Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 8
8 Moncmsfíj 4ÐIÐ Þriðjudagur 28. maí 1957 S.Þ.: New York í apríl. Litauðug íánatjöld Sameinuðu Þjóðanna blaktir með hressileg- um þyt fyrir mildri golunni. __ Vorið er snemma á ferð í ár — segja New York bú- ar og rósa-hattar kvenfólksins (meinfýsnir menn kalla þá „blómagarða") virðast þegar standa með blóma í iðandi stræt- um Manhattan. SETIÐ Á RÖKSTÓLUM í fundarsal númer II í völund- arhúsi S-Þ. við East River situr kvenréttindanefnd Fjárhags- og Félagsmálaráðsins á rökstólum. 1 henni eiga sæti fulltrúar frá 18 aðildarþjóðum S.Þ. og auk þess frá ýmsum sérstökum félagsstofn unum, sem fylgjast með störfum nefndarinnar og gefa henni ráð og vísbendingar, án þess þó að hafa atkvæðisréttcRíki þau, sem í ár eiga fulltrúa í nefndinni eru: Argentína, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Doninico, Hvíta Rússland, Frakkland, Indonesía, Israel, Kína, Kuba, Mexiko, Pak- istan, Pólland, Sovét-Rússland, Svíþjóð og Venezuela. Tvö ríki víkja árlega úr nefnd- inni fyrir öðrum tveimur, sem koma í þeirra stað Fundarstjóri nefndar.innar í ár er fulltrúi Svíþjóðar, frú Agda Russel, sem er endurkjörin í það embætti og virðist njóta mikils trausts og álits meðal starfssystra sinna fyrir röggsemi og réttsýni í fundarstjórninni. f 13 LÖNDUM — KONUR ÁN KOSNINGARÉTTAR Nú er um það bil að ljúka um- ræðum um eitt aðalmálið á dag- skrá nefndarinnar: Pólitísk rétt- indi kvenna. í yfirlitsskýrslu sem liggur fyrir fundinum, tek- in saman af þar til ráðnum að- stoðarmönnum aðalritara S.Þ., Dag Hammerskjöld, er að finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um, hvernig ástatt er í heiminum í dag á þessu sviði og þróun síð- ustu ára. Þar sjáum við svart á hvítu, að í 13 löndum heims hafa konur alls engin réttindi til kosn inga eða kjörgengis. Það er furðu legt, að þar á meðal er eitt fremsta menningarland Evrópu, „Nú eru reyrbir fætur úr sög- unni og kínverskar stúlkur velja sér maka að eigin vild" Sagbi fulltrúi Kína i kvenréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna Sviss. Varla láta Svisslendingar þar við sitja miklu lengur — eða öllu heldur svissneskar konur, en þær hafa sjálfar hingað til, verið undarlega áhugalitlar um framgang þessa máls. Hin lönd- in 12 eru: Afganistan, Iran, Iraq, Jórdanía, Kambódía, Laos, Lib- ýa, Liechtenstein, Paraguay, San Marino, Saudi Arabía og Yemen. í hinum tveimur síðastnefndu er stjórnarfyrirkomulagið reyndar með þeim hætti, að hvorki karl- ar né konur hafa kosningarétl eða kjörgengi! í Portugal og einnig Sýrlandi, eru gerðar vissar menhtunarkröf ur til kvenna, til að þær njóti þessara réttinda, en til karl- manna engar slíkar kröfur og í furstadæminy Monaco fá konur að kjósa aSeins í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. ÍSLAND 4. f RÖDINNI í skrá, þar sem löndin eru tal- in upp í þeirri tímaröð, er þau veittu konum almennan kosn- ingarétt kemur í ljós, að þrjú lönd aðeins, Ástralía (1902), Finn land (1906) og Noregur (1913), urðu á undan íslandi (1915 — Danmörk saman ár), svo að við getum, þegar öllu er á botninn hvolft, borið höfuðið hátt. GAGNRÝNI — AÐKAST Ekki hefir hjá því farið, að Sameinuðu þjóðirnar, sem stofn- un hafi iðulega hlotið gagnrýni og stundum hörku aðkast, hversu einlæglega, sem þær hafa viljað reynast yfirlýstu hlutverki sínu vaxanar. Vanmáttur þeirra á örlagastundu hefir að vísu kom- ið sorglega bert í ljós, og fyllt heiminn, í bili, vonleysi og ör- væntingu. Atburðirnir í Ung- verjalandi og Egyptalandi eru öllum , fersku minni. Einstakar aðildarþjóðir brugðust hinu helga heiti og virtu stefnuskrá S. Þ. að vettugi. — En hvað sem því líður er ekki hægt að loka aug- unum fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar unnið risa- vaxið starf í þágu mannúðar og menningar um gjörvallan heim, á þeim 12 árum, sem þær hafa starfað. Gallinn er sá, að áhugi óþörf og sæti sízt á nefndarkon- um, sem unnið hefðu baki brotnu að velferðarmálum kvenna á öll- um sviðum, að lýsa þanmg van- trausti á sjálfar sig. Þær myndu framvegis eins og hingað til reyn ast vaxnar því hlutverki, sem þeim hefði verið ætlað. SÆJU EKKI ÚT FYRIR ÞINGSTÖRFIN Ýmsir fulltrúanna tóku í sama strenginn —- aðrir andmæltu, þar á meðal fulltrúi Belgíu, frú Georgette Ciselet, sem er þing- maður í heimalandi sínu. Hún vís- aði líka eindregið á bug þeirri staðhæfingu dóminikanska full- trúans, að þingkonur létu sig oft minna skifta almenn áhuga- mál kvenna en skildi — þær sæju oft ekki út fyrir sjálf þing- störfin, létu sér þau nægja. EKKI AF SANNGIRNI SAGT Madame Ciselet kvaðst, þvert á móti, ekki vita til annars en að þingkonur, í hvaða landi sem væri hefðu jafnan barizt ósleiti- lega fyrir hagsmunamálum kvenna og borið mörg fram til sigurs og væri ekki af sanngirni hægt að ásaka þær um sinnuleysi í þeim efnum. Hún fengi ekki annað séð, en að alþjóðlegur fundur þingkvenna, myndi bera jákvæðan árangur fyrir fram- gang þeirra mála, sem hér væru um að ræða. ALÞJÓÐLEG RANNSÓKNARNEFND Um þetta var rætt fram og aft- ur — með og móti, bornar fram breytingartillögur, reynt að kom ast að niðurstöðu. Loks var hall- azt að því að í stað þingkvenna- Þegar svertingjaríkið Ghana á Gullströndinni hlaut sjálfstæði var konum þegar veittur kosningaréttur til jafns við karla. Hér sjást nokkrar þeirra á kjörstað. að giftudrjúgu umbóta- og upp- byggingarstarfi, auðvitað þar helzt, sem þörfin var mest fyrir. — Hvað vitum við í rauninni, þrælmenntaðir og stríðaldir Norð i^rlandabúar, um það starf, sem S. Þ. hafa unnið — og vinna til að kenna fátækum börnum austur í Saudi-Arabíu að lesa og skrifa, til að bægja Malaríu-fári frá milljónum manna í Indlandi eða að lina þjáningar og eymd frumstæðra blökkumanna suður í Afríku og hefja þá á hærra alls almennings á starfi þeirra og gerðum, vaknar fyrst fyrir alvöru þegar ógnandi stríðsbliku bregður á loft hér eða þar: — Hvað gera S. Þ.? — Ætla þær að sitja aðgerðarlausar? — Eru þær þá ekki til neins nýtar, þeg- ar á reynir? IIVAÐ VITUM VIÐ? Hitt lætur fólk sig minna varða hvernig S. Þ. hafa geng- ið til verks og hverju þær hafa fengið áorkað á hinum fjölmörgu sviðum, sem þær hafa unhið á Áttræður: GuS-m r. GuSnasen Guðni er fæddur í Eyjum í J svo að jafnvel 2 meðalmenn hygg Kjós, 28. maí 1877. Voru foreldr- ar hans hjónin Guðni Guðnason og Guðrún Ingjaldsdóttir. Tók Guðni við búi af foreldrum sín- um árið 1910. Sama ár giftist hann eiginkonu sinni, Guðrúnu Hansdóttur, Stefensen frá Hurð- arbaki í sömu sveit. Voru for- eldrar hennar, hjónin Guðrún Högnadóttir og Hans Stefensen. Guðni hefir alltaf átt heima í Eyj um, þó að hann hafi stundum dvalið um nokkurt skeið annars staðar, bæði við sjó og í sveit. Guðni stundaði sjó í hart nær 30 ár. Fyrst á skútum og síðar á tog- urum. Síðast var hann með hin- um dugmikla skipstjóra, Jóni Jó- hannssyni á togaranum Braga. Fyrsti skipstjóri hans var Jón Árnason frá Ráðagerði. Alls voru þeir 6 skipstjórarnir, sem Guðni sigldi með í þessi hart nær 30 ár. Hinir voru Pétur Þórðarson frá Glasgow, Guðmundur Stef- ánsson, Sigurður Þórðarson og Ingólfur Árnason. Ég hefi all- góðar heimildir fyrir því, að Guðni var eftirsóttur sem sjómað- ur og þurfti ekki lengi að ganga á milli manna til þess að útvega sér skiprúm. Enda var það vitað, að Guðni skipaði rúm sitt þar vel sem annars staðar, enda harð duglegur til allrar vinnu, svo að ég að hefðu mátt gæta sín, til þess að gera betur í sumum til- fellum. Því hvorttveggja var, að getan var mikil og viljinn nógur. Ég kynntist Guðna, er hann var um fermingu. Þá var hann vetrarmaður hjá foreldr- um mínum, er faðir minn fór að sjó, eins og algengt var um bændur á þeim árum. Guðni var að vísu ekki bráðþroska, en snemma sást hvað í honum bjó. Guðni missti konu sína fyrir rúmu ári síðan, þá tæpra 79 ára að aldri. Var Guðrún dugmikil kona eins og hún átti kyn til. Var hún manni sínum mjög sam- hent með að gera garðinn fræg- an. Enda tókst þeim hjónum það með aðstoð barna sinna eftir að þau komust á legg. Má nú segja, að Eyjar séu orðnar að stórbýli, ur sem heita mátti að væri smábýli er þau hjónin hófu þar búskap fyrst. Öll hús endurbyggð, og ræktun í stórum stíl. Þó hefur Guðni ekki gengið heill til skóg- ar hin síðari árin. Fyrir allmörg- um árum bilaðist hann í baki, í átökum við þung björg. Að vísu hefir hann náð sér nokkuð aftur, en aldrei orðið samur aftur. T.d. hefir hann ekki á hestbak stigið síðan. Þó er langt frá að hann hafi lagt hendur í af bar. Hraustmenni að burðum, skaut. Ellin sækir nú fast a3, en Guðni er ekki á því að gefa henni fang á sér meðan þess er nokkur kostur að spyrna við fótum. En heilsan er nú nokkuð farin að bila. Má þess sjá glögg merki á höndum Guðna, að hann hefir ekki hlíft sér um dagana. Börn þeirra hjóna eru 6, þrjár dætur og 3 symr. Hefir sá elzti þeirra, Hans, byggt sér nýbýli í landi Eyja, sem hann nefndi Hjalla. Og er þar nú rekinn tölu- verður búskapur. Hin börnin eru Ingólfur, sem býr í Eyjum, og dvelur Guðni hjá honum og Helgu konu hans. Þá er Guðni þriðji bróðirinn, lögfræðingur að menntun. En systurnar eru Guð- rún og Rósa. Eru þau 3 búsett í Reykjavík. Þriðja systirin, Lilja, er nú sjúkhngur og dvelst í Reykjavík. Annars á hún heima hjá föður sínum. Guðni er greind ur í betra lagi. Léttur í lund, glaður og reifur á góðra vina fundi, þó að hann sé alvörumað- reyndinni. Hann er hinn mesti hófsemdarmaður í hví- vetna. Heldur fast við fornar dygðir, en fylgist þó vel með öllum nýjungum sém horfa til bættrar afkomu, og eru vænleg- ar til þjóðþrifa. Væri vel ef landbúnaðurinn ætti marga slíka trúleikamenn í ís- lenzkri bændastétt, sem Guðni hefir verið. Vil égaðloknumþess um fáu hugleiðingum, þakka þér Guðni, gamla og góða kynn- ingu. Óska ég þér alls góðs á ó- farinni ævileið. — ST. G. menningarstig? lengi telja. og svo mætti BEINT OG ÓBEINT S. Þ. AÐ ÞAKKA Eða skyldu margar íslenzkar konur vita um það, eða gera sér grein fyrir því að af þeim 64 löndum, sem veitt hafa konum kosningarétt, hefir næstum helm ingur (31) tekið það skref á ár- unum 1945—1957, beint og ó- beint fyrir áhrif frá Mannrétt- indaskrá S. Þ. og í anda hennar. — Ég hugsa, að svör við þessum spurningum flestum, yrðu nei- kvæð og það er í rauninni eðli- legt, því að yfirleitt er almenn- ingi ekki gefinn kostur á að fylgjast svo náið með hinni um- fangsmiklu starfsemi S. Þ. TILLAGA PÖLLANDS UM RÁÐSTEFNU ÞINGKVENNA En svo að við víkjum nú aft- ur að kvenskörungunum í fund- arsal II., sem hafa rætt þessi mál fram og aftur. Sérstaklega varð tíðrætt um tillögu eina í ályktunarformi, sem borin var fram snemma í umræðunum af fulltrúa Póllands, frú Zofiu Dembinska. Hún var þess efnis, að auk þessarar nefndar, Fjár- hags- og félagsmálaráðs S. Þ., sem starfað hefir undanfarin 11 ár að málefnum kvenna, skyldi á næsta ári stofnað til alþjóðlegr- ar ráðstefnu á vegum S. Þ. sem sótt skyldi af konum er sæti eiga á löggjafarþingi hver í sínu landi. Skyldu þær athuga og ræða um, hvernig konum yrði með áhrifamestu og skjótustum hætti tryggð full stjórnmálaleg, félagsleg og menningarleg rétt- indi til jafns við karlmenn. VÆRI ÓÞÖRF Þessi tillaga fékk í fyrstu góð- an byr — en er á leið og hún hafði verið athuguð nánar, fund- ust á henni ýmsir annmarkar og einstakir fulltrúar risu jafnvel öndverðir gegn henni. Þannig benti fulltr. dóminik anska lýðveldisins, frk Bernand- ino á, að í rauninni væri slík ráðstefna — við hliðina á þessari kvenréttindanefnd S.Þ., sem starfað hefði í 11 ár með góðum árangri — í rauninni væri hún ráðstefnunnar, sem fólgin var upphaflega í pólsku tillögunni, skyldi kölluð saman, innan vé- banda S.Þ., eins konar rannsókn- arnefnd, skipuð þingkonum frá ýmsum lödum, sem bera skyldu saman bækurnar og athuga, hvað helzt væri til ráða. MIKLAR BREYTINGAR í KÍNA „Nei, það er enginn vafi á því, að slíkur alþjóðlegur fundur þingkvenna, myndi reynast gagn legur“ — segir fulltrúi Kína, frú Pao Swen Tseng, sem ég átti ör- stutt samtal við eitt sinn er hlé varð á umræðunum um þessi mál. Miss Tseng er allroskin kona sérstaklega frjálsleg og al- ... ÚðlCg í faSÍ. Hún er í síðum fjólubláum silkikjól með kínversku sniði. Hún var fyrsta kín- verska konan, sem lauk prófi frá Lundúna- háskóla og Pao Swen Tsengstundaði síðan kennslustörf um 30 ár í heimalandi sínu. Nú á hún sæti á kínverska þjóðþing- inu í Taipei ,höfuðborg Formósu. — Eiga margar konur sæti á þjóðþinginu? — Af 1600 þingmönnum er einn tíundi hlutinn konur. — Já það hafa orðið miklar breyting- ar á þjóðfélagi okkar, ekki sízt að því er varðar kínverskar kon- ur. Nú eru „litlu fæturnir" al- gerlega úr sögunni, ungu stúlk- urnar ráða sjálfar, hvern þær taka sér að eiginmanni og allar stöður eru opnar konum jafnt sem körlum. f fyrsta kristna há- skólanum, sem stofnaður var á Formósu fyrir tveimur árum er einn fjórði hluti stúdentanna stúlkur. — — Já, væna mín, ég gæti sagt þér margt og mikið um Kína fyrr og nú, en umræðurnar eru víst alveg um það bil að byrja aftur, svo að ég verð að flýta mér. — — Já, því miður. — — Sib.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.