Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 2
2 MORGWSBL 4Ð1Ð Fostudagur 8. sept. 1957 Hvers vegna leysir ríkisstjórnin ekki bakaraverkfallið ? Eftir Guð^ón Si^urðsson form Iðin fél verk- smiðiufólks 4 Revkiavík VERKFALL bakarasveina hefur nú staðið æði lengi og er orðið nokkuð dýrt, bæði þeim sem að því standa, svo og öllum almenn- ingi. Láglauna verkafólki þykir hart að þurfa að kaupa brauð í ýmsu formi á uppsprengdu verði í brauðsölubúðum og eins og all- ir vita er heimabakstur dýr er til lengdar lætur, þó undanskilið sé allt umstang og erfiði húsmæðra. í>að er viðurkennt ,af flestum að bakarasveinar gátu ekkert annað en farið í verkfall úr því að ekki var komið til móts við þá er þeir fóru fram á kjarabætur. En það er óneitanlega nokkuð einkennilegt, að „ríkisstjórn hinna vinnandi stétta“, sem svo mjög hefir lagt sig í líma við að leysa kjaradeilur flugmanna og yfirmanna á kaupskipum skuli nú halda að sér höndum, þegar um jafnmikilvægt mál er að ræða og brauð handa reyk- vískum börnum og einstæðu fólki, sem enga möguleika hefur til heimabaksturs. Varðandi bakarasveinana sjálfa, þá virðist viðurkennt að þeir eigi rétt á að fá kjör sín bætt ekki síður en mörg önnur stéttarfélög sem hafa fengið kjarabætur í ár. Ef brauðin þurfa að hækka svo mikið við kjarabætur bakara- sveina, væri ekki úr vegi að „rík- isstjórn hinna vinnandi stétta" færi í eina sameiginlega „reisu“ til Englands með bakarameistur- um og kynnti sér þar, hvernig Bretar gátu í sumar lækkað brauðverð um % d á brauðhleif. Annars hefir fólkið í landinu fyrr kynnzt verðhækkunum á vörum í tíð núverandi stjórnar, þó vísitalan hafi ekki hækkað mikið, svo það kæmi ekki á óvart þó brauð hækkuðu líka. En hvað líður A.S.Í.? Hvar eru allar samþykktirnar frá síðasta Alþýðusambandaþingi og allar heitstrengingarnar? Þó að A.S.f. bafi e.t.v. ekki beint verið beðið Biðu í flugvélinni í 4 klukkustundir! ÞJÓÐVXLJINN segir frá því i gær að rússneska farþegaþotan hafi haft skamma viðdvöl á Kefla víkurflugvelli, er hún kom þar við í fyrradag. Svo var nú raunar ekki. Flugvélin kom þangað um klukkan 2. Aðeins fáeinir far- þeganna, menn sem virtust vera nokkurs konar blaðafulltrúar, fengu að fara í land, ásamt flug- stjórum. Aðrir komu ekki út úr flugvélinni. Það var upphaflega gert ráð fyrir því að viðstaðan yrði ekki löng. En vegna slæmra radíóskilyrða, voru veðurhorfur á flugleiðinni ekki fyrirliggjandi fyrr en undir klukkan 6 um kvöldið, eða um 4 klst. eftir komu flugvélarinnar. En allan þennan tíma voru i*inir rúss- nesku farþegar látnir sitja um borð í flugvélinni og fengu ekki að stíga fæti sínum út úr henni. Vera má að skýringin sé sú að ekki er hægt að fá aðra hressingu þar syðra en kaffibolla eða gos- drykki og hafi farþegunum ekki þótt taka því að fara í land. Þess munu vart dæmi að flugfarþeg- ar, sem verða að bíða svo lengi á Keflavíkurflugvelli sem hinir rússnesku, kjósi þó ekki heldur að biða í biðsal flugstöðvarinnar. en að sitja langtímum saman úti í fl ugvél. um aðstoð í þessu máli, þá er einhvers staðar maðkur í mys- unni, að A.S.Í., heildarsamtök launþega skuli láta eitt stéttar- félag standa í verkfalli mánuð- um saman án þess að aðhafast nokkuð, er verða kynni til að firra fólk frekan óþægindum og skaða. En það verða bæði „ríkisstjóm hinna \innandi stétta" og stjórn A S.í. að skilja, að bakaraverk- fallið verður að leysa strax. Ef það verður ekki gert, má búast við að stéttarfélögin í Reykjavík taki málið í sínar hendur og knýi fram lausn með samræmdum að- gerðum. N 'Lburjöfnunarnefnd lækkaði út- svörin um 8.3 milljónir króna Útsvörin eru þá 1.3 millj. kr. lægri, en kommúnistar töldu löglegt og kærðu yfir Á bæjarráðsfundi í gær var lagt I lega hafi verið lögð á útsvör fram bréf niðurjöfnunarnefndar í Reykjavík að upphæð 6.9 millj. 4>- frá 2. þ.m., þar sem Iátin er í té umsögn um bréf fimm bæjarfull- trúa til félagsmálaráðuneytisins um álagningu útsvara í Reykja- vík á þessu ári. Féllst bæjarráð á þessa umsögn nefndarinnar með 4 atkvæðum (Sjálfstæðis- manna og Bárðar Daníelssonar) gegn einu (Guðmundar Vigfús- sonar). í bréfi bæjarfulltrúánna fimm, allra minnihlutaflokkanna í bæj arstjórn, utan fulltrúa Alþýðu- fiokksins, var kært yfir því til félagsmálaráðuneytisins, að rang Kæpðð að unnf sé að selja fast- ar reglur um lóðaúfhlufunina 7rá bæjarstjórnarfundi í Á F U N D I bæjarstjórnar fleykjavíkur komu lóðamálin ínn til umræðu sem svo oft áður, og var rætt um hvort unnt myndi að setja fastar reglur um úthlutunina, en sú almenna skoðun kom fram, að það væri mjög hæpið að unnt væri að finna slíkar reglur. í ræðu sem Gunnar Thor oddsen borgarstjóri flutti lagði hann áherzlu á það, að þeir sem mesta þörf hefðu fyrir íbúðir fengju lóðir und ir ný hús. Ræddi hann einnig um aðgerð- ir bæjarins til þess að útvega fólki í herskálunum og heilsu- spillandi íbúðum nýjar, góðar íbúðir. ★ Við umræðumar komu fram tvær tillögur, önnur frá Alfreð Gíslasyni um að lóðaúthlutun yrði auglýst með nægum fyrir- vara og lóðanefnd falið í sam- ráði við bæjarráð að undirbúa reglur um úthlutun lóða hér í bæ. Þá flutti Magnús Ástmars- son einnig tillögu þess efnis að þeir skyldu sitja í fyrirrúmi um lóðaúthlutun sem sannanlega eiga við húsnæðisskort að búa. Urðu nokkrar umræður um þess- ar tillögur báðar. Margir bæjar- stjórnarmanna drógu það mjög í efa að unnt væri að finna eitt- hvert sérstakt kerfi sem fara mætti eftir við lóðaúthlutunina og réttlátt reyndist í alla staði. Þar yrði frekar til að koma mat á öllum högum þeirra sem um lóðirnar sæktu. Mörg sjónarmið Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri lagði áherzlu á það að lóða- nefnd væri mikill vandi á hönd- um og við úthlutunina kæmu mörg sjónarmið til greina. Þar yrði að taka tillit til fjölskyldu- stærðar, efnahags, íbúðar sem fjölskyldan hefur áður búið í o. s. frv. Ég hygg, sagði borgar- stjóri, að aldrei sé unnt að út- hluta lóðum þannig að allir séu ánægðir, en málunum er bezt borgið á þann hátt að hér séu öll atriði tekin með í reikning- inn, og þeir sem mesta þörf hafa á bættu húsnæði sitji í fyrirrúmi. Bærinn selji lóðirnar Bárður Daníelsson benti á það að ekki væri nema eðlilegt að mikill lóðaskortur væri í Reykja- vík, þár sem bærinn byggðist gær svo ofur skjótt og framboð lóða gæti ekki fylgt eftirspurninni. Eina ráðið væri því að bærinn seldi lóðir, þá mundi eftirspurn- in mjög dala. Ekkert vit væri heldur í því fyrir bæjarfélagið að afhenda mönnum lóðir endur- gjaldslaust, sagði Bárður, lóðir sem kostaði bæinn 20—60.000 krónur að gera íbúðarhæfar. Hér í bæ væri fjöldi manna, sem gæti og vildi greiða fyrir sínar lóðir, og þannig væri aðeins hægt að breyta því „náttúrulögmáli" er hann kallaði svo, að þurrð væri á lóðum í Reykjavík vegna hinnar miklu eftirspurnar. Ólafur Björnsson prófessor ræddi um þær tvær leiðir sem fylgja mætti við úthlutunina, persónulegu mati eða föstum reglum, eins og fram kæmi í til- iögu Alfreðs. En er unnt að finna þær föstu reglur? spurði prófessorinn. Ég er svartsýnn á það, bætti hann við. Hvar á að setja mælikvarð- ann? Á að úthluta lóðum ein- göngu eftir fjölskyldustærð? Eða húsnæðinu sem fyrir hendi er? Búsetutíma í bænum? Allt væru þetta atriði, sem taka ber tillit til við lóðaúthlutunina en varla yrðu menn sammála um að fara eftir einu þeirra við mat- ið. Föst regla yrði hér óréttlát regla, því enginn einn algildur mælikvarði er til í þessum efn- um. Hér verður að styðjast við persónulegt mat, svipað því sem gert er við veitingu bankalána og gjaldeyrisleyfa. — Ég mæli ekki með því, sagði próf. Ölafur, að farið sé út á þá braut að bærinn selji lóðir, en vilji minnihlutaflokkarnir láta hér fastar reglur giida, þá er sú leið hin eina, sem þeim er fær í þeim efnum. Guðmundur H. Guðmundsson gerði að umtalsefni, að of mikið væri látið af því að lóðir, sem bærinn hefði úthlutað, hefðu verið seldar skjótt. Hér væri oft um að ræða svonefndar erfða- festulóðir sem bærinn. hefði látið af hendi við eigendur erfðafestu- landa sem bærinn hefði tekið undir íbúðir. Eigendum slíkra lóða væru engar hömlur settar um sölu þeirra, en almenningi væri oft ekki kunnugt um hvern- ig hér væri í pottinn búið. Guðmundur benti á það að mjög erfitt væri að komast hjá því að lóðaskortur væri hér í bæ. Hér væri byggt á fáum ár- um jafnmikið og aðrar þjóðir hefðu byggt á mörgum öldum og sæti því sízt á minnihluta-flokk- unum í bæjarstjórn að gagnrýna erfiðleika á undirbúningi og út- hlutun lóða. Tillögum þeirra Alfreðs og Magnúsar var vísað til bæjar- ráðs. kr. nú í ár, og þess krafizt að leið rétting færi fram á þessu. Þessi upphæð sé lögð á umfram 10% þau sem heimilt er að leggja ofan á útsvarsupphæð skv. fjárhags- áætlun. Þann 27. júlí sl. var birt hér í Mbl. umsögn niðurjöfnunar- nefndar um málið og taldi nefnd in þar álagningunni ekki lokið fyrr en athugun hefði farið fram á efnum og ástæðum einstakra gjaldenda og útsvör þeirra leið- rétt með hliðsjón af því. Kæra fimmmenninganna var því miðuð við útsvars- upphæð, sem ekki var endan- leg að áliti nefndarinnar. — Nefndin hefur nú lokið störf- um sínum og lækkað upphaf- <egu útsvarsupphæðina um 8,3 millj. króna eða 1,3 millj. króna umfram þá upphæð sem fimmmenningarnir fara fram á að felld verði niður. Er heildarútsvarsupphæðin nú 198.1 millj. kr. í stað 199.4 millj. kr., sem fimmmenningarnir telja heimilt að leggja á. Hefir þvi hér verið farið í öllu eftir fyrirmæl- um laga um álagningu útsvars. Hér fer á eftir umsögn niður- jöfnunarnefndar um bréf fimm- menninganna, og var samþykkt bæjarráðs á því staðfest á fundi bæjarstjórnar í gær með 9 atkv. gegn 6. Athyglisvert er að undir álit nefndarinnar rita m.a. full- trúi Sósíalistaflokksins í niður- jöfnunarnefnd, Björn Krist- mundsson, og fulltrúi Alþýðu- flokksins Haraldur Pétursson. Bæjarráð hefur óskað eftir um sögn nefndarinnar um bréf, sem fimm bæjarfulltrúar hafa sent félagsmálaráðuneytinu um álagn ingu útsvara hér í bænum á þessu ári. Eins og fram kemur í umsögn neíndarinnar, dags. 26. júlí sl., voru ætlaðar kr. 6.938.850,00 til þess að mæta að nokkru þeim lækkunum, sem óhjákvæmilega varð að gera á einstökum útsvör um vegna þess, að nefndin hafði ekki haft aðstæður til að meta efni og ástæður gjaldenda á jafn víðtækan hátt og gert var, áður en tekin var upp sú aðferð, sem nú er höfð við álagninguna og lýst er í áðurnefndri umsögn nefndarinnar. Eftir útkomu út- svarsskrárinnar hefur mjög ýtar- leg athugun farið fram á útsvör- unum með tilliti til efna og á- stæðna gjaldendanna, og er þeirri athugun nú lokið. Niður- staðan er sú, að nefndin hefur lækkað útsvarsupphæðina um kr. 8.260.510.00, þar af hjá ein- stakl. um kr. 7.707.610.00, en hjá félögum um kr. 552.900.00. Hef- ur nefndin þannig lækkað út- svörin í kr. 198.113.840.00, og er sú upphæð kr. 1.321.660.00 lægri en talið er heimilt að leggja á í bréfi hinna fimm bæjarfulltrúa. Nefndin telur, að ekki sé á- stæða til að leggja fram nú, frem ur en undanfarin ár, útsvarsskrá með þeim breytingum, sem gerð- ar hafa verið á upphaflegu skránni, og auglýsa nýjan kæru- frest ,enda stendur öllum gjald- endum, sem kært hafa til nefnd- arinnar, opið að kæra til yfir- skattanefndar og ríkisskatta- nefndar og leitast við að fá út- svörum sínum breytt þar. Skrifstofu borgarstjóra hefur verið send skrá yfir beytingar þær, sem nefndin hefur gert á einstökum útsvörum. Einnig hafa gjaldendum verið sendar til kynningar um þær. Guttormur Erlendsson, Björn Kristmundsson, Haraldur Pétursson, Sigurbjörn Þorbjörnsson. Fundur bæjafé- laga á Seyðisfirði SAMEIGINLEGUR fundur bæj- arfélaga Vestur-, Norður- og Austurlands þinn þriðji í röðinni, verður haldinn hér á Seyðisfirði á morgun og næsta dag í Nes- kaupstað. Þriðja daginn verður farin kynnisför um Hérað og fundinum slitið þann dag að Egilsstöðum í kvöldverðarhófi sem bæjarstjórnir Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar bjóða til. Fulltrúar eru tveir frá hverju bæjarfélagi og verða fulltrúar alls 18. Rædd verða ýmis sam- eiginleg bæjarmál kaupstað- anna. —B. Glerbrotunum rigndi yfir fólkið i bílnum — en stérslys vurð ekfei hlið Jóns, sem ók bílnum, sat 11 ára gömul dóttir hans. Hafði hún hálfsofnað og sigið niður í sæt- inu og hentist steinninn fyrir of- an höfuð telpunnar og lenti á bringubeini móður hennar, er sat í sætinu fyrir aftan hana. Hlaut konan sár undan steinin- um og stórt mar út frá því, en glerbrotum rigndi yfir fólkið í bílnum. Gizkað var á að steinn- inn hafi verið V2 kg að þyngd. — Má mildi kalla að ekki hlauzt þarna stórslys af. — Oddur. AKRANESI, 5. sept. — Á sunnu- daginn var Jón Guðmundsson, trésmíðameistari á Akranesi, á heimleið austan úr Skaftafells- sýslu á bíl sínum ásamt konu sinni og tveim dætrum. Þegar komið er í námunda við Selfoss kemur bíll á móti Jóni og um leið og sá bíll sveigir til hliðar til að komast framhjá Jóni hrökk hnullungssteinn undan einum hjólbarðanum af slíkum krafti, að hann sentist gegnum hægri framrúðu á Akranesbílnum. Við Ný bókabúð við Laugaveg í DAG verður'opnuð ný bókabúð hér í bæ. Nefnist hún Bókhlaðan og er til húsa að Laugavegi 47. Er þetta vistlegt húsnæði og allt hið nýtízkulegasta. Framkvæmdastjóri Bókhlöð- unnar er Arinbjörn Kristinsson, framkvstj. bókaútgáfunnar Set- berg. Verzlunarstjóri verður Kristján Arngrímsson, en hann hefur um langt skeið starfað í ísafoldarbókabúð. Blaðamönnum var í gær gefinn kostur á að skoða nýju bókabúðina og tjáði framkvstj. þeim, að Bókhlaðan mundi leggja aðaláherzlu á að hafa á boðstólum íslenzkar bæk- ur auk erlendra bóka og tíma- rita. Sérstök barnadeild mun og verða í Bókhlöðunni, en þar verður fjölbreytt úrval barna- bóka og leikfanga. Sem áður segir er verzlunin öll hin nýtízkulegasta og hefur Sveinn Kjarval annazt allar teikningar á innréttingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.