Morgunblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. júlí 1957 MORGVNBLAÐIÐ — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 9 yrði mikill ágreiningur, áður en slík ákvörðun vseri gerð. Þá feng- ist færi á að ræða málið og skýra það frá öllum hliðum. Jafnvel þó að ákvörðunin væri röng að lokum, mundi hún studd þeim rökum, sem fyrir hendi væru. Enda væri þá Ijóst, að engan væri verið að blekkja. En svo hefur verið gert nú, að frásögn Tímans. Friðunina var verið að gera að engu með sakleysislegum stjórnvaldaákvörðunum. Margt ljótt hefur núverandi ríkisstjórn aðhafzt. En með margra vikna aðgerðaleysi sínu um að tryggja að settum reglum væri fylgt í þessu hefur hún sett álit íslend- inga í meiri hættu en með flestu öðru. Hættulegir heimsfriðnum SÍÐUSTU atburðir í Rússlandi vekja að vonum heimsathygli. Af þeim má læra margt um haldleysi kenninga kommúnista. Leynir sér og ekki, að Þjóðvilj- inn er enn einu sinni í standandi vandræðum um skýringu þess, sem skeð hefur. Sjálfur hliðraði hann sér um skeið sem mest hjá að tala um þessa atburði. Hann greip þó tækifærið, þegar Tím- inn gerðist svo djarfur að virða ekki þá þögn, til að ausa yfir ritstjórann óvenjulegum ókvæð- isorðum.Vera má, að orsökin hafi verið önnur, en þetta tilefni var notað til að gefa honum þann vitnisburð, að hann væri ,,pöru- piltur og skemmdarverkamaður gegn stjórnarsamstarfinu" er „tyggði upp auðvirðilegasta lyga- áróður íhaldsins" og hefði í frammi „ábyrgðarlaust áróðurs- fleipur", enda væri hann sjálfur „ábyrgðarlaus". Má af þessari , upptalningu sjá, hvernig þeir hugsa hver til annars skriffinn- ar stjórnarliðsins. Ekki kemst sú beiskja og lítils- virðing þó í hálfkvisti við hatrið, sem lýsir sér í ásökimum vald- hafanna í Kreml innbyrðis. Krú- sjeff segir nú berum orðum, að ástæðan til þess hvað orðið hafi um Molotov og félaga, sé sú, að þeir hafi verið hættulegir heims- friðnum og staðið á móti því að draga úr viðsjám á alþjóðavett- vangi. Með þessum orðum staðfestir Krúsjeff ummæli hinna skarp- skyggnari kommúnistaandstæð- inga á umliðnum árum. Því hef- ur einmitt ætíð verið haldið fram af þeim, að ráðandi menn hjá Rússum vildu ekki eyða deil- unum og þess vegna væru þeir hættulegir heimsfriðnum. Nú ber Krúsjeff þessar ásakanir fram gegn mönnum, sem um langt ára- bil og allt þangað til í febrúar s.l. fóru með æðstu stjórn utan- ríkismála rússneska ríkisins. — Sjálfur á Krúsjeff eftir að sýna, að honum sé betur trúandi en hinum. En hann skilur auðsjáan- lega, að það muni helzt verða til áfellis þessum mönnum heima fyrir, að bera þá sönnum sökum um andúð gegn þvi, að settar séu niður þær deilur, sem ógna heimsfriðnum. Rafveitustjórinn nýi FYRST eftir að Malenkov hafði verið settur frá, gengu ýmsar sögur um, hvað af honum hefði orðið. Ýmsir sögðu, að hann væri kominn í fangelsi, en aðrir, að hann gengi enn laus. Nú er komin frétt um, að hann hafi verið gerður rafveitustjóri í einu afskekktasta héraði Rússlands við landamæri Kína. Sú fregn þarf ekki að vera sönn, og enn hafa Rússar ekki fengið að heyra hana. En ef hún er rétt, fer ekki á milli mála, að þar er um al- gera útlegð að ræða. Þó slæm sé, er hún þó betri en fangelsi eða líflát. Ómögulegt er að segja enn, hvort Malenkov sleppur svo vel. Krúsjeff hefur borið á hann, að hann hafi verið aðalmaður- inn í Leningradsamsærinu svo- kallaða 1949. Kjarni þess var sá, að bomar voru fram tilbúnar sakir gegn nokkrum valdamönn- um I Leningrad og þeim síðan lógað á þann veg, sem tíðkaðist meðal Stalin réði. Eftir dauða Stalins er þegar búið að taka nokkra menn af lífi fyrir að bera ábyrgð á þessum falsréttarhöldum. Nú bætist Mal- enkov við í hóp hinna seku að sögn Krúsjeffs. Ef ásökunin er rétt, hlýtur sú spuming að vakna hvernig standi á því, að söku- dólgurinn Malenkov skuli ekki vera dreginn fyrir lög og dóm. Af hverju er hann ekki látinn taka út réttmæta refsingu glæpa sinna, heldur gerður að rafveitu- stjóra austur í Síberíu? Meira en lítið er bogið við rétt- arfarið austur þar, ef svona er farið að. Ef Krúsjeff segir þá satt frá. Hver veit, nema Krúsjeff sé sjálfur að búa til lygasögur um| Malenkov á sama veg og hann sakar Malenkov um að hafa gert falsákærur gegn Leningradmönn unum fyrir tæpum 10 árum? Sú aðferð er sem sé engin einkaeign Malenkovs, heldur við- tekin starfsaðferð kommúnista hvarvetna um heim. Kommún- istar beita henni og ekki einir, heldur hafa aðrir, eins og Her- mann Jónasson forsætisráðherra tekið upp aðferðina eftir þeim, enda eiga slík sameiginleg vinnu- brögð og starfshættir mikinn þátt í að sameina Hermann og hans nóta kommúnistum hér á landi. Byggingarlóð Maður, sem hefur byggingalóð á mjög góðuni og eítirsóttum stað í bænum, óskar eftir manni, sem á fjármagn, í félagsbyggingu. Tilboð sendist Morgunbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Bygging 300 — 5819“,_________ Höffum fyrirliggjandi: PAKKAVOGIR DECIMALVOGIR DR AGLÓÐS V OGIR BÚÐARVOGIR og útvegum flestar tegundir voga. Sýnishorn í glugga Málarans, Bankastrætf. Ólafur Glslason & Co. hf. Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370 Nauðungarupphoð sem auglýst var í 15., 18. og 21. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1957, á húseigninni nr. 23 við Karfavog, hér í bænum, þingl. eign Haralds St. Björnsson, fer fram, eftir kröfu Bunaðarbanka íslands o.fl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 18. júlí 1957. kl. 3% síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 29., 30. og 31. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1957, á hluta í eigninni Lönguhlíð 19, hér í bænum, talin eign Ólafs Ólafssonar fer fram, eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og Gústafs Ólafssonar hrl. á eigninni sjálfri, föstudaginn 19. júlí 1957, kl. 3% síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Fallegii sundbolir sólföt og barnasundbolir — Póstsendum — Hafta & Skermabúðm Bankastræti 14 i i Til sölu i Tvær ódýrar íbúðir í steinhúsi við Grettisgötu. í 3ja herbergja íbúð á hæð, söluverð 230 þús, út- borgun krónur 100 þúsund. Eftirstöðvar á hag- kvæmum lánum. — 2ja herbergja íbúð í kjall- ara, söluverð 160 þús, útborgun helzt 80 þúsund krónur. Málflutningsskrifstofa Yagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 14400 Matráðskonustaða Staða yfirmatráðskonu í Kristneshæli er laus til umsóknar frá 1. október næstkomandi. Laun samkvæmt IX. flokki launalaga. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám, fyrri störf óg aldur sendist ráðsmanni Kristneshælis, hr. Eiríki Brynjólfssyni, Kristnesi, fyrir 12. ágúst 1957. Skrifstofa ríkisspítalanna. Höfum til leigu Hópferðobifreiðir af öllum stærðum Biireiðastöð íslonds sL - Sími 18-9-11 - Húseignin nr. 41 við Nökkvavog er til sölu. Húseignin, sem er 115 fermetrar að stærð, er mjög vandað sænskt timburhús ásamt bílskúr, sem stendur á 836 fermetra vel ræktaðri dóð. í húsinu eru 2 íbúðir. Á hæðinni eru 4 her- bergi, eldhús með borðkrók, bað og forstofur, auk 2 herbergi í kjallara og geymslu á háa- lofti. í kjallara eru 2 herbergi, bað, eldhús, geymsla og forstofur. Verð hússins er kr. 685.000.00. Á því hvíla á 1. veðrétti kr. 185.000.00 lán sem ber 4%% árs- vexti til meira en 20 ára. Útborgun kr. 300.000.00, en kr. 200.000.00 mega greiðast á 10 árum gegn 2. veðrétti í eigninni. Til mála getur komið að selja hvora íbúðina fyrir sig. Allar frekari upplýsingar gefur Fasteigna- & Verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4 — Símar 14314, 13294. FORD-varohlutir Höfum fengið mikið úrval af vara- hlutum í amerískar Fordfólksbifreiðar. Árganga 1949—1956. Sveinn Egilsson M. Laugaveg 105 — Sími 22466 Höfum fengið mikið úrval af þurrku- teinum og þurrku blöðkum. Sveinn Egilsson M. Laugaveg 105 — Sími 22466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.