Morgunblaðið - 26.06.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. júní 1957 MORCXJTSTtLÁtnt) » Þrjdr styrkar Ræða Gunnars Thoroddsens borgarstjóra á Arnarhóli 17. júni Góðir íslendingar! ÞÆR STOÐIR, sem standa und- ir þjóðfélagsbyggingu íslands, fullveldi þess og sjálfstæðri til- veru, eru gerðar úr margvíslegum ©g ólíkum efniviði. Ein er traustur og blómlegt atvinnulíf. Önnur er menning þjóðarinnar, bæði æðri menning og alþýðumenntun. Og hin þriðja stoð er siðferðisþrek og sálarstyrkur þjóðarinnar. Eng- in ein þessara þriggja stoða má síga né svigna, bogna né brotna, því að þá myndi öll hin mikla mannfélagshöll leika á reiði- skjálfi og riða til falls. NÆG ATVINNA HANDA ÖIXUM LANDSINS BÖRNUM í atvinnuháttum verður þjóðin að keppa að því, að jafnan sé næg vinna handa öllum landsins börn- um. Landið er vissulega megn- ugt þess að tryggja öllum at- vinnu. Við heyrum það stundum, að land okkar liggi á allra yztu mörkum hins byggilega heims. Hvað sem því kann að líða, er «ngin ástæða til að örvænta, þeg ar þess er gætt, hvílíkum fjár- sjóðum og auðlindum landið býr yfir, fiskimiðum og fossaafli, vellandi hverum, gjósandi gufu og gróðurmætti íslenzkrai mold- W. Sumarið er að vísu stutt, en þeim mun vænna þykir okkur um það, enda fögnum við sérstaklega eumardeginum fyrsta, einir allra þjóða. Lengst af sögunnar hafa tveir verið aðalatvinnuvegir ísl., land- búnaður og fiskveiðar, og um langan aldur verða þeir máttar- viðir atvinnulífsins. Að sjálf- *ögðu þarf að efla þá og treysta, »já um að þeir fylgi jafnan kröf- um og kalli tímans, og auka fram- leiðsluna. En ekki er nóg að fram- leiða, heldur þarf ætíð að vera vakandi auga og starfandi hönd að öflun nýrra markaða. BTÆKKUN LANDHELGINNAR EKKILANGT UNDAN Meginmál íslenzks sjávarútvegs J dag og raunar allrar þjóðarinnar er aukin friðun fiskimiða og út- færsla landheíginnar. Lausn þess máls er væntanlega ekki langt undan. Vonandi verður wnnt að færa út íslenr.ka land- helgi að miklum mun áður en is- lenzka lýðveldið verður 15 ára. En auk hinna tveggja rótgrónu etvinnuvéga rísa upp og eflast í sívaxandi mæli aðrar atvinnu- greinir: Samgöngur á sjó, landi Og í lofti, verzlun og viðskipti, stórfelldur iðnaður, sem þegar flytur þjóðinni ærinn auð, að ó- gleymdu því, að sem ferðamanna- land getur ísland haft drjúgar gjaldeyristekjur, ef landkynning, gistihúsa- og ferðamál eru tekin réttum tökum. Til þess að að tryggja öllum stöðuga atvinnu þarf sem mesta fjölbreytni í atvinnuháttum. FJÖRHI ER SVO MIKIÐ, í N STILLINGIN ENGIN En eins og nauðsynin er brýn að afla atvinnutækja og fram- kvæma sem flestar umbætur í þjóðfélaginu, eins er þess þörf að kunna fótum sínum forráð og eyðileggja ekki framfarir og framkvæmdir í höndum sér með gönuhlaupum. Einn daginn erum við vel á vegi að þverbrjóta lögmál efna- hagslífsins með of mikilli þenslu, af því að allir vilja gera allt í einu. — Annan dag blasir við at- vinnuleysi, vonleysi, fram- kvæmdaleysi. Að vísu eru atvinnuvegir okkar áhættusamir og breytilegir frá ári til árs: Veður eru válynd, grassprettan misjöfn, gæftir stundum stopular, þorskurinn tregur, síldin kenjótt. En samt mætti oft ná meira jafnvægi og •töðugleika framkvæmdanna, ef við gæfum okkur öðru hvoru litla stund til að staldra við og átta okkur á hnattstöðunni og sóiarganginum, áður en við sprengjum okkur á sprettinum. í efnahagsmálum á það oft við okkur, sem sagt var um skáldið forðum daga: Fjörið er svo mikið, en stillingin engin. JÖFN OG STÖDUG ENDURNÝJUN TOGARAFLOTANS Á síðasta aldarfjórðungi hefur endurnýjun togaraflotans gengið í rykkjum. Þegar ákveðið var að kaupa hina 30 nýsköpunartogara, höfðu 15 árin á undan aðeins komið örfáiir nýir togarar til landsins. 3 árum síðar voru pant- aðir 10 togarar. Og nú 10 árum síðar er ákveðið að afla 15 togara. Allt hafa þetta verið nauðsyn- legar ráðstafanir. En væiu það ekki heppilegri vinnubrögð í framtíðinni og viðráðanlegri, að tryggja jafna og stöðuga endur- nýjun togaraflotans. Það mætti lögfesta, að ríkisvaldið skyldi beita sér fyrir því að á hverju ári væru smíðaðir t.d. 4 nýir togarar fyrir þjóðina. Slik skipan hefði marga augljósa kosti, sem hér þarf ekki upp að telja. ÍSLENZK MENNING STENDUR FÖSTUM FÓTUM Önnur sú stoð, sem stendur undir byggingu hins ísienzka þjóðfélags, er íslenzk menning. Hún stendur föstum fctum að fornu og nýju. Saga íslands og bókmenntir eru stolt okkar og ómetanlegur arfur, sem varðveitt hefur um aldir þjóðerni okkar, tungutak og samhengi í sögu og menningu. En eins og fjölbreytni hefur áukizt í atvinnulífi hin siðari ár, svo hefur og íslenzk menning aukizt að margbreytileik. Al- menningur hefur öðlazt áður óþekkt tækifæri til að fræð- ast og menntast. Vísindi og æðri menning hafa blómgazt og fengið bætt starfsskilyrði. Hin forna frá- sagnarlist hefur að nýju hlotið alheimsfrægð með nútímaskáld- um. En nýjar listgreinar, sm áður létu lítið yfir sér, hafa hafizt til vegs á marga lund, svo sem tón- list, málaralist, höggmyndalist. í skólamálum þarf að leggja ríka áherzlu á íslenzk, þjóðleg fræði, bókmenntir þjóðarinnar, sögu og tungu og umfram allt varðveita samhengið við menn- ingu forfeðranna. Eins og í efnahagslífinu þarf einnig jafnvægi í menningarmál- um. Vísindi og listir ná ekki hæstum hæðum, nema alþýðumenning standi með blóma. Og í tónlist- inni þarf hvorttveggja að haldast í hendur: Tóniðkun almennings sjálfs, með söng og hljóðfæra- leik, söngflokkar, lúðrasveitir, — og tilvist Sinfóníuhljómsveitar til að flytja meiri háttar tónsmíðar og æðri tónlist. Þýðing menningarinnar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar verður aldrei of metin, og þess er skylt að minnast sérstaklega á fæðing- ardegi Jóns Sigurðssonar. SIÐFERÐISÞREK OG SÁLARSTYRKUR Sú er hin þriðja stoð þjóð- félagsins, sem aldrei má bila: Sálarstyrkur og siðferðisþrek þjóðarinnar, kjarkur hennar og innra afl. Engin þjóð fær staðizt, hversu auðug, sem hún er og at- vinnuv. hennar blómlegir, ef sið- ferði hennar brotnar og siðalögm. eru fótum troðin. Ekkert ríki get- ur lifað til lengdar, hversu marga skóla, sem það á, skáíd og lista- menn, ef hinn andiegi grunnur brestur: samvizkan sjálf svæfð eða deydd. Mannkynssagan sýnir stoðir Gunnar Thoroddsen okkur mörg óræk vitni þess, allt frá elztu bókum Biblíunnar og fram til okkar tíma. í uppeldismálum er fræðsla og þekking ekki einhlít. Skapgerð- ina, geðið, hjartalagið þarf að rækja og rækta og skapa skiln- ing á því að greina milli góðs og llls. Það þarf að grunnmúra í hug og hjarta ungra sem upp- kominna, trú á hið góða og rétt- láta, andúð gegn hinu illa og rang láta — virðingu fyrir loforðum og heitum, andúð á því að rjúfa orð og eiða, — virðingu fyrir mannhelgi, persónufrelsi, lifi, lim um, — fordæmingu á limlesting- um, kvalafýsn og pyntingum, sem einkenna og gagnsýra starfshætti einræðisaflanna og virðast vera að þeirra áliti sjálfsögð tæki í valdabaráttunnL UMBURÐARLYNDI í STAÐ OFSTÆKIS Og hér komum við um leið að þeim kjarna málsins, að kristin lífsskoðun er grundvöllur hins réttláta, mannúðlega, frjálsa þjóð félags. Kærleikur í stað haturs. Umburðarlyndi í stað ofstækis. Og réttlætiskenndin má aldrei verða ofurliði borin, því að þá er voðinn vís. Þess verða menn að vera minnugir, að enginn getur gert rangt án þess að refsmg komi fyrir, — ef ekki strax, þá síðar. Þegar Sturlu Þórðarsyni í Hvammi þótti fjandmaður hans ekki hljóta hæfilega hegningu hér á jörðu, mælti hann: Allar kvalir munu honum sparðar til annars heims. , Og víst er það, að orsök og af- leiðing verða aldrei sundur skilin að fullu. Jafnvægi hugans er ef til vill það, sem mönnum er mest þörf á nú. Ef við ættum meiri hugarró, en minni asa, ef við sýndummeira umburðarlyndi, en minna ofstæki, ef við gerðum heldur meiri kröf- ur til okkar sjálfra en til annarra, og ef við stöldruðum við endrum og eins til þess í ró og næði aC athuga, hvort jafnvægið er í lagi, — jafnvægið í efnahag, í menn- ingu, og í andlegri veúerð okkar sjálfra, — þá myndi sjálfstæði og tilveru íslenzku þjóðarinnar bet- ur borgið en nú horfir. Af Grænlandsmiðunt HAFNARFIRÐI — Togarina Ágúst kom af Grænlandsmiðum í fyrradag og mun vera með um 370 tonn af saltfiski. Var hann aðallega á þremur miðum: Nafn- lausa bankanum, Danabanka og Fridrikshaabbanka. Veiði var afarmisjöfn á þessum „bönk- um“ og yfirleitt ekki eins gott og á sama tíma í fyrra. All- mikið var þar af erlendum tog- urum, svo sem portúgölskum, spönskum og ítölskum. Höfðu sumir þeirra verið þarna alllengi, enda margir hverjir mjög stórir. Togararnir Júní, Röðull og Júlí eru þar á veiðum, veiða í salt, nema sá síðastnefndi, hann er á karfa. — Sagt var í frétt hér í blaðinu fyrir helgi, að Júní hefði landað á Akranesi, en átti að vera Bjarni riddari. Hann er nýlega farinn aftur á veiðar eftir að hafa verið í slipp. — Nú eru flestir bátarnir farnir norður og sumir fengið síld, svo sem Reykjanes- ið og Flóaklettur, sem hvor um sig hafa fengið um 550 máL — G.E. íslendingar ganga á reka á Jan-Mayen Vel heppnubum leiðangri lokið Samtal við Sveinbjörn Jónsson byggingameistara jSLENZKT SKIP, mannað íslenzkum mönnum, er ný- lega komið úr rekaviðarleið- angri frá Jan-Mayen. Gekk förin ágætlega og kom skipið til Akureyrar hlaðið rekavið I s.l. þriðjudagsnótt. Mbl. sneri sér til Svein- bjarnar Jónssonar bygginga- meistara, en hann hefur haft forgöngu um för þessa og leit- aði hjá honum frétta af að- draganda hennar og atburð- um. Komst hann þá m. a. að orði á þessa leið: Tildrög leiðangursins eru nokkuð löng og margra ára. Árið 1955 var gtofnað í Osló dálítið hlutafélag fárra manna, sem fékk einkaleyfi norska ríkisins á því, að athuga um r.ekavið á Jan- Mayen. Um sáma leyti, gengu nokkrir vinir mínir á Akureyri í félag með mér, til þess að taka þátt í þessari athugun, ásamt norska félaginu og sjá um hag- nýtingu viðarins, ef til fram- kvæmda kæmi. SKIP OG SKIPSHÖFN Leiðangur var fyrirhugaður í fyrravor, en fórst fyrir af óvið- ráðanlegum ástæðum. I vor var svo málið tekið upp að nýju. — Fyrst átti að fá norskt skip til fararinnar, en það tókst ekki. Eftir nokkra leit og athuganir var m.s. „Oddur“ fengið til þess- arar farar. Aðalmaður norska fé- lagsins, Gunnar Hansen, gat því miður ekki losað sig frá annríki heima fyrir, svo við íslenzku að- ilarnir urðum að taka að okkur forustu og allar framkvæmdir málsins. Ágúst bróðir og Björs sonur minn, tóku að sér stjórn leið- angursins og fengu með sér hinn reynda skipstjóra Guðmund H. Oddsson í Reykjavík, auk skip- stjóra „Odds“, Símonar Guð- jónssonar og margra ágætra manna, eins og t. d. Tryggva Gunnarssonar skipasmiðs á Ak- ureyri, Steindórs Hjaltalíns út- gerðarmanns í Reykjavík o. fl. Steindór Steindórsson kennari og náttúrufræðingur á Akureyri fór með sem gestur leiðangursins, hann vildi athuga gróður á eyj- unni og fornar minjar sem kynnu að hafa rekið af sjó á um- liðnum öldum, en norskir forn- minjafræðingar hafa mikinn á- huga fyrir þeim. M.s. „Oddur“ er vel útbúið skip af tækjum og heppilegt til slíkrar farar. LAGT AF STA® — Hvenær var ferðin hafin? — Lagt var af stað frá Akur- eyri kl. 20, 12. júní og fyrst siglt til Raufarhafnar með staurafarm í síldarplan. Þaðan var farið kl. 17 daginn eftir í góðu veðri, beint til eyjarinnar. Þangað reyndist 40 klst. sigling og nokkuð erfið landtaka sökum þoku. Norðmenn þeir sem dvelja á Jan-Mayen við veðurathuganir, 8 alls, tóku leið- angrinum ágæta veL enda höfðu þeir fengið tilkynningu um komu skipsins frá norska ráðuneytinu. Veðrið hélzt sæmilega gott flesta daga, sem dvalið var við eyjuna. Gengið var á land á nokkrum stöðum, á vestur og suðurströnd eyjarinnar. Fram- skipun á rekaviðnum var erfið og seinleg, m. a. vegna ónógra hjálp- artækja í landi. Einn daginn var t. d. unnið að þessu í 20 klukku- stundir. MIKLU AF REKAVJB NÁD Síðastl. sunnudagsnótt var bú- ið að ná það miklu af rekaviðar- örumbum, að talið var rétt að halda heimleiðis, og var siglt af stað frá eyjuimi kl. 5 um morg- uninn. Komið var til Akureyrar á þriðjudagsnótt. Leiðangurinn heppnaðist vel. Engin meiðsli hafa orðið á mönn- um, vélabilanir eða önnur óhöpp hent. Veðrið var oftast gott, þó kalt væri, og ýmsar athuganir voru gerðar. Þátttakendur, 16 að tölu, voru allir glaðir og hressir, eftir mikið erfiði og vökunætur. ÓVÍST UM HAGNAB — Borgar ferðin sig fjárhags- lega? — Að svo stöddu er ekkert hægt um það að segja, hvort arð- vænlegt geti talizt að „ganga á reka“ á Jan-Mayen, flytja það sem nýtilegt er til Akureyrar og setja þar upp sögunarstöð. Það verður athugað næstu mánuði. En líklega hafa Norðmenn og ís- lenzk yfirvöld hér úrslitaorðið. En nú hefur hin margþráða at- hugun á staðháttum við Jan- Mayen verið gerð. Sjálfsagt gæti það orðið til hagsældar fyrir Ak- ureyri og nærsveitirnar ef úr- vals bjálka eða stórviði væri að fá á þennan hátt og reskturs- grundvöllur myndaðist fyrir ný- tízku sögunarstöð, sem þá einnig gæti unnið í smíða- og bygginga- timbur rekavið af ströndum norðanlands. MIKILL KOSTNABUR Ekki verður heldur séð, hvern- ig þessi fyrsti rekaviðarleiðang- ur okkar til Jan-Mayen fellur fjárhagslega. Tilkostnaðurinn er mikill og við höfum aldrei búizt við að ferðin „bæri sig“, en hver veit, kannske fáum við kostnað- inn greiddan. Drumbarnir verða lagðir upp á Tangann á Akureyri, metnir og mældir, tilhöggnir og sagaðir siðar. Mest er um vert, að ferðin hefur gengið slysalaust og vel. Við erum leiðangursmönnum innilega þakklátir fyrir árvekni og elju mikla við athuganirnar og fyrir að leggja hart að sér í starfinu. Kvikmyndavél og nokkrar ljósmyndavélar vóru með í förinni, og verður vonandi síðar tækifæri til að kynna mönn- um leiðangurinn með myndum. GAT MISTEKIZT Vissar ástæður voru fyrir þvi að við vildum ekki láta segja frá leiðangrinum fyrr. Svo gat þetta mistekizt, ef illa tólcst til með veðrið. Ég gekk á fund norska ambassadorsins Anderssen-Rysst, Frh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.