Morgunblaðið - 25.08.1957, Síða 12
12
MORGVNBLABIB
Sunnudagur 25 Sgúst 1957
!A
i
i
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
114
—□
Cal liafði brátt sigrazt á óttan-
um við þessar breyttu aðstæður á
heimilinu og var farinn að rann-
saka þessa mauraþúfu með at-
hugulu auga, til þess að uppgötva
hvernig bezt myndi verða að
sparka henni um koll. Hann tók
sína ákvörðun.
„Hún er reglulega lagleg
stúlka", sagði hann. — „Mér féll
hún vel í geð. Vitið þið hvers
vegna? Hún sagði okkur að spyrja
þig hvar gröfin hennar mömmu
væri, svo að við gætum farið með
blóm þangað“.
„Getum við það ekki, pabbi?“
spurði Aron. — „Hún sagðist ætla
að kenna okkur að búa til kransa“.
Adam stóð algerlega ráðþrota
gagnvart pessu. Hann hafði
aldrei verið snjall lygari og því
síður reynt að verða það. Svarið
hræddi hann, það kom svo fljótt
í huga hans og varð honum svo
auðvelt í munni. Adam sagði: —
„Ég vildi að við gætum það, drmg
ir. En því miður er það ekki hægt.
Gröf móður ykkar er langt, langt
í burtu, í hinum enda landsins,
þar sem hún fæddist og ólst upp“.
„Hvers vegna?" spurði Aron.
„Ja, sumir vilja láta grafa sig,
þar sem þeir ólust upp“.
„Og hvernig komst hún þang-
að?“ spurði Cal.
„Við settum hana inn í jám-
brautarvagn og sendum hana
heim — var ekki svo, Lee?“
Lee kinkaði kolii: — „Þannig
er þao lika hjá okkur", sagði
1) Vikur líða. Sirrí og Siggi
eru ákveðin í því að þau ætla að
sigra í fjölleikasýningunni. Þau
yinna ötullega að því að æfa hvolp
Þýðing
Sverrn Haraldsson
□---------------------□
hann. — „Næstum allir Kínverj-
ar eru sendir heim til Kína, þeg-
ar þeir eru dánir".
„Ég veit það“, sagði Aron. —
„Þú sagðir okkur það einu sinni
fyrir löngu".
„Gerði ég það?“ spurði Lee.
„Já, víst gerðirðu það“, sagði
Cal. Hann var ofurlítið vonsvik-
inn.
Adam flýtti sér að skipta um
umtalsefni: — „Hr. Bacon kom
með uppástungu í dag“, sagði
hann — og ég vil að þið hugleiðið
hana vandlega, drengir. Hann
sagði að það myndi verða betra
[ fyrir ykkur, ef v:' flyttum til
} Salinas — betri skólar og fleiri
börn til að umgangast og leika
við“.
Tvíburarnir urðu agndofa við
þessa tilhugsun: — „Hvað verður
þá um jörðina hérna?“ spurði Cal.
„Hana myndum við eiga eftir
sem áður", sagði Adam. — „Ef
tii þess kynni að koma að við vild
um flytja hingað aftur, einhvern
tíma siðar".
„Abra á heima í Salinas", sagði
Aron og sú vitneskja var honum
nægileg. Hann hafði þegar gleymt
afdrifum kassans og kanínunnar.
Hann gat aðeins munað eftir lítilli
inn Bangsa og folaldið Freyfaxa.
2) Á meðan.
— Markús, þú ert alltof vægur
við foiann. Hann hlýðir þér ekki
svuntu, barðalausum hatti og
mjúkum, litlum fingrum.
„Jæja, þið hugsið um þetta",
sagði Adam. — „Svo ættuð þið
nú líklega að fara að hátta. Hvers
vegna fóruð þið ekki í skólann í
dag?“
„Kennarinn er veikur", sagði
A ron.
Lee staðfesti það: — „Miss Culp
hefur verið veik í þrjá daga“,
sagði hann. — „Þeir þurfa ekki
að fara aftur fyrr en á mánudag-
inn. Komið þið nú, drengir".
Þeir fóru orðalaust með honum
út úr stofunni.
2.
Adam sat b’-osandi og reri fram
í gráðið, þegar Lee kom aftur inn
í stofuna. — „Haldið þér að dreng
imir viti nokkuð?“ spurði hann.
„Ég veit það ekki“, sagði Lee.
„Kannske hefur það bara verið
þessi litla telpa sem vakti þá til
umhugsunar".
Lee brá sér fram í eldhúsið og
kom strax aftur með stóra pappa-
öskju: — „Hérna eru reikningarn
ir. Hver ársreikningur út af fyr-
ir sig. Ég hef farið yfir þá alla.
Það vantar ekkert í þá“.
„Yfir öll árin?“
„Þarna er reikningabók yfir
hvert ár. Þér vilduð vita, hvernig
hagur yðar væri. Hérna er það —
allt saman. Haldið þér virkilega
að þér látið verða af því að fara
nema þú notir svipuna.
3) — Nei, Lovísa, ég tem ekki
með svipunni. Samt hugsa ég að
góður árangur náist.
„Ég vildi óska að þér gætuð með
einhverju móti sagt drengjunum
sannleikann".
„Það myndi ræna þá hinum
góðu hugmyndum, er þeir gera sér
um móður sína“.
„En hafið þér hugsað um hina
hættuna?"
„Hvað eigið þér við?“
„Jú, gerum ráð fyrir að þeir
komist að hinu sanna. Það eru svo
margir sem vita það“.
„Kannske veitist þeim það létt-
ar, þegar þeir verða orðnir eldri".
„Ekki held ég það“, sagði Lee.
„En það er ekki mesta hættan".
„Ég skil yður víst ekki fyllilega,
Lee“.
„Það er lygin, sem ég er að
hugsa um. Hún getur eitrað allt.
Ef þeir komast einhvern tíma að
því, að þér hafið sagt þeim ósatt
um þetta, þá mun það líka bitna
á öllu þvi sem satt er. Þeir myndu
þá engu trúa“.
„Já, nú skil ég hvað þér eigið
við. En hvað get ég sagt þeim?
Ekki gæti ég sagt þeim allan sann
leikann".
„Kannske gætuð þér sagt þeim
svo mikið af sannleikai.um að það
bitnaði ekki á yður, ef þeir kæm-
ust ag öllu“.
„Ég verð að hugsa um þetta,
Lee“.
„Það verður enn hættulegra, ef
þið flytjið til Salinas", sagði Lee.
„Ég verð að hugsa um það“.
Lee hélt áfram með vaxandi á-
kafa: — „Faðir minn sagði mér
fi'á móður minni, þegar ég var
mjög ungur. Hann hlífði mér ekki.
Hann sagði irér meira og meira
eftir því sem ég eltist. Auðvitað
var það ekki sama sagan og sú
sem hér er um að ræða, en samt
hræðileg. Samt þykir mér nú vænt
um það, að hann skyldi segja mér
sannleikann. Mér hefði fallið það
þungt, ef hann hefði blekkt mig“.
„Langar yður til að segja mér
frá þessu?“
„Nei, mig langar ekki til þess.
En kannske gæti það breytt skoð
— Jæja, sæti strákurinn þinn.
En hvað segirðu nú um að lcoma
inn í hús og skemmta þér með
vinnuveitandanum.
un yðar á því, hvað drengjunum
ber að vita. Gætuð þér ekki sagt
þeim að hún hefði farið í burtu
og að þér vissuð ekki hvar hún
væri nú niður komin?"
„Én ég veit hvar hún er“.
„Já, það veldur líka öllum erfið
leikunum. Annað hvort verðið þér
at segja drengjunum allan sann-
leikann eða þá að hálfu leyti lygi.
Og ekki get ég neytt yður til eins
eða neins“.
„Ég skal hugsa þetta nánar",
sagði Adam. — „Hvernig var svo
sagan um móður yðar?“
„Langar yður í raun og veru
að heyra hana?“
„Einungis ef þér viljið segja
mér hana“.
„Ég skal gera það í sem fæst-
um orðum", sagði Lee. — „Það
fyrsta sem ég man eftir mér er
það, að ég átti heima hjá föður
mínum í litlum, dimmum kofa úti
á miðri kartöfluekru og þar sagði
hann mér söguna um móður mína.
Venjulega talaði hann mállýzku
síns fylkis, en alltaf þegar hann
sagði mér söguna, talaði hann hið
göfuga og fagra mál mandarin-
anna. Jæja, ba er bezt að ég byrji
á hinni raunverulegu sögu —
Og Lee lét hugann reika aftur í
löngu liðinn tíma.
„Ég verð fyrst að segja yður
það, að þegar járnbrautirnar
voru lagðar hér vestur frá, þá var
SUÍItvarpiö
Sunnudagur 25. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Hallgrímskirkju. —
(Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árna-
son. Organleikari: Páll Halldórs-
son). 15,00 Miðdegistónleikar —
(plötur). 16,30 Veðurfregnir. —
Færeysk guösþjónusta (Hljóðrituð
í Þórshöfn). 17,00 „Sunnudagslög
in“ og útvarp frá íþróttaleikvangi
Reykj avíkur; Sigurður Sigurðs-
son lýsir síðari hálfleik í úrslita-
keppni Islandsmótsins í knatt-
spyrnu: Iþróttabandalag Akra-
ness og knattspyrnufélagið Fram
keppa. 18,30 Barnatími (Skeggi
Ásbjarnarson kennari). — 19,30
Tónleikar (plötur). 20,20 Tónleik-
ar (plötur). 20,40 1 áföngum; X.
erindi: Til Homstranda (Þorvald
ur Þórarinsson lögfræðingur). —
21,00 Tónleikar (plötur). 21,20
Erindi: Beniamino Gigli (Eggert
Stefánsson söngvari). 21,45 Ein-
j söngur: Beniamino Gigli syngur
(plötur). 22,05 Danslög (plötur).
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 26. ágnst:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Lög úr kvikmyndum (pl.).
20.30 Tónleikar (plötur). 20,50
Um daginn og veginn (Andrés
Kristjánsson blaðamaður). 21,10
Einsöngur: Leopold Simoneau
syngur óperaríur eftir Mozart —
(plötur). 21,30 Útvarpssagans
„Hetjulund" eftir Láru Goodman
Salverson; X. (Sigríður Thorlaci-
us). 22,10 Fiskimál: Dr. Þórður
Þorbjamarson talar um vandamál
síldarverksmiðjanna. 22,25 Nú-
tímatónlist: Tónverk eftir Paul
Hindemith (plötur). 23,00 Dag-
skrárlok.
Þriðjudagur 27. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
19,00 Hús í smíðum; XXIV: Frá-
gangur lóða. — (Hafliði Jónsson
garðyrkjuráðunautur). 19,30 Þjóð
lög frá ýmsum löndum (plötur).
20.30 Erindi: Jón Vigfússon bisk-
up á Hólum; fyrra erindi (Egill
Jónasson Stardal kand. mag.). —
20,50 Tónleikar (plötur). 21,20
íþróttir (Sigurfur Sigurðsson).
21,40 Tónleikar frá Tónlistarskól-
anum í Reylcjavík: Tveir nemend
ur, er luku prófi á s.l. vori, leika.
a; Hildur Karlsdóttir leikur á pía
nó „Ondine" eftir Ravel. b) Jón
G. Þðrarinsson leikur á orgel sðn-
ötu nr. 3 f A-dúr eftir Mendels-
sohn. 22,10 Kvöldsagan: „fvar
hlújárn" eftir IValter Scott;
XXVIII. (Þomteinn Hannesson).
22.30 „Þriðjudagsþátturinn". —
Jðnas Jónsson og Haukur Mort-
hens hafa á hendi unisjón. 23,20
Dagskrárlok.
héðan?"
„Já, ég er að hugsa um það“.
elvinato r-L eonard
- Kæliskápar -
í bessari viku verða til afgreiðslu
8 og 10,6 cubik feía skápar. —
Vinsamlegast vitjið pantana yðar
sem fyrst. —
Jfekla.
Ausiursucoii 14 — Sími 1-16-87
M A R K U S Eftir Ed Dodd
AS THE WEEKS PASS, CHERRY
IAND SCOTTY, DETERMINED TO
IBEAT LOUISE LEEDS AND MARK
j TRAIL IN THE HORSE SHOW, WORK
1 energetically to train bingo
AND THE BLIND COLT FRITZ
^MARK, YOU'RE TOO
EASY ON THAT COLT..
HE WON'T RESPECT
YOU IF YOU DON'T
USE YOUR
WHIP.'
I'M SORRY, LOUISE, 1 DON'
TRAIN THAT WAY... BUT
THINK I CAN __
PROMISE YOU
RESULTS/
fjMtaí
r - OKAY. HANDSOME, AS
LONG AS YOU GET RESULTS
...NOW HOW ABOUT STOPPING
WORK AND ENTERTAINING YOUR
EMPLOYER FOR AWHILE ?