Morgunblaðið - 26.06.1957, Page 16

Morgunblaðið - 26.06.1957, Page 16
VEÐRIÐ Haegviðri, léttskýjaS. 139. tbl. — MWvikud&gur 3«. júaí 1957. Ræða borgarsfjóra lf. júní. — Sjá bfe. 9. Um 30 þús. mál til Siglu fjarðar s.l. sólarhring Engin veiði síðdegis I gær Mynd þessi er tekin í gær við nafngift Einarsgarðs. Á myndinni ent frá hægri: Gunnar Thoroddsen, horgarstjóri, frú Helga Hdga- dóttir, Eiríkur Einarsson Helgasonar, frú Ása Norberg og Aðal> steinn Norberg, kjörsonur Einars. CróðrarstöBvargarðurinn nefndur „Einarsgarður" í minningu Einars Helgasonar IGÆR var garðinum við Gróðrarstöðina, á gatnamótum Hring- brautar og Laufásvegs, gefiö nýtt nafn við stutta athwfn, sem þar fór fram. Gaf Gunnar Thoroddsen borgarstjóri garðinum nafnið Einarsgarður, í því tilefni að í gær voru liðin 98 ár frá fæðingu Einars Helgasonar, frumkvöðuls í garðyrkju, en hann stofnaði garðyrkjustöð á þessum stað fyrir tugum ára. Hópferð í Þórsmörk HEIMDALIjUR FUS mun um frá Valhöll við Suðurgötu kl. 3 næstu helgi efna til hópferðar í Þórsmörk. Lagt verður af stað • h. á laugardag og komið til baka á sunnudagskvöld. Allar upplýsingar varðandi ferðina verða gefnar á skrifstofu félagsins, sem er opin alla virka daga frá kl. 10—6. Sími 7103. Fádæma þurrkar í S-Þingeyjarsýslu ÁRNESI, S-Þing. — Sláttur er aðeins að hefjast á stöku bæ, en hann mun ekki almennt hefjast á næstunni. Spretta er með ein- dtemum léleg vegna hinna lát- lausu þurrka, sem verið hafa í aiit vor. Má heita að tæplega hafi komið dropi úr lofti í margar vikur. Einn daginn blotnaði að- úiu á steinum. —H. Þrír „Fossaru stöðvaðir ÞRÍR Fossar Eimskipafélagsins eru nú komnir hingað til Reykja- víkur og hafa stöðvazt vegna verkfallsins. Verið er að losa Goðafoss, sem kom fyrir nokkr- um dögum, en ekki hefur verið hægt að byrja á losun Lagarfoss, sem kom um helgina, fullhlaðinn og í gær kom svo Tröllafoss vest- &n irá Bandaríkjunum. Tvö skemmtiferða- skip væntanleo; HINGAÐ munu koma í sumar tvö skemmtiferðaskip og nálgast uú óðum komudagur þeirra. Er annað skipanna hið norska haf- skip, Bergensfjord, en hitt er luxusskipið Caronía. Er hið fyrr nefnda væntanlegt 8. júlí en hið síðarnefnda daginn eftir. Skipin flytja hundruð ferðamanna, sem hér munu hafa eins dags dvöl. T VIKUNNI sem leið, fundust 1. beinagrindur á kirkjustaðn- um Lundarbrekku í Bárðardal. ÁÁ Verið var að grafa fyrir hey- hlöðu og var jarðýta notuð. Er þetta kippkorn frá þar sem kirkjan nú stendur. Jarðýtan kom þarna niður á margar graf- ír og taldist mönnum beina- grindurnar vera 40 talsins. Lágu þær í þeim lögum og var hið efra ofarlega í moldinni, en neðra nokkru dýpra. Sum beinin virt- ust vera af mjög stórum mönn- um. ýtÁ Það var haldið áfram að grafa grunninn fyrir hey- hlöðunni, þrátt fyrir beinafund- JouL. Var beinunum safnað sam- IGÆR var komið norðvestan kul á síidarmiðin og lítil sem engin veiði verið síðan um há- degi. Nær þetta yfir stórt svæði út af Stranda&runnshorni. Taldi síldarleitin á Siglufirði að ef lygndi væru veiðihorfur góðar. Landanir voru stöðugar allan s.l. sólarhring og stóðu yfir í gær- kvöldi er blaðið átti tal við Siglu- fjörð. — Alls bárust á land um 30 þúsund mál s.l. sólarhring. Fer hér á eftir skýrsla yfir skip sem lönduðu fram til kl. 6 í gær- kvöldi: Hringur 600, Sigurfari SH 450, Mímir 450, Þórunn 500, Nonni 400, Reynir 600, Sæborg KE 600, Jón Finnsson 700, Björg SU 800, Sæborg GK 400, Flóaklettur 700, Gengið á Heklu nu næstu helgi FARFUGLADEILD Reykjavikur ráðgerir gönguferð á Heklu um næstu helgi. Lagt verður af stað kl. 3 á laugardaginn og ekið um Rangárvelli að Næfurholti og tjaldað þar. Um kvöldið verður gengið nið- ur í Hraunteig. Á sunnudag verð- | ur ekið upp á Bjalla og það ná- iægt Heklu, sem komist verður. Síðan verður gengið að axlargígn- um og þaðan á Heklutind. Á heim- leiðinni verður ekið vestur yfir Ytri-Rangá og haldið heim um Landsveit og Holt. Ræjartogari fer á síldveiðar TOGARINN Jón Þorláksson, sem er eign Bæjarútgerðar Reykja- víkur, var tekinn upp í slipp í gærdag. Það mun vera fastákveð- ið að togarinn fari norður á síld og var í gær verið að búa skipið á veiðarnar og vonast til að hægt verði að leggja af stað í nótt er leið eða þá árdegis í dag. Ekki er kunnugt um aðra Reykjavík- urtogara, sem fara munu á síld- veiðar, nema þá ef vera kynni að Egill Skallagrímsson færi, en hann er nú á veiðum. an og eru þau nú geymd að Lundarbrekku, en þau verða greftruð í kirkjugarðinum þar á staðnum. —H. 86 Dalabændur og húsfrey jur á ferð ÁRNESI, S-Þing., 25. júní — Hús freyjur og bændur úr Dalasýslu eru hér á ferð, alls 86 manns. Fór ferðafólkið um Mývatnssveit í gær á leið sinni til Austur- lands. Er fólkið væntanlegt að austan á morgun og mun það hafa viðdvöl í N-Þing., en gista hér í suður sýslunni á sveita- I bæjum aðra nótt. —H. Sæhrímnir 400, Þorbjörn 500, Gulltoppur 500, Langanes 550, Sæfaxi AK 450, Öðlingur 600, Hafþór RE 800, Akurey 300, Ár- sæll Sigurðsson 900, Víðir II. 750, Björg VE 100, Dux 450 og Gull- borg 900. Bær brennur íHúnnvatnssýsln BLÖNDUÓSI, 25. júní: - Um fjögur leytið í gær kom upp eldur í bænum að Stóra-Búrfelli í Svína- vatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu og brann bann til grunna. Þetta var torfbær, en við hann hafði verið reist einlyft steinhús. Kviknaði í torfbænum, sennilega út frá ofnröri. Brann hann til ösku og sömuleiðis steinhúsið nema hvað veggirnir standa. Nokkuð af innanstokksmunum og fatnaði náðist út, en þó hvergi allt. Bændur á Stóra-Búrfelli eru Daníel Þorleifsson, sem búið hef- ir þar lengi og tengdasonur hans, Gísli Jónsson. — Fréttaritari. Eldur í Steinull HAFNARFIRÐI—Klukkan rúm- lega 8 í gærmorgun var slökkvi- liðið kvatt að Steinull h.f. hér upp með læknum, en þar hafði komizt eldur í nokkuð af birgð- um verksmiðjunnar. Að vísu brennur steinullin ekki, en um- búðir, sem þar voru, brunnu nokk uð og skemmdust af reyk. Er baldið að kviknað hafi í út frá neistaflugi, sem barst inn í birgða geymsluna. Lagði mikinn reyk upp úr húsinu, en að öðru leyti munu skemmdir ekki hafa orðið sérlega miklar. Tókst slökkvilið- inu fljótlega og greiðlega að slökkva eldinn, en eins og svo oft áður, kom hinn nýi slökkvi- bíll, sem búinn er háþrýstitækj- um, að góðum notum við slökkvi- starfið. —G. E. Mórannsánir á Akranesi AKRANESI, 25. júní. — Fyrir rúmum hálfum mánuði var byrj- að að mæla hve mikið hagn af mó er fólgið hér í jörðu í flóan- um milli kaupstaðarins og Akra- fjalls og sömuleiðis í mýrunum beggja megin inn með fjallinu. Mælingar eru gerðar með 100 m millibili og tekin jarðvegs- sýnishorn. Tilgangur mælinganna er að rannsaka mómagnið og mó- gæðin ef vera kynni að takast mætti að hagnýta móinn til elds- reytis fyrir Sementsverksmiðj- una. Mælingunum stjórnar á veg um Atvinnudeildar háskólans Óskár Bjarnason efnafræðingur og Tómas Tryggvason jarðfræð- ingur. — Oddur. FRUMKV ÖDULL I GARDYRKJU Um kl. 4.30 í gær voru saman komnir í þessum fagra garði, borgarstjóri, bæjarráð Reykja- víkur, ættingjar Einars Helga- sonar, garðyrkjuráðunautar bæj- arins og blaðamenn, auk fleiri gesta. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri mælti nokkur orð og minnt ist Einars Helgasonar, en hann átti um skeið sæti í bæjarstjóm Reykjavíkur. Einar Helgason var einn helzti frumkvöðull í garðyrkju hér á landi á sínum tíma, sagði borg- arst’jóri, hlaut góða menntun á unga aldri í þeim fræðum og kenndi mörgum ungum mönnum garðyrkju síðar á ævinni. Kunn- ur er hann af hinum ágætu bók- um sínum Hvannir og Bjarkir, og óhætt er að segja, að þáttur hans í íslenzkri garðyrkju var drjúg- ur og verka hans hefir lengi gætt. Einar Helgason stofnaði til gróðrarstöðvar á þessum stað, og í dag ákvað bæjarráð, sagði borg- arstjóri að nefna þennan garð „Einarsgarð" í minningu um þennan ágæta garðyrkjumann. GRÓÐURSÆLL GARÐUR Þá tók til máls Hafliði Jóns- son garðyrkjuráðunautur bæjar- ins. Lýsti hann garðinum en und- anfarið hafa nokkrar umbætur verið gerðar í honum, en bærinn eignaðist garðinn árið 1943. Trén í garðinum eru há og reisuleg, 40—50 ára gömul. A gagnstíga hafa verið lagðar hraunhellur, kantar hlaðnir upp úr höggnum steini og tröppur gerðar upp á Laufásveginn. Þá var og grasfræi sáð fyrir þrem vikum í garðinn og fögur blóm þar gróðursett. Fylgdi Haf- liði gestum um garðinn en hann er hinn gróðursælasti og mikii bæjarprýði. I honum stendur sem kunnugt er stytta Pomonu, garS- yrkjugyðjunnar rómversku. — Verkstjóri við framkvæmdirnar 1 garðinum hefir Björn Kristófers- son verið og Baldur Maríasson séð um garðyrkjuna. I brekkunni upp að Laufás- veginum hefir blómabreiða verið gróðursett sem myndar nafn Ein- ars Helgasonar í fögrum litum og ártölin 1867—1957. Farmannadeilan óleyst FUNDUR sáttanefndarinnar í í Farmannadeilunni stóð frá kl. 2—8 i gærkveldi. Ekki náð ist samkomulag á þessum fundi. VatnsieiðsEuæðar Akra- ness endurnyjaðar AKRANESI, 25. júní. — Hálft annað ár er nú liðið síðan skipt var um pípur í vatnsleiðslu Akra ness frá vatnsgeyminum í Berja- dalsgljúfrunum og niður að dælu stöð, sem er efst í kaupstaðnum, þar sem þjóðvegurinn byrjar. —■ Voru þá lagðar 12 þumlunga asbestpípur í stað tréstokkanna gömlu sem voru aðeins 8 þuml- ungar í þvermál og hriplekir. Vertíðin var þá að hefjast og tíminn leyfði ekki að lengra væri farið. Þess vegna eru tréstokk- arnir enn í aðalleiðslunni frá dælustöðinni ofan á Silfurtorg. Nú er búið að grafa skurð nið- ur að sjúkrahúsinu og þangað á aS leggja 12 þumlunga pípur en þaðan niður á torgið 8 þumlunga pípur. Þegar því er lokið verða allar vatnsleiðsluæðar Akranesa úi asbesti og tréstokkarnir úr sögunni. — Oddur. Sumariör Varðar AKVEDIÐ hefur verið að hin árlega sumarför Varðarfé- lagsins verði farin sunnudaginn 7. júlí n.k. Að þessu sinni verður farið um Árnessýslu. Farið verður í Þjórsárdal og skoðaðir ýmsir merkisstaðir þar og viðar í sýslunni. Síðan verður nánar skýrt frá för þessari. Komið niður á 40 beina- grindur í Bárðardalnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.