Morgunblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 1
16 siður og Lesbók 44. árgangur 155. tbl. — Sunnudagur 14. júlí 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins Undirbýr Gerhnrdsc róttækor breytingor ú norsku stjórninni? Dagbladet segir oð Halvard Lange verbi látinn víkja Osló, 12. júlí. OSLÓARBLAÐIÐ Dagbladet staðhæfir, að Gerhardsen foringi Yerkamannaflokksins sé farinn að leggja drögin að stórfelld- um breytingum á ráðuneyti sínu. Breytingarnar muni þó ekki koma fram fyrr en að loknum kosningum í haust og að sjálfsögðu að því tilskildu að flokkurinn haldi meirihlutaaðstöðu sinni. FJÖLDI RÁÐHERRA VÍKUR Dagbladet upplýsir, að Gerhard sen hafi í hyggju að endurskipu- leggja stjórnina að kosningum loknum. Eftirfarandi ráðherrar muni ganga úr henni: Halvard Lange utanríkisráðherra, Handal landvarnaráðherra, Skaug verzl- unarmálaráðherra, Bergersen kirkjumálaráðherra, Olsen ráð- herra sveitarstjórnarmála, Var- mann umferðarmálaráðherra, Braathen verðlagsráðherra og Sjaastad iðnaðarmálaráðherra. Það fylgir með fréttinni, að sumir þessara ráðherra séu fús- ir að láta af embætti, en aðrir verði að gera það sér þvert um geð. ÓSAMKOMULAG Einna athyglisverðastar eru upplýsnigar Dagbladets um að alvarlegt ósamkomulag sé komið upp milli Gerhardsens og Hal- vard Lange utanríkisráðherra. Þetta ósætti er varðandi afstöð- una til Alsír-málsins. Lange hef- ur margsinnis lýst því eindregið yfir, að hann telji Alsír-málið einvörðungu innanríkismál Frakk lands. Þvert ofan i þessar yfirlýs- ingar Langes hafa fundir og nefndir Verkamannaflokksins ítrekað mótmælt ofbeldisverk- um Frakka í Alsir og á al- þjóffafundum Jafnaffarmanna hefur norska flokksbrotið ráð- izt harðlega á franska Jafnaff- armenn fyrir aff styffja affgerff- irnar í Alsír. Er álitiff aff Vopn fil Japan ADEN, 13. júlí.- — Öruggar frétt- ir frá Jemen herma að allmiklu magni af rússneskum vopnum hafi nýlega verið skipað þar á land. Rússneskar vopnasendingar til þessa smáríkis á Arabíu-skaga hófust s.l. haust og urðu síðan alvarleg vopnaviðskipti á landa- mærum Jemen og Aden. Fyrst í stað sendu Rússar riffla og litl- ar vélbyssur. Nú hafa þeir látið Jemen í té skriðdreka og fylgja þeim allmargir rússneskir liðs- foringjar, sem kenna meðferð vopnanna. Mao og málfrelsid í Kína Gerhardsen standi aff baki ályktunum flokksins og þaff þvert ofan i yfirlýsingar Langes. HALVARD LANGE Nú segir Dagbladet, að þeir Lange og Skaug verzlunarmála ráðherra muni ekki sætta sig við að verða aftur einfaldir og ó brotnir þingmenn. Því eigi að launa þeim embættismissinn með öðrum góðum embættum. Telur Dagbladet, að Skaug verði gerð ur sendiherra í Washington og Halvard Lange sendiherra í Kaup mannahöfn. ★ Við þessa frétt Dagbladets vill Mbl. bæta því við að nú stendur yfir hörð kosningahríð í Noregi og kann fregn blaðsins að vera lituð af því, þar sem Lange ut- anríkisráðherra nýtur meir al- menns trausts í Noregi en nokk- ur annar stjórnmálamaður og Skaug er einnig mjög vel met- inn af andstæðingum Jafnaðar- manna. Samkomulag um félag VÍNARBORG, 13. júlí. — Sam- komulag hefur tekizt um það milli stærstu stjórnmálaflokka Austurríkis að stofna austurrískt flugfélag, sem mun einkum hafa samstarf við norræna flugfélag- ið SAS. Form og stofnun þessa flugfélags hefur um langt skeið verið eitt helzta deilumálið milli Þjóðflokksins og Jafnaðarmanna. NTB. SLANSKY CLEMENTIS Hljóta Slansky og Clem- entis uppreisn æru ? Rússneska þfódin fær ekki að vita um skipun Malenkovs Moskvu, 13. júlí — Einkaskeyti frá Reuter. ÞRÍR dagar eru liðnir siðan Moskvuútvarpið sendi út á enskri tungu fréttina um að Malenkov hefði verið skipaður raf- stöðvarstjóri í Síberíu. Fréttin hefur þó enn ekki birzt í einu einasta rússnesku blaði og í útsendingum Moskvu-útvarpsins á rússnesku hefur verið þagað yfir henni. Þrátt fyrir þögn rússneskra fréttastofnana um þetta mál virð- ast margir Moskvu-búar vita um það bg stafar það að líkindum af því að hlustað hefur verið á útlendar stöðvar. Fólk í Moskvu lítur almennt svo á að skipun Malenkovs í stöðu rafstöðvarstjóra sé móðg- andi fyrir hann, enda þótt staða þessi sé allþýðingar- mikil. Ust Kamenogorsk rafstöð- in er austur undir landamærum Kína í einu hrjóstrugasta héraði Sovétríkjanna. Hún er þó eitt stærsta mannvirki í Mið-Asíu. Opinber blaðafulltrúi rúss- nesku stjórnarinnar hefur til- kynnt erlendum fréttamönnum, að þeim fjórmenningunum Malen kov, Molotov, Kaganovich og Shepilov verði ekki refsað, held- ur muni þeir fá stöður, eftir hæfileikum og sérkunnáttu. Þegar fréttamennirnir bentu fulltrúanum á það að bæði Molo tov og Kaganovich væru komnir á eftirlaunaaldur, svaraði full- trúinn: — Þó menn séu komnir á eftirlaunaaldur geta þeir fengið að vinna áfram, — ef þeir óska þess. Fréttastofan United Press skýr ir frá því að miklar líkur séu til að tékknesku kommúnistafor- ingjarnir Slansky og Clementis hljóti uppreisn æru. Verði það einn helzti árangurinn af ráð- stefnu Krúsjeffs og tékknesku kommúnistanna í Prag á dögun- um. Þessa fregn kveðst fréttastofan hafa frá Juraj Slavik, sem áður var sendiherra Tékka í Banda- ríkjunum og álítur hann einnig að víðtækar hreinsanir séu yfir- vofandi í Tékkóslóvakíu, þar eð flestir forustumenn kommúnista flokksins þar í landi séu gall- harðir stalinistar. Slavik telur að nú þegar sé búið að taka þessar ákvarðanir. Iíafi Krúsjeff gefið sínar fyrir- skipanir á ráðstefnunni í Prag í byrjun þessarar viku. Hins veg- ar muni breytingarnar ekki koma Maður atómaldar GENF, 13. júlí. — Karim prins, sonarsonur hins látna Aga Khans hefur nú tekið við stöðu sinni sem endanlegur leiðtogi Ismail- sértrúarflokksins. Aga Khan gaf ástæður fyrir því í erfðaskrá sinni, hvers vegna hann gengi framhjá sonum sínum um val á eftirmanni. Þar sagði: Nú hefur runnið upp atómöld með stór- felldum breytingum. Þess vegna er nauðsynlegt að velja ungan mann sem tilheyrir og þekkir þessa nýju tíma. — Reuter. til framkvæmda fyrr en nokkru eftir að þeir Krúsjeff og Búlgan- ín hafa lokið heimsókn sinni í Tékkóslóvakíu. Þeir Slansky og Clementis voru meðal fremstu leiðtoga tékkneska kommúnistaflokksins. Árið 1952 voru þeir ásamt all- mörgum öðrum kommúnistum teknir af lífi fyrir landráð. Þeir játuðu allir á sig hina svívirði- legustu glæpi, svo sem að hafa verið njósnarar Bandaríkjanna, flugumenn og skemmdarverka- menn. Talið er víst að Stalin hafi fyrirskipað líflát þeirra líkt og með Rajk í Ungverjalandi. Molotov fær embætti KAUPMANNAHÖFN, 13. júlí — Danska kommúnistablaðiff, Land og Folk, kveffst hafa fengiff vitn- eskju um þaff, aff Molotov verffi ekki sóttur til saka fyrir afbrot sín, lieldur verði honum veitt staða í rússnesku utanríkisþjón- ustunni. Blaðiff telur þó ekki að hann verffi skipaður sendiherra, heldur muni hann starfa sem stjórnmálalegur sérfræffingur á þröngu sviffi. Blaffið upplýsir einnig, aff Shepilov muni verffa skipaffur prófessor í þjóffhagsfræffi »g Kaganovich yfirmaffur bygging- arefnaverksmiffju. —NTB. Hægriöflin" skapa ólgu í Kína // Peking, 13. júlí. Frá Reuter. YFIRMAÐUR útbreiðsludeildar kínverska kommúnistaflokksins, Lu Ting-yu, flutti í gær útvarps- ræðu, þar sem hann bar „hægri- öflin“ í landinu þungum sökum. Þau reyndu að skapa ólgu og óánægju í Kína. Hótaði hann afturhaldssinnum þungum viður- lögum, ef þeir héldu slíkum óþjóðlegum áróðri uppi. Lu Ting-yu sagði að „hægri- öflin“ hefðu skriðið fram í dags- ljósið, þegar kommúnistaflokk- urinn ákvað að bæta fyrir ýmis gömul brot sín. Þá hefðu þeir hvíslað að fólkinu, að flokkurinn væri neyddur til að beygja sig fyrir vilja fólksins. mpámRýM)? — Hægriöflin hafa reynt aff notfæra sér hina alvarlegu óánægju sem ríkir hjá ýmsum stéttum, sérstaklega meðal stúdenta og menntamanna. Samsæri þeirra tókst þó aff kveffa niffur vegna árvekni kommúnista, sagffi Liu. Og hann bætti við: — Við get- um ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að nokkur hluti þess- ara „hægriafla", sem efndi til árekstra hefur beint samband við afturhaldsöflin í öðrum löndum. Þeir hafa æfingu í vopnaburði og eru því sérstaklega hættu- legir. Að lokum upplýsti Liu Ting-yu, að „hægriöflin" hafi beitt vopn- um í þessari allsherjarárás á kin- verska alþýðulýðveldið. Meðal annars hefðu þeir notað hand- sprengjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.