandamála. Hvetja þeir starfsfólk sitt til þess að gefa gætur að andlegu lífi sínu og verja fé til þess að hlú að fólki sínu í þessum efnum. A. m. k. eitt stórfyrirtæki í Bandaríkjununm hefir í tilraunaskyni stofnað ókeypis frístundaskóla fyrir NORÐMENN „Á NETJUM“ VIÐ ÍSLAND Norska skipið „Remegg" fór marz til íslands og var ætlunin að veiða þar þorsk í nælonnet. Er þetta í fyrsta sinn, sem norsk skip fara svo snemma á íslands- mið. Þau hafa heldur ekki svo teljandi sé notað þar net fyrr. Skipið var með 100 nælonnet, og gert var ráð fyrir, að það hefði 8 vikna útivist. Það lestar 70 lest- ir af saltfiski. Skipstjórinn hafði æt.lað sér með fiskinót til Lofóten, en þegar veiðin brást þar, hélt hann, að bezt væri að reyna eitthvað nýtt, og fyrir valinu varð ísland. — Þetta skip var aflahæst á rek- netjum í fyrra og hittiðfyrra. verkfræðilega lærða starfsmenn sina í því augnamiði að opna þeim svið persónulífsins í kennslu og ástundun lista, fagurra bók- mennta og heimsspeki. Á sviði persónulífsins, listanna, guðfræðinnar (hinar eiginlegu guðfræði en ekki hinnar forn- fræðilegu, textafræðilegu og sögulegu guðfræði) er spurt þeirra spurninga, sem snerta líf mannsins í umhverfi hans, í u*n- hverfi náttúrunnar og mannlegs samfélags. Þar er spurt: Hvernig stendur á tilvist vorri, örsmárra rykkorna á lítilli plánetu í óendan leik himinhvolfsins? Vaknar ekki í brjósti mannsins furða, er hann hugleiðir þess háttar hluti? Geta raunvísindin, sem allri furðu útrýma leyst upp hina undr undarfullu skoðun mannsins á þessum hlutum nema með því að lýsa hana óviðkomandi sér? Vér mennirnir erum blómhnappar á skömmu sumri, en hví látum vér sem sumri muni aldrei bregða, hví berum vér eilífðina í brjósti? Og hví leitum vér samfélags við aðra menn, eins og vér teldum oss nálgast einhvern frumþátt tilverunnar með því móti? Erum vér bara eins og stóðhross, sem hama sig undir beitarhúsum í ofviðrinu, eða finnium vér í mann legu félagi ljúkast upp einhvem veruleika, sem er ekki aðgengi- legur með öðru móti? Uppgötv- um vér kannske í djúpi vors eigin sjálfs og annarra manna einhvern vorboða, einhvern fagn aðarvaka, eitthvað, sem vekur oss traust og tiltrú og hugboð um, að lífið hafi hulinn tilgang? — Og hvað er þetta Eitthvað. Þessar spurningar eru allar handan sviðs raunvísindanna ea þær eru raunhæfar engu að síður. Þær eru rauhæfari en allar aðrar vegna þess, að þær grípa á þvi, sem mikilvægt er manninum um aðra hluti fram. Þær eru þó ekkl í rauninni spurningar heldur vit- und og leit, snerting við þaS, sem gefur lífinu gildi, nlýju,trún- aðartraust. Þessi snerting við eilífðina er máluð á veggi og gler í kirkjum mið- alda af fögnuði, litagleði, lofsöng, sem eitt sinn var mönn- um eiginlegur, hún er tjáð í trú- arljóðum og prédikunum allra alda og um hana fjallar Biblían. Snertingin við guð verður aðeins lifuð, ekki til hlítar hugsuð. Hún verður hvorki mæld né vegin, hún er ekki þess sviðs heldur hins persónulega sviðs. , Með samskonar vissu og ég veit mig í snertingu við djúp sálar vinar míns, er við tölum í trún- aði hjartans, veit ég, að Guð er til. Hann er mér raunverulegur á nákvæmlega sama hátt. Nýtl hefti af Nýju Helgufelli FYRSTA hefti þessa árs af tímaritinu Nýtt Helgafell er komið út, fjölbreytt að vanda. Mun tímaritið koma út á þessu ári á sama hátt og í fyrra, þ. e. a. s. fjögur tímaritshefti, en auk þess fá áskrifendur Arbók skálda sem fylgirit. Alls verða það um 18 arkir j stóru broti og samsvarar það lesmáli 5—600 blaðsíðna bókar. Askriftarverð verður eftir sem áður 120.00 krónur árgangurinn. 1 þessu nýja hefti Helgafells er grein eftir Tómas Guðmunds- son um Jón Stefánsson: Hann mundi aldrei slá af nokkurri kröfu, þá eru tvö ljóð eftir Stein Steinarr, Kreml og Don Quijóte * ávarpar vindmyllurnar, og er fróðlegt að sjá, hvernig skáldið bregzt við síðustu tíðindum „að austan". Þá er greinin Orðsmíð og málhreinsun eftir Hermann Pálsson, smásagan Happdrættið eftir Shirley Jackson í þýðingu Kristjáns Karlssonar, sem skrif- ar einnig um brezka skáldið W H. Auden. Ennfremur eru í heftinu greinin Leyndarráðs- stjórn eftir Sólon, Undir skiln- ingstrénu, þættir um bókmennt- ir og listir, auk kafla úr sjálfs- ævisögu Arthurs Koestlers, The Invisible Writing. — Fremst í heftinu er forystugrein, sem fjallar m. a. um útvarpið og frjálsa menningu. Loks má geta þess, að kápuna, sem er óvenju- fögur, teiknaði Sverrir Haralds- son. Eins og af þessu má sjá, er efni Nýs Helgafells bæði vandað og fjölbreytt, enda er ritið með merkustu bókmenntatimaritum, sem hér hafa verið gefin út. I fréttatilkynningu, sem forráða- menn Helgafells hafa sent blöð- unum segir m. a.: „Helgafell er óháð tímarit, sem f jallar um bók- menntir, listir, vísindi og þjóð- félagsmál. Það er ætlað hverjum þeim, sem vilja mynda sér sjálf- stæða skoðun um vandamál sam- tíðar sinnar. Án öfga og hleypi- dóma vill það berjast fyrir frelsi og menningu á öllum sviðum þjóðlífsins." — Þess má loks geta, að þetta markmið er rætt í forystugrein þess heftis, sem nú er nýkomið á markað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.