Morgunblaðið - 21.07.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.07.1957, Qupperneq 1
16 siður og iesbék »,Þíngkosningar" Þingkosnlngarnar I Egyptaland!. — Hér sjást kjósendur skila atkvæðaseðlum og er nokkurn veg- Inn sama, hvað á þeim stendur, þvi að allir frambjóðendurnir eru fylgismenn Nassers. Stórfellt gjaldeyrisbrask I sambandi við Moskvuför Nógur markaður fyrir ísl. peninga ÍSLENZKU þáttakendurnir á hinu svonefnda æskulýðsmóti í Moskvu hafa kynnzt stór- kostlegu gjaldeyrissvindli kommúnista hér á landi. Hafa þeir verið svo stórtækir í braksi sínu með erlendan gjaldeyri, að þeir hafa selt dönsku krónuna með 100% álagi. — Einnig er ljóst orðið, að erlendir aðilar greiða mest an hluta ferðakostnaðar fyrir íslcnzku þátttakendurna, og er þá spurningin, hvað verð- ur af því fé, sem þátttakend- íim hefur verið gert að greiða. Eins og íslenzku Moskvuförun- um er kunnugt, var erlendur gjaldeyrir seldur á svörtum markaði í skrifstofu þeirri sem kommúnistar höfðu í Aðalstræti og sá um undirbúning fararinn- ar. Var þátttakendum gefið í skyn, að Sigurjón Einarsson cand. theol. hefði tök á því að útvega þátttakendum gjaldeyw á svörtum markaði, ef þeir ósk- uðu eftir að fá meira en þær 360 d. kr., sem Innflutningsskrifstof- an veitti hverjum þátttakanda í vasapeninga. Þannig gat sérhver þátttakandi fengið keypta ávísun á 50—400 d. kr., sem hann fær greiddar, er til Kaupmannahafn- ar kemur. Sumir gæðingar for- ráðamanna fengu allt upp í 500 d. kr. hjá skrifstofunni með svartamarkaðs verði. En eins og fyrr getur, var danska krónan ekki gefin hjá kommúnistum, því að hver dönsk króna, sem á réttu gengu kostar kr. 2,36 ísl. var seld á kr. 4,50, svo að álagningin er í Moskvu um það bil hundrað prósent. — Þá var þess og getið í skrifstof- unni, að kommúnistar gætu einnig útvegað dollara á kr. 35,00 stykkið, en gengi dollarans er núna 16,32 og var álagningin meira en 100%. Þó er hitt e.t.v. alvarlegasta hlið málsins, að þátt takendur voru beinlínis hvattir til að taka með sér eins mikið af íslenzkum peningum og þeir gætu, því að í Moskvu væri hægt að fá rúblur að vild fyrir ís- lenzka peninga og væri rúblan seld þar á kr. 2,56, en gengi á rússneskri rúblu mun í dag vera nálægt fjórum krónum. Hér er því um hið freklegasta brot að ræða á íslenzkri gjaldeyrislög- gjöf, sem bannar algjörlega að fara með íslenzka peninga út úr landi, hvað þá í því skyni að selja þá. Þá er þess einnig að geta, að íslenzku þátttakendurnir þurftu að greiða kr. 5.500 í þátttökugjald og eftir því sem Þjóðviljinn hef- ur margoft skýrt frá er innifaxið í þessu gjaldi ferðakostnaður all- ur, húsnæði, matur, þjónusta og aðgöngumiðar að skemmtunum, íþróttasvæðum og mótum, og jafnvel farmiðar með strætis- vögnum erlendis. — Allur þessi kostnaður hlýtur að vera borg- aður með erlendum gjaldeyri, nema ferðin með Dronning Alex- andrine frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar, sem er ekki yfir kr. 700 á mann. Hinn hluti þátt- tökugjaldsins, sem er um krónur 4.800, hlýtur að vera greiddur í erlendum gjaldeyri, en þar sem kommúnistar munu aðeins hcJ!" fengið kr. 1.000 yfirfærslu t Ilann borgar brúsann, en hvert fara peningar unga fólksins? mann í ferðakostnað, er augljóst, að erlendur aðili hafi greitt þær kr. 3.800, sem á vantar. Engum blandast hugur um, hver sá aðili muni vera, en aftur á móti vakn- ar sú spurning, hvert kr. 3.800 hafi farið. „ÓGEBSEEGT FERÐALAG“ Til skýringar á því, hvers kon- ar mót hér er um að íæða, má geta þess, að Halldór Kiljan Lax- ness, hefir sent því „árnaðarósk- ir“ í Þjóðviljanum, en að sjálf- sögðu hefir skáldinu ekki verið kunnugt um þau atvik í sam- bandi við mótið, sem hér að fram an hafa verið talin. — Steinn Steinarr svarar Kiljan (í Alþýðu- blaðinu í gær) og segir m.a.: „Hið mikla skáld Halldór Kiljan Laxness hefur orðið fyrir því hörmulega slysi að lána sitt Framh. á bls. 2. Ætlar Krusjeff að nota Gyðinga sem skotmark? Aðalritari riíssneska kommúnista- flokksins íieíir löngum verið Gyðingahatari KAUPMANNAHÖFN, 20. júlí — Danski ritstjórinn, Eigil Stein- metz, segir í grein um Rússlands- mál, að ýmislegt bendi til þess, að Gyðingar í Rússlandi og lepp- ríkjunum muni ekki eiga sjö dag- ana sæla í náinni framtíð. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verði þeir hundeltir af mikilli grimmd og látnir sæta ábyrgð fyrir ýmislegt það sem aflaga fer þar austur frá. Greinarhöf- undur segir ennfremur að Kagano vitsj, sem sparkað var með Molo- tov, Malenkov og Shepilov, hafi verið eini Gyðingurinn, sem eftir var meðal æðstu ráðamanna Sovétríkjanna. Margir Gyðingar í kommúnistalöndunum litu svo á, að völd hans myndu koma í veg fyrir frekari Gyðingaofsókn- ir. En nú er þessi „trygging" úr sögunni. Vitað er, að Krúsjeff hefur löngum litið Gyðinga hornauga. Hefir andúð hans á þeim oft kom- ið í ljós í ræðum hans. Steinmetz bendir á, að það hafi verið Krúsjeff, sem stjórnaði hinum víðtæku ofsóknum á hendur Gyð ingum í Úkrainíu á sínum tíma. Þá var það einnig Krúsjeff, sem gekk fram fyrir skjöldu, þegar Gomúlkastjórnin tók við í Pól- landi, og kallaði atburðina þar „valdabrölt Zionista" og réðist síðan á Gomúlka fyrir að láta Gyðinga leika lausum hala í stjórn pólska kommúnistaflokks- ins. Loks má geta þess, að ein helzta máttarstoð Krúsjeffs í miðstjórninni, frú Yekaterina Furtseva, er mjög andvíg Gyð- ingum og sagði m. a. í viðtali við bandarískt vikurit s. 1. ár: „í sumum ráðuneytunum okkar eru alltof margir Gyðingar". Krúsjeff er meiri Rússi en nokkur af fyrirrennurum hans. Hann talar sama mál og rússnesk- ir bændur og verkamenn og skil- ur betur hugarfar þeirra en t. d. Stalin. Hann ber í brjósti sama Gyðingahatrið og landlægt hefur verið í Rússlandi um langan ald- ur, og veit, hver ávinningur það getur verið að slá á strengi GyS- ingaandúðar og ofsókna. Hann veit, að það fellur víða í góða jörð. Greininni lýkur svo með þeim orðum, að það séu ekki margir Gyðingar eftir í Rússlandi og leppríkj unum — „en samt nógu margir til þess, að hægt sé að nota þá, sem eftir eru, sena skotmark, ef nauðsyn krefur“. Ungverjalands- ástand i Mao-Kma HONG KONG, 20. júl. — Innaa kínverska kommúnistaflokksiiM! ríkir sem stendur hið versta ástand og logar þar allt í illindum og flokkadráttum. Fréttamenn segja, að ástandið í Kína nú cé ekki ósvipað því, sem var, skömmu áður en októberbylting- in brauzt út í Ungverjalandi. Margir þeirra, sem kærðir hafa verið fyrir flokksfjandsamlega starfsemi, eru blaðamenn og r4t- höfundar, enda eru það helzt þeir, sem undanfarið hafa gengið fram fyrir skjöldu í gagnrýni á kin- verska kommúnistaflokkinn, lcið toga hans og starfsemi. í Pekingblaðinu „Dagblað fólks ins“ hefir birzt grein um ritstjóra nokkurn og er honum líkt við Nagy forsætisráðherra síðustu löglegu stjórnar Ungverjalands. Hinn ákærði Tseng Yen Hsiu, hefir verið ritstjóri við „DagblaS fólksins“. Þá hafa fjöimargir blaðamenn, bæði í Peking og Shanghai, orðið fyrir hörðum árásum vegna gagnrýni sinnar. — Benda fréttamenn á, að þetta sýni ljóslega, að Mao Tse Tung hafi ekki enn tekizt að jafna deilurnar innan kommúnista- flokksins, nema síður sé. Brefar beðnir um að bæla niður uppreisn l .UNDÚNUM, 20. júlí. — Uppreisn hefur brotizt út í furstadæm- unum Maskat og Oman við Persa-flóa. — Um hádegi í dag höfðu uppreisnarmenn náð á vald sitt stórum hluta Omans. Soldáninu hefur farið þess á leit við Breta, að þeir aðstoði hann við að brjóta á bak aftur uppreisnina, og er álitið, að Bretar verði við þessari beiðni o gsendi herlið frá Aden. Mikil vinátta hefir ætíð ríkt milli soldánsins og Breta. STJÓRNAR UPPREISNINNI Sennilegt er talið, að annar trúarleiðtogi eða ímam stjórni uppreisninni. Maður þessi var við völd í furstadæmunum þangað til 1955, er hann reyndi að stofna nýtt ríki innan furstadæmisins. Þá setti soldáninn hnefann í borðið og rak trúarleiðtoga þenn- an úr landi. En vitað er, að Eg- yptar og Saud konungur í Arabíu hafa lengi verið þess fýsandi, að þessi fyrrverandi ímam tæki völd í furstadæmunum. Bretar hafa gert samning við soldáninn og eru samkvæmt hon- um skuldbundnir að veita aðstoð, ef með þarf. Fréttamenn benda á, að engir brezkir hermenn séu í fyrstadæmunum, þó að nokkrir Bretar séu liðsforingjar í her soldáns, — Ekki er gert ráð fyrir því, að uppreisnarmönnum tak- ist að ná furstadæmunum á sitt vald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.