Morgunblaðið - 08.05.1957, Síða 17

Morgunblaðið - 08.05.1957, Síða 17
Miðvíkudagur 8. maí 1957 MORGVNBLAÐIÐ 77 Magnús Árnason, Suðureyri Minningarorð HINN 12. des. síðastliðinn and- aðist í sjúkrahúsi ísafjarðar Magnús Árnason, trésmiður frá Suðureyri, eftir stutta legu. Fram undir septemberlok gekk hann daglega að störfum og bentu af-, köst hans frekar á mann á bezta skeiði. Mun fáum ókunnugum, sem sáu hann við vinnu, hafa komið til hugar, að þar væri að verki maður kominn á áttræðis- aldur. Hann var alla ævi mjög hraustur og mátti heita að hann kenndi aldrei til meins fyrr en í byrjun október, er hann fyrst varð var þess sjúkdóms, sem svo fljótt endaði ævi hans. Magnús var fæddur á Hóli í Bolungarvík 14. ágúst 1885. For- eldrar hans voru Árni H. Árna- son og Hansína Ásbjarnardóttir, sem lengi bjuggu á Hóli. Árni var Bolvíkingur og forfeður hans höfðu búið þar í nokkra ættliði, en Hansína var frá Vopnafirði og er ekki kunnugt um ættir hennar. Tvö systkini átti Magnús, Rannveigu og Jóhann. Rannveig dó rúmlega tvítug, en Jóhann er búsettur í Reykjavík og hefur lengi unnið hjá Útvegsbanka fs- lands. Auk þess átti Magnús hálf- systur, Rannveigu Árnadóttur, sem nú býr á ísafirði, 75 ára gömul. Hefur hún alltaf haldið nánum kynnum við Magnús og fjölskyldu hans. Magnús ólst upp á Hóli með foreldrum sínum og eins og þá var títt, vandist hann snemma við öll dagleg störf, bæði á landi og sjó. Síðustu árin sem hann var á Hóli, vann hann að smíð- um með Davíð Teitssyni og lagði þá grundvöllinn að því sem varð aðalstarf hans síðcui hluta ævinn- ar. Hinn 2. marz 1911 giftist Magnús eftirlifandi konu sinni, Guðmundínu Sigríði Sigurðar- dóttur, myndarkonu, sem reynd- ist honum hinn bezti förunautur á langri samleið. Voru þau jafn- an samhent hvort sem með blés eða móti, en oft voru lífskjörin erfið og þurfti þá að fara vel með, svo tekjurnar nægðu fyrir þörfum, ekki sízt meðan barna- hópurinn var að komast upp. Reyndi þá ekki síður á húsfreyj- una en húsbóndann. Guðmundína er dóttir Sigurðar Jónssonar frá Knarrarhöfn í Hvammssveit og Hólmfríðar Guðmundsdóttur frá Svarfhóli í Laxárdal. Þau bjuggu fyrstu árin á Hóli, en fluttu til Suðureyrar 1913. Magnús byggði þar allstórt íbúð- arhús og var það jafnframt út- búið fyrir brauðgerð og verzlun og rak hann hvort tveggja um nokkurra ára skeið. f fyrstu hafði hann lærðan bakara, en kaup- túnið var fámennt og brauðsala lítil, svo ekki bar sig að hafa mann eingöngu við brauðgerðina og vann Magnús þá sjálfur að brauðgerðinni jafnframt því sem hann annaðist verzlimina. For- eldrar Magnúsar brugðu búi á Hóli um líkt leyti og hann flutti til Suðureyrar, og fluttu þau til hans, skömmu síðar. Sumarið 1919 var stofnað Kaup félag Súgfirðinga og var Magnús einn af stofnendum þess. Hann var valinn kaupfélagsstjóri og hélt þeirri stöðu meðan félagið Btarfaði. í fyrstu hafði félagið aðsetur í húsi Magnúsar og not- aði verzlunarbúð hans og vöru- geymslu, síðar keypti það verzl- unarhús Jóns Grímssonar og fluttist í þau. Það hóf þá fisk- kaup og fiskverkun og jók tölu- vert starfsemi sína. En félagið varð ekki gamalt, vegna fjárhags- örðugleika varð það að hætta rekstri sumarið 1923. Margt studdi að þessu. Þessi ár voru erfið og hagur almennings mjög þröngur, svo margjr gátu ekki staðið í skilum. Þá féll fiskur mikið í verði þetta ár, svo mikill halli varð á öllum fiskkaupum. Erfiðleikar þessara ára snertu að minnsta kosti til að annast viðgerðir og eftirlit. Magnús var valinn til þessa starfa og til und- irbúnings var hann látinn vinna með þeim sem raflagnirnar lögðu, bæði utan húsa og innan. Hann hafði síðan umsjón með rafveit- unni í nær 20 ár og annaðist allar viðgerðir og flestar raflagn- ir allan þann tíma. Þrátt fyrir lítinn undirbúning tókst honum að afla sér þeirrar þekkingar, að vinna hans reyndist góð. Öðru hverju kom maður frá Rafmagns- eftirlitinu, til að skoða raflagnir og viðhald þeirra. Sá ég eitt sinn skýrslu þá er hann gaf yfirboð- urum sínum, hrósaði hann þar vinnu Magnúsar og frágangi. Á þessum árum hafa orðið nokkrir brunar, en aldrei hefur rafmagni verið kennt um þá. Eftir 1930 fór hann að gefa sig meira að smíðum, en fram ,til 1940 var lítið um byggingar og því ekki um samfellda vinnu að ræða. Varð Magnús þá, sem aðrir, að taka jafnframt hvaða vinnu sem bauðst. Upp frá þeim tíma fóru byggingar og ýmsar fram- kvæmdir að aukast, og á síðari árum hafa smiðir haft stöðuga vinnu allt árið. Naut Magnús þess ekki síður en aðrir. Hann náði fyrstur manna í fullkomn- ar trésmíðavélar, varð það hon- um, og jafnframt viðskiptamönn- unum til mikilla hagsbóta. Þegar Magnús lézt var hann búinn að vera nær 46 ár í hjóna- bandi og eins og áður er sagt, var sú sambúð ávallt hin ánægju- legasta. Þau hjón áttu 10 börn og náðu 8 þeirra fullorðinsaldri. Einn son, Halldór Georg að nafni, misstu þau 22 ára, fórst hann með línuveiðaranum Pétursey, sem var skotinn niður 1941. Þau sem eftir lifa eru: Magnús Vilhjálmur skipstjóri á Suður- eyri, giftur Unni Guðmundsdótt- ur, Sóley Sesselja, gift Jóni Ein- arssyni bónda á Garðsauka á Rangárvöllum, Kristján Bjarni, skipstjóri á Suðureyri, giftur Kristínu Guðmundsdóttur, Rann- Framh. á bls. 19 fleiri en Kaupfélag Súgfirðinga, samtímis því voru tvær verzlan- ir á Suðureyri, sem ekki áttu lengri sögu. Á þessum árum tók Magnús einnig þátt í útger j, sem hann þó ekki gat fylgzt með, en afkoman varð ekki sú að hún veitti honum fjárhagslegan stuðn ing. Ekki byrjaði Magnús aftur á verzlun þó Kaupfélag Súgfirð- inga hætti, en fékkst nokkuð við bökun og brauðsölu. Ekki var það honum nægileg atvinna og varð hann því jafnframt að vinna ýmis störf, eftir því sem kostur var á. Nokkrum árum síð- ar keypti hann lítinn mótorbát, sem hann réri á vor og surnur, en á vetrum var hann stundum landmaður hjá stærri bátum. Þegar Rafveita Suðureyrar var byggð, 1929, var enginn maður á staðnum sem kunni til raflagna eða viðgerða á þeim, en óhjá- kvæmilegt var að hafa einhvern, ðdýrir knrlmannaskðr Brúnir götuskór með svampsólum. Verð kr. 198.00 Tékkneskir sumarskór með leðursóla. Verð kr. 149.00. Tékkneskir sumarskór með svampsóla. Verð kr- 170.75 Tékkneskir sumarskór með gúmmísóla. Verð kr. 131.00. Svartir tékkneskir skór með leðursóla. Verð kr. 138,50 Uppreimaðir spænskir verkamannaskór með gúmmísóla. Verð kr. 186.00 Uppreimaðir íslenzkir verkamannaskór með svampsóla. Verð kr 196.00 ATHUGIÐ VERÐ OG VÖRIJGÆÐI íCSvmÍ Aðalstr. 8. — Laugav- 20. — Snorrabr. 38. — Laugav. 38 — Garðastr. 6 stómukna aðdáun... Mjallhvítur fatnaður mun vekja aðdáun, bæði á börnum yðar og þvotti yðar. Að vísu hreinsa algeng þvottaefni þvottinn, en einungis hið bláa Omo gerir hvítan fatnað skjallhvítan. Hvíti þvotturinn, og líka sá misliti, mun verða hvítari en nokkru sinni fyrr, og hversu grómtekin sem fötinu eru, hreinsar OMO hvern blett. Athugið mun- inn, þegar þér notið ilmandi hið bláa OMO. HS® BLAA CtH@ SKILAB VDUR HEtMSINS HVrásm ÞVOITlI X-OMO 16/3-2187-!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.