Morgunblaðið - 28.05.1957, Síða 12
12
MORVXJlSBLAnin
Þriðjudagur 28. maí 195T
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmciastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritsíjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
- Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
í þinglokin
ALÞTNGI er nú senn að ljúka.
Það hefur setið lengur en nokk-
urt annað Alþing, sem háð hefur
verið. Væri því í rauninni hægt
að gera ráð fyrir að eftir þetta
þing lægi mikið og nytsamt starf.
Það mætti ætla að á svo löngu
þingi hefði það unnizt að vinna
gagnlegt og merkilegt löggjafar-
starf, og það því fremur, sem
viðfangsefnin voru ærin. Á það
má líka sérstaklega minna í þessu
sambandi, að sú ríkisstjórn, sem
nú situr að völdum, hafði ein-
mitt boðað að hún myndi gera
mjög róttækar og margbreyttar
ráðstafanir, sérstaklega til end-
urreisnar efnahagslífi landsins.
Sú hefur hinS vegar orðið raunin
á að alþingismenn hafa löngum
timum saman setið aðgerðarlaus-
ir eða mjög aðgerðarlitlir. Þannig
urðu miklar eyður í starfi þings-
ins, en það starf, sem innt var af
hendi náði aðeins yfir tiltölulega
skamman tíma. Hér skal ekki
fjölyrt um hvernig á þessu
aðgerðarleysi stendur, en vafa-
laust er meginástæðan sú,
að ríkisstjórnin er alls ekki
vaxin því starfi, sem hún
hefur tekizt á hendur. — Þau
viðfangsefni, sem fyrir henni
liggja, þau vandamál, sem hún
þarf að leysa úr, og þeir erfið-
leikar, sem hún þarf að yfirstíga
eru þess eðlis að hún hefur ekki
bolmagn til að ráða við þau mál.
í þessu sambandi er rétt að benda
á, að stuðningsflokkar ríkisstjórn
arinnar eru sundurþykkir og ó-
sammála um mörg mikilsverð
mál. Innan þessara flokka er sízt
af öllu að finna þá eindrægni, þá
samheldni og þann einbeitta
vilja, sem þarf, til þess að leysa
úr þeim viðfangsefnum, sem nú
liggja fyrir og þá sérstaklega í
efnahagsmálum landsins.
Þetta hefur líka berlega
komið í Ijós og vafalaust er þetta
ein ástæðan fyrir því að þessi
ríkisstjórn hefur orðið svo af-
kastalítil sem raun ber vitni um
á lengsta þingi íslandssögunnar.
1 kosningaboðskap núverandi
stjórnarflokka og þá sérstaklega
í kosningastefnuskrá hins svo-
nefnda Hræðslubandalags var
lögð megináherzla á tvennt:
í fyrsta lagi skyldi fara fram
allsherjarúttekt á þjóðarbúinu.
Sú úttekt skyldi fara fram í aug-
sýn alls almennings. Þar skyldi
glögglega sýnt, hvernig hag lands
og þjóðar væri komið og hvernig
réttast og hyggilegast væri að
Ieysa úr þeim vanda, sem við
væri að stríða.
í þessu sambandi var lögð
á það megináherzla að nú dygðu
ekki lengur neinar bráðabirgða-
ráðstafanir. Því var haldið fram
af hálfu þessara flokka að í tíð
fyrrverandi stjórnar og raunar í
tíð fyrrverandi ríkisstjórna í
landinu, hefði ekki verið um
neitt annað að ræða en bráða-
birgðaaðgerðir og kák í efna-
hagsmálum landsins. Nú skyldi
hér „brotið blað“, eins og það
var kallað, það skyldi „brotið
blað“ í efnahagsmálum landsins
og ný öld renna upp. Þegar stjórn
arflokkarnir ræddu um þetta,
bæði fyrir kosningar og eftir á
í blöðum og. á mannfundum, bar
mest á einu atriði, sem flokkarn-
ir töldu, að skæri úr um það, að
þeir væru öllum hæfari til þess
að koma þessum málum fram.
En það var sú „staðreynd", sem
þeir kölluðu, að þeir einir gætu
tryggt vinnufrið í landinu. Eink-
um var þetta áberandi um það
bil, sem ríkisstjórnin var stofnuð.
Þá var beinlínis tilveruréttur
ríkisstjórnarinnar byggður á
þessu. Framsóknarmenn og Al-
þýðuflokkurinn, sem talið hafa
sig eindregna lýðræðisflokka, af-
sökuðu samstarf sitt við komm-
únista með því, að með „sam-
starfi verkalýðsflokkanna“, sem
svo voru kallaðir, væri aðeins
hægt að tryggja vinnufrið í land-
inu.
Nú er það svo augljóst, sem
verða má, að ekkert af þessu
hefur komið • heim. Engin alls-
herjarúttekt hefur farið fram á
búskap landsmanna. Engar til-
lögur hafa verið lagðar fram,
sem séu framtíðarúrlausn á efna-
hagsmálum þjóðarinnar. Það er
viðurkennt af stjórnarflokkunum
sjálfum, að þær skattaálögur,
sem hún hefur fengið samþykkt-
ar og eru hinar einu raunveru-
legu ráðstafanir, sem gerðar hafa
verið, séu sízt af öllu til fram-
búðar. Hér þurfi“ „annað og
rneira" að koma til, en hvað þetta
„annað og meira“ er, hefur eng-
inn fengið enn að vita. Vinnu-
friðurinn hefur heldur ekki kom-
izt á. Um það þarf ekki sératak-
lega að fjölyrða. Það er hverjum
manni ljóst, að hér hefur ekki
verið vinnufriður í landi og af-
leiðingin hefur verið sú, að mikl-
ar og víðtækar hækkanir hafa
átt sér stað. Þá ber þess og að
geta, að verðbólguþróunin, sem
lofað var að stöðvuð skyldi
verða, hefur sízt af öllu verið
stöðvuð, heldur hefur verðlag í
landinu farið síhækkandi.
Hið langa Alþingi var ekki
notað til að koma neinum
þeim málum fram, sem hefðu
getað orðið til þess að bæta efna-
hags- og atvinnulíf landsmanna.
Það hefur þvert á móti enn sigið
mjög á ógæfuhliðina og eru nú
fleiri Islendingar en nokkru sinni
fyrr kvíðnir út af efnahagslegri
afkomu sinni.
I þessu sambandi er rétt að
geta þess að Sjálfstæðismenn |
hafa ætíð bent á, hvert stefndi
i gerðum ríkisstjórnarinnar. Þeir '
hafa bent á að loforð hennar um
úttekt á þjóðarbúinu og ráðstaf-
anir í efnahagsmálum, sem væri
frambúðarlausn, hefðu brugð-
izt. Sjálfstæðismenn hafa einnig
bent á að sá vinnufriður,
sem landsmönnum var heitinn,
hafi ekki skapazt í landinu. Sjálf-
stæðismenn og blöð þeirra hafa
bent á þessar staðreyndir jafn-
óðum og þær hafa komið í ljós.
Sjálfstæðismenn hafa líka bent
á að hið langa Alþingi sæti að-
gerðarlítið og yfirleitt hefur
stjórnarandstaðan komið fram
með sínar aðfinnslur og ábend-
ingar eins og sjálfsagt er og
hennar er skylda, jafnóðum og
tilefni hafa gefizt. Undan þessu
bafa stjórnarflokkarnir mjög
kvartað. — Stjórnarflokkarnir
hefðu helzt kosið að stjórnarand-
staðan hefði gersamlega þagað
um jafnmikilsverðar staðreyndir
í þjóðfélaginu, eins og verkföll
og hækkanir kaups og verðlags.
Það er vitaskuld með öllu ó-
mögulegt að stjórnarandstaðan
geti þagað yfir slíku, því þá
myndi hún bregðast hlutverki
sínu innan hins þingræðislega
skipulags.
UTAN UR HEIMI
Þrýstiloftsflugvélarnar ekki
þær eftirsóttustu
I
fyrri viku voru liðin
30 ár síðan Lindbergh flugkappi
vann hið frækilega afrek að
fljúga fyrstur manna yfir Atlants
hafið án viðkomu. f tilefni þess
flaug landi hans Super Sabro
þotu þessa sömu flugleið í vik-
unni á nýjum mettíma, 6 stund-
um og 40 mínútum, á milli New
Jersey og Parísar. Já, ör hefur
þróunin orðið. Lindbergh flaug
einshreyfilsflugvél og hafði ekk-
ert annað til þess að fljúga eft-
ir en stjörnur og áttavita. Og
hann flaug vegalengdina á rúm-
um 30 stundum. í dag fljúga stóru
farþegaflugvélarnar þessa sömu
vegalengd á tæplega þrisvar sinn-
um skemmri tíma. Og enn eru
tímamót framundan, öld þrýsti-
loftsflugvélanna er að renna upp,
og þá munu farþegaflugvélarnar
fljúga þessa vegalengd á lítið
lengri tíma en Super Sabre
þotan á dögunum.
IJ tóru flugfélögin hafa
öll pantað mikið af þrýstilofs-
farþegaflugvélum, sem komnar
verða í notkun eftir 2—3 ár. Við
þekkjum þessi nöfn, Douglas,
Boeing, Convair, Comet. Innan
tíðar munu þessir stóru, gljáandi
fuglar þjóta um loftið með mikl-
um hvin.
En það eru ekki einungis stóru
flugfélögin, sem ætla að endur-
nýja flugvélakost sinn. Bylting-
in er alger og nær til smæstu
flugfélaganna. fslenzku félögin
eru ekki eftirbátar annarra. Flug
félag fslands hefur þegar fest
kaup á nýjum flugvélum og Loft-
leiðir eiga nýjar flugvélar í pönt-
þrýstiloftshreyflum? Hafið þið
gert ykkur grein fyrir því? Og
verða þessar flugvélar, Viscount
og Electra ekki strax úreltar,
þegar þrýstiloftsflugvélarnar
koma til sögunnar?
ElOSNEXTl
NEISTI *>
UTSLASTUR.
TUR.BINAN SNYR. SRRÚPUNNI,
5EM DR.EGUR FLUGVELINA
Loftþrýstihreyfill
un. Báðar flugvélagerðirnar,
Viscount og Electra eru knúnar
hinum svonefndu „loftþrýsti-
hreyflum". En að hvaða leyti eru
loftþrýstihreyflar frábrugðnir
l3 annleikurinn er sá, a8
stóru flugfélögin bíða nú eftir að
fá afgreiddar pantanir 340 þrýsti
loftsflugvéla, en 670 með loft-
þrýstihreyflum. Enda þótt beðið
sé með éftirvæntingu eftir þrýsti-
loftsflugvélunum og þær taldar
marka tímamót í farþegafluginu,
er eftirspurnin eftir hinni gerð-
inni mun meiri. Fyrst í stað munu
þrýstiloftsflugvélarnar aðeins
fljúga á lengri flugleiðum, á milli
meginlands, vegna þess að rekstr
arkostnaður þeirra er mun meiri
en annarra flugvéla.
“ið skulum taka Banda-
ríkin sem dæmi. Þrír fjórðu hlut-
ar af flugleiðum bandarískra
flugfélaga eru 300 mílur eða
styttri. Rekstur þrýstiloftsflug-
vélanna verður ekki mun hag-
kvæmari nema á flugleiðum, þar
sem þær geta flogið í 40—60
þús. feta hæð. Slíkt er ógerningur
á hinum styttri flugleiðum. Þess
vegna munu flugvélar knúnar
loftþrýstihreyflum enn um skeið
verða hagfelldari á flestum flug-
leiðum. Þessar tvær hreyflateg-
undir, loftþrýsti- og þrýstilofts-
hreyflar, eru mjög svipaðar að
innri gerð.
Tveir japanskir glímumenn eigast við.
Japanskir kraffakarlar
í viðhafnarglímu'
M yndin hér að ofan
sýnir sérstæða íþrótt
Sennilega lítt kunn. Þetta er
„japönsk glíma“, íþrótt, sem
iðkuð hefur verið þar í landi í
margar aldir. Elztu heimildir um
glímu þessa eru frá árinu 73 fyr-
ir Krists burð, en líklegt þykir,
að hún sé enn eldri. Þessi
japanska glíma er ekki Jiu
Jitsu. Ekki má blanda þessu
tvennu saman. Japanska glíman
á eitthvað skylt við trúarlegar
athafnir og áður og fyrr voru
glímukapparnir taldir búa yfir
guðlegu afli og taldir tákn um
almætti japanska heimsveldisins.
essir kappar voru —
og eru ekki nein smámenni, eins
og þið sjáið á myndinni, því að
maðurinn til vinstri vegur 290
pUnd, en sá sem hann lyftir er
hvorki meira né minna en 348
pund að þyngd. — Eins og áður
segir, er glíma þessi tengd trú-
arlegum athöfnum, og hún er
þreytt enn þann dag í dag. Sagt
er, að við japanska glímukeppni
tíðkist meira skraut og viðhöfn,
en við nokkra aðra íþrótt, sem
iðkuð er í dag.
Orka þessara hreyfla
er geysimikil. Yfirburðir þrýsti-
loftsflugvélanna koma þó ekki 1
ljós fyr en í háloftunum þar sem
loftið er mun þynnra. Neðar í
lofthjúpnum eru loftþrýstihreyfl
arnir hagfelldari, sparneytnari og
slíkar flugvélar komast af með
mun styttri flugbrautir.
Enn sem komið er hafa Banda-
ríkjamenn ekki framleitt neinar
flugvélar knúnar loftþrýstihreyfl
um. Electra verður fyrsta banda-
ríska farþegaflugvélin þeirrar
tegundar, og þegar hafa verk-
smiðjunni borizt 133 pantanir.
Bretar hafa varðað veginn á þess-
um vettvangi.
Þeirra flugvélar eru minni
en Electra, en engu að síður
notadrjúgar. Framleiðendur hafa
hvergi nærri fullnægt eftirspurn,
því að þegar eru óafgreiddar sam
tals 410 pantanir á Viscount og
Vanguard og 66 á Britannia.