Morgunblaðið - 08.05.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.05.1957, Qupperneq 6
6 MORCUNRT/AÐ 1Ð Miðvikudagur 8. maí 1957 % Jt Hafði bækislöð á Pafreksfirði PATREKSFIRÐI, 29. apríl. — Anton Dohrn, hið mikla haf- og fiskirannsóknarskip Þjóðverja, lá hér um daginn í hálfan þriðja sól arhring í hinni nýju Patreks- fjarðarhöfn. Var skipið með 46 manna áhöfn, þar af um 16 vís- indamenn. Mjög fróðlegt var að skoða öll nýjustu áhöld Þjóðverja til rann- sóknarstarfa á sjónum. Rann- sóknarsvæðið var að þessu sinni hafið milli fslands og Austur- Grænlands. Patreksfjörður var eina bækistöð skipsins í leiðangr- inum. — Karl. Telkning þessi birtist á forsíðu þýzka dagblaðsins „Hamburger Abendblatt" og á að sýna þá ráðherra, sem þátt taka í fundi utan- ríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna í Paris þessa dagana. íslendingum mun hún koma nokkuð spánskt fyrir sjónir, en skýr- ingin á henni er vafalaust sú að Þjóðverjar telja sig eiga erfitt með að gera greinarmun á stefnu Ólafs Thors og Guðmundar í. Guð- mundssonar í utanríkismálum! Jörð óvenjudauð og Ijót undan snjónum í grjót og skarst á höfði. Hann var meðvitundarlaus æði tíma á eftir, en var kominn til meðvit- undar þegar fréttist. Ragnar var fluttur á bát til Leirmunirnir í MEÐ nokkrum óhug og kvíða leit ég inn á leirmunasýningu þá, er fyrirtækið Funi hefur komið fyrir í sýningardeild verzlunar- innar Regnbogans í Bankastræti. Svo miklu af ómerkilegu leirdóti hefur verið hrúgað hér á mark- aðinn undir því yfirskyni, að þar væri listiðnaður á ferðinni, að maður var orðinn úrkula vonar um, að sá dagur mundi koma, að til tíðinda drægi á þessu sviði. En hér hefur skyndilega rofað til og óvæntir atburðir gerzt. ís- lenzkur lisstiðnaður hefur tekið stórt stökk og sannað tilverurétt sinn á sviði leirmunagerðar. Hér er á ferðinni framleiðsla, sem stendur ekki að baki því, er tíðkast með nágrannaþjóðum okkar og þykir hið bezta um heim allan. Hér er unnið af mikilli smekkvísi og listrænni til- finningu fyrir litum og formum. Allt virðist vandað með afbrigð- um, og bólur í leirnum, misheppn aða brennslu eða annað flaustur ekki að sjá. Ragnar Kjartanson hefur með BORGARFIRÐI, eystra, 29. apríl — Veðrátta hefur verið góð all- an þennan mánuð, oft hlýtt og góð hláka en svo kaldari dagar öðru hverju og frost á nóttunni. Láglendi er nú orðið autt nema hvað þykkir skaflar eru enn í giljum undir börðum og í djúp- um lægðum. Enginn gróður er enn á útjörð og mjög lítill á túnum. Var jörð- in óvenjudauð og ljót, er hún kom undan snjónum í vor. Nær allir gefa fé vel með beitinni ennþá, margir um hálfa gjöf. Lítils háttar af geldfé hefur þeg- ar verið sleppt á víkurnar hér í kring og fáeinum ám. Húsvík- ingar slepptu nær öllu sínu fé strax og batnaði. Þar voru fyrir nokkru bornar 12 fyrirmáls ær og áttu þær 24 lömb. Fyrirmáls ær eru víða bornar, fyrir nokkru en sauðburður mun almennt ekki hefjast fyrr en eftir miðjan maí. Fénaðarhöld eru almennt góð, enda höfðu flestir næg og góð hey í vetur. FISKLAUST Fisklaust er nú með öllu og ekki róið nema hvað fisks mun leitað öðru hvoru. Vegurinn yfir Vatnsskarð var opnaður með jarðýtu nú fyrir fáum dögum og eru vegir sæmi- lega færir. Vegurinn til Héraðs var ekki ófær nema um það bil þrjá mánuði í vetur. Fyrstu vertíðarmennirnir eru nú komnir eða í þann veginn að koma. Er hlutur þéirra óvenju rýr. Flestir munu þó verða eitt- hvað lengur jafnvel til loka. FÉLL AF HESTI OG SLASAÐIST S. 1. sunnudag varð það slys í Húsavík að Ragnar Þorsteins- son, yngsti bróðirinn þar, rúm- Stórgjafir til kirkjubygg- ingar Óhába safnaÓarins KVENFÉLAG Óháða safnaðarins samþykkti nýlega á fundi sínum að gefa úr félagssjóði kr. 40 þús. til kirkjubyggingar safnaðarins. Auk þessarar höfðinglegu gjafar hefir félagið áður gefið stórgjaf- ir í kirkjubyggingarsjóðinn, enda hafa félagskonur jafnan starfað af svo miklum áhuga að til fyr- irmyndar er. Bygging kirkjunn- ar hófst sl. haust og stendur nú sem hæst. Þá hefir nýlega borizt önnur stórgjöf í kirkjubyggingarsjóð Óháða safnaðarins, 10 þúsund kr. til minningar um sæmdarhjónin Sesselju Guðmundsdóttur og Eirík Eiríksson fiskimatsmann, Vesturvallagötu 2, sem látin eru fyrir fáum árum, en þau voru mörgum eldri Reykvíkingum, og þá ekki sízt Vesturbæingum, að góðu kunn. Minningargjöfina gáfu dóttir þeirra og tengdason- ur, Guðrún og Jónas Hvannberg. lega tvítugur, féll af hesti og Seyðisfjarðar og liggur þar í þessari syningu unnið mikinn sig- meiddist mikið. Kastaðist hann sjúkrahúsinu. —I. I. ur og á hinar mestu þakkir skil- shrifar úr daglega lifinu HÉR þirtist bréf frá Guðna Þórðarsyni blaðamanni en hann var fararstjóri í för banka- manna og annarra til Parísar um páskana. Skrifar Guðni út af þeim ummælum hér í dálkunum að tveir ferðamannanna hafi verið þar rændir fjármunum: Enginn íslendingur gripinn af bófum í París MISSKILNINGUR er það, sem stóð í pistli „Velvakanda“ síð asta sunnudag, þess efnis að tveir úr hópferð íslendinga til Parísar um páskana hefðu verið „gripnir af bófum“ „milli skírdags og annars í páskum" og rændir aleigu sinni. Sem betur fer átti slíkt sér ekki stað, enda rækilega búið að vara þátttakendur við hættum stór. borgarinnar. Sannleikurinn er að einn maður týndi buddu með þremur dollur- um á miðvikudaginn fyrir skir- dag og eru það einu skakkaföllin, sem þessi sextíu manna hópur varð fyrir í milljónaborginrii. En það að týna buddu sinni getur hent beztu borgara jafnvel á götum Reykjavíkur, eða jaínvel á kyrrlátum sveitabæjum. En þessi missögn gefur mér kærkomið tækifæri til að segja frá því hvað það er ánægjulegt að liðsinna góðum ferðamanna- hóp á erlendri grund, þegar fólk er svo samvalið og gott samferða- fólk, sem reyndist í þessari ferð. Mér er manna bezt um það kunn- ugt, sem fararstjóra, að þessi sextíu manna ferðamannahóp- ur íslendinga, sem fór til Frakk- lands um páskana, er sérstaklega samvalið ágætisfólk og ánægju- legt til þess að vita, að svo stór hópur íslendinga skuli allur vera landi sínu og þjóð til sóma á er- lendri grund með prúðmannlegri og háttvísri framkomu í alla staði. Bárust mér, sem fararstjóra aldrei neinar kvartanir um neinn í hópnum frá þeim aðilum, sem skipt var við, en forstjóri eins stærsta hótels Parísar, sem við bjuggum í viku, hafði sérstaklega orð á því við mig að skilnaði, hve íslenzki ferðamannahópurinn hefði verið prúður og kurteis í framkomu. Slíkt væri ekki hægt að segja um alla Norðurlanda- búa, því miður. Vegna þess hvað þessi íslenzki ferðamannahópur var landi sínu og þjóð til góðrar kynningar á erlendri grund, langar mig til þess að leiðrétta umrædda mis- sögn, enda þótt slíkar sögur geti alltaf orðið til af litlu tilefni. Hitt þekki ég líka af eigin raun, að oft er erfitt fyrir blaðamann að sannprófa sannleiksgildi slíkra sagna í dagsins önn og hraða, og því ástæðulaust að sakast um við neinn þó slíkar sögur „fljóti" á prent — Væri það raunar býsna lélegur blaðamaður, sem léti framhjá sér fara ævintýrafréttir um íslendinga í stórborgum. Guðni Þórðarson. Frá góðum heimildarmanni VELVAKANDI þakkar þessa leiðréttingu því skylt er að hafa það sem sannara reynist. Aftur á móti hafði Velvakandi fregn sína af ráninu frá einum þeirra sem í förinni var og mátti gleggst deili á því vita ,strang- heiðarlegum og óljúgfróðum manni Enda er það líka ekki óhugs- andi að eitthvað það eigi sér stað í 60 manna hóp, sem einum mann. anna, fararstjóranum sé ekki kunnugt um, og einkum þó þegar það á sér stað í París! Af hundasmölum VINUR hinna mállausu skrifar: Ég leit um daginn inn til vin- konu minnar sem alltaf kemur glöð og reif til dyra. En í þetta sinn brá mér í brún, hún var eins og steingervingur í framan. Svo ég spurði hana hvað hefði komið fyrir. Og hún sagði mér sorgar- sögu sém ég ætla að segja hér. Það hafði komið lögregluþjónn í bíl með mann með sér. Lögreglu þjónninn hafði orðið, og sagði að þeir væru að smala hundum. Jú þarna lá gömul tík, sem vinkonu minni hafði eitt sinn verið gefin sem lítill hvolpur í þakklætis- gjöf. Hún var með hvolpa sem voru á spena og nýfarnir að sjá Þessir laganna þjónar voru hinir vígamannlegustu og ætluðu að taka þau öll. En eftir að dóttir vinkonu minar hafði róað þá lítið eitt, fengust þeir til að leyfa tíkinni að lifa, með því móti að hún væri send suður í Kópavog strax. Vinkona mín horfði fram fyrir sig, með sama raunamædda svipnum og bætti síðan við. Ég skil ekki þessa mikið umtöluðu íslenzku menn- ingu. Þeir tóku hvolpana og fóru — En þeir sáu ekki það sem á eftir fór, og hafa sennilega ekki skilið hvað þeir voru að gera. Vesalings dýrið skreið út að hús- horninu þaðan sem bíllinn hafði ekið, og grét eins sárt og dýr ein geta grátið, sem búið er að taka það dýrmætasta frá. Og hefðu þau mál , og gætu túlkað tilfinningar sínar fyrir okkur mönnunum, þá er það víst að eins skynibornar verur og hundarnir eru, gætu frætt okkur um það, að þeirra sorg er jafndjúp og móður, sem barn væri tekið frá undir svipuðum kringumstæðum. Og það hefði mér er þetta bréf rita fundizt að hver fullorðin manneskja ætti að geta borið skynbrag á, að skilja einn hvolp- inn eftir, um tíma. Ég óskaði eftir að þessir upplýstu lögregluvernd- arar okkar hefðu í minn stað verið viðstaddir, er mæðgur þess- ar lágu á gólfinu og reyndu að hlúa að þessu sorgmædda og fár- veika dýri með því að reyna að mjólka og strjúka hið stokk- bólgna og auma júgur þess. En frá því heyrðust aðeins þungar sársaukastunur. Nú langar mig til að spyrja þig Velvakandi góður. Hvernig er ástatt með þessa menn sem vinna þetta svo mjög ógeðfellda verk að smala hundum? Eru þetta ekki einhverjir tveir sér- stakir menn? Og ef æska þeirra hefir verið svo fátækleg að þeir hafa aldrei átt kost á að um- gangast hunda, kindur eða svo mikið sem kött á lífsleiðinni. Eru þá þessir fáfróðu smalar, ekki fræddir á nokkurn hátt frá lög- reglunnar hendi áður en þeir eru sendir út í smalamennsku dýra? Er ekki lögreglunni kennt eitt- hvað um líkamsrækt þeirra sjálfra, eða sjálfsvörn þeirra? — Væri ekki æskilegt að þessum mönnum væri einnig kennt eitt- hvað um dýrin, að þótt ekki hafi þeim verið mál gefið, þá hafi líkami þeirra og sál í það minnsta tilfinningar eins og okkar hinna. Og annað: hver er munur á Kópavogi og Reykjavík? Ef þetta eru heilbrigðisráðstf- anir, þá er þar þéttbýli eins og hér. Og á hvaða forsendum er R-vík frábrugðin öðrum menn- ingarlöndum hvað hundahald snertir? Og hver er mannamunur á Regnboganum ið fyrir það framlag til listiðnað- ar í landinu, sem þessir hlutir eru. Eins er með þá, er unnið hafa að brennslunni. Vinna sem þessi krefst sannarlega viður- kenningar á þessum hröðu tím- um vélamenningar og yfir- borðsmennsku. Listrænt hand- bragð og vandvirkni verður ekki oflofað. Það er trú mín — ef haldið er áfram á þeirri braut, sem hér er farin —■ að munir þeirra félaga verði eftirsóttir og muni þykja hinir ágætustu. En vonandi verð- ur ekki forheimskuðum kauða- skap eða öðrum óvættum þessi framleiðsla að bráð, en óskandi, að hér sé um að ræða byrjun á blómaskeiði listiðnaðar, sem skip- að gæti þjóðinni á bekk með öðr- um í þessari grein. Athyglisverð og ágæt sýning, sem allir ættu að sjá og njóta! Færi ég aðstandendum hennar beztu þakkir og óska þeim góðs árangurs í framtíðinni. Valtýr Pétursson. Páll Sæmuiiílsson form. Sambands smásöluverzlana Á AÐALFUNDI Sambands smá- vöruverzlana hér í Reykjavík, er nýlega var haldinn fór m. a. fram kjör oddamanns í stjórn S. S. og var kjörinn Óskar Norðmann og Leifur Múller til vara. Endurskoðendur voru kosnir Björgvin Jónsson og Sigurður Kjartansson. Kristján Jónsson, fyrsti vara- formaður sambandsins og for- maður síðastliðin þrjú ár, hefur eindregið beðizt undan endur- kosningu sem fulltrúi Félags mat- vörukaupmanna í stjórn S. S. Fundarmenn þökkuðu Kristjáni fyrir sérstaklega vel unnin braut ryðjanda- og forustustörf í þágu kaupmannastéttarinnar. Á stjórnarfundi þann S. maí skipaði stjórnin þannig með sér verkum: Páll Sæmundsson, formaður, Björn Ófeigsson, varaform., Þor- valdur Guðmundsson, gjaldkeri og meðstjórnendur Ágúst Jóns- son, Björn Jónsson, Björn Péturs- son, Eggert Gíslason, Eggert Kristinsson, Gísli Gunnarsson, Jón Guðmundsson, Ólafur Þor- grímsson, Óskar Norðmann, Pét- ur Ólafsson og Sigurliði Krist- jánsson. Félag íslenzkra byggingarefna kaupmanna gekk í sambandið á starfsárinu. (Frétt frá S. S.) Aðalfundur Félags matvörukaup- manna Aðalfundur Fél. matvörukaup- manna var haldinn 29. apríl sl. Form. var kosinn Sigurður Magnússon og meðstjórnendur til 2 ára þeir Björn Jónsson og Einar Eyjólfsson. Fyrir eru í stjórn Lúðvík Þorgeirsson og Sigurliði Kristjánsson. í varastjórn voru kosnir Krist- ján Jónsson, Sveinn Guðlaugsson og Guðmundur Óskarsson. Fulltrúi í stjórn Samb. smá- söluverzlana var kjörinn Sigur- liði Kristjánsson og Axel Sigur. gefrsson til vara. f félagsráð voru kosnir Árni Pálsson, Bernhard Arnar, Gísli Þorgeirsson, Guðmundur Ingi- mundarson, Hjörtur Hjartarson og Jónas Sigurðsson. Endurskoðendur voru kosnir Árni Pálsson og Hjörtur Hjartar- son. Um 140 verzlanir eru nú i félaginu. (Frétt frá F.M.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.