Morgunblaðið - 26.06.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 26. júní 1957 mnncriv fíL aðið 18 Tékkar unnu „landsliðið" 1:0 Alberl, Ríkhorður og Helgi beztu menn íslnnds TILRAUNALANDSLIÐ KSÍ mætti Tékkunum í síðasta leik þeirra í gærkvöldi. Barátta var á köflum allhörð, en leiknum lauk með sigri Tékkanna 1 marg gegn 0. Tékkarnir voru vel að sigri komnir, en mörg voru tækifæri íslendinganna, t. d. var vítaspyrna dæmd á Tékka, en markvörður varði (að vísu ólöglega) skot Ríkharðs, sem ekki var vel miðað. Íslenzka landsliðið komst allvel frá Jæssum leik, þó heita mætti að á tveimur stöðum í liðinu væru göt. Voru það stöður útherjanna, þessar veigamiklu stöður, sem eiga að draga í sundur vöm mótherjanna. „Miðjutríóið“ og þá eink- um Albert Guðmundsson og Ríkharður sköpuðu það sem skapað var af hættulegum tækifærum, og margoft tókst þeim að brjóta á bak aftur vöm Tékkanna, þó aldrei kæmi markið. ★ ★ ★ Unglin^adagtir KSI 7. júlí Þú verða nnglingaleikir og keppni í ýmsum knattþrauium IFYRRA var sú venja upp tekin að efna til „unglingadags“ KSÍ, — dags þar sem hinir yngri menn knattspyrnunnar, menn framtíðarinnar fengju að sína hvað í þeim hýr. Allir drengir gengu til kappleiks í knattspyrnu, og í Reykjavík fór fram keppni milli félagssveita í ýmsum knattþrautum, sem unglingarnir höfðú áður getað kynnt sér hverjar væru. Nú verður annar slíkur dag- ur, hinn 7. júlí n. k. og fyrirkomulag hið sama og í fyrra, ungl- ingaleikir um allt land og efnt til keppni í knattþrautum. Ein af 6 þrautum er drenglr S. og 4. aldursflokks í knattspynw keppa í á unglingadaginn, 7. júlL Þrautin er: Knöttur er rekitu* 5 m milli súlna með 1 m bilL Undirbúa skal skot á S m kafla en skjóta skal áður en knötturinn fer nær marki en 15 m. Stig veitt samkvæmt myndinni. Ekkert stig fyrir að hitta markstengur — hrökkvi knöttur af aukastöngum eru stig gefin eins og skotið hefði hæft „ódýrari“ reitinn. ★HÆGT AF STAÐ fsl. liðið fór hægt af stað og leikaðferðin í vörninni — að láta Halldór elta Kadraba miðherja, en Guðjón taka að nokkru stöðu hans, tókst ekki vel í byrjun. Á S. mín var send knattsending á milli þeirra og Pospichal inn- herji notaði tækifærið, lék upp fig skoraði. Þennan galla i vörninni tók um S0 mín. að þétta, en eftir það varð hún allsterk einkum átti Helgi í markinu Halldór Hall- ðórsson miðvörður og Jón Leós- *on góðan leik. Er á leið hálfleikinn, breytti liðið vörn í sókn og átti ágæt- nr sóknarlotur að Tékkunum. — Voru það Albert og Ríkharður sem bezt byggðu upp, og mátti þar margt fallegt sjá, sem þó bar ekki fullan árangur, enda voru sumir hinna illa með, eink- mn útherjarnir og það gerði gæfumuninn. í síðari hálfleik varð leikurinn harðari. Tékkarnir náðu nú á rtórum köflum engum þeim helj- artökum á leiknum sem þeir áð- l»r hafa náð. Og aðsteðjandi hætta á marki var meiri við þeirra mark. Á 25. mín. fær ísl. Kðið dæmda vítaspyrnu á Tékka fii varnarleikmaður þeirra hafði slegið frá með hendi. Ríkharður fyrirliði iramkvæmdi spyrnuna, en markv. varði vel. (En það er almenn skoðun að hann hafi farið ólöglega að). Landsliðsnefndin var ánægð með tilraunina með Albert, og lýstu margir nefndarmanna á- nægju sinni yfir styrkari liði með hans ti'.komu í það. Albert sagði aðspurður unl leikinn, að sér hefði fundizt hann helzt til rólegur. „Það vantaði og meiri samleik, knötturinn fór frá vöm eitt- hvað fram tU framherjanna, en þessa leið þarf að leika með hann, byggja upp og skapa tækifærin. Annars tókst margt furðu vel“ sagði hann, „nema helzt dómurinn“. Hann kvaðst hafa mætt meiddur á fæti til leiksins, og það hefði háð sér nokkuð. Við gengum tii Rikharðs, fyrirliða og spurðum hann, hvernig honum hafi líkað að leika með Albert. Ríkharður var að klæðast og virtist ekki taka eftir að á hann var yrt. Ég endurtók spurninguna. En það var eins og hann væri einn í búningsherberginu og að þessari sneypuför lokinni Tveim mín. síðar fær ísl. liðið aukaspyrnu frá hægri. Alhert framkvæmir, gefur fyrir, en skallað er frá. Guð- jón skallar að og það verður -jkkur þvaga við mark Tékka. Albert kemur aðvíf- andi og spyrnir að marki. — Knötturinn er á leið í netið, er varnarleikmaður slær frá með hendi. En það yfirsást dómara. Voru honum nokkuð mislagðar hcndur við dóm- störfin. En þó þessar svipmyndir frá möguleikum ísl. liðsins séu fram dregnar, til þess að sýna að liðið barðist vel, þá áttu Tékkar sigur skilinn sem raun varð á. Þeir komust oft í allopin tækifæri, en Helgi varði meistaralega vel í þetta sinn og önnur skot Tékk- anna fóru lengra eða skemmra utan við markstengur. En tékkneska liðið fékk ekki í þessum leik að leika þær sam- leikslistir er það áður hefur sýnt, og í fyrsta sinn fékk vörnin nóg að gera. Þeim var ekki gefið tæki færi til uppbyggingar, og eins urðu þeir að vera vakandi í vörn. T. d. settu þeir mann til að elta Albert hvert sem hann fór hverju sinni. lsl. liðið sýndi kraft og nokkur tilþrif, en meiri mýkt í leikinn skorti. Það var ekki næg samvinna varnar og sókn ar, og ekkl uppbyggt af veru- gengum við af fundi hins „kurteisa“ fyrirliða fedeozka landsliðsins. — A.St. Samhomur Kristniboðshúsið Betanía, Laufás- vegi 13. — Almenn samkoma £ kvöld kl. 8,30. Séra Jónas Gísla- son talar. — Allir velkomnir. legum þunga í framlinunnl nema helzt hjá Albert og RíkharðL Vömin átti góðan leik sem fyrr segir. Framverðirnir Guðjén og Sveinn voru nriður sín og langt frá sinni fyrri getu. Útherjarnir voru mjög Ula með, en miðjutríóið átti góðan leik. Tilraunin með Albert meðal Akurnesinganna tókst vel að okk ar dómi. Og það hljóta allir að fagna Albert í liðinu, svo mikl- ir eru yfirburðir hans yfir aðra ísl. leikmenn hvað snertir knatt- hæfni, uppbyggingu og yfirsýn. Hann gaf liðinu nú sterkan lit, og samvinna hans og Ríkharðar var góð. Það þarf ekki að skýra fyrir unglingaleiðtogum félaganna eða Félagslíf Framstúlkur! Æfingar verða framvegis á Framvellinum á mánud. og mið- vikud. kl. 9 e.h. — Mætið allar. Reykjavíkurmót 3. flokks AogB: I kvöld leika K.R. og Þróttur á Háskólavellinum kl. 20.00 í Rvík- móti 3. flokks A og strax á eftir K.R. og Víkingur í Rvíkurmóti 3. flokks B. — Mótanefndin. Miðsumarsmót 1. fiokks. 1 kvöld leika K.R. og Þróttur í Miðsumarsmóti 1. flokks á Mela- vellinum kl. 21.00. — Mótanefndin. Farfuglar, ferðamenn! Um næstu helgi verður farin gönguferð á Heklu. Á laugardag verður ekið að Næfurholti og gist þar í tjöldum. Á sunnudag verður gengið á Heklutind. Skrifstofan er opin í kvöld að Lindargötu 50 milli kl. 8,30 og 10. Áskriftarlisti fyrir sumarleyfis ferðina í Þórsmörk 13—21 júlí liggur frammi. Vinna Hreingcmingar. Sími 2173. Vanir og liðlegir menn. drengjunum sjálfum fyrirkomu- lag leikjanna. Það er ætlunin að allir drengir (eða sem allra flest- ir) á hverjum stað, taki þátt í einum kappleik unglingadagsins. Er ætlazt til að leikirnir fari fram árdegis. Takmarkið er að sem allra flestir drengir verði með í leikjum unglingadagsins. Að launum fá drengirnir SJleg við- urkenningarspjöld, sem ungl- inganefnd KSI hefur sent út. Auk leikjanna verða knatt- þrautirnar. Drengir 3. fl. keppa í 5 manna sveitum um bikar er Lúllabúð gaf. f 4. fl. keppa dreng ir í 5 manna sveitum um bikar er Jón Magnússon gjaldkeri KSÍ gaf. Settar hafa verið upp á stórt spjald 6 þrautir og í þeim verður keppt. Þetta spjald verður sent út, og er einnig hægt að fá það í skrifstofu ÍBR, Hólatorgi 2. Við munum á næstu dögum skýra þrautirnar smám saman. Sú fyrsta er hér að ofan. En dreng- ir! Takið nú til við að æfa þraut- irnar. Tíminn tU stefnu er skamm Hjartanlega þakka ég ykkur öllum heima á ættjörðinni, sem heiðruðuð mig sextugan með hlýjum og virðulegum kveðjum og góðum gjöfum. Vinarhugur ykkar hitar mér um hjartarætur um ókomin ár. Verið þið öll blessuð. Grand Forks, N.-Dakota, U.S.A. 19. júní 1957. Richard Beck. Beztu þakkir færi ég öllum þeim, sem minntust mín á áttræðisafmæli minu Þuríður Sigmundsdóttir, Njálsgötu 55. ur. Konan míq INGIBJÖRG GUNNARSOÓTTIR Eyrarbakka, andaðist á Landspítalanum þaim 25. þ. m. Fynr hönd aðstandenda Pétur Oisen. Útför móður okkar MARGRÉTAR SIGURÐAROÓTTUR frá Brekkum, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. júni kL 1,30. Blóm afþökkuð. ^ i Ólafur Á. Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. k t Þökkum samúð við andlát og jarðarför móður okkax ÓLÍNU BJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Sauðárkróki Böm og tengdabörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug viS andlát og jarðarför HALLDÓRS HALLDÓRSSONAR fulltrúa. Aðstandendur. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför eiginmanns mins og föður okkar FRIÐRIKS FILIPPUSSONAR Kirkjuveg 18, SelfossL Sérstaklega þökkum við læknum, hjúkrunar- og starfs- liði Vífilstaðahælis fyrir frábæra umönnun í veikindum hins látna. Guðrún Guðmundsdóttir, og synir. Anægðir með tilraunina — en Ríkhaiðor þöguU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.