Morgunblaðið - 08.05.1957, Side 9

Morgunblaðið - 08.05.1957, Side 9
Miðvikudagur 8. maí 1957 MORGVWBT 4ÐTÐ 9 HERMAN BANG — 100 ára afmœli — HINN mikli danski bókmennta- fræðingur og gagnrýnandi, Georg Brandes, sem hefir haft úrslita- áhrif á bókmenntir í Danmörku eftir 1870, öfundaði stundum þá rithöfunda, sem gátu skrifað á móðurmáli sínu fyrir stærri les- endahóp en þann, sem er að finna í landi á stærð við Danmörku, hversu mikil sem lestrarlöngun Dana kynni að vera. Þó hefur þetta land, sem í dag er byggt af aðeins rösklega 4 milljónum íbúa, borið gæfu til að ala rit- höfunda, sem átt hafa þátt í því, að færa út takmörk landsins og kynna menningu þess erlendis. H.C. Andersen, hið snjalla ævin- týraskáld, hafði þegar fyrir and- lát sitt 1875 komizt svo langt, að bækur hans höfðu verið þýdd- ar á fjölda erlendra mála, og frumlegar hugsanir heimspekings ins Sörens Kirkegaard’s eru nú nú þekktar í öllum menningar- löndum. Þessi stóru nöfn tvö í bók- menntasögu nítjándu aldar mega samt ekki fella í gleymsku aðra danska rithöfunda, sem kunnir hafa orðið í útlöndum af þýðing- um á erlend mál og enn þann dag í dag eru mikið lesnir í heima landi sínu. í hópi slíkra höfunda, sem kunnir eru um Evrópu, er Herman Bang, en Danir minnast 100 ára afmælis hans í þessum mánuði í þakkar skyni fyrir þann skerf, sem hann lagði til danskra bókmennta. ★ Herman Bang fæddist 20. apríl 1857. Faðir hans, taugaveill og þunglyndur prestur, dó skömmu áður en sonurinn lauk stúdents- prófi. Þegar á unga aldri var hann sannfærður um það, að hann væri kominn af einni elztu aðalsætt landsins og honum fannst hann vera síðasti úrkynj- aði kvisturinn á eldgömlum stofni, og sér vera fyrirhugað að deyja ungur. í Kaupmannahöfn, þar sem Herman Bang skyldi leggja stund á hagfræði, var hann til heimilis hjá afa sínum, Oie Bang, sem var vel efnaður læknir. Á náminu hafði hann engan sérstakan áhuga, heldur beitti hann allri þeirri miklu at- orku, sem var höfuðeinkenni á skapgérð hans, að því að búa sig undir inntöku í Konunglega leikhúsið. Þýzki rithandarfræð- ingurinn Langenbruch taldi sig ekki hafa séð þróttmeiri skrift en rithönd Bangs, síðan Napoleon leið. — En tilraunin við Konung- lega leikhúsið fór samt út um þúfur, því að hæfileikar hans til að færa leikræna skynjun sína til lifandi sköpunar hrukku ekki til. 1877 lézt forsjármaður hans, og Herman Bang lagði þá námið á hilluna fyrir fullt og allt, til að geta unnið fyrir sér sem blaða- maður og rithöfundur. NATÚRALISMINN OG FRÖNSK ÁHRIF Herman Bang, sem átti eftir að verða dæmigerður fulltrúi natúralismans í Danmörku, sneri sér á námsárum sínum — sem eðlilegt var — að Frakklandi, þar sem gagnger endurnýjun i bók- menntunum hafði þá einmitt orðið. í ritgerðasafninu Raun- Herman Bang var frábær upplesari. sæisstefna og raunsæismenn (Realisme og Realister), sem hann gaf út 1897 aðeins 22 ára að aldri, gefur hann hrífandi lýs- ingar á Balzac, Flaubert og Zola, sem síðar urðu honum mikils virði ásamt Concourt-bræðrum og Guy de Maupassant. Af norr- ænum rithöfundum urðu Daninn Vilhelm Topsöe og Norðmaðurinn Jónas Lie lifandi skáldskapar- lindir. Með skáldsögunni Glataðar kyn- slóðir (Haablöse Slægter) 1880, sem er natúralísk erfðasaga með lögmáli úrkynjunar að uppistöðu, tryggði Herman Bang sér rithöf- undarnafn, og í list sinni sór hann sig í ætt við hina frönsku læri- meistara sína. 'En áhrifa þeirra gætti ekki síður í næstu bóksögu hans Fædra (1883), sem minnir á Concourt-bræður. Veigamestu verk sín skrifaði Herman Bang á árunum 1886— 1890. Bóksögur hans frá þessu tímabili, „Stuk“ (1887) og „Trine'- (1889), — sem er að nokkru leyti dönsk hliðstæða við ,La Débácle' eftir Zola, — eru síðri en margar smásögur, þar sem listræn sérein- kenni hans koma fram á hnitti- legastan hátt. Mannlýsingar hefir Herman Bang tæpast látið eftir sig snjallari en í „Ved Vejen“ (í safninu „Stille Existenser"). Aðal persónan, Kathinka Bai, er einn þeirra slyppu vesalinga, sem Her man Bang hefir mikla meðaumk- un með og Concourt-bræður hafa einnig lýst. Þessi meistaralega smásaga minnir og að mörgu leyti á Emmu Bovary eftir Flau- bert og „Une Vie“ eftir Maupass- ant. Andstæðan við hina fíngerðu Kathinku er maður hennar, sjálfs elskur, óheflaður stöðvarstjóri, sem Herman Bang fyrirlítur. — Leiftrandi stíll höfundar og hár- fínar vísbendingar, sem hann hafði lært af Jónasi Lie, njóta sín e. t. v. betur í þessari stuttu harmsögu en nokkru öðru verki hans. 1 smásögunum „En dejlig dag“ og „Irene Holm“, sem eru harmsögur og gamansögur í senn, staðfestir Bang enn á ný stíl- snilld sina og hversu honum er hugleikið hið bága hlutskipti, þjáningin og auðmýkingin. LEIKSTJÓRI OG UPPLESARI Enda þótt Herman Bang fengi ekki að sjá æskudraum sinn ræt- ast um að verða leikari, gat hann síðar glaðzt yfir því í viðurvist leikhúsgesta að verða viðurkennd ur frábær leikstjóri og upplesari, sér í lagi eigin verka. Hann ferðaðist um mörg lönd Evrópu Bjarni H. G. Pálmason skipstjóri 1 GÆR var til moldar borinn Bjarni H. G. Pálmason, skip- stjóri, Hávallagötu 25, hér í bæ. Sú sorgarfregn barst hingað til lands sunnudaginn 28. apríl, að góðvinur minn Bjarni Pálmason, skipstjóri, hefði veriS í skyndi kallaður burtu úr þessu jarðlífi daginn áður. Hafði hann andazt eftir uppskurð í Bispebjerg- spítala í Kaupmannahöfn. — Nokkrum dögum áður hafði hann látið skipi sínu úr höfn hér á landi, og vissu menn þá ekki, að hann kenndi sér sérstaks meins, enda var hann ekki þannig gerð- ur, að hann flíkaði sliku á al- mannafæri. Nú hafði hann sjálf- ur látið úr höfn þessa heims og haldið inn á óravegu eilífðar- innar. — Svo skjótt hafði „sól brugðið sumri“, svo hratt hleyp- ur líf manns í greipar dauðans. f önnum dagsins hættir okkur við að sjást yfir þá staðreynd, að það er aðeins skamma stund, sem okkur er það léð, að dvelja í þessum heimi, og það meira að segja mjög skamma stund, aðeins andartak, á mælikvarða tímans. En þegar válegar fregnir berast, þá er eins og timans hjól stanzi, og raunveruleikinn þrengi sér að vitund okkar, og raski andvara- leysi hversdagslífsins. Mannleg örlög eru á margvíslegan hátt saman slungin, og sjaldan þekkj- um við samferðamenn okjrar til neinnar hlítar. Margir eru einnig mjög dulir, og láta aldrei uppi hug sinn allan, og kannske sizt það, sem áhyggjum veldur. „Hug ur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér um sefa“. Svo hygg ég einnig hafi verið um góðvin minn Bjarna Pálmason. Kynning okkar Bjarna hófst ekki að ráði fyrr en hann var kominn yfir miðja ævi, þótt ég hefði löngu fyrr nokkurn kunnug leika af honum, og við hvor af öðrum. Hann fór sínar eigin göt- ur og var sjálfstæður í skoðun- um sínum og dómum og blandaði ekki geði við marga. En hann varð hverjum manni, sem þekkti hann, mjög kær, því drengskap- ur hans og vinfesti brást aldrei og hann var hverjum manni traustari og hjálpsamari, ef um það var að ræða. Stórbrotinn var hann, ekki aðeins á velli, með hæstu mönnum og vel þrekinn, heldur einnig í alh-i skapgerð sinni og framgöngu. Það mun líka reynast svo, nú þegar hann er horfinn af sviðinu, að allir sem nokkur kynni höfðu af hon- um sakna hans, því hann var sérstæður að mörgu leyti, og skar sig úr öðrum mönnum. Bjarni H. G. Pálmason var fæddur 10. september 1887, á Breiðabóli í Skálavík í Norður- ísafjarðarsýslu, sonur Pálma Bjarnasonar bónda og Kristínar Friðbertsdóttur. Hann byrjaði 15 ára róðra á árabátum og síðar á mótorbátum og var formaður í Bolungarvik í 4 ár. Hann flutt- ist 22 ára til Reykjavíkur og gerð ist þá háseti á togara. Gekk 1914 í Stýrimannaskólann og tók þar farmannapróf 1915. Bjarni byrj- aði 1917 að sigla á kaupskipum og var þá um eins árs skeið stýri- maður á dönsku skipi. Eftir það sigldi hann mest sem stýrimað- ur á íslenzkum skipum, og síðan 1940 hefur hann lengst af verið skipstjóri, síðast með m.s. Kötlu. Bjarni kvæntist 26. september 1931, Salóme, dóttur Jóns Jóns- sonar útvegsbónda og kaup- manns í Súðavík og konu hans Margrétar Bjarnadóttur. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en tóku kjördóttur, sem þau ólu upp, og auk þess hafa þau alið upp 3 önnur börn. — Með þeim hjónum var hið ástríkasta hjóna- band, enda voru þau mjög sam- hent. Reyndist Salóme manni sín- um traustur lífsförunautur og stoð og stytta jafnt í meðlæti og þegar á móti blés. Eftir langa sambúð er því söknuður hennar sár, og ástvinarmissirinn mikill. Mannleg örlög verða okkur oft lítt skiljanleg, og dauðinn er hinn mikli leyndardómur alls lífs hér á jörðunni. Þegar vinirnir hverfa setur okkur hljóða og við hugs- um oft, hvi varð honum ekki lengra lifs auðið? Bjarni Pálma- son var starfssamur maður, er aldrei féll verk úr hendi frá því hann var á barnsaldri. Hann hafði hugsað sér í náinni framtíð að létta af sér skyldu- störfunum, og unna sér nokkurr- ar hvíldar. Og við vinir hans og kunningjar hugsuðum gott til þess, að hafa hann oftar í okkar hópi, en verið hafði, því glaður var hann og reifur á vinafund- um og hrókur alls fagnaðar. Það er víst, að þær stundir er við áttum með honum, og hinni ágætu konu hans, á sumrin, er hann tók sér stutt frí frá störf- um, sumarkvöldin i sveitinni hjá þeim verða okkur öllum ógleym- anleg meðan við lifum. Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar allra, sem áttum því láni að fagna að kynnast þessum drengskaparmanni, að þakka hon um fyrir allar samverustundirn- af. Minningarnar lifa þótt mað- urinn deyi, því „— eftir situr svip ur stór — samt í flestra minn- um“. Ég vil votta konu hans, börn- um og allri fjölskyldunni, inni- legustu samúð og hluttekningu við fráfall hins góða manns og ástríka og umhyggjusama heim- ilisföður. Egill Sigurgeirsson. ★ ★ ★ Kveðja frá vinum í Keflavík. Hniginn er þinn heilladagur, hér á jörðu manndómsfagur, hjartans göfgi og hetjubragur hlutverk lífsins unnu glæst. Á hættusömum hafsins vegi höndin trausta stýrði fleyi, blessun Drottins brást þér eigi, baráttan þá reyndist stærst. — O — Um áratugi marga við áttum með þér kynni, þú okkur varst sem bróðir í mannkærleika og tryggð því ætíð var hið góða að verki í sálu þinni þar vakti Drottins andi í sannri lífsins dygð. Þær innilegu þakkir sem okkar hjörtu geyma fá orðin hvergi túlkað til hlítar, vinur kær, en Drottinn les í hugann, þar heitar bænir streyma til hans sem allt hið góða á himnum launað fær. og var um skeið búsettur í Þýzka landi, þar sem hann var bezt skilinn fyrir utan heimaland sitt, og hann komst m. a. s. á skyndi- ferðum sínum allt til Rússlands og Ameríku. Honum auðnaðist að sjá meistaraverk sín, sem snemma voru til í hollenzkum þýðingum, koma út í Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi, Rússlandi og ítalíu, og þótt hann fengi smám saman að njóta ánægjunn- ar af góðum ritlaunum var fjár- hagurinn aldrei beysinn, því að góðgerðasemi hans átti sér eng- in takmörk. Þetta örgeðja — og e. t. v. iðnasta skáld Dana —, lét þurfamenn aldrei frá sér fara án þess að veita þeim úrlausn. Um 1894 dvaldist Herman Bang í París. Er hann hafði að- stoðað hina frægu Madame Ré- jane við æfingar á „Brúðuheim- ilinu“, var hann fenginn sem leikstjóri að Théatre de l’Æuvre, hinu fræga leikhúsi Lugné-Poes, þar sem leikin voru verk eftir hina miklu norrænu leikritahöf- unda, Ibsen og Björnson. Oft var hann einnig leikstjóri í Kaup- mannahöfn og fórst það ágæt- lega, eldfjör hans og ákafi smit- aði leikarana. ★OoOá Sem einkunnarorð fyrir Hvíta húsinu (Det hvide Hus) 1898 not- aði Herman Bang þessi orð Ge- org’s Hirschfeld’s: „Die Kindheit ist der Grundton fvir das ganze Leben“ —. 1 þessari sögu og í Gráa húsinu (Det grá Hus) 1991 eru í listrænum búningi sagðar endurminningar frá bernskuheim ilinu og heimilinu hans afa. 1904 og 1905 komu út tvær miklar skáldsögur með sterkum einkennum höfundarins, Mikael, sem gerist í listamannahverfi í Paris, og De uden Fædreland um kynvilltan fiðlusnilling og hina síförulu listamenn, sem Bang hafði betri aðstöðu til að skilja en nokkur^ annar. Einmana — eins og svo margar af þeim per- sónum, sem hann hafði lýst í rit- um sínum, — lét hann líf sitt. Hann veiktist í svefnvagni á upplestrarferð í Ameríku og and- aðist á sjúkrahúsi í smábænum Ogden 29. janúar 1912. ★OoO^ Skipun Bangs á bekk með natúralistum, andlegur skyldleiki hans við hina miklu frönsku rit- höfunda og impressjónískur stíll hans, sem var að mörgu leyti nýjung í dönskum bókmenntum, hafa að nokkru stuðlað að því, að sézt hefir yfir, hvað hann á H. C. Andersen að þakka. Alveg eins og natúralistarnir elur hann í brjósti sér miskunnarlausa kröfu um sannleika og lífsvið- horf hans er drungalegt og litað harmi þess ömurleika og von- leysis, sem síðasta afstyrmi fornr ar ættar hlýtur að finna til and- spænis lífinu og öllum hrotta- skap þess. En í eiginlegri með- aumkun sinni með smælingjum og hornrekum, hinum fálátu sál- um og harmgráum hversdagsleik þeirra og hnittilega illkvittnum skilningi á þeim mannskepnum, sem hann umvefur fyrirlitningu, er hann frábrugðinn hinum ó- brotnu natúralistum og lækn- ingaviðhorfi þeirra til mannlegra þjáninga. Hún sem var þín gæfunnar góða dís í heimi og gaf þér dýpstan unað um liðinn heilladag, nú hljóti blessun sanna, i hennar hjarta streymi guðs himinbjörtu geislar, er hljómar sorgarlag. Við biðjum guð að blessa þá alla sem þú unnir og eilíf trúarvissa sé þeirra svala lind. Að skapa öðrum gæfu, þá lífsins list þú kunnir því ljómar helög minning um þína bjöytu mynd. — O — Heima á Drottins dýrðar landi djarfa hetja, laus frá grandi, sigli í höfn þinn hreini andi hjartans bezta kveðjan er. Hann sem var þinn viti á sænum, í vetrarhrið og sumarblænum, átti svar við öllum bænum, eilífð bjarta veiti þér. Áhugi á þjóð- dönsum að aukast STARFSVETRI Þjóðdansafélags Reykjavíkur er um það bil að ljúka. Sem undanfarin ár hefur félagið haft æfingar í Skátaheim ilinu, og efnir nú til vorsýningar þar þ. 8. maí. Þjóðdansar eru í hávegum hafð ir í nágrannalöndum okkar, og stöndum við þeim þar langt að baki. Þó virðist, sem áhugi sé að aukast á þessari íþrótt. — Mun fleiri hafa iðkað ísl. dansa í vetur en áður hjá félaginu, og þar á meðal nokkrir útlendingar, sem hér eru við nám eða búsettir. Helzta áhugamál félagsins er að útbreiða þjóðdansa. Nú gefst tækifæri til þess að sjá bæði íslenzka og erlenda dansa. Dansað verður í þjóðbún- ingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.