Morgunblaðið - 26.06.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1957, Blaðsíða 10
MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. Júni 1951 w Bridge -/ -hátL ÞAÐ má segja að vorið sé ekki ’ tími bókaútgáfu, en þó kom á bókamarkaðinn' sú bók, sem áhugafólki um bridge var mikill nauðsyn að fá, sem sé bók Zóp- haníasar Péturssonar „Bridge- bókin“. Bridgespilið er ekki enn hálfr- ar aldar gamalt, þó leika það fleiri á íslandi sem víðar, en nokkurn annan leik, og er óhætt að segja, að með komu þessarar bókar sé mikið gert til að gera ur alla þá mörgu, sem spilið leika að betri spilurum, ef þeir tileinka sér það, sem í bókinni stendur. Efni bókarinnar skiptist i þrjá hluta. Fyrst Sókn og vörn, og er sá kafli, stærsti hluti bókarinnar, allur mjög góður. Sagnvísi heitir næsti kafli, og er þar sagt hvemig meta beri spilin án tillits til sagnkerfa. Um þennan kafla er óhætt að segja, að ekki verði allir sammála um það sem þar stendur, því spila- íbúð óska eftir að taka á leigu 2—3 herbergja fbúð. Tilboð leggist inn á afgr. Morgunbl. merkt: Ibúð — 5609. Verktunenit Nokkrir verkamen óskast strax í byggingavinnu. Goði hf. L.AUGAVEG 1«. IMauðungaruppboð á Suðurlandsbraut 39 H, héf í bæ talin eign Helga Kr. Helgasonar, fer fram á eigninni i dag klukkan 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Hugmyndasamkeppni nm skipulag á HeJlisgerði i Hafnarfirði. Stjóm Hellisgerðis hefur ákveðið að frestur til að skfla tillögum, skuli framlengdur til 20. júlí 1957. Nánari upplýsingar gefur Sigurgeir Guðmimdsson, Sunnuveg 4, Hafnarfirði, sími 9405. Stjórn Hellisgerðis. Happdrættisvinningur Nýr og ókeyrður ameriskur sportbíll til sölu. — Bfllinn er mjög glæsilegur og því tilvalinn sem vinningur fyrir félag, sem efna vildi til happdrættis. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir laug- ardag 29. júni, n. k. merkt: „Sportbíll —5617“. mat allra er nú þannig, að pað fer mikið eftir lyndiseinkunn hvers og eins. Sumir bjartsýnir, aðrir svartsýnir og svo frv. Enn þarna segir höf. frá sinni reynslu og ber að athuga það og meta. Síðasti hlutinn er um sagn- kerfi og eru þar tvö sagnkerfi út- skýrð svo allir, sem þekkja gang spilsins geta tileinkað sér þau, en það eru „Acol-kerfið“ sem Eng- lendingar spila eftir og hefur reynzt þeim vel, og „Stayman- kerfið", sem Ameríkumenn spila mikið. Ennfremur er „GJoren-kerfið“ samandregið, en það kerfi hefur áður verið gefið út á islenzku fyr- ir nokkrum árum. Siðustu blaðsiðum bókarinnar ver höf. til útskýringa á hinu franska „Canapé-kerfi", og er mikill fengur að fá það á islenzku, þó það sé samandregið, því þetta kerfi hefur áreiðanlega átt stcran hlut í því, að Frakkar eru með beztu bridgespilurum. Aftast í bókinni getur höf. heimilda og síðast er mjög gott efnisyfirlit, sem auðveldar not- kun bókarinnar. Mikill má vera áhugi þess manns á leiknum, sem ver frístundum sínum, til að taka saman bók eins og þessa, þegar vitað er um það áður að einu vinnulaxmin er ánægjan, því út- gáfa Bridgebókar getur aldrei orðið gróðavegur á íslandi, og hafi höf. þökk fyrir. Sundlaug v/gð á Sauðárkróki ÞRIÐJUDAGINN 11. júní var sundlaug vígð á Sauðárkróki að viðstöddu miklu fjölmennL Athöfnin hófst með því að for- maður iþróttanefndar bæjarins, Guðjón Ingimundarson, bæjar- fulltrúi, lýsti mannvirkinu, bygg ingarsögu þess og einnig þeim verkefnum sem óleyst væru í sambandi við heildarbyggingu laugarinnar. Að því búnu afhenti Guðjón f.h. íþróttanefndarinnar, bæjarbúum laugina til afnota og bað bæjarstjóra að taka hana i sína umsjá. Bæjarstjórinn, Björg vin Bjarnason þakkaði með ræðu og var laugin siðan tekin til af- nota með því að 4 börn stungu sér til sunds. Aðrir ræðumenn voru Þorsteinn Einarsson, iþrótta fulltrúi, Pétur Hannesson, forseti bæjarstjómar, 3ig. Sigurðsson, bæjarfógeti og Kári Jónsson for- maður U.M.F. Tindastóls, sem afhenti sem gjöf frá félaginu kr. 2.000,00 og tvo verðlaunagripi. Guðjón Ingimundarson færði lauginni tvö verðlaunagripi sem gjöf frá sér og Gísla Felixsyni, en báðir eru þeir miklir sund- menn og hafa kennt sund um inargra ára skeið. Á milli ræð- anna söng Kirkjukór Sauðár- Reymr“ á Sondgerði keppti í Feereyjum Sandgerðingar sjómenn. Keppt var við Vágs Boltfélag á mjög slæmum malar- og moldarvelli. varð jafntefli 4:4, en leikurinn skemmtilegur og fjörugur. Voru flestir leikmanna Færeyinga ung- ir og margir efnilegir á okkar mælikvarða. Næsti leikur fór fram i Trang- isvági við Tvöroyar Boltfélag. Var það sterkasta færeyska liðið, sem þeir félagar kepptu við, enda flestir leikmanna um og yfir þrí- tugt. Varð hér aftur jafntefli: 2:2. Var ferðin til Trangisvágs all erfið, yfir fjallveg að fara og urðu menn að ganga nokkurn spöl í ausandi rigningu og bera pjönkur sínar. Síðan var aftur leikið við gestgjafana að Vági og unnu nú heimamenn með 6:4, Samið um sex ára knattspyrniu- samstarf. — Sandgerðiugar léku 5 leiki á 7 dögum. TÍÐINDAMAÐUR Mbl. átti við- tal við Þóri Maronsson formann Reynis, sem einnig var fararstjóri og spurði hann frétta af förinnL Þóri sagðist svo frá: Lagt var af stað með m/s. Heklu frá Reykja- vík laugardaginn 8. júni sl. — Þátttakendur voru 16. Allir leik- menn, þar af voru 14 Reynisfé- lagar, en auk þeirra Ellert Sölva son þjálfari og einn lánsmaður, Skúli Skúlason frá íþróttafélagi Keflavíkurflugvallar. Skúli var markhæsti maður fararinnar, skoraði hann 6 af þeim mörkum, sem liðið skoraði í Færeyjum. Komið var til Þórshafnar árla á mánudagsmorgni og var hald- ið þaðan eftir klukkustundar við- dvöl til Suðureyjar og tók sú sigling 5% klst. Var komið til Vágur kl. 3 e. h., en leikur hófst kl. 7 um kvöldið og voru leik- menn Reynis þreyttir og slæptir eftir sjóvolkið, því ekki eru allir HONIG Kostakjör Til sölu er nú þegar, dýrmætt gullarmband. sett fögr- um Ceylon-rúbínum og ekta perlum. Armbandið er smíðað hjá hinum heimsfræga skart- gripasala Cartier í París. í>eir, sem vilja sinna þessu leggi nöfn sfn f lokað umslag á afgr. Morgunblaðsins fyrir 1. júlí merkt: „SOCIETY —7“. HOLLENSK GÆÐAVARA Uppáhald barnanna Hcildsölubirgðir Eggert Kristjánsson bf. — Jan-Mayen Framh. af bls. 9 þegar undirbúningurinn stóð sem hæst> Hann var mér alveg sammála, brosti góðlátlega og sagði: „Þið eruð „smart“ Islend- ingar. Þetta verður annað hvort „skandali" eða stórsigur. Eg óska ykkur hjartanlega til hamingju." — Hefur þetta ekki verið spennandi fyrirtæki hjá ykkur? — Jú, sannarlega. Við höfum hlustað gaumgæfilega á veður- 'réttirnar kvölds og morgna og g hringdi seint og snemma á /eðurstofuna í Reykjavík. Mest alt á veðrinu þar norður frá. /ið fengum skeyti öðru hvoru frá skipinu og tvisvar hafa farar- stjóramir talað við mig. Þetta er annað og auðveldara en í gamla daga, 1918, þegar farið var á „Snorra" í rekaviðarleið- rngur til Jan-Mayen. Þá var >essi íshafseyja einskismanns- land, auð og óaðgengileg. Eng- inn vissi neitt um þennan 36 tonna bát, fyrr en hann kom aft- ur til Siglufjarðar eftir 14 daga útivist. För hans gekk að óskum, en ekkert varð þó úr frekari rekaviðartöku í það sinn. Getur vissulega svo farið einnig nú, þó tækninni hafi fleygt fram og áhættulítið sé að sigla norður þangað þrjá sumarmánuðina. Þarna er hafnlaus og brimasöm strönd, sem er ekkert „lamb“ að leika sér við, segir Sveinbjörn Jónsson að lokum. króks nokkur lög undir stjórn Eyþórs Stefánssonar. Framkvæmdir við sundlaugar- bygginguna hófust síðla sumarg 1954. Voru þá undirstöður laug- arkers steyptar. Verkinu síðan haldið áfram í áföngum, og það langt komið að hægt er að taka laugina til afnota enda þótt margt sé enn ógert. Sá hluti, sem þegar er byggður er að grunnfleti 416 fermetrar, sundlaugarkerið sjálft 25x8 metrar. Undir sléttum annars enda laugarinnar em búningsherbergi og böð fyrir um 40 manns. Þetta rými er síðar ætl að til afnota fyrir þá er íþróttir iðka á íþróttavellinum, sem er skammt frá lauginni, þegar hið eiginlega laugarhús er komið upp, en áætlað er að það verði tveggja hæða bygging að grunn. fleti 130 ferm. Sá hluti laugaiw innar sem þegar er byggður mun kosta um 700 þús. kr. Bæjarsjóð- ur hefir árlega nú sl. 10 ár lagt nokkurt fé í byggingarsjóð laug- arinnar, auk þess að íþróttasjóð- ur bæjarins hefir veitt fé td byggingarinnar eftir því sem fé hans hefir hrokkið til. Vilhjálmur Hallgrímsson, bygg ingameistari hefir haft yfirstjóm á byggingaframkvæmdum með höndum. Sérfræðilegt eftirlit með járnalögn í laugarker og uppsteypingu annaðist Sig. Thor- oddsen verkfræðingur. auk þes« hafði Jóhann Guðjónsson, múr. arameistari eftirlit með verkinu fyrir hönd íþróttanefndarinnar- Múrverk allt annaðist Kári Her- mannsson múrarameistari, pípu- lagnir Eyjólfur Finnbogason og málningu Jónas Þór Pálsson. Hefir nú rætzt draumur Sauð- árkróksbúa um að eignast sína eigin sundlaug, og hófst kennsla í henni í dag — og þar með þátt. taka í Norrænu sundkeppninni, Má því segja að nýjum mikils- verðum áfanga í menningarsögu staðarins hafi verið náð með byggingu Sundlaugar Sauðár- króks hitaðri upp með vatni fri hitaveitunni. — Jón. en leikar stóðu í hálfleik 3:3 Reynismönnum 1 hag. Næsta dag var enn keppt að Vági og unnu heimamenn þann leik einnig með 2:1, enda var att mjög farið að bera á þreytu meðal Reynismanna. Á laugardegi fór síðan frani fimmti og síðasti leikurinn í Þórg höfn og var keppt við B-36. Vann B-36 þann leik með 4:1, en Þórir telur að þau úrslit hafi ekki gefið rétta hugmynd um gang leiksina, þar sem Reynir hafi átt mun meira í leiknum en sigurvegar. arnir, enda þótt mörkin vildu ekki koma. Vágs Boltfélag gaf veglegan bikar til keppni milli Sandgerð- inga og Vágsbúa i knattspyrnu, Skal keppt um bikarinn sex sinn. um, til skiptis að Vági og i Sand gerði og vinnst til eignar að þeim tima liðnum. Vágverjar munu heimsækja Sandgerðinga næsta sumar. Reynismenn bjuggu á heimilum gestgjafa sinna. Rómaði Þórir móttökur allar. Voru þeim félögum haldn- ar veglegar veizlur, færðar gjaf- ir góðar og viðurgerningur allur svo sem bezt varð á kosið. — Kveðjuhóf að Vági sátu til dæmia 200 manns og var Sandgerðing- um þar fært veglegt málverk af bænum að gjöf. Þórir taldi að ferðin hefði verið of erfið fyrir keppendur. Fimm leikir á sjö dögum og gestrisni Færeyinga auk sjóferðarinnar or- sakaði að liðið náði ekki sínum bezta leik. En allir komu heim glaðir og ánægðir með skemmti- legar endurminningar um fagra júní daga og nætur hjá frændum vorum í Færeyjum. BÞ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.