Morgunblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. júlí 1957 MOKCTlNnr 4Ð1Ð 9 Reyk javikurbréf: Laugardagur 13. júll Iþróttaleikvangiiriim í Laogardal - Fyi ir 40 árum - 5 dagblöð skrifa um Varðarferð - „Flokkur atvinnurekenda og fésýslumaima41 - „Vinnustéttir11 - Sigmimdur í Syðra-Langliolti - Alvarleg ásökun gcgn Lúðvík Jósefssyni- Friðun fiskimiðanna - Bág frammistaða Lúðvíks - Hættulegir heimsfriðnum - Rafveitustjórinn nýi í Varðarferðinni s. I. sunnudag voru um 500 manns. Einn daginn birtu öll stjórnarblöðin forystugreinar um ferðina. Myndin hér að ofan er af nokkrum hiuta ferðafóiksins, jíegar það gekk ofan úr skóginum að Álfaskeiði. íþróttaleikvangurlnn í Laugardal FYRSTA íþróttakeppnin á leikvanginum í Laugardal mun vara lengi í minni þeirra, sem þár voru viðstaddir. Dásamlegt veður, óvenjulegur mannfjöldi, stórfengleg mannvirki og hinn fagurgræni grasvöllur, allt sam- einaðist þetta um að gera stund- ina ógleymanlega. Sjálfur gekk kappleikurinn ekki íslendingum í vil. Fáir eða engir munu þó hafa búizt við sigri, og var því ekki um veruleg vonbrigði að ræða. Betur má ef duga skal í knattspyrnunni. Láta æskumenn- irnir nú vonandi ekki sitt eftir liggja, þegar þeir hafa fengið slíkar aðstæður og umgerð keppni sinnar. Bæjaryfirvöld Reykjavíkur hafa haft alla forystu um gerð vallarins. Það lýsir stórhug þeirra og þolgæði. Frá því fram- kvæmdir hófust hefur Jóhann Hafstein bankastjóri ætíð verið formaður Laugardalsnefndar. — Undirbúningur og stjórn verks- ins hefur mest hvílt á Gísla Hail- dórssyni arkitekt. Að vonum hef- ur tekið alllangan tíma að vinna slíkt stórvirki, enda er því ekki lokið að fullu. Menn sjá, að ekki hefur verið kastað á glæ því fé, sem í þessu skyni hefur verið varið. Þvert á móti er hér um eina mestu og beztu bæjarbót að ræða. Andstæðingarnir láta sér fátt um finnast, og segja, að þessum framkvæmdum hafi verið lofað í blárri bók Sjálfstæðisflokksins. Færist þá skörin upp í bekkinn, þegar fundið er að því, að loforl' séu efnd. Kemur hér enn fram, hvílíkur meginmunur er á Sjálf- síæðismönnum og andstæðingum þeirra. Andstæðingarnir ætla loforðin einungis til að afla sér fylgis, en Sjálfstæðismenn lofa ekki meiru en þeir telja sig geta efnt og fullnægja loforðum sín- um eftir því sem atvik frekast leyfa. Fyrir 40 árum MJÖG er nú á annan veg búið að íþróttamönnum en var í æsku þess, er þetta ritar, fyrir rúmum 40 árum. Birtust þá stundum í blöðum áskoranir til manna um að koma á íþróttavöllinn gamla á Melunum til að tína burtu grjót áður en kappleikir skyldu hefjast. Sjálfsagt hefur sú sjáif- boðavinna tekizt misjafnlega, en nokkrir gáfu sig þó fram öðru hvoru. Tímarnir eru breyttir og kröfurnar aðrar, en án áhuga og íórnfýsi verður litlu náð. Réttilega hefur verið á það minnzt, að mjög hafi staðið á greiðslu á hluta ríkisins til xnannvirkjanna í Laugardal. Þar ræður miklu um fálæti Fram- sófenarmanna um uppbyggingu Reykjavíkur. Fjármálaráðherra hefur löngum þótt þarfara að verja fé til annarra en Reykvík- inga. Má og ætíð færa fram þá afsökun, að þarfirnar eru marg- ar og allt verður ekki gert í einu. Því lofsverðara er það átak, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefur hér gert. Er þess að vænta, að bæjarsjóður fái lögráðgerðar endurgreiðslur úr ríkissjóði áður en yfir lýkur. Mestu máli skiptir, að æskulýðurinn noti leikvang- inn sér til aukins þroska og menningar. 5 dagblöð skrifa um Varðarferð V ARÐ ARFERÐIN um síðustu helgi tókst með ágætum og hef- ur þótt tíðindum sæta. Ekki er í frásögur færandi þó að Morgun- blaðið og Vísir segi frá henni. En þegar öll stjórnarblöðin gera ferðina að umræðuefni í forystu- greinum s.l. fimmtudag, sýnir fátt betur, hversu stjórnarliðum þykir mikið koma til Sjálfstæð- ismanna. Sjálfur forsætisráðherr- ann Hermann Jónasson hefur verið langdvölum utanbæjar, sennilega mest við laxveiðar, á meðan stórverkföll hafa staðið, án þess að Tímanum þætti ástæða til að skýra frá því einu orði. Á sama veg hefur Hanni- bal Valdemarsson ferðazt vikum saman land úr landi, án þess að Þjóðviljanum þætti þess vert að gera það ferðalag hans að sér- stöku umræðuefni. En þegar nokkrir Sjálfstæðismenn, að vísu um 500 í einum hópi, skreppa úr bænum sunnudagsstund, velta öll stjórnarblöðin spaklega vöng- um yfir, hvert erindi þeirra hafi verið. „Flokkur atvinnurek- enda og fésýsluinanna“ SANNARLEGA hafa stjórnar- blöðin gott af að íhuga eðli og tilgang slíkrar ferðar. Ef þau gerðu það nógu rækilega, mundu þau skilja mun Betur, hvað ger- ist í þjóðlífi íslendinga. Tíminn kallar t. d. í grein sinni um Varð- ar-ferðina Sjálfstæðisflokkinn „flokk atvinnurekenda og fé- sýslumanna". Að vísu eru bæði atvinnurekendur og fésýslumenn innan Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn telur sér sóma að fylgi slíkra manna, því að starf þeirra er nauðsynlegur þáttur þjóðlífsins, ef vel á að fara. Sjálfstæðisflokkurinn er þó ekki nema að litlu leyti skipað- ur þvílíkum mönnum. Gefur auga leið að þeir eru aðeins lítill hluti hinna rúmlega 35 þúsunda kjósenda, er studdu flokkinn við síðustu alþingiskosningar. Eftir- tektarverðast við Varðar-ferðina og aðrar slíkar sámkomur Sjálf- stæðismanna er, að menn af ólíkri stétt og stöðu sameinast þar, eins og beztu bræður. Sam- eiginlegar skoðanir og skilning- ur á þjóðarnauðsyn þjappa mönn um úr öllum stéttum í eina órofa fylkingu Sjálfstæðisflokksins. * „Vinnu-stéttir“ STJÓRNARBLÖÐIN hælast sí og æ um yfir því, að ríkisstjórnin hafi ætlað að leysa vanda þjóð félagsins með því að hafa sam- ráð við „vinnustéttirnar“. Við aðra þurfi ekki að tala, og hefur ekki dulizt, að þar væri átt við Sjálfstæðismenn. Þegar svo er látið, er því gleymt, að hinn stærsti hópur vinnandi manna í landinu er í Sjálfstæðisflokkn- um. Svo er jafnvel, þó að þeir einir séu taldir vinnandi menn, sem líkamlega vinnu stunda. „Atvinnurekendur og fésýslu- menn“, svo að orðalag Tímans sé notað, eru að vísu ekki síður vinnandi menn en aðrir, og þjóð- félaginu ekki síður nauðsynleg- ir. í þeim hópi er auðvitað mis- jafn sauður, eins og gengur og gerist. Misindismenn eru í öll- um stéttum. Alveg eins og eigin- gjarnir og óeigingjarnir eru í öllum f-lokkum og stéttum. „Atvinnurekendur og fésýslu- menn“ eru einnig í öllum flokk- um og sízt þjóðhollari þeir, sem eru utan Sjálfstæðisflokksins en hinir, sem honum fylgja. Sér- hagsmuna togstreita er ekki bundin við neinn einstakan flokk. Málefnalegur ágreining- ur er um, hversu rík afskipti almannavaldsins skuli vera af ýmsum efnum. Sá ágreiningur á ekkert skylt við eigingirni og sérhagsmuni hvers einstaklings, sem í baráttunni stendur. Þessi almennu sannindi ætti að vera óþarft að rifja upp, en vanþekk- ing á þeim er einmitt undirstaðan að ógæfu núverandi stjórnar- flokka. Sigmimdur í Syðra-Langholti 1 VARÐARFERÐINNI sáu menn margt fróðlegt. Eftir hverja ferð verður mönnum helzt hugstætt það, sem þá var nýstárlegt. Sá, er þetta ritar, hafði hvorki kom- ið að Stöng, í Gjána né að Álfa- skeiði áður. Er því eðlilegast að honum hafi þótt mest koma til heimsóknarinnar á þessa staði. Koman að Álfaskeiði varð enn ánægjulegri vegna þess, að þar var staddur Sigmundur bóndi Sigurðsson að Syðra-Langholti. Álfaskeið er í landi Syðra-Lang- holts, sem er einn frægasti bær á Suðurlandi vegna þess hversu fjölmennur og ágætur ættstofn óx þar upp á s.l. öld. Eru þaðan ættaðir ýmsir þeir, sem miklu góðu hafa til leiðar komið í ólík- um efnum. Bóndmn, sem þar býr nú, Sigmundur, er þó ekki af þessari ætt heldur upprunninn af Mýrum. Hann fluttist fyrir 30 árum ungur að aldri og settist að á Syðra-Langholti. Síðan hef- ur hann lagt krafta sína fram um að bæta jörðina og unnið sannar- legt afrek. Enda er hann nú' í fremstu röð bænda á Suðurlands- láglendinu. Ánægjulegt er, að elzti sonur hans, sem lokið hafði stúdentsprófi við góðan orðstír, hefur horfið heim til föðurtúna og vill fremur stunda búskap en halda áfram bóknámi. Vissulega þarf að búa svo að íslenzkum landbúnaði, að ungir efnismenn telji það ekki síður frama að búa á höfuðbólum en stunda skrif- stofustörf eða vera í sumu því snatti, sem menn fá fyrst rétt til að stunda eftir langvinnt sltólanám og mörg próf.- Alvarleg ásökun gegn Lúðvík Jósefssyni TÍMINN skýrði frá því s.l. sunnu dag, að sjávarútvegsmálaráðherr- ann, Lúðvík Jósefsson, hefði gef- ið tugum saman leyfi til veiða humars langt umfram það, sem hann tryggði að fylgzt væri með, að settum ‘skilyrðum væri fylgt. Leynir sér ekki, að blað forsætis- ráðherrans heldur því fram að leyfin hafi verið gefin sem yfir- varp til landhelgisveiða á flat- fiski og bolfiski með veiðarfær- um, sem ella væru óheimil. Mjög er ólíklegt, að sjávarút- vegsmálaráðherra hafi farið inn á svo hæpna braut, nema að hafa með samkomulagi við for- sætisráðherra Hermann Jónas- son, sem einnig fer með stjórn landhelgisgæzlunnar, tryggt að settum skilyrðum skyldi full- nægt. Nú er hins vegar komið á daginn, að hér hefur allt farið í ólestri. Aðvörunum er að engu sinnt, þangað til ljóst er, að op- inber rannsókn verður ekki um- flúin. Þá eru ásakanirnar stað- festar með afturköllun 30 leyfa fyrirvaralaust. Er þar sýnu verr af stað farið en heima setið. Friðun fiskimiðanna ÁÐUR en Lúðvík Jósefsson varð sjávarútvegsmálaráðherra hafði hann stór orð um, að sjálfsagt væri að stækka landhelgina eða fiskifriðunarsvæðið tafarlaust. —• Dráttur hefur orðið á efndum þessa eins og fleira hjá núver- andi ríjcisstjórn. Fyrir því kunna að vera skiljanlegar ástæður. Viðkunnanlegra væri að vísu, að ráðherrann skýrði frá því laumu- spili, sem um þetta þýðingar- mikla mál hefur verið haft i frammi. Mundi þá og betur sjást, hvert skeytum Þjóðviljans, sem að orði kveðnu var beint að Gunnari Thoroddsen borgarstjóra um undanslátt í þessu máli, er raunverulega stefnt. Sem sé sjálf um sjávarútvegsmálaráðherran- um og línu-kommúnistanum Lúðvík Jósefssyni og engum öðr- um. Bág frammistaða Lúðvíks HVAÐ sem menn segja um frammistöðu Lúðvíks í sjálfu landhelgismálinu, er óverjandi og óafsakanlegt með öllu, þegar þannig er haldið á leyfisveiting- um til veiða innan landhelginn- ar, að lagað er til að spilla fyrir áliti annarra þjóða á trúverðug- leik íslenzkra stjórnvalda. En svo er g'ert, ef veitt eru leyfi, sem beinlinis eru ætluð til ann- arra veiða en látið er í veðri vaka. íslendingar hafa friðað fiski- miðin gegn veiði með vissum veiðitækjum. Ef ekki er lengur astæða til slíkrar friðunar, og t. d. á að heimila dragnótaveiði á ný, þá verður að taka beina ákvörðun um það. Areiðanlega Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.