Morgunblaðið - 28.05.1957, Side 17

Morgunblaðið - 28.05.1957, Side 17
Þriðjudagur 28. maí 1957 MORCVNRLA f)ff) 17 únistar samþykktu vegna Rúss- | anna, Framsókn og kratar til að vinna fylgi þeirra er andstæðir voru hernum og drepa niður Þjóðvarnarflokkinn. En með samþykktinni, ef framkvæmd hefði verið, voru „austurdyrnar“ opnar á gátt og þjóðin ofurseld herveldi Kremlverja, og íslend- ingar auglýstir fyrir öllum heim- inum svikarar við frjálsar þjóð- ir. Og Alþingi íslendinga birt- ist sem klúbbur óábyrgra og ósvíf inna ævintýramanna. Hér eftir finnst þroskuðum þjóðum ekkert mark takandi á samþykktum Al- þingis eða heitum íslendinga. Bandaríkin hafa og nú á síðustu mánuðum reynt hjá íslenzku stjórninni sannleiksgildi orða hins forna konungs: „að það ríki væri auðunnið, ef asni klifjaður gulli kæmist gegnum borgarhlið- ið“. Ekki svo að skilja að Banda- ríkin beiti hér ásækni fram yfir það sem nauðsynlegt er vegna varnarmálanna. Síðan koma stjórnlagabrotin hvert af öðru svo sem ég sagði áðan, kommar í tveim æðstu sætum þingsins, samherjar Búlganins og Kadars í ráðherrastólum, sem einsdæmi er meðal lýðræðisþjóða, komm- únistar sendir til Sameinuðu þjóðanna og á þing Norðurlanda- ráðsins. Er hægt að særa þjóðar- stolt fslendinga öllu meira? Er hægt að sökkva dýpra í spill- ingu stjórnmálanna? Alþýðuflokkurinn drap af sér einn sinn mikilhæfasta foringja og mætan mann — hann flýði frá ósómanum. Er ekki líklegt að samvizkan bíti fleiri, eða eru þeir gegndrepa af vesaldómi, eftir langt samneyti við Moskvítana og augu þeirra svo haldin að þeir greina ekki lengur mun dags og nætur, ljóss og myrkurs? RABBINU BÝKUR „Strítt talar þú“, sagði kunn- ingi minn, „og víst er margt af þessu satt og rétt. Okkur var ungum kennt að Alþingi íslend- inga væri helgistofnun, girt þeim véböndum, sem engin mætti rjúfa, ella hlyti hann goða gremi. Stofnun þar sem þingfulltrú- arnir samþykktu það eitt er hrein og grómlaus samvizka bauð þeim vegna föðurlandsins. Svo var það á dögum Jóns Sigurðssonar og lengi síðan. Var svo og til forna að sá var vargur í véum, sem rauf friðhelgi þingsins eða óvirti það á einhvern hátt. Þannig geyma þroskaðar þjóðir fjöregg sín og helga dóma. Við lærðum einnig ungir, að stjórnarskrá laridsins væri helgur dómur og sá hornsteinn er þjóðfélagið hvíldi á, og væri honum raskað hryndi byggingin til grunna. Þess vegna halda allar lýðræðis- þjóðir dyggan vörð um stjórnar- skrár sínar, svo að enga setningu hennar megi óvandir menn snið- ganga eða túlka einn einasta staf- krók hennar á annan hátt, en hann upphaflega var skýrður og skilinn." „Nú þekki ég þig aftur gamli félagi“, varð mér að orði og bætti við: Sagan geymir mörg hryllileg dæmi þess, hvað af hlýzt, ef varnir bresta. Þau dæmi þarf ekki langt í tímann að rekja. Hitler framdi sitt stjórnlagarof og braut niður Weimar-lýðveld- ið, gerði þýzka ríkisþingið að klíkustofnun. Stefnir ekki ein- mitt nú í sömu átt með Alþing íslendinga? Þá hafa kommúnistar framið fjölda stjórnlagarofa —- fyrst Lenin með afnámi Dúmanna og þjónar Moskvuvaldsins hafa af tekið frelsi allra þjóða austan járntjalds. Þjóðirnar stynja undir okinu og blóð píslarvottanna í Ungverjalandi hrópar til himins. „Ég er ekki um allt þetta sam- mála þér“, sagði vinur minn, „en ég viðurkenni hins vegar að þú mælir margt rétt. Það get ég sagt þér að ég kaus ekki eftir skipun miðstjórnarinnar sl. vor, mitt atkvæði fór á landlistann. En heldur þú annars að forsetinn staðfesti lögin hans Hermanns. Hann hlýtur þó að vera þess vit- andi, að þau raska ákvæðum | | stjórnarskrárinnar. — Nú er forsetinn æðsti verndari henn- ar og hefur unnið eið að henni. Það er og í raun- inni það eina vald, sem honum er iéð, að standa vörð um stjórn- lög ríkisins. En vald hans ætti að vera miklu meira. Þá mundi ekki eins mikill háski búinn af ævintýramönnum og einræðis- glópöldum ,sem á þing kunna að komast og í stjórnarstóla". „Um þetta erum við á einu máli“, sagði ég. Ég trúi því ekki að for- setinn staðfesti þessi lög, enda væri þá háskalegur þverbrestur kominn í okkar lýðræðisskipulag. Kommúnistar og þeirra velunn- arar mundu þá hrifsa völdin inn- an tíðar. Þá þarft þú ekki lengur að ráðstafa atkvæði þínu á land- listann. En nú hefir forseti verið að heiman um skeið og hættan er alltaf sú undir slíkum kringum- stæðum, að handhafar for- setavalds grípi tækifærið og stað- festi lögin sjálfir, en tveir af þremur er með það vald íara, eru einmitt höfundar laganna og þar ræður afl atkvæða. Vitanlega verður forseti Hæstaréttar þar í minnihluta, því ekki bregst hann skyldu sinni. Þessu þarf að breyta í okkar stjórnarskrá. Annað tveggja skal kosinn varaforseti eða a. m. k. að samhljóða at- kvæði þurfi, svo lög verði stað- fest. „Nú verð ég að hraða mér heim“, sagði kunningi minn, „fjós verkin bíða og enginn er vetrar- maðurinn eða vinnukonan. Fáar gerast nú tómstundir okkar oænd anna, unga fólkið flýr allt sveit- ina“. Ég þakkaði honum fyrir komuna, og sagði við hann að | síðustu: „Ég mátti vita að dóm- greind þín brygðist ekki, ef þú gæfir þér tíma til að brjóta málin til mergjar, en gleyptir ekki Tíma fræðin ósáldruð. Þú kemur bráð- um aftur og þá tölum við um stóreignaskattsfrumvarpið, eða réttara sagt lögin, því þó þetta sé iagt fyrir þingið sem frumvarp, þá er það raunverulega lög, þeg- | ar stjórnarflokkarnir hafa heitið því fylgi, því engin breytinga tillaga frá stjórnarandstöðunni fæst samþykkt hversu viturleg og nauðsynleg sem hún er. Ætli við vérðum ekki milljónerar, þegar búið er að fimmtánfalda eignir okkar. Þá þurfum við að spjalla um skyldusparnaðinn, sem koma skal á að hætti Rúss- anna. Má ég svo ekki birta eitt- i hvert hrafl af samtali okkar? „Þú ræður því. En blöðin mega þá ekki brengla það. Og síður vil ég að það fari til Morgun- blaðsins, því ekki er mér um íhaldið gefið, þó margur reyn- ist nú verr en það“. Þetta voru hans síðustu orð um leið og hann kvaddi. Signrlín Tolgerðu Jónasdóttir Minningarorð F 31. okt. 1901 — D. 23. jan. 1957. Hinn 23. jan. sl. lézt á heimili sínu, frú Sigurlín Valgerður Jón- asdóttir 55 ára að aldri. Hún var fædd 31. okt. 1901 að Seljateigi í Reyðarfirði, dóttir Jónasar Eyj- ólfssonar gullsmiðs og bónda þar og síðari konu hans Guðbjargar Teitsdóttur. Var Sigurlín elzt barna þeirra hjóna sem voru 9 talsins, eru 6 á lífi, 3 voru hálf- systkini hennar. Börn 'Jónasar og Sigurlínar Guðnadóttur, fyrri konu hans er séra Eyjólfur Mel- an, prestur í Napinka, Manitoba, Canada. Jónas gullsmiður var sonur Eyjólfs söðlasmiðs og bónda á Sléttu í Reyðarfirði (d. 1875) merkisbónda Ó-lafssonar, Bjarnasonar. Móðir Eyjólfs söðlasmiðs var Sesselja Péturs- dóttir á Eyjólfsstöðum á Völlum, Gíslasonar á Finnsstöðum Niku- lássonar á Finnsstöðum Gíslason- ar lögréttumanns á Rangá Niku- lássonar Einarssonar í Hafra- fellstungu Nikulássonar klaust- urhaldara á Munkaþverá Þor- steinssonar sýslumanns í Hafra- fellstungu Finnbogasonar lög- manns í Ási Jónssonar. Er þetta Hafrafellstunguætt. Móðir Sess- elju var Herdís Eyjólfsdóttir, hreppsstjóra á Sauðhaga Jónsson ar og Solveigar Bergsdóttur á Hryggstekk Péturssonar lögréttu manns á Eyvindará 1703, Ás- mundss., ríka á Ormarsstöðum Jónssonar. Er hér rakið til Burstafellsættar niður og Marg- rétar ríku á Eiðum. Móðir Jónasar og kona Eyjólfs söðlasmiðs var merkiskonan Sæ- björg Jónsdóttir, sem áður var gift Páli syni Jóns silfursmiðs á Sléttu Pálssonar, sem var hálf- bróðir Sveins Pálssonar læknis, en Páll var systkinabarn við Sæ- björgu. Sæbjörg átti 17 börn með mönnum sínum og ól upp mörg fósturbörn, bjó hún lengi ekkja í Seljateigi, vel efnuð og þótti hinn mesti skörungur (d. 81 árs 1906). Hún var af svonefndri Sandfellsætt, merkismanna og skáldaætt mil.il, náin fnænka Páls Ólafssonar skálds og hinnar nafnkunnu Skáld-Guðnýjar. Þau börn Sæbjargar voru hið mesta mannval og hagleiksfólk. Móðir Sigurlínar og seinni kona Jónasar gullsmiðs var Guð- björg Teitsdóttir, formanns og hreppsstjóra í Ráðagerði í Garða hverfi, sem almennt var talinn launsonur Þorgríms gullsmiðs og alþingismanns á Bessastöðum, Tómassonar og hálfbróðir Gríms Thomsens skálds, móðir Teits var Sigríður Sæmundsdóttir á Sel- skarði á Álftanesi Friðrikssonar prests á Borg á Mýrum (d. 1812), Guðmundssonar af skagfirzkum ættum og Ástríður Jónsdóttir frá Árnagerði í Fljótshlíð Eyjólfsson ar, systkinabarn við dr. Einar Guðmundsson prest í Noregi, sr. Bjarnhéðin prest í Vestmanna- eyjum og Eyjólf ísfeld hinn skyggna. Kona Teits hreppsstjóra í Ráðagerði var Valgerður Eyj- ólfsdóttir, Henrikssonar í Seli í Grímsnesi Ólafssonar í Gröf í Grímsnesi, Grímssonar af Búr- fells og Hamraætt. Móðir hennar var Guðrún Eyvindardóttir af ættum úr Árnes og Rangárvalla- sýslu, í beinan karllegg komin af Laga-Nóra og Helga Styrssyni ! hirðstjóra hins norska. Sigurlín Frh. á bls. 23. ÚTSÝN TIL ANNARRA LANDA PARÍS — LONDON GENEVE — ZURICH GRINDELWALD BRUSSEL — AMSTERDAM RÍNARLÖND — HAMBORG KAUPMANNAHÖFN og margir aðrir heillandi s t a ð i r. NÚ ERU SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ GERAST ÞÁTTTAKANDI í FERÐUM FÉLAGSINS í SUMAR, AÐEINS ÖRFÁ SÆTI ERU ENN LAUS. SKRIFSTOFA FÉLAGSINS í NÝJA BÍÓI, LÆKJARGÖTU 2, ER OPIN KL. 5—7 E.H. FERÐAFÉLAGIÐ LITSÝN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.