Morgunblaðið - 28.05.1957, Side 15
Þriðjudagur 28. maí 1957
MORGUNBT AÐIÐ
15
HLUSTAÐ Á ÚTVARP
s
i
SIGURÐUR MAGNÚSSON, full-
trúi, flutti erindið Um daginn
og veginn mánudaginn 20. þ. m.
Sigurður er góður útvarpsmaður,
hafa mörg erindi hans verið með
ágætum að efni og flutningi. Auk
þess er hann óhræddur að segja
meiningu sína, hver sem hlut á í
máli. Eg veit að fólk hlustar
mjög margt á hann. í þetta sinn
var ræða Sigurðar heldur með
daufara móti. Hann gat um hið
margumtalaða gistihúsaleysi. Á-
stæðan fyrir því er auðskilin.
Menn vilja ekki leggja fé sitt í
slíkt. í landi þar sem ekki er,
sökum veðráttu, unnt að búast við
ferðamönnum lengri tíma en um
3 mánuði, er varla við því að
búast að menn geri ráð fyrir
miklum hagnaði á gistihúsa-
rekstri í stórum stíl. Það er sjálf-
sagt ágætt að fá gjaldeyri ferða-
manna, en eg er hræddur um að
ísland og Grænland verði aldrei
veruleg ferðamannalönd vegna
veðurfarsins. — Þá drap S. M.
á ræðu Jóns Árnasonar banka-
stjóra, sérfræðings Framsóknar-
manna í fjármálum, um tugi ára.
Þóttj, eins og mér, undarleg þögn
in um þá skeleggu og röggsam-
legu ræðu. Allir vita hver orsök-
in er. Jón kom nokkuð illa við
kaunin. Sigurður Magnússon gat
um úthlutun listamannalauna.
Um það mál verður rifizt enda-
laust. Tillaga hans var að ríkið
launaði vel nokkra helztu lista-
menn (líklega með prófessors-
launum?) Rússneskt fyrirkomu-
lag? — Satt er það að einkenni-
legt er, að að dómi flestra, mesti
listamaður landsins, Jóhannes
Kjarval, skuli settur skör lægra
en Ásgrímur Jónsson,
ur við alþýðu hæfi. Var erindið
um surtarbrandinn, sem myndazt
hefur hér eftir mikið hlýinda-
tímabil, samkvæmt jurtaleyfum
er í surtarbrandinum hafa fund-
izt. Um tónverk dr. Hallgríms
Helgasonar, sem flutt voru, er eg
ekki fær að dæma. En sjálfsagt
hefur hinn hálærði og vandvirki
tónfræðingur og tónskáld vandað
mjög til þessara tónsmíða þótt
mér virðist nokkuð erfitt að átta
mig á þeim.
Á föstudagskvöld var Breið-
firðingakvöld. Oscar Clausen
flutti endurminningar um ferða-
lag til Kaupmannahafnar fyrir 40
árum er hann fór þangað til
lækninga. Mér þykir alltaf gam-
an að hlusta á Oscar og svo mun
s
s
s
s
s
)
mörgum þykja. Séra Árelíus
Níelsson flutti erindi um Staðar-
fellsskólann 30 ára, stofnendur
hans þau frú Herdísi Benediktsen
og Magnús Friðriksson. Ljóð
voru lesin eftir Ragnar Jóhann-
esson og þær systur Herdísi og
Ólínu Andrésdætur, sem vissu-
lega voru góð skáld. Svo var
söngur. Var kvöldvaka þessi til
sóma fyrir Breiðfirðinga, — en
hámark hennar var ræða séra
Árelíusar, því minning frú Bene-
diktsen og Staðarfellshjónanna
má ekki gleymast heldur á jafn-
an að vera í heiðri höfð.
Á laugardag las Steindór Hjör-
líklega eina af beztu smásögum
þessa skálds.
Leikritið Ótrúleg saga, eftir
Claude Aveline var vissulega
ótrúlegt. Snillingarnir Þorsteinn
Ö. Stephensen og Lárus Pálsson
fóru ágætlega með þetta yfir-
spennta og sálsjúka. Ég efast
um að margir hafi hlustað á það
sér til ánægju og því síður gagns.
Veit satt að segja ekki hvað fyrir
höfundi hefur vakað að semja
slíkt leikrit né fyrir þeim er það
þýddi og þeim er réði flutningi
þess í útvarp hér. Erlendis er
nokkuð víða gert allmikið til þess
að flytja æsandi efni í útvarpi,
en eg held að enginn hafi gott
af slíku.
Á bænadag þjóðkirkjunnar,
sunnudag 26. maí, var útvarpað
messu frá dómkirkjunni. Prédik-
aði dómprófasturinn séra Jón
Auðuns og lagði út af orðun-
um: „Þegar stoðirnar bresta,
leifsson allgóða smásögu, Á skiln- hvað megna þá hinir réttlátu.“
aðarstund, eftir Stefán Jónsson,' Að mínu viti var ræðan afburða
góð. Talaði hann um hve skaðlegt
það hlyti að vera fyrir einstök
heimili og heilar þjóðir er fornar
dygðir væru fyrir borð bornar.
Að vísu væri hin mikla vélvæð-
ing framför á sinn hátt, en vinn-
an gæfi minni gleði er hún væri
vélræn orðin og einhæf. Hann
gat þess hversu tízkan (eg vil
refna það múgsefjun) færi oft
með fólk í gönur og heimilin
spilltust við alls kyns glingur og
klæðaburður yrði afkáralegur,
músik hávaðasamt glamur. Forn-
helgar kirkjur væru rifnar niður
í mestu menningarlöndum, til
þess að á lóðum þeirra væru
byggðar hallir gróðafélaga. En
skýjakljúfar nútímans gætu
aldrei komið í stað kirknanna.
— Eg vil aðeins óska þess að
sem állra flestir hafi hlustað með
athygli á þessa i-æðu dómprófasts
ins, því það sem eg hef hér drep-
ið á er aðeins örlítið bergmál af
sumu af því er hann sagði.
Þorsteinn Jónsson.
Jón Jóhonnesson Ytia-Shöiðugili
Minningororð
að vísu er ágætur málari, og
þeir Kristmann og Hagalín á
sama bekk og Ólafur Jóhann
Sigurðsson! Er það næsta hlá-
legt.
Þá gat ræðumaður um skíða-
gönguna miklu í vetur og nor-
rænu sundkeppnina nú og fór
háðulegum orðum um þessa
kappleiki. Ekki finnst mér megi
líkja saman skíðaíþrótt og sundi.
Sundið verður jafnan hin þarf-
legasta íþrótt á allan hátt, hin
göfugasta íþrótt allra. Bjargar
vafalaust fjölda mannslífa ár
bvert. Um skíðaíþrótt er ekkert
nema gott að Segja en kemst á
engan hátt til jafns við sundið,
-— og skíðagangan mikla var dá-
lítið skopleg, því verður ekki
neitað.
Á þriðjudag flutti dr. Matthías
Jónasson erindi er hann nefndi
Æska í hættu — hættuleg æska.
Var það frá þingi er haldið var
i Hamborg, þar sem fjöldi upp-
eldisfræðinga var saman kom-
inn, þar á meðal dr. Matthías og
ráðguðust um hið mikla vanda-
mál allra tíma: Hvernig á að
koma afvegaleiddri æsku til hjálp
ar, og beina lífsferli þessa unga
fólks inn á réttar og heilnæmar
brautir. Einkum varð ræðu-
manni tíðrætt um tillögur eins
hollenzks uppeldisfræðings, sem
virðist nýjung og mjög viturleg.
En það er að einangra ekki þessa
unglinga frá fjölskyldum þeirra
nema sem allra minnzt, loka þessi
börn ekki inni á afskekktum hæl-
nm, heldur leyfa þeim samgang
við annað fólk, við lífið, en leið-
beina þeim með kærleika og vin-
semd. Telur hann að með þessu
verði meinið bætt frá rótum
mjög oft, en ekki aðeins á ytra
borði, með ströngum aga. Erindi
dr. Matthíasar var mjög athygl-
isvert.
Hákon Guðmundsson, hæsta-
réttarritari, flutti þáttinn um
Hæstaréttarmál, sem er vinsæll
og fróðlegur. Rétt er að halda
þeim þætti áfram.
Á miðvikudag hlustaði eg ekki
á útvarp. Erindi Jóhannesar Ás-
kelssonar um Náttúru íslands er
hann nefndi Getið í eyður og
flutt var á fimmtudag, var mjög
fróðlegt. Fór þar saman mikill
lærdómur og vandaður frágang-
HINN 27. janúar sl., andaðist í
Sjúkrahúsi Akureyrar Jón bóndi
Jóhanness. frá Ytra-Skörðugili í
Skagafirði. Jón hafði að mestu
legið rúmfastur frá því í októ-
ber í haust. — Fyrst í Landspít-
alanum í Reykjavík, síðan um
stuttan tíma heima og síðustu
mánuðina á Akureyri. — En sjúk
dómsins mun hann hafa kennt
nokkur síðustu ár.
Jón var fæddur á Völlum í
Seyluhreppi, 27. maí 1893. —Éor-
eldrar hans voru Jóhannes Kon-
ráðsson og kona hans Ingibjörg
Jönsdóttir, er þá bjuggu þar um
fá ár. Eigi verður ætt þeirra rak-
in hér, en látið nægja að greina
sem fr;j ag þau voru þægi af góðum
bændaættum í Skagafirði.
Er Jón var 3ja ára gamall,
andaðist móðir hans. Faðir hans
brá þá búi, en kom sonum sínum
í fóstur, eldri sonurinn hét
Hannes, er hann dáinn fyrir
mörgum árum. — Jón fór í fóst-
ur til móðursystur sinnar, Mar-
grétar, er var húsfreyja í Víkur-
koti í Blönduhlíð. En þar var
fóstrið stutt, því Margrét and-
aðist innan þriggja ára.
Þá kom faðir hans honum í
fóstur að Kollgröf. Þá bjuggu þar
sæmdarhj ónin Björn Þorláksson
og Jóhanna Jóhannsdóttir, þar
entist Jóni fóstrið til fullorðins
ára. Björn var mjög farsæll bú-
höldur.
Eg er eigi í vafa um að Jón
hefir mótazt um búskaparhætti
og framsýni af búhöldinum Birni
í Kollgröf, ásamt meðfæddum
Skörðugilshjóna og ætíð notið
ánægju af samræðu við hina
skemmtilegu húsbændur.
Tvö börn eignuðust þau hjón-
in: Unnur Oddfríður og Björn
Jóhannes. Bæði hafa þau gengið
í skóla og Unnur stundað
kennslustörf undanfarna vetur.
Björn hefir nær lokið námi í
Háskólanum, aðallega í málfræði,
en hefir eigi getað stundað nám
að verulegu leyti í vetur, vegna
breyttrar aðstöðu heima.
Bæði eru þau systkin mjög
efnileg.
Eigi leikur það á tveim tung-
um, að Seyluhreppur hefir með
Jóni misst einn sinn traustasta
og efnaðasta bónda. Hann var
jarðsettur að Glaumbæ 8. febr.,
fylgdu flestir bændur hrepps-
ins honum síðasta spölinn til
grafar. Vottuðu þeir honum þar
með virðingu sína, fyrir vel unn-
in störf í sveitarinnar þágu.
Eg votta svo konu hins látna
og börnum þeirra samúð mína
og óska þeim alls velfarnaðár í
framtíðinni.
Eg kveð svo þig látni vinur og
þakka þér persónuleg kynni og
samstarf.
Nú mun hans starfandi andi
yrkja nýja jörð á landinu, þar
sem sólin gengur aldrei til viðar.
Hjörtur Kr. Benediktsson.
eiginleikum.
Um tvítugsaldur fór Jón til
náms einn vetur að Hvítárbakka,
og síðan um næstu tvo vetur —
1914—1916 — var hann í Hvann-
eyrarskóla.
Að loknu þessu skólanámi kom
hann aftur norður í átthagana,
var hann svo lausamaður næstu
ár. Árið 1922 hóf hann búskap
í Glaumbæ, kvæntist hann sama
ár heitmey sinni, Agnesi Guð-
finnsdóttur, er hún ættuð úr
Dalasýslu. — Bróðir hennar var
hinn bráðgáfaði málfræðingur,
Björn Guðfinnsson. Mun margt
mjög vel gefið fólk vera í þeirri
ætt.
Agnes er prýðilega vel greind
kona. Fáar konur hefi eg þekkt,
er lesið hafa jafnmikið sem hún.
enda er hún fjölfróð. Nú mætti
skilja orð mín svo, að hún hefði
slegið slöku við búskapinn, en
því fer fjarri, hún hefir stundað
hann með dugnaði, ásamt manni
sínum. En hún hefir kunnað að
nota frístundirnar, til að auðga
anda sinn, en eigi er mér grun-
laust að svefntíminn hafi stund-
um liðið við það.
Eftir 5 ára búskap í Glaumbæ,
keypti Jón Ytra-Skörðugil og
fiutti þangað vorið 1927. Skörðu-
gil var þá kotbýli, með litlu,
þýfðu túni og þýfðum mýrar-
slægjum, ásamt lélegum torfbæ.
Verkefnin vóru næg framundan
fyrir hin ungu hjón, enda var
eigi dregið að hefja umbæturnar,
sem húsbóndinn starfaði að með-
an dagur entist. — Nú myndi
enginn þekkja Skörðugil fyrir
sömu jörð og hún var fyrir 30
árum.
Nú gefur að líta sléttar lendur,
margfaldar að stærð við hið
gamla tún, enda allur mýrar-
flákinn orðinn rennsléttur flöt-
ur, með skurðum til framræslu.
Snoturt íbúðarhús úr stein-
steypu reisti Jón fyrir mörgum
árum, nýl. hafði hann lokið við
að steypa fjárhús yfir 240 fjár,
ásamt hlöðu, er tekur að minnsta
kosti 1000 hesta. Kot er lá sam-
liggjandi að nokkru leyti, Skörðu
gilslandi, keypti Jón, fyrir nokkr
um árum og fékk þar góðan land-
auka.
Nú er óhætt að telja Skörðu-
gil með beztu býlum Seylu-
hrepps. Þannig getur atorkan,
samfara góðum efnum, breytt
órækt í frjósama jörð.
Aldrei varð Jón í heyskorti í
búskap sínum, heldur þvert á
móti átti hann fyrningar manna
mest, seldi hann þó hin síðari ár,
töluvert mikið árlega af heyi.
Mörgum opinberumstörfumvarð
Jón að sinna, á síðari árum. —
Hreppsnefndarmaður og fjall-
skilastjóri, sóknarnefndarmaður,
— féhirðir. — Þá er eftir að telja
það sem tímafrekast var, en hann
var féhirðir Sjúkrasamlags Seylu
hrepps frá stofnun þess. öll fyrr
nefnd störf hafði hann á hendi
til dánardægurs, og rækti hann
störf sín með sérstakri reglu-
semi.
Eg sem línur þessar rita, var
samstarfsmaður Jóns um nokk-
urt árabil í sóknarnefnd. Ætíð
var hann ákveðinn, en þó mjög
samvinnulipur, öll var reiknings-
færsla hans hin ágætasta. Aldrei
stóð á Jóni að vinna sinn hlut
af þeim störfum, er honum voru
á hendur falin. Hann var ætíð
sami atorkumaðurinn, hvar í
fylking sem hann stóð.
Jón var prýðisvel greindur og
vel máli farinn, gat hann oft
verið þéttur fyrir, en það sem
hann lagði til mála, var ætíð
byggt á hyggindum og fram-
sýni.
Oft hefi eg verið gestur þeirra
Hafnarfjörður
Verzlunarmannafélag
Hafnarfjarðar
Aðalfundiur félagsins verður haldinn finuntudaginn 30.
maí nk. kl. 2 e. h. í Alþýðuhúsinu.
Fundarefni:
Yenjuleg aðalfundarstörf. — Önnur mál.
Stjórnin.
Stór og góð
3ja herbergja íbúð
í Laugarásnum til leigu. Sér hiti. Fyrirframgreiðsla.
Aðeins reglusamt fólk kemur til greina.
Tilboð merkt: „1. júní“ —5786, leggist inn á afgr.
Mbl. fyrir miðvikudagskvöld.
Saumið siúlfar
plisseiuð
. pils
Margar gerðir
af plisseruðum efnum.