Morgunblaðið - 14.07.1957, Page 12

Morgunblaðið - 14.07.1957, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. júlí 1957 I* ustan Edens eftir John Steinbeck 80 Þegar allt vai tilbúið, settist Faye við borðið og lyfti glasinu: „Skál fyrir nýju dóttur minni. Megi hún lifa löngu og hamingju- sömu lífi“. Þegar þær höfðu drukkið skál- ina, sagði Kate: — „Skál fyrir þér, mamma“. „Þú kemur mér til að gráta“, sagði Faye. — „Nei, ég má ekki gráta. Farðu nú þarna yfir að kommóðunni og færðu mér litla mahonískrínið. Já, þetta þarna. Settu það nú hérna á borðið og opnaðu það“. 1 litla, gljáborna kassanum var samanvafið skjal, sem rauðum silkiborða var bundið utan um. — „Hvað í ósköpunum er nú þetta?“, spurði Kate. „Það er gjöfin mín til þín. Skoð aðu hana nú“. Kate leysti silkibandið með ýtr- ustu varkárni og fletti í sundur blaðinu. Það var ritað með feg- urstu skrautskrift, hátíðlega und- irskrifað og vottað af kokkinum: „Þar sem ég hefi tekið Kate Albey mér í dótturstað, skal hún erfa allar eigur mínar, óskiptar, í löndum og lausum aurum, að mér látinni Þetta var látlaust, einfalt og lagalega óaðfinnanlegt. Kate las það þrisvar sinnum yfir, leit aft- ur á dagsetninguna og athugaði undirskrift kokksins. Faye horfði á hana með eftirvæntingarfullum svip. Þegar Kate las og bærði var- irnar, bærði Faye varirnar líka. Kate braut blaðið saman, vafði silkiborðanum utan um það, lét það svo niður í kassann og lokaði honum. Að því loknu settist hún aftur. —□ Þýðing Sverrir Haraldsson D----------------------□ Eftir stundarkorn rauf Faye þögnina: — „Þykir þér vænt um gjöfina?“, spurði hún. Kate starði í augu hennar og það var eins og hún ætlaði sér að lesa í þeim leyndustu hugs- anir hennar. Svo sagði hún róiega: — „Ég skil þetta með engu móti, mamma. Mig grunaði ekki að nokkur manneskja gæti verið svona góð. Ég vedt ekki hvernig ég á að koma orðum að hugsunum mínum“. „Þetta er skrýtin gjöf, er það ekki?“, sagði Faye. „Skrýtin? Nei, það er hún alls ekki“. „Ég á við það, að erfðaskrá sé undarleg gjöf. En hún þýðir líka annað og meira. Nú ertu raunveru lega dóttir mín, get ég sagt þér. — Ég -— nei við — eigum verð- bréf og ávísanir sem nema sextíu þúsund dollurum. 1 skrifborðs- skúffunni minni eru skrár yfir eignirnar og númerin á bankahólf- unum. Ég fékk mjög gott verð fyrir húsið mitt í Sacramento. Hvers vegna ertu svona þögul, bavnið mitt? Amar eitthvað að þér?“. „Erfðaskrá minnir svo á dauð- ann. Það fylgir einhver dapur- lei'ki nafninu". „En það ætti hver maður að gera erfðaskrá sína“. „Ég veit það, mamma“. Kate brosti angurvært. — „En svo er það líka dálítið annað, sem gerði 2-24-80 M O M Ö M o <D B 'Ö tí ö 6 co RITSTJORN AFGREIÐSLA AUGLÝSINGAR BÓKHALD PRENTSMIÐJA jBorflmiblaöiI) mig áhyggjufulla. — Nú verða allir ættingjar þínir bálreiðir og reyna sjálfsagt með öllu móti a« gera ei-fðaskrána ógilda. Nei, þú mátt ekki gera þetta“. „Elsku barn, gerðu þér engar áhyggjur út af því. Ég á enga ættingja eða aðstandendur, eftir því sem ég bezt veit. Og jafnvel þótt þeir væru einhverjir til, þá vita þeir ekkert um mig og mína hagi. Heldurðu kannske að þú sért eina manneskjan, sem býrð yfir leyndarmáli? Heldurðu að ég noti mitt rétta skírnarnafn?“. Kate horfði lengi og rólega á Faye. „Kate þó. Mundu að þetta er veizla. Vertu nú ekki neitt áhyggjufull. Þú átt að vera glöð, eins og ég“. Kate reis á fætur, ýtti borð- inu til hliðar og settist á gólf- ið. Hún lagði kinnina að hné Faye, en Faye srauk henni blíðlega um vangann og hárið og kom varlega við örið á enni hennar. „Ég held að ég hafi aldrei verið jafnhamingjusöm", sagði Kate lágt. „Vndið mitt, þú gerir mig líka hamingjusama, hamingjusamari en ég hefi nokkru sinni áður ver- ið. Nú er ég ekki einmana leng- ur. Nú fyrst er ég fullkomlega örugg og óttalaus". Þannig sátu þær langa stund, áður en Faye hreyfði sig. „Kate“, sagði hún. — „Við dreymum okk- ur alveg burt frá veruleikanum. Þetta er jú veizla. Við gleymum kampavíninu. Helltu í glösin, barn ið mitt. Við verðum að halda at- bui ðinn hátíðlegann". Kate varð öi'lítið kvíðin á svip- inn: — „Verðum við að gera það, mamma?“. „Já, því ekki það? Það er hollt að fá sér ofurlitla hressingu svona öðru hverju. Það hreinsar blóðið. Finnst þér það kannske ekki gott, Kate?“. „Ég hefi eiginlega ekki drukkið neitt. Ég hefi ekki gott af því“. „Hvaða vitleysa, vina mín. Svona, helltu nú í glösin". Kate reis á fætur og fyllti glös- in. „Jæja, tæmdu nú glasið þitt. Ekki læturðu gamla konu eins og mig skjóta þér ref fyrir rass“. „Þú ert ekki gömul kona, mamrna". „Enga vitleysu — drekktu nú. Ég snerti ekki glasið mitt fyrr en þú hefur tæ:nt þit“. Hún sat með glasið í hendinni þangað til Kate hafði framkvæmt skipunina. Þá setti hún það á varir sér og tæmdi það í einum teyg: — „Gott“, sagði hún og smjattaði. — „Þetta var sannarlega hressandi. Helltu nú aftur í glösin, stúlka mín. Nei, engin undanbrögð. Svona, já. Það var lagið. Og svo skál í botn. Eftir tvö þrjú glös verður allt bjartara í augum rnanns". Kate var orðin óróleg. Hún minntist þess hve henni hafði oft áður orðið slík víndrykkja dýr- keypt, en Faye lét hana ekki kom- ast upp með nein mótmæli. „Alveg í botn, segi ég — svona já. Er þetta kannske ekki gott? Helltu svo aftur í glösin". Breytingin varð hjá Kate næst- um strax eftir annað glasið. Hræðslan hvarf. Hún varð ekki hrædd við neitt lengur. Þetta var það, sem hún hafði óttazt og nú var það orðið of seint. Vínið hafði brotið niður allar þær varn- ir sem hún hafði svo traustlega byggt innra með sér og nú stóð henni hjartanlega á sama um það eins og allt annað. Röddin varð há og skerandi og munnurinn eins og mjótt strik. Augun kipruðust sam an og urðu illkvittin og hæðnis- leg. „Nú drekkur þú — mamma — og leyfir mér að horfa á“, sagði hún. — „Svona já, þetta var gott. En ég er viss um að þú gætir ekki drukkið tvö glös hvert á eftir öðru. Eigum við kannske að veðja?“. „Nei, við skulum ekki veðja neinu, Kate. Þú myndir áreiðan- lega tapa því veðmáli. Ég get tæmt sex glös, hvert á eftir öðru, án þess að á mér sjáist". „Ég verð sjálf að sjá það, ef ég á að trúa } ér“. „Og ef ég geri það, viltu þá gera það líka?“. „Auðvitað". Drykkjan hófst að nýju og þær hirtu ekkert um þótt á borðið skvettist, þegar þær helltu í glös- in. Alltaf minkaði jafnt og þétt í stóru kar.’.pavínsflöskunni. Faye hló: — „Þegar ég var ung stúlka — 6, ég gæti sagt Selfossh íó Ai alveg sérstökum ástæðum er eignin Selfoss- bíó til sölu. Hér er um að ræða kvikmyndahús og veitinga- sali á yfir 5000 fermetra eignarlóð á bezta stað á Selfossi, sem er miðstöð umferðar um Suður- landsundirlendið. Kvikmyndavélar, hljóðfæri og borðbúnaður fyrir yfir 200 manns fylgir með í kaupunum. Eignin er í fullum rekstri. I höndum duglegs veitingamanns er hér um óvenjulega glæsilegt atvinnufyrirtæki að ræða. Allar frekari upplýsingar gefur Fasteigna- & Verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. — Símar 14314, 13294. í* *I* *•* *»* v* *♦* *-* *** ••• *•* '•* *•* *•* *•* *•* *«* *•* *•* *l* *•* * ► »2« %♦ *J*,J**I* *I*A*»* *•**•* *•* *Z**Z**Z* *•* **• *** *I* *«* *«* *»* •!* ****** ♦!* *Z* *Z* ♦!♦ •!* MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) Dagarnir líða úti í haganum. I 2) Stundum kemur það fyrir, i 3) Þessir árekstrar verða því Folaldið vill alltaf vera mjög ná- að folaldið rekst á tré. þó ekki aðmeini. lægt móður sinni. i þér sögur sem þú myndir alls ekki trúa“. „Ég gæti líka sagt þér ýmislegt, sem enginn maður myndi leggja nokkurn trúnað á“, sagði Kate. „Þú? Nei, mí ertu að skrökva á sjálfa þig. Þú sem ert nú bara saklaust barn“. Kate hló: — „Annað eins barn hefur víst enginn þekkt. Það er þá aldeilis barn, eða hitt þó held- ur. Já, auðvitað er ég sakleysið sjálft". Hún hló hátt og tryllings- lega. Hljóðið náði eyrum Faye þrátt fyrir vímuna. Hún hvessti aug- un á Kate: — „Þú lítur svo undarlega út“, hagði hún. — „Það hlýtur að vera lampaljósinu að kenna. Þa er svona tæpast að ég þekki þig fyrir sömu mann- esikjuna". „Nei, þú þekkir mig heldur ekki“. „Segðu mamma, ástin mín“. „Mamma — ástin mín“. „Ó, við tvær skulum lifa svo góðu og skemmtilegu lífi saman“. „Já, það máttu alveg reiða þig á. Þú veizt ekki hversu gott og skemmtilegt það á eftir að verða. Þú veizt ekki nokkurn skapaðan hlut“. „Mig hefur alltaf langað svo mikið til að ferðast til Evrópu. Við gætum farið þangað með skipi og ajíltvarpiö Fastir liðir eins og venjulega. 9.30 Morguntónleikar (plötur). —• 11.00 Messa í Fríkirkjunni (Prest ur: Séra Þorsteinn Björnsson. Organleikari: Sigurður ísólfsson). — 15,00 Miðdegistónleikar (plöt- ur). — 16,30 Færeysk guðsþjón- usta. (Hljóðrituð í Þórshöfn). —• 17,00 „Sunnudagslögin". — 18,30 Barnatími (Baldur Pálmason). — 19.30 Tónleikar: Florence Hooton leikur á selló (plötur). — 20.20 Tónleikar (plötur): Lög úr óper- ettunni „Brosandi land“ eftir Lehár (Elisabeth Schwarzkopf, Emmy Loose, Nicolai Gedda og Erich Kunz syngja; hljómsveitin Philharmonia leikur; Otto Acker- mann stjórnar). — 20,35 í áföng- um; IV. erindi: Hólar í Hjalta- dal (Brynleifur Tobíasson áfeng- isvarnaráðunautur). — 21,00 Tón- leikar (plötur): Píanókonsert nr. 2 í g-moll op. 22 eftir Saint-Saens (Emil Gilels og hljómsveit franska tónlistarháskólans leika; André Cluytens stjórnar). — 21,25 „Á ferð og flugi". — Stjórnandi þátt- arins: Gunnar G. Schram. — 22,05 Danslög (plötur). — 23.30-Dag- skrárlok. Mánudagur 15. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Lög úr kvikmyndum (plöt- ur). — 20,30 Útvarpshljómsveit- in; Þórarinn Guðmundsson stjórn ar: Þýzk alþýðulög. — 20,50 Um daginn og veginn (Axel Thorstein- son rithöfundur). — 21,10 Ein- söngur: Rolando Panerai syngur (plötur). — 21,30 Útvarpssagan: „Ssmir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XXXII. (Séra Sveinn Víkingur). — 22.10 Búnaðarþátt- ur: Bðndi segir álit sitt(Sigurður Jónsson á Stafafelli í Lðni). — '22.20 Nútímatónlist (plötur). — 23,20 Dagskrárlok. Þriðjudagur 16. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Hús í smíðum; XVIII: Jó- hannes Zoega verkfræðingur talar um upphitun og hitakerfi. — 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plöt- ur). — 20,30 Erindi: Kynþátta- vandamálið í Bandaríkjunum; II. (Þórður Einarsson fulltrúi). — 20,55 Tónleikar (plötur); Man- söngur fyrir strengjasveit í Es- dúr op. 6 eftir Josef Suk. — 21,15 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). —■ 21,45 Tónleikar: Jascha Heifetz leikur létt og vinsæl fiðlulög (pl.) — 22,10 Kvöldsagan: „Ivar hlú- járn“ eftir Walter Scott; V. (Þor- steinn Hannesson). — 22,30 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónaa Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutning hans. — 23,20 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.