Morgunblaðið - 08.05.1957, Page 12
12
MORGVNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 8. maí 1957
Bygging nýs skíðaskála og
félagsheimilið í Kaplaskjóli
nær fullgert
Fjárfrekar framkvæmdir KA.
T^TÚ STANDA yfir miklar framkvæmdir hjá KR og er það
’ bæði á hinu mikla íþróttasvæði félagsins við Kapla-
skjólsveg og við skíðaskála þess í Skálafelli. í sumar verður
unnið að ýmsum framkvæmdum við íþróttavellina við
félagsheimilið, en vellirnir eru ekki enn fullgerðir, svo sem
endanlega á að ganga frá þeim. Þá hefir og staðið yfir und-
anfarin misseri endurhygging skíðaskála KR í Skálafelli við
Stardal, en hann brann sem kunnugt er fyrir tveimur árum.
Þessar fiamkvæmdir eru allar mjög fjárfrekar, auk hinn-
ar daglegu starfsemi félagsins, en það er nú eitt stærsta
íþróttafélag bæjarins. Starfar það í 8 deildum og telur
um 2000 skráða félagsmenn.
Hefir því verið efnt til happdrættis á vegum félagsins
til þess að afla fjár til þessara nauðsynlegu framkvæmda
og stendur það nú yfir.
Hinn nýi skíðaskáli KR í Skálafelli við Stardal. — Hann er brátt
fullgerður, en enn skortir allmikið fé til þess að unnt sé að ljúka
byggingunni og byggja skíðalyftu þarna á fjallinu.
Skíðaskáli KR í Skálafelli var
upphaflega byggður árið
1936. >ar uppfrá eru ágæt skíða-
lönd og þannig hagar til, að ekki
er mjög langt frá þjóðbrautinni,
Þingvallaveginum, á staðinn, ca
5 km. Skálinn var síðan í stöð-
ugri notkun hvern vetur, þar
til fyrir tveimur árum, er hann
brann til kaldra kola. Hafizt var
handa þegaristað að endurbyggja
skálann og er hann nú langt kom
inn eins og myndin sýnir.
Nýi skálinn er mikil og reisu-
leg bygging, 950 rúmmetrar, og
er áætlað, að þar geti a. m. k.
60 manns gist. Félagsmenn í KR
hafa lagt á sig mikið sjálfboða-
liðsstarf við byggingu þessa nýja
skála og skíðadeildin hefir verið
þar fremst í flokki. Eru
nú um 300 félagar í skíðadeild-
inni. Mun félagið hafa lagt
um 400 þús. kr. í framkvæmd-
irnar við skíðaskálann. Hefir ver-
ið unnið að því að leggja veg
frá Þingvallaveginum upp að
honum og hefir það verið mikið
verk sem nú er langt komið. 1
sumar er von til þess að rafmagn
verði leitt í skálann og verður
það mjög til þæginda.
Þegar skíðaskálinn í Skálafelli
hefir verið reistur og fullgerður
er það stærsti draumur forráða-
manna skíðadeildarinnar að
koma upp skíðalyftu í Skálafelli
skammt frá skíðaskálanum og
standa vonir til þess, að unnt
verði að byggja hann eftir 2—3
ár, ef nægilegt fé er fyrir hendi.
Slík lyfta er raunverulega óhugs
andi nema sem rafmagnslyfta og
er því mjög mikilvægt að raf-
magnið fáist sem fyrst til skál.
ans. Við byggingu skíðalyftunn.
ar skapast stórum betri og auð-
veldari skilyrði til iðkunar skíða-
íþróttarinnar og vonast forráða-
menn skíðadeildarinnar og fé-
lagsins til þess að lyftan geti
orðið reykvískri æsku aukin
hvöt til þess að stunda þá hollu
íþrótt. Allar framkvæmdir
þarna upp frá eru þó komnar
undir því að félagið hafi nóg fé
til þeirra, svo þeim sé hægt að
hraða sem auðið er.
Nú hafa framkvæmdirnar við
félagsheimili KR í Kapla-
skjóli og íþróttavöllinn þar
kostað félagið um tvær og hálfa
milljón króna. Enn er þeim þó
ekki að fullu lokið. Eftir er að
byggja fleiri búningsklefa og böð,
en það er skilyrðið fyrir því að
skólaæskan geti notað hinn
mikla íþróttasal sem þar er á
vetrum. í sumar verður hafizt
handa um þessar framkvæmdir.
Einnig þarf í sumar að gera ýms-
ar lagfæringar á íþróttavöllun-
um og umhverfi þeirra.
Þessar framkvæmdir allar
kosta mikið fé, auk hinnar dag-
legu starfsemi félagsins í hinum
ýmsu deildum, en þar er knatt-
spyrnudeildin stærst og telur hún
um 600 félaga.
ví hefir félagið ákveðið að
efna til happdrættis og eru
vinningarnir ný amerísk bifreið,
uppþvottavél, þvottavél, útvarps-
grammófónn og ísskápur. Verður
dregið þrisvar sinnum, síðast 20.
júlí um þessa gripi, en miðarnir
gilda áfram meðan dregið er. —
Auk þess eru veittir 10 auka-
vinningar á þau númer sem næst
eru vinningsnúmerunum.
Fyrirkomulag þessa happdrætt
is er nýlunda, einkum það að
þrisvar er dregið og gildir sami
miðinn í öll skiptin.
Með þessu happdrætti hyggst
stjórn KR afla sér nauðsynlega
fjár til þeirra framkvæmda sem
hér hafa verið taldar, til efling-
ar íþróttalífi meðal æskunnar
hér í bænum.
Vornómskeið í
iimleikum
eru að hefjast hjá ÍR. Verður
kennt í tveimur frúaflokkum,
verður anríar á daginn en hinn
á kvöldin tvisvar í viku hver
flokkur. Þá verður einnig flokk-
ur fyrir ungar stúlkur 13—16
ára og fyrir telpur 10—12 ára.
Kennd verður létt músíkleikfimi
en auk þess dýnu- og áhaldaæf-
ingar fyrir ungu stúlkurnar. —
Kennarar verða: frú Sigríður
Valgeirsdóttir, frú Unnur Bjarna
dóttir og frk. Guðlaug Guðjóns-
dóttir.
Tímarnir verða þannig:
Frúaflokkur (eldri) mánu-
daga og föstudaga kl. 4.
Frúaflokkur (yngri) þriðju.
daga og fimmtudaga kl. 8.15.
Stúlkur 13—16 ára mánudaga
og föstudaga kl. 5,30.
Telpur 10—12 ára mánudaga
og föstudaga kl. 4,45.
Nokkrar sfúBkur
geta fengið atvinnu í vor og sumar við fiskverkun að
Meiðastöðum í Garði. Fæði og húsnæði á staðnum, sími
9B um Gerða.
VÉLSTJÓRA
til vélgæzlustarfa vantar ísbjörninn h.f. — Uppl.
í skrifstofu ísbjörnsins hf., Hafnarhvoli.
Skrifstofustúlka
rösk og ábyggileg óskast til skrifstofustarfa hjá stóru
heildsölufyrirtæki. — Umsóknir er tilgreini mennlun og
fyrri störf sendist afgr. Morgunblaðsins merkt „2809“
fyrir firnmtudagskvöld.
TIL LEIGU
4ra herbergja íbúð í Hlíðunum. — Tilboð merkt
2816, sendist Morgunblaðinu.
ATVBNNA
2 duglegar stúlkur óskast strax. — Upplýsingar
hjá verkstjóranum.
Efualaugln LINDIN h.f.
Skúlagötu 51
Sérleyfisakstur
Vanur langferðabifreiðastjóri getur fengið vinnu
við rútuakstur nú þegar.
Listhafi sendi nafn.og heimilisfang til afreiðslu
blaðsins merkt 2823.
Frá hinu mikla félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg. Þar þarf að
byggja böð og búningsklefa, svo skólaæskunni verði kleift að
nota salina til leikfimi- og íþróttaiðkana.
Smekklegt úrval af ódýrum
Sumarkápum
Takmarkaðar birgðir. Verð frá kr. 785.00.
Laugavegi
s
Ungling
vantar til blaðburðar við
Nesvegur
Afgreiðslustarf
Dugleg stúlka, helzt vön afgreiðslustörfum, óskast
nú þegar.
SÍLD & FISKUR
Bergstaðastræti 37.
Sumarbústa5ur
Vandaður sumarbústaður í nágrenni Reykjavíkur, helzt
með rafmagni óskast til leigu í 2—3 mán. Uppl. í sima
1181 — aðeins kl. 8—9 á kvöldin.