Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. sept. 1957 MORCT'IVRT 4fMf> Um hvað er barizt í norsku kosningunum 7 okt. Noregsbrét frá Skúla Skúlasyni Það hefur barizt gegn vítistrú ingshöndum og auki óeðlilega Osló, 1. sept. i hafi aukizt meir en í flestum öðr- VILJI einhver spyrja: um hvað um löndum og atvinnuleysi sé tala og skrifa Norðmenn mest þessa daga? þá er því auðsvarað. Umræðuefnið er aðallega kosning ar — og klám. Eftir rúmar fimm vikur ganga háttvirtir kjósendur í kjörklefann og strika við list- ann sinn. En hvað hitt umiæðu- efnið snertir þá er tilnefnið til þess hin mjög umtalaða bók Agn- ars Mykle, „Rauði rúbíninn", sem saksóknari ríkisins gerði fræga í vetur sem leið með því að krefj ast þess að sagan yrði gerð upp- tæk og — þegar því fékst ekki framgengt — afréð að höfða mál gegn Mykle og útgefanda bókar- innar, Haraldi Grieg f.h. Noisk Gyldendal. Nú hefjast málaferlin 16. september og umræðurnar um „Rúbíninn" hafa aldrei verið heit ari en nú. Pílatus spurði einu sinni „Hvað er sannleikur? en Óli norski ber saman hnefunum og spyr „Hvað er klám?" Og það er öllu meiri hiti í þeirri deiiu en stjórnmáladeilunni. Og svo er líka talað um veðrið. Fyrir nokkrum árum ætluðu þurrkarnir allt að drepa á austur landinu — mestu búskaparbyggð um Noregs — svo að bændurnir þurftu að fá styrk til að kaupa hey norðan úr landi. f sumar lief- ur hins vegar verið sífelldur rosi austanfjalls, eins og oft vill verða þegar vel viðrar heima á Fróni, og enn rignir hann. Síðustu þrjár vikurnar hefur úrkoman stórauk- izt og undantekning ef sólar nýt- ur hálfan dag. Það er raunaleg sjón að sjá kornið á ökrunum ger fallið og heyið nauðhrakið og mórautt. Það, hefur jafnvel ekki tekizt að verja það á hesjunum. Verst hefur tíðarfarið verið hin- um frjósömu byggðum kringum Osló og á suðurlandinu, í Egða- fylkjum báðum og sunnanverðri Þelamörk. Víða hafa orðið flóð, sem gert hafa tjón, jafnvel í Osló sjálfri. Á Drammensveien hafði afrennslið ekki við að taka á móti úrkomunni, svo að þar varð </atn í klof í einni lægðinni, en kjall- arar fylltust. Tjónið af þessum flóðum er metið á nokkrar milljónir króna. En um tjónið af j borði uppskerubrestinum liggja engar skýrslur fyrir ennþá. Hverju lofa flokkarnir? — Á því þingi, sem nú hefur fengið lausn, í náð, sátu 27 hægrimenn, 14 bændaflokks, 14 kristilega flokks, 15 vinstri, 77 verkamanna flokks og 3 kommúnistar. Stjórn- arflokkurinn má því ekki missa nema 3 sæti til þess að komast í minnihluta, eða 6 ef kommún- ekkert. Þess vegna beri að halda í horfinu og í sömu átt. í atvinnu málum er stefnan: 1) Aukning iðnaðar og bygging vatnsorku- vera, 2) hröð aukning skipastóls- ins, 3) skipulögð „rationalisering" í landbúnaði, skógariðju og fisk- veiðum, 4) nýrækt 10.000 hektara á ári, 5) framhaldandi umbætur fiskiskipastóls og fiskiðjuvera, og 6) efling skógræktar á vestur- landi, í Þrændalögum og Norður- Noregi. Sérstök áherzla skal iögð á eflingu atvinnuveganna í illa stæðum byggðarlögum. Þá er og heitið því, að hraðað skuli byggingu fleiri skóla og rannsóknarstofnana og að minnst 100.000 íbúðir skuli byggðar á næsta kjörtímabili (í því sam- bandi er þess getið, að ein milljón landsbúa eigi nú heima í íbúðum, sem byggðar hafa verið eftir stríð). Þá er og endurtekið loforð sem andstæðingunum þykir hafa verið vanefnt frá kosningunum 1953, um byggingu sjúkrahúsa, hvíldarheimila, geðveikrahælaog framlög til barnaverndar, ma.'ðra hjálpar, stoðar við gamalt fólk og ofdrykkjusjúklinga. Ennfremur er heitið meiri framlögum til ellistyrks og öryrkjatrygginga. Og loks kemur loforð um að vinnutíminn skuli lækka niður í 45 stundir á viku. Einnig lofar flokkurin að gera ráðstafanir til að halda verðlag- inu i skefjum, og jafnframt að rannsaka skatta- og tollafyrir- komulagið. Þess má geta, að flokk urinn segist hafa komið réttlát- ari skipting þjóðararðsins á, en áður var. — Eins og marka má af þessu, er flokkurinn vel ánægður með sín handaverk og óspar á loforð, sem flest voru að vísu gefin fyrir fjórum árum, en dregizt hefur að efna þau að fullu, og sum ekki til hálfs. Bændaflokkurinn, sem ég tel vera lang-íhaldsamasta stjórn- málaflokk Noregs og síngjarnast an leggur aðaláherzluna á stöðv- un verðbólgunnar í orði, en á hefur hann hins vegar reynzt drýgstur allra í því að knýja fram verðhækkun á öllu því, sem bændur hafa að selja. Vegna þess að ríkisstjórnin streitist við að halda vísitölunni niðri, kemur þessi verðhækkun þó ekki niður á neytendum mjólk urafurða, því að allt er greitt niður, enn freklegar en nokkurn tíma hefur þekkzt áður. Þannig greiðir ríkissjóður nú niður hvern jskipti yrðu, en hann hefur verið í tíð núverandi stjórnar, má nefna {þetta: Hann vill stöðva verðbólg- una (það vilja allir flokkar), hann vill afnema hallann á utanríkis- verzluninni, safna gjaldeyris- forða, afnema (smátt og smátt) niðurgreiðslurnar og afnema sölu skatt á nauðsynjavörum, létta út- svarsbyrði í sveitafélögum og efla framleiðslugetu landbúnaðar, skógarhöggs og fiskveiða. Flokkurinn bendir á, í kosninga spjalli sínu, að dýrtíðin hafi auk- izt um 53% í Noregi síðustu átta árin, og þó hafi á sama tíma verið varið 5.000 milljónum kr. til nið- urgreiðslu á nauðsynjum. Ástæð- an til þessa er frá sjónarmiði bændaflokksins sú, að stjórnin hafi í fjármálaráðstöfunum sín- um enga tilraun gert til þess að Gerhardsen: Heldur hann velli? istar styðja hann. Við síðustu mjólkurlítra, sem neytendurn er kosningar missti hann átta sæti. Andstæðingarnir gera sér því meiri vonir en áður um að ein- veldi verkamannaflokksins verði hnekkt við næstu kosningar, en þessi flokkur hefur nú raunveru- lega farið með löggjafarvaldið í 22 ár. En þó flokkurinn' kæmist í minnihluta eru harla litil líkindi til þess að hann missti stjórnar- forustuna. Hann verður eftir sem áður langstærsti flokkur þingsins, en andstæðingarnir hins vegar svo sundurþykkir að harla litlar líkur eru til þess að þeim mundi takast að koma samsteypustjórn á laggirnar. Allir flokkarnir hafa nú birt stefnuskrár sínar, sem allar eru úttroðnar af fleski og fagurgala. Skal nú leitazt við að tilfæra kjarnann úr því, sem hver flokk- ur um sig lofar háttvirtum kjós- endum. Verkamannaflokkurinn. __ Stjórnarflokkurinn bendir á að þau 22 ár, sem hann hefur haft völdin hafi verið framfaraár, sér- staklega síðustu 12 árin frá stríðs lokum. Framleiðsla þjóðarbúsins seldur fyrir 50 aura, þannig að verðið til bænda er nær helmingi hærra en söluverðið er. Annað dæmi enn ferlegra varð ég var við núna á dögunum. Ég spurði eftir osti, sem kostar kr. 7.55 i búð, en húsfreyja kaupmannsins, sem varð fyrir svörum, kvaðst ekki selja hann, því að bændur sem leggja mjólk sína inn í mjólk urbúið á Nesbyen, gætu fengið þessa sömu osttegund keypta fyr- ir — segi og skrifa tvær krónur kílóið. „Og við getum ekki gert okkur að athlægi hjá viðskipta- vinum okkar með þvi að heimta nær ferfalt verð fyrir ostinn, á við það sem hann er seldur í mjólkurbúinu", sagði frúin. „Þess vegna seljum við hann alls ekki". Þetta er lítið sýnishorn af dekri stjórnarinnar við bændur, núna undir kosningarnar. En vitanlega er bændaflokkurinn í stjórnar- andstöðu fyrir því. Meðal „stefnu mála" hans undir kosningavnar, ef um stefnumál væri að ræða hjá flokki, sem veit að hann verður engu áhrifameiri þótt stjórnar- draga úr kaupgetunni. Bezta ráð- ið til að verjast framhaldandi verðbólgu telur flokkurinn þá, að draga smám saman úr niður- greiðslunum, en afnema jafn- framt söluskattinn á öllum mat- vörum, en hann er 10% í Noregi. Kristilegi flokkurinn er þannig úr garði gerður, pólitískt séð, að eigi er þörf að gera ýtarlegagrein fyrir stefnu hans í almennum þjóðmálum, því hún er meira en beggja blands. Flokkur þessi varð til í Hörðalandi 1933 og fékk þá sinn fyrsta mann kosinn á þing. Við kosningarnar 1936 fékk flokk urinn tvo þingmenn — í sama kjördæmi. — Svo leið og beiö þangað til eftir stríð. Þá bættust flokknum ýmsir ágætir talsm^nn, ekki sízt skáldið Ronald Fangen. Við kosningarnar 1945 fékk Kr. fl. 118.000 atkvæði og átta menn kosna. Og við síðustu kosningar 186.000 atkv. og var það þriöja hæsta atkvæðatalan, eftir hægri og verkamannaflokkinn. En þingmennirnir urðu 14. Það er grundvallarhugsjón Kr. fl. að kristin trú og siðgæði eigi að ráða athöfnum manna, einnig í öllu því, sem að stjórn þjóð- félagsins lýtur, og þess vegna verði viðgangur hans að byggjast á því, að kjósendur geri ákveðnar siðgæðis- og þjóðhollustukröfur til sjálfra sín, og sýni hreinskilni, mannúð og ábyrgðartilfinningu. Flokkurinn byggist á þeirri trú, að kristindómurinn einn geti ef!t slika kosti í meðvitund almenn- ings. Og þess vegna er það fyrsta boðorð flokksins, að börn alist upp í kristilegum anda, bæði heima og í skólunum. Þetta er ákaflega fallegt, og fjöldi manna í öðrum flokkum undirskrifar vitanlega þetta höf- uðatriði í stefnuskránni. En sem stjórnmálaflokkur hefur Kr. fl. þó ekki látið til sín taka. Hann er frjáls gerða sinna í þjóðmálunum og siglir beggja skauta byr þar, svo freklega að stundum liggur við að hentistefnan ráði gerðum hans. Enda er vart við öðru að búast. Kjósendur flokksins koma úr ýmsum áttum, þó aðallega úr vinstri flokknum — sérstaklega þeim hluta hans, sem kallaður er „Osló-vinstri" — en málgagn þess flokkshluta er „Dagbladet" í Osló, sem er bezti boðberi hugsana- og skoðanfrelsis í Noregi, og hefur jafnan verið svo, síðan það hóf göngu sína fyrir nær 90 árum. Hallesby prófessors og heimatrú- boðinu, en sú barátta hefur kost- að marga kjósendur, sem gengið hafa í kristilega flokkinn. En Kr. fl. hefur orðið furðu- lítið ágengt í stefnumálum sín- um, svo sem mannúðarmálum og baráttunni gegn áfengisböiinu o. fl. Hann á það sammerkt með hinum andstöðuflokkunum, að hann fær litlu framgengt, í JÖg— gjöf eða framkvæmd laga, því að við stýrið hefur setið stjórn sem virðist hafa gamla kjörorðið: „Véí einir vitum", þó að sá mað- ur sem mestu ræður í flokknum, Gerhardsen forsætisráðherra, hafi jafnan sýnt vilja á því, að sýna lipurð og tilhliðrunarsemi. En í hans flokki eru líka mikUs háttar menn, sem vilja beita þing valdinu — til hins ýtrasta. Um Kommúnistaflokkinn þarf ekki að fara mörgum orðum. Lina hans er sú sama sem áður, og hefur hvergi bognað þó að hlykkir hafi orðið á stefnu yfir- boðaranna í Moskvu. Segir flokk- urinn í stefnuskránni m.a. þetta: „Við Stórþingskosningarnar beit- um vér okkur fyrir nýrri jafnað- arstefnu í norskum stjórnmálum. Fulltrúafjöldi norskrar verka- mannastéttar verður að aukast, með því að kommúnistar fái fleiri fulltrúa á þingi". En þetta er alls ekki ný krafa, heldur sú sama, sem allir flokkar endurtaka við hverj ar einustu kosningar. — Þá krefjast þeir kommúnistar 40 stunda vinnuviku og hærra kaups og lægri skatta fyrir alla verka- menn í iðnaði, siglingum, land- búnaði og fiskveiðum. — Enn- fremur þjóðnýtingar á bönkum, vátryggingarfélögum og stóriðju fyrirtækjum. Og enfremur af- vopnunar. Vinstriflokkurinn bendir á, að það sé óhollt hverri þjóð að einn flokkur ráði lögum og lofum ár- um saman án íhlutunar annarra flokka. Það hafi reynzt Verka- mannaflokknum skaðlegt, þv.í að hann hafi algerlega gleymt að taka tillit til hagsmuna heilla stétta í þjóðfélaginu. Fram- kvæmd þriggja stórmála áfeH- ist vinstriflokkurinn verkamanna stjórnina aðallega fyrir: fjárhags málin, samgöngumálin og menn- ingarmálin. Hvað fjárhagsmálin snertir áfellist vinstrifl. núver- andi stjórn fyrir það, að hún hafi ekki veitt því næga athygli, sem gerzt hefur í alþjóðafjárhags- og viðskiptamálum, og þess vegna hafi norskar markaðsvörur borið skarðan hlut frá borði. Stjórnin hafi vanrækt samgöngubælur, jafnvel þó að fé hafi boðizt til þeirra frá einstökum aðiium, þannig að ríkissjóður hafi ekki þurft að standa undir kostnaðin- um. „Verkamannaflokkunnn er flokkur stórra áforma en lítHla framkvæmda", segir í stefnu- skránni. Að endingu skal drepið á stefnuskrá Hægriflokksins, na?st- stærsta flokks þingsins og aðal andstöðuflokks núverandi stjórn- ar. „Að varðveita það sem er sterkt og heilbrigt í þjóðfélaginu, er grundvallarhugsjón íhalds- flokks", segir þar. Vegna gjör- breytinga i ýmiss konar vélíækni og vísindum er þörfin brýn á því að fylgjast vel með og líta á við- fangsefni komandi ára frá nýjum sjónarhóli. Vér þurfum að not- færa oss nýjar vélar og tækni, en til þess þarf nýja fjármáJa- stefnu, sem hvetur til framleiðslu aukningar en dregur ekki kjark- inn úr þeim, sem að henni standa. í stuttu máli er það stefnan i fjár eftirspurn á ýmsum varningi, eu hún leiði af sér hækkun vöru- verðs. Verðbólguna sé hægast aS stöðva með því, að draga pen- inga úr umferð með þvi að hætta að eyða fé skattgreiðenda í hluta- bréfakaup og niðurgreiðslur, og nota þann sparnað til að draga úr seðlaumferðinni, þannig að krónugildið verði stöðugt, og efla skólana í landinu, þannig að sem flestir fái sem fullkomnasta sér- menntun undir það lífsstarf sem þeir hafa kosið sér. Ennfremur er bent á þörfina fyrir ný geð-^ veikrahæli, en hún er mjög tirýn i Noregi. Og svo aukin framlóg til samgöngubóta. Og að endingu: að skattarnir verði lækkaðir. Margt fleira mætti nefna í stefnuskrá hægrimanna, sem var samþykkt á landsfundinum í vor, og er öllu ýtarlegri eh verið hefur við undanfarnar kosning- ar. Enda lét formaður flokksins, Alf Kjöe þess getið við það tæki- færi, að þetta væri ekki fyrst og fremst stefnuskrá stjórnandstöðu- flokks — heldur gæti hún ííka orðið stefnuskrá ríkistjórnar, ef svo bæri undir. — Um það skal engu spáð enn- þá. Það er alls ekki ósennilegt, að verkamannaflokkurinn komist í minnihluta við næstu kcsrangar. En hitt er öllu ósennilegra, að hægt sé að sameina Kristilega —, bænda- og ?instriflokkinn undir forustu hægrimanna. Að vísu er sumt sameiginlegt í stefnuskrám þessara fjögurra flokka. En það sem af er hefur það reynzt svo, að tilraunir með kosningasamband í ýmsum kjör- dæmum — einkum milli hægri og bændaflokksins — hafa strand- að. Og hætt er við að svo mundi einnig fara, ef fjórir borgaralegu flokkarnir færu að reyna a3 bræða sig saman um stjórn, ef kosningaúrslitin yrðu þeim í vil. Frásögnin af deilunni um hitt hitamálið hér í Noregi núna, nfl. „Hvað er klám?" verður að bíða annarrar greinar. Kvikmyndin „Björgunarafrekið vib Látrabjarg" EINS og kunnugt er hefur þýzka Slysavarnafél., Deutsche Gesellschaft zur Rettung Schiff- briichiger, fengið leyfi til að búa til þýzka útgáfu af kvikmyndinni Björgunarafrekið við Látrabjarg og gerðu þeir í því sambandi ýms ar endurbætur á frummyndinni, er orðin var mikið slitin og þyk- ir öllum, er séð hafa að hin þýzka útgáfa hafi tekizt mjög vel og á kapt. Berber-Credner fram- kvæmdastj. þýzka Slysavarnafél. þar mestar þakkir skyldar, þar sem hann samdi sjálfur textann og sá um niðurröðun á efni af svo mikilli alúð og nákvæmni a3 vakið hefur alveg sérstaka at- hygli. Hann hefur og einnig sam- ið sérstakan fræðslubækling um þetta björgunarafrek, prýddan mörgum myndum af björgunar- mönnum og þessum einstaka at- burði og hefur bæklingi þessum verið útbýtt í þýzkum skólum og alls staðar vakið óskipta at- hygli og hrifningu eins og sjálf kvikmyndin, sem segja má að sé nú mjög eftirsótt til sýningar sem fræðslu- og landkynningar- mynd. Unnið er nú að því í Þýzka- landi að útbúa þessa þýzku út- gáfu af myndinni með íslenzku og ensku tali fyrir Slysavarna- félag íslands undir umsjóri ,,, , , , _ þýzka Slysavarnafélagsins og malum að nklð einbeiti sér að, með aðstoð Siemsen aSðalræðis! þeim hlutverkum, sem þVÍ ber að, manns j Hamborg, en Björn Sv. sinna, en sletti ser ekki fram í ; Björnssc það, sem einstaklingar hafa haft textann. með höndum, svo sem atvinnu-1 Kapt.' Berber-Credner, fram rekstur, hvort heldur er með ikvæmdastjóri þýzka Slysavarna stofnun einstakra fyrirtækja eða með því að gera ríkið hluthafa í stóriðjufyrirtækjum. — Fyrst og fremst bindi þetta fé hins opin bera, þannig að það haldi áfram að vera í umferð. Þá valdi niður- greiðslurnar einnig því, að óeðli félagsins kom í heimsókn til ís- lands snemma í vor og flaug þá meðal annars til Látrabjargs í boði Slysavarnafélags tslands. — Hans heitasta ósk var að hafa tal af björgunarmönnunum og var hann svo heppinn að geta lega mikil seðlafúlga sé í almenn- hitt þa helztu þeirra að máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.