Morgunblaðið - 08.05.1957, Qupperneq 20
Veðrið
SV-grola eða kaldi. Úrkomulaust
að mestu.
Oscar Wiide
Sjá blaðsíðu 11.
101. tbl. — MiSvikudagur 8. maí 1957
Ríkisbú Kleppsspílala verðut
lagl niður í þessum mánuði
K
Fjósið stendur í miðri götu.
LEPPSSPÍTALABÚIÐ, kúabú, sem rekið hefur verið í sam-
bandi við Kleppsspítalann, verður nú lagt niður og hafa allar
kýr þess, rúmlega 50 talsins, verið auglýstar til sölu.
Þegar skömmu eftir að Klepps-
spítalinn tók til starfa vorið
1907, tók Þórður Sveinsson lækn-
ir, að brjóta land það er spítal-
anum tilheyrði, en það var víð-
áttumikið og aðeins lítill hluti
þess ræktaður, en landið allvel
til ræktunar fallið. Síðan kom
Þórður Sveinsson læknir upp
kúabúi fyrir spítalann og stækk-
aði það eftir því sem túnin
urðu stærri og spítalinn stækk-
aði. Er hann var látinn hætta að
reka búið, voru þar komin mikil
tún með um 1000 hesta töðu-
fallL
FJÓSIÐ SPfTALI
Síðan 1930 hefur Tryggvi Guð-
mundsson verið bústjóri Klepps-
spítalabúsins. Þá var það gert
að ríkisbúi. Inni við Klepp var
reist mikið og fallegt fjós með
stórri hlöðu. Fyrir allmörgum
árum var Kleppsspítalabúið flutt
þaðan og að Syðra-Langholti við
Langholtsveg. Fjósinu var þá
breytt í sjúkrahús.
I SYÐRA-LANGHOLTI
Eftir því sem byggðin hefur
aukizt inni við Langholtsveg og
næsta nágrenni hans, hefur æ
meira þrengt að rekstri Klepps-
spítalabúsins þar. í fyrra var
Ný frímerki koma
úf í dag
ÞRJÚ ný frímerki koma út í dag,
Jöklafrímerki, að verðgildi 2 kr.
3.kr.og 10 kr.Eru sömu myndir á
þessum frímerkjum og flug-
merkjum, nema hvað flugvél-
arnar hafa verið teknar burt.
Frímerkin eru prentuð hjá
Thomas de la Rue & Co., Ltd.,
London, og teiknað af Stefáni
Jónssyni.
lokið við að skipuleggja svæðið
þarna og lenti þá fjós búsins í
miðri götu. Gerðu bæjaryfir-
völdin kröfu til þess að fjósið
yrði rifið. Er nú svo komið að
holræsagerð og gatnalagning, þar
sem fjósið stendur, er á næsta
leyti.
Allar kýr búsins, 55 að tölu, sem
séð hafa Kleppsspítalanum fyrir
100—110 þús. lítrum af mjólk á
ári, verða nú seldar næstu daga,
en gangverð mjólkandi kúa er
milli 4000 og 5000 krónur. Þegar
sala þeirra hefur fram farið, er
þar með lokið rekstri Klepps*
spítalabúsins.
★OoO*
Upp úr næstu mánaðamótum
mun fjósið að Syðra-Langholti
verða brotið niður, en það er
steinsteypt.
Lisfkynning Morgunblabsins
Þessi ljósmynd er af einu málverka Jóns Stefánssonar listmálara, sem nú eru til sýnis á vegum List-
kynningar Morgunblaðsins. Heitir málverkið „Fjaliasýn frá Geysi“.
Fasíeign aeigend afélagið
eykur sfarfsemi sína
Á AÐALFUNDI Fasteignaeig-
endafélags Reykjavíkur í Tjarn-
arcafé mánudaginn 6. maí s. 1.
flutti formaður félagsins, Jón
Sigtryggsson, dómsvörður,
skýrslu um störf félagsins á ár-
inu 1956, en framkvæmdastjóri
félagsins frá s. 1. áramótum, Páll
S. Pálsson, hrl., skýrði frá félags-
starfinu síðustu mánuðina. Gjald-
keri félagsins, Jón G. Jónsson,
verksmiðjustjóri, gerði fundin-
um grein fyrir fjárhagsafkomu
félagsins s. 1. ár.
Félagsstarfið er í örum vexti,
Hefur félagið áformað að fara
inn á þær brautir, að starfa sem
almennt „neytendafélag" íbúða-
eigenda, og má í því sambandi
benda á starf þess að brunatrygg
ingarmálum og baráttu þess síð-
ustu mánuðina fyrir lækkuðum
Færeyingar halda
heim af vertíð
FÆREYINGAR voru fjölmennir á götum Reykjavíkur í gær. Voru
þetta sjómenn af bátaflotanum, hingað komnir af vertíð úr
flestum verstöðvum landsins. Þeir eru nú að halda þeim. Siglir
einn hópurinn, 130—140 manns, með Gullfossi til Þórshafnar í
kvöld.
Sem kunnugt er komu hingað
á vetrarvertíðina yfir 1000 Fær-
eyingar, konur og karlar. Voru
allmargar færeyskar stúlkur við
frystihúsavinnu, en karlar ýmist
á bátum eða togurum. Þeir sem
nú eru að búast til heimferðar
hafa yfirleitt allir verið á vél-
bátaflotanum, en einnig eru
nokkrir, sem verið hafa á togur-
um.
Færeyingarnir munu yfirleitt
ekki vera ánægðir með afkomu
sína hér, sem stafar af hinni
miklu aflatregðu. — Innan um
eru þó sjómenn sem haft hafa
allgóðar tekjur á vetrarvertíð-
inni.
Á morgun sigla um 100 Fær-
eyingar með Kötlu, sem fer nær
alveg tóm út til Finnlands að
sækja vörur. Verða Færeying-
arnir flestir í lest skipsins og
búa þar um sig í flatsæng, en
Katla hefur viðkomu í Þórshöfn.
Á mánudaginn kemur er Dr.
Alexandrine væntanleg frá Græn
landi og sigla með henni heim
um 170 Færeyingar.
Búizt er við að langsamlega
flestir hinna færeysku sjómanna
haldi nú heim, en þó munu
nokkrir dveljast hér enn um
skeið, einkum þeir sem eru á
togurunum.
kyndingarkostnaði olíukyntra
húsa, auk þess sem félagið nú
sem fyrr hefur vakandi auga með
öllum samþykktum og lögum er
snerta hagsmuni fasteignaeig-
enda.
Eélagsmönnum fer svo ört
fjölgandi um þessar mundir, að
s. 1. 3 mánuði hafa um 370 manns
gengið í félagið, og eru félags-
menn nú á 2. þúsund talsins.
Áherzla hefur verið lögð á það,
að veita húseigendum í öðrum
kaupstöðum aðstoð til stofnunar
húseigendafélaga þar og áform-
að er að stofna hið fyrsta til
landssambands húseigenda, m. a.
með hliðsjón af því að slíkt lands
samband verði þátttakandi í
Norðurlandasamtökum húseig-
enda.
Fundurinn var fjölmennur og
urðu miklar umræður um skýrslu
félagsstjórnarinnar og framtíð-
arstarf félagsins.
Að umræðum loknum fór fram
stjórnarkosning, Jón Sigtryggs-
son fráfarandi formaður, baðst
eindregið undan endurkosningu,
og var Hjörtur Hjartarson, for-
stjóri, kjörinn formaður félags-
ins. Ólafur Jóhannesson kaup-
maður og Alfreð Guðmundsson
skrifstofustjóri voru endurkosn-
ir sem meðstjórnendur til næstu
tvegga ára, en fyrir eru í stjórn-
inni, Jón G. Jónsson, verksmiðju-
stjóri, og Jón Guðmundsson, full-
trúi.
Ákveðið var að halda fram-
haldsaðalfund innan skamms og
taka þar til umræðu ýmis lög-
gjafarmál, sem nú eru efst á
baugi og snerta fasteignaeigend-
ur öðrum fremur.
Happdrætti Sjálf-
stæðisflokksins
Fundur með fulltrúum
Heiðmerkurlandamm
STJÓRN Skógræktarfél. Reykja
víkur hefur boðað fund með
fulltrúum landnemafélaganna á
Heiðmörk, í kvöld kl. 8,30 í Þórs-
kaffi, Laugavegi 105, með inn-
gangi frá Hlemmtorgi.
★
Á fundinum verður rætt um
gróðursetningarstarfið í Heið-
mörk á þessu vori, en það mun
hefjast mjög bráðlega.
★
Einar G. E. Sæmundsen skóg-
arvörður sagði Mbl. í gær, að
Heiðmörk kæmi vel undan vetri.
Þar er nú klakalaust með öllu
og ekkert því til fyrirstöðu að
hefja gróðursetningu þegar.
Enn tvö ný
sundmet
SUNDMEISTARAMÓTI íslands
lauk í gærkvöldi. Voru þá sett
tvö met. Sveit Ægis setti met í
4x200 m skriðsundi, synti á
9:52,8 mín. Þá setti Guðmundur
Gíslason, ÍR, drengjamet í 100
m flugsundi, synti á 1:12,5 mín.
Nánara um mótið síðar.
Vélar í semenls*
verksmiðjuna
komnar
AKRANESI, 7. maí — í allan dag
hefur verið unnið hér að upp-
skipun úr Reykjafossi á vélum
og efni í sementsverksmiðjuna.
Alls munu vélarnar og tilheyr-
andi efni vega yfir 700 lestir. Eru
stærstu stykkin 23 lestir.
Minkurinn „var
ekki heiina44
AKRANESI, 7. mai — Fyrir
nokkru fóru héðan úr bænum
þrír ungir menn til þess að vinna
minkagreni og lögðu þeir leið
sína í svonefndan Æðarodda.
Þegar þangað kom fundu þeir
brátt minkagreni sem á voru þrír
munnar. Þeir birgðu einn þeirra,
tróðu tjörubornum striga í ann-
an og báru eld að og tóku sér
stöðu utan við hinn þriðja með
kylfur sínar á lofti. En minkur-
inn var ekki heima og þarna
biðu þeir í nær klukkustund
árangurslaust. Um það leyti, sem
farið var að dimma fundu þeir
önnur tvö minkagreni. En þeir
höfðu ekki útbúnað og eins orð-
ið rökkvað, svo þeir urðu frá að
hverfa við svo búið. — Sýnilegt
er að mikið er um mink í Æðar-
odda, sem og reyndar víðar hér
um slóðir. —Oddur.
I HINU glæsilega happdrætti
'Sjálfstæðisflokksins eru 10 vinn-
ingar: Bifreið og ferðir til út-
landa með skipum og flugvélum.
Aðeins 7000 númer eru gefin út.
Þar sem svo skammur tími er
til stefnu, er nauðsynlegt að þeir,
sem fengið hafa heimsenda happ-
drættismiða, geri skil sem allra
fyrst. Einkum er nauðsynlegt að
óseldir miðar berist fljótt til af-
greiðslu happdrættisins.
Það eru vinsamleg tilmæli til
þeirra, sem styðja vilja starfsemi
Sjálfstæðisflokksins, með bví a'5
kaupa miða í happdrættmu, að
þeir snúi sér til afgreiðslu happ-
drættisins í Sjálfstæðishúsinu,
eða hringi í síma 7100 og panti
miða og verða þeir þá sendir til
þeirra.
Konu bjargað
frá köfinm
SNEMMA í gærmorgun var kona
flutt meðvitundarlaus í Lands-
spítalann, eftir að hafa verið
bjargað frá köfnun í herbergi
sínu, er eldur kom þar upp, er
hún var í svefni.
Atvik þetta gerðist að Hraun-
teigi 19, í kjallaraherbergi, og
býr þar Sigríður Þórarinsdóttir.
Um klukkan 6 í gærmorgun
varð þess vart á efstu hæð húss-
ins að reyk lagði þangað upp
og kom brátt í ljós að hann kom
upp úr kjallaranum, úr herbergi
Sigríðar. Er það var opnað, var
það fullt af reyk og eldur logáði
í legubekk og rúmfötum. Sigríð-
ur lá á öðrum enda legubekksins
í öngviti. Þó eldur væri í legu-
bekknum og rúmfötunum, hafði
hún ekki hlotið nein brunasár.
Hún var algjörlega meðvitundar-
laus er hún var borin út og
komst ekki til meðvitundar á ný
fyrr en undir hádegisbilið í gær,
í Landsspítalanum.
Það er talið að kviknað hafi í
rúmfötum Sigríður út frá raf-
magnshitapúða, sem hún hafi
sofnað út frá með straum á.
Slökkviliðið var að sjálfsögðu
kallað til og slökkti það eldinn
skjótt.