Morgunblaðið - 05.05.1957, Side 12

Morgunblaðið - 05.05.1957, Side 12
MORCVWBLAÐIÐ Sunnudagur 5. mai 1957 Philips raimngnsrakvélor koma í búðirnar á morgun. Vesturgötu 2 — Laugaveg 63 — Sími 80946 Loftpressa til sölu Loftpressan er 126 cuft/mín á 3 drifa trukk. — Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtudagskv., merkt „Loftpressa—2770“ Skrifstofustulka óskast Verður að geta skrifað og talað þýzku og kunna vélritun og þýzka hraðritun. — Tilboð sendist sem fyrst til afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofustúlka — 2754“. Reykjavíkurmót meistaraflokks í dag kl. 2 leika FRAM — ÞRÓTTUR Dómari: Ingi Eyvinds Reykjavíkurmót 1* fl. hefst kl. 3,30 þá leika KR — VALUR Mótanefndin. LVið getum nú aftur afgreitt — Reykjavíkurhréf Framh. af bls. 11. að undanförnu bent á, að rökin fyrir kauphækkunum eru yfir- leitt þessi, að aðili sé orðinn aft- ur úr og þurfi að fá hækkun. Þannig verði hækkanir hjá öllum koll af kolli. Hér verður að hafa fyllstu aðgæzlu. En allra sízt sit- ur á Tímanum, að býsnast nú yfir þessu, þar sem SÍS hafði einmitt forystu um kauphækk- anir rétt fyrir áramótin á meðan kaupbindingarlögin voru í gildi og rökstuddi þær með þessum hætti. Þar var ekki íhaldið að verki, heldur sjálfur fjármála- ráðherrann, sem allir vita að mestu ræður í stjórn SÍS. Eftir orðbragði Tímans var hann sá fyrsti, sem veitti kaupphækkun „óumbeðið.“ \ „Áhugi fyrir kauphækkunum“ ÞA KEMUR að hinni ásökuninni, þeirri, að Morgunblaðið hafi „á- huga fyrir kauphækkunum.“ — Morgunblaðið hefur áhuga fyrir sönnum og réttum fréttaflutn- ingi. Það er barnaskapur, sem menn verða að venja sig af í ís- lenzkri blaðamennsku, að óþægi- legum atburðum sé hægt að eyða með því að segja ekki frá þeim. Væri og fásinna að neita því, að uppsögn kaupsamninga eins og nú stendur sætir óvenjulegum tíðindum. Stjórn Alþýðusambands Is- lands hefur fyrir fáum dögum sent út sérstaka aðvörun gegn uppsögn samninga. í þeirri að- vörun er raunar viðurkennt, að kaupmáttur launa hafi enn rýrn- að síðustu mánuðina, jafnvel þótt miðað sé við vísitöluna eina, en allir vita, að hún gefur alranga mynd af hinu raunverulega á- standi verðlags í landinu. Jóla- gjafarskattarnir gifurlegu voru einmitt miðaðir við að lenda með aðalþunga sínum á þeim neyzlu- vörum almennings, sem vísital- an tekur ekki til. Kaupmátturinn miðað við vísi- tölu hefur og raunverulega minnkað meira en svarar til þeim tölum, sem Alþýðusambandið vitnar til eða úr 90.09 stigum niður í 88,66 stig. Því að þegar þessi 90,09 stig eru fundin í ágúst áttu launþegar rétt á kaup hækkun um næstu mánaðarmót, sem svaraði 6 vísitölustigum. — Ríkisstjórnin svifti launþega þessum rétti með kaupbinding- arlögum sínum í ágústlok. Sú réttarskerðing hélzt óbreytt með Fokhelt, stílhreint einbýlishus 7 herbergi og eldhús, á fallegum stað í Kópavogi, til sölu. Uppl. í síma 5795. Einbýlishús með afgirtri 900 ferm. lóð á mjög góðum stað í Kópavogs- kaupstað, er til sölu og laust til íbúðar strax. Verð kr. 400 þúsund. Útborgun 200 þúsund. SALA og SAMMNGAR LAUGAVEG 29 — SÍMI 6916 HELLU-ofna með stuttum fyrirvara FRAMHALDS- AÐALFIJIMDLR Fasfeignaeígendafélags Reykjavíkur verður haldinn í Tjarnarcafé, niðri, nk. mánudag hinn 6. maí og hefst kl. 8,30 síðdegis. FUNDAREFNI: h/fOFNASMIÐJAN ilNHOtll lO - a«»«JAVÍ» - Í51ANOI 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Fasteignamálin og löggjafarvaldið. 4. Onnur mál. Félagsstjórnin. r Utgeröar- menn títvegum allar stærðir af mótorbátum frá A/S Frederiks Skibsværft, Frederikssund Getum boðið báta til afgreiðslu á næsta ári ef samið er fljótlega. EGGERT KRISTJÁNSSOIM & CO., H.F. jólagjafarlögunum í vetur. Mið- að við vísitöluna eina er hagur launþeganna því raunverulega mun lakari en Alþýðusambands- stjórnin gefur til kynna. Ennþá meira máli skiptir þó hitt, sem rakið var, að vísitalan gefur al- ranga mynd af raunverulegu verðlagi. „Starfsfrlðurtnn“ ENGU að síður lagði Alþýðu- sambandsstjórnin nú fast að verkalýðsfélögunum um að segja ekki upp samningum. Leyndi sér ekki, að þar réði mestu um áhugi Alþýðusambandsst j órnarinnar til að veita „ríkisstjórninni starfs frið“, eins og berum orðum var tekið til orða í greinargerðinni. Hér eru það því ekki fagleg eða stéttarleg sjónarmið, sem ráða, heldur pólitískt valdabrölt for- ustumanna þessa félagsskapar. Þetta verður enn ótvíræðara, þegar haft er í huga, að hingað til hafa kommúnistar haldið því fram, að fyrri ríkisstjórnir hafi að engu gert ávinning verkalýðs- ins af kauphækkunum. Sá hugs- unarháttur kemur enn fram f Þjóðviljanum 30. apríl, þar sem hann hefur eftir Eðvarð Sigurðs- syni á Dagsbrúnarfundi s.L sunnudag þessi ummæli: „Sé miðað við, að kaupmátt- ur launanna hafi verið 100 í júlf 1947, var hann 92 stig í maf 1055, að afloknu verkfallinu, eftir að verkalýðssamtökin höfðu í verk. fallinu mikla endurheimt nokk- uð, sem ríkisvaldið hafBi áður af þeim tekið. Að loknu verk- fallinu hleyptu atvinnurekendur, verzlimarstéttin, studd af ríkis- valdinu af stað verðhsFhkunar- skriðu, sem á engan hátt stafaði af verkfallinu------“. Ef þessi túlkun væri rétt, ætti einmitt nú að vera tækifærið, þegar Alþýðusambandsstjórnin segist ráða mestu um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar til að knýja fram kauphækkanir hjá atvinnu- rekendum. Ríkisvaldinu yrði væntanlega nú ekki beitt til að taka aftur af verkamönnum það, sem þeir gætu knúð fram með verkföllum. En afleiðingin, sem Eðvarð tók, var alveg þveröfug samkvæmt því, sem Þjóðviljinn segir. Hann lýkur frásögninni af ræðu Eðvarðs svo: „Dagsbrún hefði heldur aldrei sagt upp samningum til að leika sér, heldur til þess að krefjast bættra kjara, en nú væri ekki rétti tíminn til slíks.“ Engum geta dulizt stjórnmála- refjarnar, sem felast á bak við þessi ummæli og allar gerðir Alþýðusambandsst j órnar innar. Þar lýsir sér svo ljóst sem verða má, að stjórnmála-hags- munir en ekki stéttar ráða á- kvörðunum núverandi valdhafa Alþýðusambandsins. OrS fUgurSar Ingimundarsonar ÞAÐ er einmitt þessi hugsunar- háttur, sem formaður Bandalaga starfsmanna rikis og bæja, Al- þýðuflokksmaðurinn Sigurður Ingimundarson, varaði við i þess- um orðum 1. maí: „Stjórnmálaflokkarnir hafa undanfarin 16 ár verið að glíma við kapphlaupið milli kaup- ijalds og vöruverðs, en vantað hefur þátttöku almennings til þess að leysa það mál. Þetta er enn eitt dæmi þess, að hin við- kvæmari og Vandasamari félags- mál verða ekki leyst án skilnings og virkrar þátttöku almennings. Ósk mín til launþegasamtak- anna á þessum hátíðisdegi þeirra er að þau megi losa sig úr hin- um pólitísku viðjum. Það er illt til þess að vita, að starfskröftum þeirra sé sóað I pólitíska flokka- drætti. Menn verða að dýrka sína pólitísku guði I musterum stjóra málaflokkanna, en í launþega- samtökunum verða þeir að leita þeirra viðfangsefna, sem ein- staklingum þeirra eru sameigin- leg. Hin sameiginlegu viðfangs- efni eru mörg og mikilvæg og krefjast óskiptra starfskrafta samtakanna. Viðkvæm pólitísk mál eiga ekkert erindi inn í laun- þegasamtökin og geta aldrel • orðið þeim til framdráttar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.