Morgunblaðið - 14.07.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 14.07.1957, Síða 3
Sunnudágur 14. júlí 1957 MORGUWBLAÐ1Ð 3 Hver á að vökva stofuplönturnar! ÞÆR húsmæður sem eiga fallegar stofuplöntur eru sífellt í vandræðum þegar þær fara eitthvað burt úr bænum og eng- inn er eftir heima til þess að vökva þær. Til er ógætt ráð við þessu. Yökva skal allar plönturnar vel, síðan raða pottunum niður í hlikkbala og troða blautum mosa niður á milli pottanna (ekki undir þá). Komið síðan fyrir einum til tveim flöskum með vatni á hvolfi í mosanum. Nú draga plönturnar vætuna úr mosanum til sín og þegar hann er orðinn þurr kemst loft að flöskustútunum og þá lekur vatnið í mosann. Þegar hann er orðinn gegnumrakur lokast fyrir vatnslekann og síðan geng ur þetta þannig þangað til vatnið úr flöskunum er búið. Þórir Þárðarson, dósent: LEIKMENN Útsv.arsskráin liigð tram á morgun: Persónufrádrátturinn hækk- aður mjög mikið Úfsvarsstiginn óbreytfur frá því í fyrra Rúml. 206 millj. jafnað niður Á MORGUN verður útsvarsskráin lögð fram til sýnis almenningi í gamla Iðnskólanum. Jafnað er niður á gjaldendur hér í bæ um 20% hærri upphæð en í fyrra en útsvarsstiginn er þó óbreyttur. Persónufrádrátturinn hefir verið allverulega aukinn og er hann nú hærri hér í bæ en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Aukning persónu- frádráttarins frá því í fyrra nemur 7 millj. króna. Steinsteypan hf........... 230 Flugfél. íslands hf....... 230 Jóhannes Jósefsson ....... Kassag. Reykjavíkur hf. .. Timburverkst. Völundur hf. Hamar hf.................. Þorst. Sch. Thortseinss... Sumarliði Kristjánss...... Valdimar Þórðarson ....... 230 220 220 215 200 200 200 Upplýsingar þær sem hér fara i dráttur, sem var kr. 800,00 fyrir á eftir eru frá formanni niður- j öf nunarnef ndar. Lagt hefur verið á 23.722 gjald- endur samtals kr. 206.374.350.00. Samkv. fjárhagsáætlun Reykja víkur fyrir árið 1957 eru útsvör áætluð kr. 181.305.000,00, auk 5— 10% fyrir innheimtuvanhöldum, eða samtals tæpar 199,5 millj. kr. Það, sem álagningin nemur um- fram þessa upphæð, er til að mæta lækkunum við kærur, en slíkar lækkanir námu s. 1. ár rúmlega 6 millj. kr. Við álagningu útsvaranna var fylgt sömu reglum og s. 1. ár að öðru le-yti en því, að persónufrá- konu og hvert barn innan 16 ára aldurs, er hækkaður hjá barna- fjölskyldum og einstæðum mæðr- um, og verður þá sem hér segir: Fyrir 1 barn .... kr. 1.050,00 — 2 börn .... — 2.150.00 — 3 — .... — 3.350.00 — 4 — .... — 4.650.00 — 5 _ .... — 6.050.00 — 6 — .... — 7.550.00 — 7 — .... — 9.150.00 — 8 — .... — 10.850.00 — 9 — .... — 12.650.00 — 10 — .... — 14.550.00 — einst. mæður — 2.000.00 fyrir hvert barn. Þýðing hins hækkaða persónufrádráttar sést á eftirfarandi sam- anburði: Hjón með 3 börn: Nettótekjur: 40 þús. kr. 50 þús. kr. 60 þús. kr. 70 þús. kr. 80 þús. kr. 90 þús. kr. Útsvar 1956 1.190 3.190 5.190 7.690 10.190 12.690 Einstæð móðir með 1 barn: Nettótekjur: 30 þús. kr. 35 þús. kr. 40 þús. kr. Útsvar 1956 1.090 1.940 2.790 Einstæð móðir með 2 börn: 30 þús. kr. 0 35 þús. kr. 1.140 40 þús. kr. 1.990 45 þús. kr. 2.990 Einstæð móðir með 3 börn: 35 þús. kr. 0 40 þús. kr. 1.190 45 þús. kr. 2.190 50 þús. kr. 3.190 55 þús. kr. 4.190 Útsvar 1957 0 2.240 4.240 6.740 9.240 11.740 Útsvar 1957 0 740 1.590 0 0 0 590 0 0 0 0 590 Skrá yfir útsvör einstaklinga verður lögð fram mánudaginn 15. þ. m., eins og nánar er aug- lýst í blöðum og útvarpi, en skrá yfir útsvör félaga verður lögð fram nokkrum dögum síðar. Gjaldendur með 200 þús. kr. útsvar og hærra eru þessir: sís Þús. kr. ... 1.560 Olíufélagið h.f Eimskipafél. fsl. hf. ... ... 1.200 Olíufél. Skeljungur h.f. .. 1.070 Olíuverzl. fslands h.f. . ... 870 Sláturfél. Suðurlands . ... 535 Hið ísl. steinolíufél. . ... 480 427 333 O. Johnson & Kaaber hf. Vélsmiðjan Héðinn hf. .. Loftleiðir hf.............. 330 Slippfélagið hf........... 325 Garðar Gíslason hf....... Sölum. hraðfrystih........ 300 300 Feldur hf.................. 295 H. Ben. & Co. hf.......... 290 ísbjörninn .............. 267 J. Þorlákss. & Norðm. hf. .. 260 KRON ...................... 260 Þorv. Guðmundsson 260 Egill Vilhjálmsson ... 253 Síldar- og fiskimv. hf. .. 250 Steindór Einarsson ... 250 Baldvin Dungal ............ 250 Eggert Kristjánss. & Co.hf. 2361 Áttræð á morgun Á MORGUN munu margir vinir nær og fjær beina hlýjum árnaðar og hamingjuóskum til Ragnheið- ar Eyjólfsdóttur. Á áttatíu árum liðinnar ævi hefir hún skapað sér sögu sem er hvorttveggja í senn mannkostasaga og manndóms- saga. ÁratugurrT saman stóð heimili hennar og Ásbjörns Egg- ertssonar öllum opið, Og allir sóttu þangað ekki einungis rausn arlegar veitingar heldur einnig glaðværð, bjartsýni og góðvild og fóru af fundi þeirrra auðgaðir af hjartahlýju þeirra og tryggð. Ragnheiður var þannig í tvenn- um skilningi gjöful kona og góð, því hún vissi að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, heldur einnig þeim kærleika, sem nær til hjartans. Eigi var það þó svo, að hún fengi ekki ríkulega að reyna harma lífsins og mótlæti. Árum saman steðjuðu slys og sjúkdóm- ar að heimili þeirra hjóna. Synina missti hún hvern á fætur öðrum með sviplegum hætti, þroska- menn og góða drengi í broddi lífsins. Engum sem kynntist Ragn heiði getur liðið það úr minni, með hvílíku þreki og stillingu hún bar þetta mótlæti. Hvernig hún megnaði að létta öðrum byrðina, er þá áttu einnig um sárt að binda. Fyrir allt betta og allt sitt dáðríka ævistarf biðj- um við vinir hennar guð aðblessa hana. Ragnheiður dvelst nú í sjúkra- húsinu í Keflavík, en þó að hún taki ekki á móti afmælisgestum brosandi á heimili sínu eins og margoft fyrr, ,og þó að hann sé nú horfinn frá hlið hennar, sem langa ævi var hennar góði sam- henti förunautur, þá mun sama bjarta brosið og hlýja góðvildin mæta þeim sem koma að rúm- stokk hennar í dag og taka í hönd hennar. Með virðingu og þakklæti biðj- um við henni alls góðs, biðjum guð að blessa hana og gefa henni friðsælt ævikvöld. Sigurður Einarsson. HVAÐ er kirkjan? Prestarnir, munu flestir svara. Hún er stofn- un, sem ríkinu ber að styðja sam- kvæmt strjórnarskrá lýðveldisins íslands, og starfsmenn hennar eru þeir, sem til þess hafa hlotið tilskilda menntun og taka laun fyrir úr ríkissjóði. Þetta er rótgróin skoðun a kirkjunni hér á landi og styðst enda við gamla hefð. Almenn skoðun á kirkjunni er sú, að hún komi prestunum einum við, ábyrgðin á störfum hennar hvíli á þeirra herðum, söfnuðurinn sé aðeins óvirkur þiggjandi hinna kirkjulegu embættisgjörða. Víða um heim ryður sér til rúms önnur skoðun á kirkjunni Hún er enda sú eina rétta, hin biblíulega skoðun, og sú skýr- greining, sem guðfræðin ávallt hefir gefið á kirkjunni, nefnilega sú, að kirkjan sé hið nánasta samfélag allra þeirra, sem játa trú á vorn herra Jesúm Krist og vilja þiggja náðargjafir hans orðinu og sakramentunum. Oikúmeníska hreyfingin eða alkirkjuhreyfingin beitir sér af alefli fyrir því, að útrýmt verði hinni röngu skoðun á kirkjunni, þeirri, að hún sé prestarnir einir. Sérstök deild alkirkjuráðsins í Genf vinnur að því að efla þann þátt starfsins meðal hinna ýmsu kirkjudeilda, sem að leikmönnum snýr. Kirkjan er nefnilega ekki prestarnir einir, heldur er hún samfélag allra þeirra, sem játa trú á Krist, lærðra og leikra. Hún elur upp þjóna, sem hún veitir sérstaka menntúh og þjálfun til þess að gegna störfum innan kirkjunnar og með handayfirlagn ingu að hætti postulanna kallar hún Guðs anda af hæðum yfir þá, svo þeir megi flytja orðið og veita sakramentin. Að skilningi Nýja testamentis- ins er presturinn (sem upphaf- lega þýðir „öldungurinn") for- stöðumaður safnaðarins. En leik- menn skulu eigi vera óvirkir. í 6. kapítula postulasögunnar les- um vér um það, að frumsöfnuð- urinn í Jerúsalem kjöri sjö menn til þess að vera frammistöðu ræðum, sameiginlegum lestri »g bæn. Þegar leikmenn eru orðnir virkir á þennan hátt og láta uppi, hvað þeim finnst, hvað þá skort- ir, á vinnustað, í skóla,. í félags- lífi, þá er tímabært að kvarta undan því, að prestarnir leysi ekki í ræðum sínum vandamál hins daglega lífs einstaklingsins út frá kristnu sjónarmiði, beri ekki fram lausn kristindómsins við einstaklinginn þar sem hann er staddur í lífsbaráttunni. Með öðrum þjóðum er hlustað eftir rödd kirkjunnar, þegar vanda ber að höndum í lífi þjóðar, sem er efnahagslegur, pólitískur, sið- ferðilegur. En hvernig má þess vænta hér, þegar kirkjan á ekki aðgang að lifandi lind samfélags- lífs leikmanna, sem hver og einn bera fram sérfræðilega þekk- ingu og reynslu? Ekki eru prest- arnir sérfræðingar á öllum svið- um mannlegs lífs. Þegar. rödd kirkjunnar hljómar, verður hún að geta talað út frá nokkurum kunnugleika á hinu iðandi lífi hversdagsins. Leikmennirnir eru ábyrgir fyrir þeim kunnugleika. Það er þeirra að sjá til þess, að kirkjan verði ekki „andleg“ í 1 slæmri merkingu, að kenningin verði ekki fjarræn, uppi í skýj- unum, ósnortin af hinu daglega. striti mannsins. Starf alkirkjuráðsins í Genf að eflingu leikmannastarfs mið- ar að þrennu: 1) Að allir leik- menn kirkjunnar skoði starf sitt, daglega vinnu sína, sem köllun- arstarf, er þeim ber að vinna af samvizkusemi og lífsnautn fyrir augliti Guðs. 2) Að leikmaður- inn sé ekki aðeins góður borgari og vinnusamur, heldur skoði hann sjálfan sig sem boðbera fagnaðarerindisins, fulltrúa kirkj unnar á vinnustað. 3) Að kirkjan notfæri sér þjónustu og ráðgef- andi starf kristinna sérfræðinga í ýmsum greinum daglegs lífs'. Alkirkjuráðið vinnur að því að komið sé á fót og reknar stofn- anir, sem sérstaklega láti sig þessi mál skipta. Oikúmeniska stofn- unin í Bossey í Svisslandi heldur námskeið og ráðstefnur, þar sem kristnir leikmenn koma saman til þess að ræða vandamál dag- legs lífs frá kristnu sjónarmiði. Þar hittast læknar, iðjuhöldar, verkamenn, hagfræðingar og aðr- ir fulltrúar ýmissa starfsgreina menn við máltíðir og vígði þá til | °2 leitast við að finna svar krist- indómsins við vandamálum sín- um, vitaskuld ekki sérfræðileg- um, heldur vanda þeim, er að þeim steðjar sem kristnum mönn- um á vinnustað. Kerk en Wereld Institute í Hollandi, Associations professionelles protestantes í Frakklandi og aðrar stofnanir gegna sama hlutverki. Menn vilja hér gera kristindóminn virkan frá mánudegi til laugardags, ef svo mætti að orði komast. Einnig eru haldnar ráðstefnur sérfræð- inga um veraldleg mál, sem kanna vilja svar kristindómsins við heimsmálunum. Það sem auðveldast ætti að vera framkvæmdar hér hjá oss eru námskeið, sem víða eru hald- in þar sem leikmenn koma sam- an í sumarfríum, yfir helgar eða á kvöldin til þess að nema þau fræði, sem gert gætu þá hæfari til þess að taka að sér ýmis störf innan kirkjunnar svo sem sunnu- dagsskólastarf, æskulýðsstarf, út- breiðslustarf, líknarstarf. Þeim eru kennd biblíufræði, kenning- ar kirkjunnar, undirstöðuatriði þjóðfélagsmála, jafnvel nútíma heimspeki og bókmenntir frá kristnu sjónarmiði. Lengi mætti áfram halda, þeg- ar út á þessa braut er haldið. Svo mikil er nauðsyn þess, að hér með oss hefjist hreyfing leik- manna innan kirkjunnar, er fórna vilja tíma, fjármunum og kröftum til þess að lausn Krists megi veitast meðbræðrum í nauð. þeirrar þjónustu. Af þessu eina dæmi sést það, að flytjendur orðs ins eru ekki einu starfsmenn kirkjunnar í frumkristninni. I nútímanum hefir þjóðfélagið gjörzt margfalt margþættara og þau störf, sem leikmönnum ber að vinna, óteljandi. Líf kirkj- unnar, hins kristna safnaðar, fer ekki fram innan veggja kirkju- hússins einvörðungu, það snertir öll svið einstaklingslífsins, þjóð- arlífsins. Að vera kristinn er ekki bundið við sparifötin á sunnu- dagsmorgnana. Hver stund, hvert starf, hvert verkefni, hver hugs- un og hugrenning, athöfn og æði skal Kristi vígt. Menn kvarta undan því, að ræður prestanna snerti oft allt annað fremur en daglega lífið. En koma menn með daglega lífið til prestanna? Hvernig á prest- urinn að prédika um dagleg vandamál ef þeir, sem hin dag- legu störf stunda láta aldrei frá sér heyra um þau vandamál, sem þeir eiga við að stríða? Kirkjan er lifandi samfélag allra krist- inna manna og í kirkjunni verða þeir að taka virkan þátt, sem leikmenn eru, og hafa því sér- staka hæfileika og sérstöðu til þess að tala um hin daglegu vandamál frá kristnu sjónarmiði. Bræðrafélög, kvenfélög, ungl- ingafélög, starfsfélög kristileg eru vettvangurinn fyrir leit hvers og eins að þeirri lausn, sem honum hæfir, í samfélagi annarra kristinna manna, í um-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.