Morgunblaðið - 28.05.1957, Síða 20
20
MORGUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 28. maí 1957
Edens
eftir
John
Steinbeck
I
45 [
lag og möguleika. Adam skoðaði
þetta ekki sem neitt gróðafyrir-
tæki. Hann var kominn til þess að
setjast að, stofna heimili, fjöl-
skyldu, kannske heilan ættstofn.
Adam var í sjöunda himni, er
hann ók frá einurn hænum til ann-
ars, tók upp moldarhnausa og
muldi þá milli fingranna, rahbaði,
dreymdi og gerði áætlanir. Fólkinu
í dalnum líkaði vel við hann og
þótti vænt um að hann skyldi vilja
setjast að hjá því, vegna þess að
það sá og skildi að hann var dug-
andi maður og drenglyndur.
Aðeins eitt olli honum áhyggj-
um og það varðaði Cathy. Hún var
ekki heilbrigð. Hún ók að vísu með
honum um dalinn, en hún var dauf
og sinnulítil. Einn morgun kvart-
aði hún um lasleika og varð eftir
á gistihússherberginu í King City,
þegar Adam ók af stað. Hann kom
aftur um klukkan fimm síðdegis
og fann hana þá nærri dauða af
blóðmissi. Til allrar hamingju hitti
hann svo á að dr. Tilson var heima
og gat vitjað sjúklingsins sam-
□-----------;----------□
Þýðing
Sverrir Haraldsson
□----------------------□
stundis. Læknirinn flýtti sér að
rannsaka aðstæðurnar, kom svo
fyrir kera og sneri sér að Adam.
„Það er bezt að þér farið niður
og bíðið þar“, sagði hann.
„Er þetta hættulegt?“
„Nei, þér fáið að koma upp aft-
ur bráðlega“.
Adam klappaði Cathy á öxlina
og hún brosti upp til hans.
Dr. Tilson lokaði dyrunum á eft-
ir honum og gekk svo aftur að
rúminu. Gremjuroði litaði kinnar
hans: „Hvers vegna gerðuð þér
þetta?“ spurði hann.
Cathy þagði og kreisti saman
varirnar.
„Veit maðurinn yðar að þér
gangið með barni ?“
Hún hristi höfuðið ofur hægt.
„Með hverju gerðuð þér þetta?“
Hún starði á hann. Hann litað-
ist um í herberginu, gekk svo yfir
að kommóðunni og tók upp band-
prjón, sem bar lá: „Þarna höfum
við þá gamla syndarann — tæki
djöfulsins", sagði hann. „Þér eruð
heimskingi! Þér voruð nærri búin
að murka úr sjálfri yður líftór-
una, en barnið losnuðuð þér ekki
við. Auðvitað hafið þér reynt önn-
ur brögð, tekið inn eitur, kamfóru,
hráolíu og rauðan pipar! Guð
minn almáttugur! Hvað er það
sem konur gera ekki fundið upp
á?“
Augu hennar voru köld og hörð
eins og glerkúlur.
Hann færði stól að rúminu: —
„Hvers vegna viljið þér ekki eiga
barnið?“, spurði hann hljóðlega.
— „Þér eigið góðan mann. Elskið
þér hann ekki? Nú, nú, ætlið þér
alls ekkert að segja? Segið mér
nú hreinskilninslega hvað það er,
sem þjáir yður. Liggið ekki þarna
eins og liðið lík“.
Varir hennar bærðust ekki og
augun störðu svipbrigðalaus á
hann.
„Góða mín“, hélt læknirinn á-
fram. — „Hlustið þér nú vel á
mig. Þér megið ekki granda lífi.
Það er það eina sem gerir, mig
hamslausan. Guð veit að oft deyja
sjúklingarnir mínir, vegna þess að
þekking mín nær of skammt. En
ég reyni — ég reyni alltaf. Og
svo sé ég morð framið af ráðnum
huga, eða a.m.k. tilraun til þess
að fremja norð“. Hann var orð-
inn óðamála. Hann hræddist hina
lamandi þögr á milli setninga
sinna. Þessi kvenmaður var hon-
um torráðin gáta. Það var eitt-
hvað ómann’egt ' fari hennar. -—
„Hafið bér kynnzt frú Laurel?
Hún grætur og barmar sér vegna
þess að hún getur ekki eignazt
barn. Hún myndi gefa allt sem
hún ætti til þess að eignast
bam. Og þér — þér reynið að
drepa afkvæmi yðar með band-
pijóni. Gott og vel!“, hrópaði
hann. — „Þér viljið ekki tala og
þér þurfið þess heldur ekki. En
eitt skal ég láta yður vita, að
skilnaði. Barnið er óskaddað og
öruggt. Þér miðuðuð skakkt og
barnið skuluð þér fæða. Vitið þér
hvað lögin hér í landi segja um
fóstureyðingar? Þér þurfið ekki
að svara, en þér skuluð íhuga orð
mín. Ef þetta kemur fyrir aftur.
Ef þér missið þetta fóstur og ég
hefi ástæðu til að gruna yður um
græsku, þá mun ég kæra yður,
þá mun ég bera vitni gegn yður
Edison Dictafon
með öllu tilheyrandi
til sölu mjög ódýrt
Fáið hreinni, hvitari tennur
og ferskt munnbragð
notið COLGATE
Chlorophyll Toothpaste
Járnsmiðir - Rafsuðumenn
Okkur vantar nú þegar járnsmiði
og menn vana rafsuðu.
VÉLSM. OL. OLSEN,
Ytri-Njarðvík.
Sumarkápur
Dragtir
Stuttjakkar
Pils í miklu úrvali
Bíikrani og bílpressa
til leigu í lengri eða skemmri tíma
Byggwgafólagið BBÚ h.f.
Sími 6298
*;• ♦*. ♦!♦ </• ♦>♦!♦ ♦!* ♦!♦ A ♦!♦ *!♦
MARKUS
*•* ♦♦• *!♦ *!♦ *!♦ ♦•' *Z**Z**Z* !> ♦!♦ ♦!* *!♦ ♦!♦ ♦!♦ •!♦ *!♦ ♦!*
Eftir Ed Dodd
1) — Peta hlýtur að vera
orðin meir en lítið skotin í Mark-
úsi. Það var næstum ótrúlegt,
hvernig hún hégðaði sér í sam-
bandi við þenr.an hund.
2) — Hún skal samt ekki fá
að elska hann. Við vitum ekki
hvers konar maður þetta er.
Hann gæti verið strokufangi, sem
lögreglan er að elta.
3) — Jæja, Markús. Hvernig
ertu þá orðinn til heilsunnar.
— Bærilegur, þakka þér fyrir.
4) — Pabbi, við ætlum að
fara til Jóa Indíána til að bólu-
setja börnin hans.
og sjá til þess að yður verði refs-
að. Jæja, ég vona nú að þér séuð
nægilega skynsöm til að trúa orð-
um mínum, vegna þess að mér er
fyllsta alvara".
Cathy vætti varirnar með tungu
broddinum. Allur kuldi var horf-
inn úr augum hennar og máttvana
hryggð lýsti sér í svipnum. „Mig
tekur þetta sárt“, sagði hún. —•
„Mig tekur þetta svo sárt. En þér
skiljið mig ekki“.
„Hvers vegna segið þér mér þá
ekki eins og er?“ Öll reiði hvarf
honum samstundis. — „Segið mér
það, kæra barn“.
„Það er svo erfitt. Adam er svo
góður, svo sterkur. Ég er — já ég
er fyrir fram dæmd. — Floga-
veiki!“
„Þér? Nei, það getur ekki átt
sér stað“.
„Nei, en afi minn og faðir —
og bróðir minn“. Hún huldi augun
með hendinni. — „Ég get ekki
valdið manninum mínum slíku
böli“.
„Vesalings barnið", sagði hann.
— „Vesalings barnið mitt. Missið
samt ekki kjarkinn. Það er meira
en líklegt að barnið yðar verði
hraust og heilbrigt. Viljið þér lofa
mér því, að grípa aldrei framar
til slíkra örþrifaráða?"
„Já“.
„Jæja, þá er allt í bezta lagi. Ég
skal ekki segja manninum yðar
neitt frá þessu. Leggizt nú útaf,
svo að ég geti athugað hvort blæð
ingin sé stönzuð".
Að nokkrum mínútum liðnum
lokaði hann tösku sinni og stakk
bandprjóninurr í vasann: — „Ég
lít svo inn til yðar í fyrramálið,
sagði hann vingjarnlega.
Adam flýtti sér upp í stigann á
móti lækninum og lét spurningun-
um rigna yfir hann: — „Hvernig
líður henni? Er hún úr allri
hættu? Hvernig stóð á þessu? Má
ég fara upp til hennar?"
„Svona, svona! Stillið yður nú
góði maður! Stillið yður! „Dr.
Tilson notaði sitt gamla, sígilda
ráð. —■ „Konan yðar er veik“.
„Læknir. . . .!
„Konan yðar á von á barni“.
Hann ruddist framhjá Adam, sem
stóð agndofa og starði á eftir hon
um. Þrír menn er sátu umhverfis
arininn brostu að honum og einn
þeirra sagði þurrlega: — „Væri
ég í hans sporum, myndi ég bjóða
nokkrum, ja segjum þremur, kunn-
ingjum að skála við mig“.
En þessi bending hans bar eng-
an árangur. Adam var þegar horf
inn upp á pallskörina.
Louis ók vagninum bak við skýl-
ið og Adam hjálpaði honum við
að leysa hestana frá og tjóðra þá
í skugganum. — „Hann meinti
þetta sem hann sagði um flöskuna
iHÍItvarpiö
Þriðjudagur 28. maí:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Hús í smíðum; XI: Stein-
steypa til húsagerðar (Marteinn
Björnsson verkfræðingur). 19,00
Þingfréttir. 19,30 Þjóðlög frá ýms
um löndum (plötur). 20,15 Útvarp
frá Alþingi: — Almennar stjórn-
málaumræður (eldhúsdagsumræð-
ur), síðara kvöld — Dagskrárlok
um kl. 24,00.
Miðvikudagur 29. maí.
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 19,.30 Óperulög (plöt
ur). 20,30 Erindi: Frá Norður-
Afríku (Jón Magnússon frétta-
stjóri). 20.55 Einsöngur: Kirsten
Flagstad syngur lög úr óperum
eftir Wagner. 21.16 Þýtt og end-
ursagt: Úr endurminningum konu
Dostojevskís; fyrri hluti (Arn-
heiður Sigurðardóttir flytur). 21.
40 Tónleikar: Tvær stuttar sónöt-
ur eftir Bach (plötur). 22.10
íþróttir (Sigurður Sigurðsson),
22.30 Frá úrslitum í danslaga-
keppni Félags íslenzkra dægur-
lagahöfunda (Hljóðritað í Þórs-
café í fyrra mánuði). J.H.-kvint-
ettinn og KK.-sextettinn leika. —
Söngvarar: Sigrún Jónsdóttir,
Ragnar Bjarnason og Sigurður
Clafsson. 23.30 Dagskrárlok.