Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 23
Þriðjudagur 28. maí 1957 MORCTllV BLAÐIÐ 23 Uaadir smásjánni London, 27. maí. IDAG létu fulltrúar Rússa og Bandaríkjamanna í afvopnunar- nefnd S. Þ. í ljós vilja stjórna sinna til þess að hefja samn- ingaviðræður um takmarkaða afvopnun. Lloyd, utanríkisráðherra Breta, sagði og í þinginu í dag, að nú væri fyrst ástæða til þess að vona að einhver árangur næðist af fundum afvopnunarnefnd- arinnar, en samt varaði hann fólk við því að vera of bjartsýnt í dag kom afvopnunarnefndin saman í London eftir 11 daga fundarhlé. í nefndinni eiga sæti fulltrúar Bretlands, Bandaríkj- anna, Frakklands, Kanada og Rússlands. Fundarhléið notuðu fulltrúarnir til þess að fara heim og ráðgast við stjórnir sínar og vitað er, að Bandaríkjastjórn hef- ur falið fulltrúa sínum, Harold Stassen, að leggja fram nýjar til- lögur, sem menn telja mjög at- hyglisverðar. - / ★ / - Þess vegna var fceðið með mikilli eftirvæntingu eftir því að Stassen tæki til máls á fundi nefndarinnar í dag, enda þótt efni tillagnanna sé nokk- — New York Times Framh. af bls. 14. kunnugt í New York, að umferð- artafir verða á 43. stræti og Times Square á laugardagskvöld- um, þegar verið er að aka blað- inu út á tugum og hundruðum vörubíla. Þetta vandamál verður leyst í nýju byggingunni. Eru ágætar flutningaæðar allt umhverfis þetta svæði og rúmgott er inni á svæðinu sjálfu íyrir vörubíla og einnig liggja járnbrautarteinar þangað inn. LÍKÖN TIL SÝNIS f sambandi við smíði hins nýja húss hefur stjórn New York Tim- es látið gera líkön af hinum fyrir- huguðu vinnusölum. Eru likön þessi höfð til sýnis víða í görnlu byggingunni og er leitað álits starfsfólksins á fyrirkomulags- atriðum. . . 4 SKIPAUTGCRB RIKISINS /ESJA“ austur um land til Seyðisfjarðar hinn 2. júní. Tekið á móti flutn- ingi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar í dag. Farseðlar seldir á morgun. Vinna Hreingerningar Vanir menn. Fljót og góð vinna. Sími 7959. — ALLI. Félagslil Fram — knattspyrnumeim. Æfingaleikur verður milli I. og II. fl. A á Iþróttavellinum á Mel- Unum kl. 8 annað kvöld. Æfing verður hins vegar á Framvellin- um kl. 9 fyrir meistara og II. fl. B. — Ncfndin. Ferðafélag íslands í Heiðmörk í kvöld kl. 8 frá Austurvelli til að gróðursetja trjáplöntur í landi fé- vinsamlega beðnir um að fjöl- menna. Samkomur Fíladelfía Biblíulestur kl. 8,30. Allir velkomnir. I. O. G. T. St. Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8,30 e.h. 1. Inntaka nýliða 2. Kosning fulltrúa til stórstúku- þings. S. önnur mál. Æt. urn veginn kunnugt. Þetta fór samt á annan veg, því að Stas- sen lagði engar tillögur fram. Víst þykir, að þær hafi verið afhentar hinum fulltrú- unum í ncfndinni og Stassen vilji, að þeir hafi rannsakað þær gaumgæfilega og tekið af- stöðu til þeirra áður en þær verða lagðar opinberlega fram og ræddar. Skálað BÚDAPEST, 27. maí. — f dag var tilkynnt í Búdapest, að náðst hefði samkomulag milli Kadar- stjórnarinnar og Rússa um stöðu Rauða hersins í Ungverjalandi. Efni þess hefur ekki verið fcirt. Gromyko og Sjúkov voru meðal þeirra, er ræddu málið við menn Kadars, og í kvöld sitja þeir fagnað félaganna í Búdapest. Guðrún S. Sigurðordóttir F 6. des. 1915. — D 12. maí 1957 Kveðja frá vinkonu. í gegnum sorgarhúmið, mér hlýj- ar röddin þín. Ég hef svo margt að þakka þér, elsku vina mín. Því mikil var tryggð þín og minn inganna fjöldi að mínum huga safnast við ævi þinnar kvöld. Frá æskunnar vordögum mest ég minnist þín, þau mildu ljúfu kynni, mér eins og geisli skín. Mig gleðja nú þær stundir, er sumarkvöldin síð við saman máttum una og ræða um liðna tíð. Með þér var gott að dvelja, því lund þín hrein og heið, frá heift og mannlífssárum, oft benti rétta leið. Og vinkonum þínum þú varst svo trygg og góð sú vinátta er auðlegð í minning- anna sjóð. Ó, himneski faðir, þeim vertu vörn og hlíf, sem vitund hennar tengdu svo fast við þetta líf. Með ljósgeislum vorsins, þú liðin ert á braut. Við látum þakkaróma þér fylgja í Drottins skaut. — Mmnmgarorb Framh. af bls. 17 ólst upp á fögrum æskustöðvum í föðurhúsum í stórum systkina- hóp. 17 ára fór hún suður til Reykjavíkur, byrjaði að nema hjúkrunarfræði, en hætti því og giftist 23. sept. 1924 eftirlifandi manni . sínum Guðlaugi Guð- mundssyni bryta. Voru þau í far- sælu hjónabandi í 32 ár, eign- uðust 3 syni, einn dó ungur, Jón- as eldri, tveir lifa, Jónas og Ósk- ar, sem kvæntur er Dýrleifi Tryggvadóttur og eiga þau 2 synií sem voru yndi og eftirlæti ömmu sinnar. Verksvið og lífsferill Sigur- línar var fyrst og fremst heimil- ið, að því hlúði hún alla tíð, og var ein ágætasta húsmóðir, sem hugsazt getur, öll verk léku í hendi hennar, hver svo sem þau voru. Er líka sagt að í hennar ætt séu dugnaðar- og vinnumenn miklir. Fór Sigurlín ekki var- hluta af þeim arfi eða öðrum kostum hinna beztu ætta, sem að henni stóðu. Ekki hirti hún um að fara brautir fjöldans, heldur valdi sér sína eigin leið. Var hún heilsteyptur persónuleiki og mannkostakona, sem ekkert aumt mátti sjá. Sigurlín var fríð- leikskona, höfðingleg og hvar- vetna veizluprýði og hátíðar- ljómi þar sem hún var, glaðlynd og hispurslaus í umgengni, un- andi heimilisfegurð, blómum og fagurri músík. Las alla tíð mikið af bókum, kunni vel að meta góð an skáldskap, hafði mikla kímni- gáfu, sá ætíð broslegu hliðar lífs- ins initt í alvörunni. Sigurlín var mjög frásneydd smjaðri og hrósi og cðrum smáborgarahætti, dæmdi fólk eftir atgervi, en ekki peningum eða mannvirðingum. Mjög var hún að allri skapgerð lík fornkonum vorum, drengur góður, eins og sagt var um Berg- þóru á Bergþórshvoli, hreinlund- uð og hóvær. Hún var hin mesta og bezta móðir og þess vegna sárt saknað af sonum sínum, elskurík eiginkona og amma. Líf hennar var barátta eins og flestra og það gekk á ýmsu hjá henni sem öðrum, en hún var baráttumanneskja í eðli sínu og óx við hverja raun. Hún átti við heilsuleysi að stríða, sem bagaði hana mjög, svo að hún naut sín ekki að fullu. Dauða hennar bar brátt að og meðan hún hafði enn mikla lífsorku. Trú hennar var sú, að dauðinn væri aðeins ferð á annað tilverustig. Hún sagði, að þegar hún væri dáin, ætlaði hún að ferðast um og sjá það sem hún hefði ekki séð. Á yngri ár- um hafði húh ferðazt víða um lönd og var það æ ríkt í hug hennar. Þess bið ég guð í hæstri hæð að veita henni ósk sína að ferðast og sjá dýrðarhnetti vetrarbraut- anna og sjá almættisverk skapar- ans, og að lokum mun tjaldið milli lífs og dauða dregið frá og ráðgátan mikla ráðin. — G. P. BÍLAMÁLUN Ryðbætingar, réttingar, viðgerðir. Bílvirkinn, Síðumúla 19. Sími 82560. Bíll til sölu mjög vel með farinn. OPEL CARAVAN til sölu. — Til sýnis að Þjórsárgötu 3, í Skerjafirði. Aðalfundur H.F. Eimskipafélags íslands verður haldinn ,í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 1. júní 1957 og hefst kl. 1,30 e. h. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 27.-29. maí næstk. frá kl. 1—5 e. h. Stjómin. Ástkær eiginkona mín ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, Laxárdal, Gnúpverjahreppi, andaðist í Landakotsspítala 26. þ. m. Ilögni Guðnason. Konan mín GUÐBJÖRG GIS SURARDÓTTIR, verður jarðsungin frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, miðviku- daginn 29. maí kl. 2. — Athöfnin hefst með bæn að heimili hinnar látnu Álfaskeiði 53, kl. 1.30. Þeim, sem óska að minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Ingvi Jónsson. Jarðarför mannsins míns BJARNA GUÐMUNDSSONAR frá Bóli, fer fram frá heimili mínu í Hveragerði miðviku- daginn 29. þ.m. kl. 10 árdegis. Jarðsett verður að Torfastöð- um kl. 2 sama dag. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Blindravinafélag fslands. María Eiríksdóttir. Útför föður okkar GUÐMUNDAR GESTSSONAR trésmiðs frá Arnardal, fer fram frá Fossvogskirkju I dag 28. maí klukkan 2 síðdegis. Blóm afbeðin. Gestur Guðmiundsson, Benedikt Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Illugi Guðmundsson. Móðir mín tengdamóðir og systir GRÓA HELGADÓTTIR, Suðurgötu 7, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík, miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 1,30. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Bjarni Bjarnason, Margrét Guðbjartsdóttir, Helga Helgadóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfail eg jarðarför mannsins míns JÓNS SIGURÐSSONAR bónda í Hraunsási. Aðalheiðiur Jóhannesdóttlr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.