Morgunblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 6
6 M O R G U N B L A ÐIÐ Sunnudagur 14. júlí 1957 Hóiar í Hjaltadal. Hólaskóli 75 ára ÞEGAR ég lauk stúdentsprófi nýjung í skólastarfi hér á landi. árið 1911, var ég óráðinn í, hvað ég ætti að taka fyrir sem fram- haldgnám og komst að þeirri nið- Sigurður var annálaður fyrir það að leggja mikla áherzlu á að beina athygli nemenda sinna urstöðu, að mér mundi ráðlegast að hinum nytsamlegustu eínum. að leita á náðir Hólaskóla, er þá Kristján Karisson Steingrímur Steinþórsson var undir stjórn Sigurðar 'Sigurðs sonar frá Draflastöðum, síðar bún aðarmálastjóra. Þessi Hóiavist mín næsta vetur varð góður und- irbúningur að námsvist minni í Landbúnaðarháskólanum danska. — Því er ekki að leyna, að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum, þegar ég kom að Hólum, því ég hafði kynnzt ást Skagfirðinga á Hólastað, eins og hún kemur í ljós af orðatakinu „heim að Hól- um“. Þegar ég kom að Hólum, varð mér þegar ljóst, að Hjaltadalur er réttnefndur afdalur, þröngur og afgirtur háum fjöllum, og það an ekki víðsýnt, jafnvel ekki frá sjálfum Hólastað, þó að fornhelgi staðarins og hið andlega víðsýni aftur í gráa forneskju bæti þar nokkuð úr skák. — Búnðarskól- inn á Hólum var rekinn af mikl- um myndarskap af Sigurði og komst ég ekki hjá því að nema þar heilmikið, sem mér varð að gagni við frekara nám. ITm það leyti, sem ég var á Hólum, tók Sigurður upp þá nýbreytni að efna til námsferða um nærliggj- andi sveitir, og var það algjör Hann var eldheitur framfaramað- ur og óþreytandi í starfinu og af þeim sökum átti hann mikinn þátt í framförum þeim, sem orðið hafa á Hólastað á þessari öld, bæði í búnaði og tækni. Arftekar hans hafa síðan haldið á lofti framfara- merki Sigurðar, af stórhúg og hyggindum. Starf Kristjáns Karls ætíð fram á þennan dag, mótazt af anda Sigurðar og öllum eftirkomendum hans hefir ætíð verið það efst i huga, að Hólastaður fái þá reisn, sem honum ber, að þar renni ætíð saman straumar gamaliar menningar og nýrrar tækni. Á Hólskóla hvílir sú mikla ábyrgð að ala upp og mennta bændaefni — þá menn, sem eiga það góða verkefni fyrir höndum að gera ísland að betra landi. — Og sú er afmæliskveðja Mbl. til skólans að hann megi ætíð vera þessu göfuga hlutverki sínu trúr. Margrét Lafransdóttir Minningarorð Myndirnar eru af málverkum af fjórum fyrstiu skólastjórum Bændaskólans á Hólum. Tv. er Sigurður Sigurðsson, þá röðin ofan frá og niður: Jósep Björnsson, Hermann Jónas- son og Páll Zophoníasson. Einn hlýjan maídag í vor barst mér sú fregn, að Margrét Lafr- ansdóttir befði orðið bráðkvödd að starii i garði sínum í Vík í Mýrdal. Hún var fædd í Skammadal í Mýrdal 14. júlí 1883 og hefði því orðið réttra 74 ára í dag, ef hún hefði lifað. Foreldrar hennar voru Lafrans bóndi í Skammdal, Jónsson á Brekkum, Jónssonar (af Víkingslækjarætt) og seinni kona hans Helga Árnadóttir frá Brekkum, Jónssonar í Holti í Mýrdal. Margrét naut skamma stund umsjár foreldra sinna. Föður sinn missti hún aðeins 7 ára gömul. Bjó móðir hennar síðan tvö ár ásamt tveimur stjúpdætr- um sínum um tvítugt, Jóhönnu og Guðbjörgu, og tveimur dætr- um ungum, Margréti og Jóhönnu. Eftir það tvístraðist heimilið. Fóru eldri systurnar í vistir, en mæðgurnar dreifðust á bæi þar í sveitinni. Vorið 1895 deyr Dóm hildur systir Margrétar, þá 7 ára gömul, og tveimur mánuðum síð- ar missir hún einnig móður sína. Var hún þá hjá vandalausu fólki, en fór nú til föðurbróður síns Jóns Jónssonar bónda á Giljum og dvaldist þar til 17 ára aldurs. Þá fór hún til Guðbjargar systur sinnar, er gift var Sigurði Sig- urðssyni frá Breiðabólstað og far ir að búa á Fossi á Síðu. Um síðustu aldamót berast ný- ir straumar um byggðir landsins. Það fer hressandi vorblær um þjóðlífið. Æskan tók þessari ný- breytni fegins hendi, og margir, sem áttu þess kost, hleyptu nú heimdranganum og fóru í fjar- læga landshluta til að kynnast háttum hins nýja tíma. Margrét var ein þeirra, er fýsti að kanna ókunna stigu og læra eitxhvað, sem kæmi henni að notum síðar. Innan við tvítugt fór hún til Reykjavíkur og nam þar fatasaum, og árið 1907 fór hún í skólann á Hvítárvöllum og lærði þar smjörgerð. Næstu 3 sumur var hún rjómabússtýra í Borgarfirði og í Rangárvalla- sýslu, en sigldi síðan til Dan- merkur til frekara náms og dvald ist við Höjslev Mejeri á Jótlandi. Að loknu námi þar kom hún aft- ur heim og sinnti þessu starfi af miklum áhuga og dugnaði mörg sumur samfleytt, en stundaði oft- ast fatasaum á vetrum. Aðallega mun hún hafa starfað við þrjú mjólkurbú á Suðurlandi, á Selja landi við Eyjafjöll, í Hveragerði, í Ölfusi og við Deildará í MýrdaL Næstu tvö ár dvaldist Margrét í Kaupmannahöfn. Vann hún þá aðallega í verksmiðju við fata- saum, en hvarf síðan heim til ís- lands aftur og veitti lengi for- stöðu saumanámskeiðum, er hald in voru í Vík í Mýrdal og sótt af stúlkum víðs vegar úr sýslunni. Stóðu námskeið þessi að vetrin- um, en á sumrum var hún rjóma bússtýra við Deildará. Komu þessi störf hennar í góðar þarfir, enda voru þau vel þegin. Mörg önnur störf vann Marg- grét um ævina, þótt hér verði eigi talin, en geta má þess, að stundum tók hún að sér ráðskonu störf á stórbúum eins og í Suð- ur-Vík í Mýrdal og á Sjávarborg í Skagafirði. Öll störf, er hún tók að sér, leysti hún af hendi með mikilli prýði, enda var hún vizkusöm. Hannyrðakona var hún gekk, hagsýn, vandvirk og sam- viskusöm. Hannyrðasöm var hún, svo að af bar, og liggur margt fágætra og haglega gerðra muna eftir hana, sem vert væri að varð veita sem fyrirmyndir og til minningar um hana. Vinir Margrétar og kunningjar sakna þessarar látlausu og hrein skilnu konu, sem í engu mátti vamm sitt vita, og þeir muna eigi síður þá miklu tryggð, er hún sýndi þeim, sem hún batt vináttu við. Hún dvaldist lengst ævinnar í fæðingarsveit sinni, þótt hún færi víða, og að síðustu bjó hún ein í litla húsinu sínu í Vík, meðal góðra nágranna, sem reyndust henni sannir vinir í raun. Hún lézt 13. maí sl. og var jarð- sett í Vík í Mýrdal laugardaginn 25. maí að viðstöddu miklu fjöl- menni. — Á. S. sonar, skólastjóra og frænda Sig- urðar og kennara skólans hefir Olíukyndingatækin eru komin aftur. Pantanir óskast sóttar strax. Verðið er hagstætt og gæðin eru öllum kunn. Sparneytin, fyrirferðarminnst, ódýrust og þar af leiðandi vinsælustu tækin á markaðnum. Gísli Jónsson & Co hf. Véla- og varahlutaverzlunin Ægisgötu 10. Sími 11-7-40. shrifap úr daglega lífínu EINN blaðamannanna sem situr hér við hliðina á mér og hamrar á ritvélina guðslangan daginn var að springa af geð- ofsa og heilagri vandlætingu einn daginn þegar hann kom í vinnuna upp úr hádeginu. Skítt með málninguna ASTÆÐAN var sú að hann hafði komið inn í málningarvöru- verzlun og ætlað að gera þar höndlun nokkra. En maðurinn sem átti að afgreiða í verzluninni virtist hafa annað sjónarmið í málinu. Hann gerði sitt til þess að engin verzlun færi þarna fram í búðinni , eða að minnsta kosti sem allra minnst. Þegar blaðamaðurinn kom inn, óðfús að eyða eftirhreytunum af kaupinu sínu í marglita máln- ingu, var afgreiðslumaðurinn að spjalla við vin sinn í símanuro. Þeir voru auðheyrilega að tala um sumarferðalagið. Afgreiðslumaðurinn talaði og talaði, og hefði getað unnið Einar Olgeirsson í mælskukeppni hvenær sem væri. Á meðan biðu þrír hljóðlátir, hógværir viðskipta vinir eftir að sumarferðalaginu lyki. Því lauk ekki áður en vinur minn blaðamaðurinn fór út úr verzluninni, peningunum ríkari. Námskeið í kurteisi G þetta er tilefni til þess að rifja upp þá góðu hugmynd að verzlunareigenda- og verzlun- armannafélögin gangist fyrir nám skeiði í því hvernig afgreiða á í búið. Að afgreiða í búð er nefni- lega ekki fyrir neina kjána, eða þá sem halda að það sé eitt og hið á „Hressó“. Að afgreiða í búð er göfugt verk og það kunna of fáir hér, því miður. Þar verður enginn óbar- inn biskup, frekar en á öðrum sviðum. Ótal sérfræðingar eru hér á flakki til þess að kenna gernýtingu, framleiðslutækni og skollinn má vita hver önnur vís- indi. En hví ekki að flýtja inn þó ekki væri nema einn sérfræðing (franskan auðvitað) sem kenndí kurteisi við afgreiðslu í búð. Ég held hann myndi vinna fyrir sér. Kæri Velvakandi: T 71LTU taka nokkrar línur í blaðið. Það væri mjög þarf- legt að þeir sem ráða á Seltjarnar nesi vildi athuga hvort væri ekki hægt að kasta ruslinu sem kemur frá íshúsinu annars staðar en í gryfjuna sem er að vestanverðu við barnaskólann, og blasir við vegfarendum er kemur út á nesið. Væri ekki hægt að brenna þetta, með eftirliti og aka ofan í það. Manni dettur oft í hug hvað fólk hugsar þegar það fer fram- hjá þessum ruslabakka og er á leið út á nesið til að sjá sólar. lagið og nesið í allri sinni dýrð, sem það hefir verið í sumar í góða veðrinu. Þá er það óhugnanlegt að líta þennan óþrifnað sem þarna er. Svo labba rotturnar 'í þessu drasli unnvörpum. Þegar skemmti ferðaskipin komu var ekið hér út eftir í stríðum straum með far þegana, að sýna því nesið og þetta hlýtur maður að sjá og ætti ekki að vera mikið átak að Iaga það og banna að kasta í gryfjuna og ósk mín er sú að þetta komi til framkvæmda sem allra fyrst. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Virðingarfyllst. Emma Halldórsdóttir Minni-Bakka Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.