Morgunblaðið - 25.08.1957, Page 3

Morgunblaðið - 25.08.1957, Page 3
Sunnudagur 25. ágúst 1957 MORCUISBT.AÐIÐ 3 Sérstukur rannsóknir hér d landi d jarðeðlisfræðidrinu vegna legu íslands i Norðurljésabeltinn Samtal v/ð Þorbjörn Sigurgeirsson um nýstofnaða segulmælingastöð og fleirc Þórir Þórðarson, dósent: FYLGDIN HANN TÓK af sér armbands- úrið og losaði sig við lykla- kippuna, síðan gekk hann í áttina að litlu gluggalausu, nýsmíðuðu timburhúsi. — Ég ætla að slökkva á tækj- unum, sagði hann, þið dokið aðeins við á meðan. Það var Þorbjörn Sigur- geirsson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins og væntanlegur prófessor í eðlis- fræði við Háskóla ísland og forstöðumaður geislamæling- arstofu, sem komið verður á laggirnar, sem þetta sagði. Litla gluggalausa húsið, er segulmælingastöð Rannsókn- arráðs ríkisins, hin fyrsta hér á landi, sem byrjaði „að mæla“ rnn síðustu mánaða- mót. Eru þær mælingar einn liður vísiildalegra athuganna, sem hér fara fram í sambandi við yfirstandandi Jarðeðlis- fræðiár. Þorhjörn hafði tekið af sér armbandsúrið til þess að valda ekki truflunum á segulmælingatækjunum, sem komið hefur verið fyrir í segulmælingastöðinni, við Leiruvog. Þorbjörn kom að vörmu spori og bauð okkur að koma inn í mælingastöðina. í þessu litla húsi er ekkert járn, sem hefur truflandi áhrif á mælitækin. Sökkull hússins er úr vikri, ó- járnbentum. — Vikurinn er alveg „dauður“, þ.e.a.s. ekkert segul- magnaður. Naglar og skrúfur eru úr málmi sem ekki er segul- magnaður. I tveim litlum her- bergjum standa sex segulmælar á sökklum, steyptum úr kvarzi. Þorbjörn bað okkur fyrir alla muni að koma ekki við tækin, það væri búið að kosta ótrúlega vinnu að stilla þau nákvæmlega af, minnsta snerting gæti rask- að og valdið skekkjum. Jónhvolf — Norðurljós og segulmælingar — Þessar segulmælingar, er það framlag okkar til hinna um- fangsmiklu jarðeðlisfræðirann- sókna á Jarðeðlisfræðiárinu? — Jú, þær eru það. — Undir- búningsnefnd Jarðeðlisfræðiárs- ins sem hafði yfirumsjón með öllum undirbúningi og fyrir- komulagi rannsóknanna óskaði eftir því, að hér færu fram rann- sóknir á þeim hluta segulsviðsins, sem stafar frá rafstraumum í háloftunum, jónhvolfinu, eins og það er kallað á íslenzku. Þær segultruflanir, sem af þeim stafa, standa í sambandi við norður- ljósin og útbreiðsluskilyrði fyrir útvarpssendingar. Þessar truflanir eiga rót sína að rekja til breytinga, sem verða í sólinni, sólgosa, sólbletta og annars umróts. Þá sendir hún frá sér strauma af rafeindum og fleiri hlöðnum ögnum. Það eru þessar agnir, sem verka á há- loftin í nokkur hundruð kíló- metra hæð frá jörðu. Hefur Landssími íslands með höndum athuganirnar á jónhvolfinu en Veðurstofan norðurljósaathugan- irnar. Veðurstofan starfrækir mynda vél, sem er þannig úr garði gerð, að hún getur tekið myndir af öllu himinhvolfinu í einu. Tekur myndavélin eina mynd á mínútu fresti meðan dimmt er. Úr jón- hvolfsrannsóknastöð Landssím- ans er send útvarpsbylgja á 15 mín. fresti allan sólarhringinn, beint upp í háloftin. Þar speglast hún í hinum jónuðu loftlögum- og endurvarpast aftur til jarð- ar og gefur þá sjálfritandi mæli- tæki til kynna hæð. þessarar laga yfir jörðinni. — Erum við þá komnir að þriðja þætti rannsókn anna, en það eru segulmæling- arnar sem hér fara fram, sagði Þorbjörn. 6 mælar í stöðinni Þessi mælitæki, sem þið sjáið hér á þessum hvítu marmara- plötum gefa fullkomna mynd af segulkraftinum, stærð hans og stefnu. Þessi tæki eru stöðugt í gangi allan sólarhringinn. Þau skrá allar þær breytingar, sem verða á segulsviðinu á ljósnæm- an pappír, sem er á tveim sívaln- ingum og ganga þeir fyrir úr- verki. Á pappírinn rita þau í „fyrstu línu“ stærð hins lóðrétta hluta segulkraftsins, í aðra línu lárétta hlutann og í þá þriðju kemur fram áttavitastefna eða misvísun segulnálarinnar. Mæli- tækin og sívalningarnir með hin- um ljósnæma pappír eru í sam- bandi við þessa klukku, segir Þor björn, og sýnir okkur allstóra „pendúlklukku". Hún gefur Ijós- merki á 5 mín. fresti og kemur það inn á línuritið. Þessi klukka verður að vera rétt og ekki má skakka meiru en 1 einustu sek. á tímaákvörðunum. Það verður því að fylgjast nákvæmlega með gangi hennar. Það er gert með því að bera hana saman við merkja sendingar frá sérstökum tíma- merkjastöðvum í Ameríku og Evrópu. Ég spurði Þorbjörn hvort klukkan væri þá alveg rétt núna. — Hún er 1% sekúndu á undan, sagði hann og brosti. — Einu sinni á dag Ég hefi komið hingað einu sinni á dag síðan segulmælinga- stöðin tók til starfa, til þess að skipta um línuritspappír og fram kvæma mælingar. Þegar hann hefur verið framkallaður, er unn ið úr gögnunum. Það þarf að finna meðaltal hvers hinna þriggja þátta segulskraftsins á hverjum klukktíma. Úr því verða svo mynduð mánaðarmeðaltöl og ársmeðaltöl. Ennfremur er mælt hversu örar breytingar verða á segulsviðinu á hverjum tíma. þegar tekin eru meðaltöl yfir lengri tíma jafnast út hinar öru breytingar, sem stafa frá raf- straumum í háloftunum. Það kemur svo í ljós að nokkur var- anleg breyting verður á segul- sviðinu frá ári til árs. — Og hvaðan stafa svo þær? Líklega alla leið frá hinum bráðna jarðkjarna, en þar á meg- inhluti segulsviðsins upptök sín. Þessi kjarni hefst um 3000 km. undir yfirborði jarðar, þ.e.a.s. I 10. KAPÍTULA Markúsarguð- spjalls segir frá því, er maður nokkur gekk fyrir Jesúm og bað hann svars við þeirri spurningu, sem lá honum þungt á hjarta: „Góði meistari, hvað á eg að gera til þess að eg erfi eilíft líf?“ Mað- ur þessi hafði hlustað á marga góða ræðumenn útlista lögmálið og lagt sig í framkróka til þess að halda allt það, sem í lögmálinu var boðið. Hann var trúhneigður maður, „kirkjurækinn", siða- vandur. En ekkert hafði enn full- nægt þrá hans að eignast full- vissu þess, að líf hans væri i sam- ræmi við vilja Guðs. Hann fann sárt til þess, að Guð var ekki raunverulegur í lífi hans. Trúin var honum skoðun og siðaboð trúarinnar hélt hann vegna þess að þau voru honum leiðin til full- vissunnar. En hann var jafnnær. Hann fann sig ekki höndlaðan af Guði, hann fann sig ekki hlut- takandi í sigri Guðs yfir dauð- anum. Hann var á valdi forgengi- leikans, átti ekki það líf, sem "kallast eilíft. Þeir eiga tal saman, Jesús og maður þessi. Jesús kemst brátt að því, hvar er að finna orsökina fyrir vanlíðan hans. Hann þráir að eignast Guðs líf, sem öllu er fórnandi fyrir, en í hugskoti hans leynist andstaða gegn því að fórna því, sem var honum lcær- ast: auðæfin, því að hann var maður auðugur. Jesús Segir við hann: „Eins er þér vant. Far þú og sel allar eigur þínar og gef fá- efri mörk hans eru um miðja vegu á milli jarðarmiðju og yfir- borðs. Það er ekki vitað með vissu hverjar eru orsakir þessa hluta segulssviðsins, þó allt þyki benda til að það séu rafstraum- ar í hinum bráðna kjarna, og að fnjög náið samband sé á milli seg- ulsviðsins, rafstraumanna og vökvastraumanna í jarðkjarnan- um. Ég treysti' mér ekki til þess að fara nánar út í þetta. Spurn- ingin sem ég hafði spurt Þor- björn, var nú orðin það flók- in fyrir mig, að við tókum aft- ur að ræða um þessar mælingar meira almenns eðlis. ísland vantaði stöð Þorbjörn sagði mér að slíkar segulmagnsmælingastöðvar sem þessi væru starfræktar í vel flestum löndum heims. Mælingarnar gefa vissa vísbend ingu um breytingar þær sem verða í iðrum jarðar. Hingað til hefur verið tilfinnanlegur skort- ur á segulmælingastöð hér á landi, sagði Þorbjörn. ísland er langt frá öðrum löndum og svæð- ið umhverfis þa^hefur því ekki verið rannsakað sem skyldi. Þetta hefur verið þeim mun til- finnanlegra sem ísland hefur þá sérstöðu að liggja í því sem jarð- eðlisfræðingar kalla Norðurljósa belti. í því gætir mest áhrifa á segulsviðið frá rafstraumum í há- loftunum. Það er því hvergi of- Frh. á bls. 10 tækum og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan og fylg mér“. En maðurinn „varð dapur í bragði við þau orð og fór burt hryggur, því að hann átti miklar eignir". Samtalið hefur ekki verið styttra en svo, að Jesú hefur gef- izt tími til þess að kynnast mann- inum og persónulegum vandamál um hans. Og guðspjallið greinir frá því, að Jesú hafi farið að þykja vænt um manninn við þau kynni. Hann hefur séð einlægrti hans og hispursleysi, þrotlausa leit hans að hinni einu sönnu trú, sem honum tókst ekki að finna, hvernig sem hann vandaði líferni sitt, hversu smásmyglis- lega sem hann hélt hvern staf- krók lögmálsins. Af mikilli mann þekkingu sér Jesús, hvað að er: hann er ekki frjáls. Auðæfi hans eru honum fjötur um fót. Hann vill allt leggja á sig, aðeins eitt er geymt í læstri kistu í afkima hugskots hans: ástin til auðæf- anna. Hann er með öðrum orð- um ekki reiðubúinn til þess að leggja út á djúpið í trú og frjáls- ræði vonarinnar, sem treystir Guði. Hann vill vera öruggur um sjálfan sig. Vogun er honum sjálfsmorð. Guð er ekki Guð fyr- ir honum. Sagan greinir ekki frá því, hvort það voru heldur orð Jesú um auðæfin, sem fældu hann fré eða orð Jesú, er hann sagði: Fylg þú mér. Það skiptir heldur ekki máli. Þar sem persónugerð hans var eins og hún var, þurfti hann að losa sig við auðæfin til þess að geta fylgt Jesú. Þau voru hon- um „fleinn í holdinu". Þau freist- uðu hans. Þau stóðu á milli hans og Guðs. Hann fór burt dapur. Vér vitum ekki hvort hryggðin sú risti nógu djúpt til þess að knýja hann til Jesú öðru sinni. Guðspjöllin eru þögul. Þessi fundur Jesú og manns þessa vekur hrollkenndar tilfinn- ingar í brjósti lærisveinanna. — Jesús ræðir við þá og þeir spyrja: Hver getur þá orðið hólpinn? Hver getur fylgt þér? Hvernig «r manninum það kleift að stíga skref trúarinnar og gefa sig Guði á vald? Svar Jesú er skorinort: Sá sem tekur skrefið, tekur það ekki sjálfur. Sá sem fylgir Jesú, gerir það ekki í eigin mætti held- ur fyrir Guðs kraft. Það er erfitt að fylgja Jesú. Það er manninum ofraun að gjörast lærisveinn. Auðæfin eru ekki ástæðan í sjálfu sér, þótt þau eigi sinn þátt í þessu atviki, sem hér er greint frá. Það væri að snúa við öllu Nýja testament- fólgna að hafna framfæri sínu og iacJ i nsaf nfgas ge nui lifa á ölmusugjöfum. Þessum *úni Jesú reyndust auðæfin fjöt- ur um fót, öðrum eitthvað annað. Það sem gerir torfarna eftirfylgd Jesú er nauðsyn þess, að læri- sveinninn hafni sjálfum sér. Þótt hann hafni auðæfum og öUum heiminum, er hann engu nær, hafni hann ekki sjálfum sér og gangi vilja Guðs á hönd. Það er alkunn auglýsingabrella sumra trúflokka, að hrópa hátt um það, hversu einfalt það sé að ganga Guði á hönd, og að þá muni öll vandamál leysast af sjálfu sér. Hér talar Jesús um það, hversu torvelt það sé að ganga inn í guðs ríkið. Torvelt er það vegna þess, að manninum er það óeiginlegt að treysta Guði fremur en sjálf- um sér. Fylgd Jesú er torfarin leið. Sá.sem fara vill þá leið, geri sér grein fyrir tormerkjunum, „reikni út kostnaðinn“ Að fylgja Guði er að fórna goði sjálfsdýrk- unar, sjálfsþótta. Að vilja íylgja Jesú er að vilja það, sem Guð vill, að lifa baráttu eiginviljans við Guðs vilja, að leita sífellt leið- sagnar Guðs anda, að hlíia þeirri leiðsögn, að segja með Páli: Sjálf ur lifi eg ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Segulmælingastöðin við Leiruvog. Þorbjörn Sigurgeirsson við þrjá segulsviðsmælanna. (Ljósm. Mbl.: Gunnar Rúnar)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.